Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 27
inn með því að skrifa í gestabók- ina. Hér er ein: Allt eftir þræði saumað í klæði. Prjónað, talað, hlegið í æði. Húsbændum þökkuð gæði. Atorkusemi Hönnu var henni í blóð borin. Í amstri dagsins hafði hún tíma til margvíslegra fé- lagsstarfa. Hún var frábær kokk- ur, vann fallegar hannyrðir, sinnti vel búi, börnunum og frændfólki. Og ekki síst, hélt uppi fjörinu. Hanna elskaði lifið og rauðar rósir, hún var svo gefandi og sönn i gleði sinni. Það var henni svo eðlilegt. Við dáðumst að því hve vel hún tók breyttum högum í lífi sínu þegar heilsan brást. Aldrei heyrðist biturt orð eða sjálfsvorkunn, hún tók því sem að höndum bar af einstöku æðru- leysi, bar höfuðið hátt og hélt sinni reisn. Að leiðarlokum er þakklætið efst í huga. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Vini okkar Jakobi, börnum og öðrum aðstandendum sendum við einlægar samúðarkveðjur. F.h. Saumaklúbbsins „Allt eftir þræði“. Halldóra. Vinkona mín til margra ára, Jó- hanna Kristinsdóttir, er látin. Hanna Kristins, eins og við fé- lagar hennar í Skátafélaginu Heiðabúum kölluðum hana, var ætíð reiðubúin til þess að leggja öðrum lið. Hanna var þegar á unga aldri valin til forystu með kvenskátum. Árið 1948 sótti hópur úr Heiða- búum alþjóðamót kvenskáta í Finnlandi en á þeim tíma var ekki algengt að ungt fólk legði upp í löng ferðalög milli landa. Við vorum fjórar frá Heiðabú- um sem sóttum mótið, sem var í Norður-Finnlandi. Ferðin tók langan tíma. Farið var með Drottningunni til Kaupmannahaf- anar, þaðan með lest til Stokk- hólms, svo til Åbo með ferju og lest til Helsingfors, að lokum náð- um við til mótsstaðar, Lojlani- meni. Þangað voru mættar 1.500 skátastúlkur víðsvegar að úr heiminum. Dvöldum við tíu sólríka og lærdómsríka daga á mótsstað. Þær sem fóru þessa óvenjulegu en skemtilegu ferð voru, auk Hönnu, Sesselja Kristinsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir og undirrituð. Við áttum margar gleðistundir saman í skátastarfinu og með Hönnu var skemmtilegt að ferðast. Hópurinn fór í margar skemmtilegar útilegur saman og þá var alltaf stutt í smitandi hlátur Hönnu. Hún var ætíð hrókur alls fagnaðar í góðum hópi og full lífs- gleði, ætíð kát og sögumaður góð- ur. Ferðalagið til Finnlands var oft rifjað upp í góðum hópi ferða- félaga og hún sagði sögur á sagna- kvöldi eldri borgara á Nesvöllum. Vinskapur okkar Hönnu var alla tíð mikill og náinn. Á seinni ár- um nutum við samvista á Nesvöll- um í félagi eldri borgara. Ég sakna góðrar æskuvinkonu. Um leið og ég kveð Hönnu vin- konu mína votta ég Jakobi Árna- syni og börnum samúð mína. Þorbjörg Pálsdóttir. „Sýnum drenglyndi og verum einlægar í vináttu.“ Þessi orð eru ein af hvatning- arorðum soroptimista og Jóhanna lifði svo sannarlega með þau að leiðarljósi. Hún var sannur vinur og mannasættir. Jóhanna var ósérhlífinn félagsmaður og hvatti aðra til dáða á jákvæðan hátt sem kom sér vel þegar eitthvað stóð til hjá okkur Keflavíkursystrum. Hún var sannur soroptimisti sem hafði bjartsýnina að leiðar- ljósi í öllum sínum störfum fyrir klúbbinn. Jóhanna tók af heilum hug þátt í öllu okkar starfi. Margs er að minnast hvort sem við vorum að safna peningum til góðgerðarmála eða njóta samveru á annan hátt. Jóhanna hafði mik- inn áhuga á að bæta stöðu kvenna bæði hér heima og erlendis en það er eitt af markmiðum okkar hreyf- ingar. Minnisstæðar eru tískusýning- ar þar sem við sýndum meðal ann- ars pelsa sem Jóhanna útvegaði enda hæg heimatökin hjá henni. Einnig koma upp í hugann árlegar ferðir til að huga að trjárækt okk- ar við Reykjanesbrautina þar sem við tökum með okkur áburð og kaffibrúsa og sitjum og spjöllum eftir að hafa hlúð að gróðri í Bjart- sýnislundi og Systrabrekkum . Það var alltaf stutt í brosið og grínið hjá Jóhönnu. Notalegt var að heimsækja hana hvort sem það var í Miðtúninu eða á Nesvöllum. Við í Soroptimistaklúbbnum í Keflavík söknum vinkonu eftir áratuga samfylgd og eigum góðar minningar um elskulega systur. Við sendum fjölskyldu Jóhönnu innilegar samúðarkveðjur. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr.) F.h. Soroptimistaklúbbs Keflavíkur, Guðrún Jónsdóttir. Hún Hanna Kristins er „farin heim“, eins og skátar og félagar í St. Georgs gildunum á Íslandi segja um látna félaga. Jóhanna missti sjón fyrir nokkrum árum, þannig að hún sá varla mun á degi og nóttu. Hún var svo heppin að fá tveggja her- bergja íbúð með eldhúskrók á Nesvöllum í Ytri-Njarðvík. Hún var fljót að læra að rata um íbúð- ina en fékk konu til þess að vera hjá sér síðdegis sér til halds og trausts og að elda fyrir sig kvöld- mat. Ekki var hún heldur í vand- ræðum með að þekkja vini sína, sem ýmist komu í heimsókn eða hringdu, ekki þurfti nema eitt orð, þá heilsaði hún viðkomandi með nafni. Mér finnst eftirfarandi vísa eiga vel við Jóhönnu, enda þótt hún hafi verið kveðin fyrir karl og er því einu atkvæði styttri. Alla tíð vígð varstu vorhugans merki. Þú skapaðir sólskin og sumar í sérhverju verki Jóhanna var ein af stúlkunum sem stofnuðu fyrstu kvenskáta- sveit heims, en hún fékk viður- kenningu alþjóðlega Skátasam- bandsins þegar hún varð 3. sveit skátafélagsins Heiðabúa í Kefla- vík. Þetta endaði með því að skátafélög víðsvegar um heiminn urðu góð blanda drengja og stúlkna, er þær fengu inngöngu í skátafélög, sem áður voru einung- is skipuð drengjum, en hins vegar voru kvenskátafélög starfandi á sama tíma. Þetta þótti stór áfangi í skátastarfi og voru þessar stúlkur virkir forkólfar í Heiðabúum. Jó- hanna var einn af þessum virku stofnendum 3. sveitar Heiðabúa og síðar einn af stofnendum St. Georgs gildisins í Keflavík, en eft- ir því sem gildum fjölgaði víðsveg- ar um landið fór hún að starfa meira á landsvísu og varð fljótlega landsgildismeistari. Síðar var hún kjörin í heimsstjórn gildanna, þar sem hún starfaði um sex ára skeið með bréfa- og tölvuskrifum og ut- anlandsferðum. St. Georgs gildið í Keflavík vottar eiginmanni og afkomend- um Jóhönnu Kristinsdóttur inni- lega samúð vegna fráfalls hennar með þessari ágætu vísu Hafsteins Stefánssonar: Aukast mundi þrek og þor þörf væri ekki að kvarta ef menn bara ættu vor innst í sínu hjarta. F.h. St. Georgs gildisins í Keflavík, Björn Stefánsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 ✝ Birgir Ágústs-son fæddist í Reykjavík 24. maí 1931. Hann lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 22. jan- úar 2013. Foreldrar hans voru Ágúst Bene- diktsson, vélstjóri, f. 25.8. 1897, d. 24.7. 1964 og Þórdís Dag- björt Davíðsdóttir, húsfreyja, f. 7.10. 1903, d. 11.3. 1998. Þau bjuggu á Vegamótastíg 9, Reykja- vík. Systkini hans eru Guðrún Dagný Ágústsdóttir, maki hennar er Sverrir Júlíusson, Einar H. Ágústsson og maki hans var Herdís Hergeirsdóttir, Áslaug Ágústsdóttir sem er látin og Gunnar Ágústsson, maki hans er Sigríður Þ. Kolbeins. Birgir giftist þann 27.6. 1959 Ágúst Birgisson, sölumaður, f. 7.6. 1964, maki Sigurður Rúnar Sigurðsson, f. 15.2. 1957. 3) Jó- hanna Birgisdóttir, ráðgjafi, f. 18.5. 1969, maki Björn Hörður Jóhannesson, flugvirki, f. 1.2. 1966. Börn þeirra eru Aron Bjarki Björnsson, nemi, f. 19.7. 1993 og Karen Lea Björnsdóttir, nemi, f. 15.4. 1996. 4) Auður Edda Birgisdóttir, hönnuður, f. 17.6. 1974. Birgir stundaði vélvirkjanám við Iðnskólann í Reykjavík og í Vélsmiðjunni Héðni. Eftir nám starfaði hann í Landsmiðjunni og hóf síðan störf hjá Sindrastáli en þar starfaði hann stærsta hluta starfsaldursins við iðn sína. Síð- ustu 11 starfsár sín starfaði hann hjá Lyfjaverslun ríkisins. Hann gegndi trúnaðarmannastarfi fyrir Félag járniðnaðarmanna í mörg ár og sem trúnaðarmaður sá hann um öryggismál á vinnu- stað sínum. Birgir verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag, 29. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Eddu Kjartans- dóttur matráðs- konu og húsfreyju. Foreldrar hennar voru Kjartan Pét- ursson vélstjóri, f. 5.2. 1903, d. 12.1. 1990 og Jóhanna Guðfinna Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 24.6. 1900, d. 16.9. 1988. Þau bjuggu á Hring- braut 98, Reykjavík. Dóttir þeirra er Stefanía Kjartansdóttir skrifstofumaður, f. 27.8. 1928. Börn Birgis og Eddu eru: 1) Kjartan Birgisson, vélvirki, f. 2.8. 1960, maki Guðrún Sæmunds- dóttir, uppfinningamaður, f. 23.7. 1962. Börn þeirra eru Mar- grét Kjartansdóttir, hjúkrunar- fræðingur, f. 24.4. 1988 og Kjart- an Helgi Kjartansson, mat- reiðslunemi, f. 13.04. 1992. 2) Enn á ný er komið að kveðju- stund, nú er það tengdafaðir minn Birgir Ágústsson sem kvatt hefur þetta jarðlíf eftir sex mánaða bar- áttu við hin miskunnarlausa sjúk- dóm krabbamein. Sárt er að þurfa að horfa á fullfrískan sterkan mann veslast upp, sárar en nokkur orð geta lýst. Birgir gat verið orðhvass maður og oftar en einu sinni gerði hann mann kjaftstopp með einhverju um menn og málefni, en þá greip maður til hláturs og gríns á móti, sem hann kunni vel við. Fordómar gátu komið upp varðandi ýmis málefni, t.d. varð hann að taka á sínum eigin varð- andi undirritaðan og sinn eigin son. Hér á ég við að sætta sig við mig sem tengdason og samlíf okk- ar Ágústar, það var örugglega ekki létt fyrir harðjaxl eins og hann, en hann sýndi og sannaði hið gagnstæða. Ég er afar stoltur yfir því að hafa fengið tækifæri til að kynnast og hafa hann sem sam- ferðamann í fjórtán ár, og stoltur yfir því hvernig hann vann og tók á sínum fordómum gagnvart sam- kynhneigðum, hann er maður meiri fyrir það. Endapunktur hefur nú verið settur við hans lífshlaup. Tómleiki verður hjá minni kæru tengda- móður, og þau systkinin verða að kveðja föður, en einu má ekki gleyma, Birgir skilur eftir minn- ingar í hugum þeirra sem gott er að eiga og rifja upp. Kæri Birgir, ég óska þér alls þess besta á nýjum heimaslóðum og veit að þegar manns eigin tími kemur að yfirgefa þetta jarðlíf þá munt þú ásamt fleirum taka á móti manni, engu er að kvíða með þá vissu. Eddu, Kjartan, Ágúst, Jóhönnu og Auði Eddu umvef ég hlýjum hugsunum og bið góðan Guð að vernda og styrkja. Sigurður Rúnar Sigurðsson. Það eru komin rúm 30 ár síðan Kjartan maðurinn minn kynnti mig fyrir foreldrum sínum, þeim sómahjónum Birgi og Eddu. Fljót- lega varð mér ljóst að hann Biggi var með afar sterkar skoðanir á hlutunum, einarður sjálfstæðis- maður sem tortryggði allar aðrar stjórnmálastefnur. Við áttum eftir að eiga margar skemmtilegar rök- ræður í gegnum tíðina um pólitík og heimsmálin hverju sinni enda hafa þau mál verið afskaplega við- burðarík síðustu áratugina. Eitt vorum við þó algjörlega sammála um og það var að Íslendingar hefðu sko ekkert með aðild að ESB að gera. Biggi var grúskari og hafði mik- inn áhuga á allskyns fjarskiptum, tólum og tækjum. Hann gerði við sín útvörp og sjónvörp og annað sem bilaði á heimilinu, og sá sjálfur um að halda sínum bílum við. Biggi var mikill bílaáhugamaður og skoðaði allt það nýjasta í þeim efn- um í bílablöðum og á Discovery- sjónvarpsstöðinni en hélt þó alltaf tryggð við gamla Chryslerinn enda alvöru amerískur kaggi sem er með fulla skoðun þrátt fyrir 23 ár á götunni. Biggi fylgdist vel með fréttum. Það þurfti að heyra alla fréttatíma dagsins bæði í útvarpi og sjónvarpi, nú og til viðbótar var hann með talstöð þegar þær voru og hétu, og náði á henni talstöðv- arrás lögreglunar. Best leið honum að hafa svo útvarpið, sjónvarpið og lögguskannann í gangi á sama tíma svo að hann missti nú örugglega ekki af neinum tíðindum. Biggi naut sín vel með mynda- vélina, hann tók mikið af góðum ljósmyndum og náði t.d. alveg sér- lega góðri mynd af flutningi geims- kutlunnar Enterprise á baki Júmbó 747 sem flaug yfir Reykja- vík á leið á flugsýningu í París 1983. Hann tók ástfóstri við mynd- bandsupptökuvélar þegar þær komu á markaðinn og filmaði ferðalög, fjölskylduboð og barna- börnin, svo eftir að hann fékk sér tölvu dútlaði hann sér við að færa þetta efni yfir tölvutækt form og þó svo að hann væri kominn yfir áttrætt hafði hann ágætis færni á tölvu og fylgdist vel með á net- fréttamiðlum. Hann var ávallt ung- ur í anda og var að sjálfsögðu með sína Facebooksíðu. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir góðar sam- verustundir með tengdapabba og bið almáttugan Guð um að umvefja og blessa hann í eilífðinni. Guðrún Sæmundsdóttir. Í dag kveðjum við systkinin afa okkar, afa Bigga, sem alltaf hefur verið sjálfsagður hluti af lífi okkar. Á tímum sem þessum rifjar maður upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman, allar góðu minning- arnar sem við eigum um afa. Afi Biggi var alltaf mikill tækjakall og þegar við systkinin komum í heim- sókn í gamla daga var voða spenn- andi að fylgjast með afa og talstöð- inni góðu þar sem hann gat fylgst með löggunni, það gat sko verið spennandi! Afi gat horft á óteljandi amerískar hasarmyndir á stóra flatskjánum og með heimabíóið í botni langt frameftir nóttu, að sjálfsögðu í Lazyboy-stólnum góða sem var honum afar kær síðustu árin. Afi gat líka gripið í tölvuleik, en þá var ekki hægt að sinna öðr- um verkefnum eins og að svara í símann, sérstaklega þegar maður hefur þarfari hluti að gera eins og að lenda stórri Boeing-þotu í flug- herminum! Það var alltaf notalegt að kíkja í heimsókn upp í Hraunbæ til afa og ömmu, spjalla um lífið og tilveruna og fá eitthvað gott með kaffinu. Okkur systkinunum fannst það ómetanlegt að fá að hafa elsku afa Bigga og ömmu Eddu hjá okkur fjölskyldunni á að- fangadagskvöld, sú stund var nota- leg og ógleymanleg. Elsku afi, minning þín lifir með okkur, megi Guð geyma þig. Margrét Kjartansdóttir og Kjartan Helgi Kjartansson. Elsku afi Biggi, það verður skrítið að koma í heimsókn í Hraunbæinn og sjá þig ekki í hús- bóndastólnum þínum. Þegar við komum í heimsókn til þín varstu alltaf svo glaður að sjá okkur. Við munum alltaf muna eftir þér á flotta kagganum þínum með sól- gleraugun og í leðurjakkanum. Þú varst alltaf með tískuna á hreinu og auðvitað nýjustu tæknina og tækin. Það var alltaf tilhlökkun að fá ykkur ömmu á gamlárskvöld og borða saman kalkúninn, þú komst alltaf með eina bombu og sprengdum við hana með stæl á miðnætti. Það verður tómlegt að hafa þig ekki hjá okkur um næstu áramót. Við munum aldrei gleyma öllum skemmtilegu sögunum sem þú sagðir okkur. Hvíldu í friði elsku afi Biggi. Aron Bjarki og Karen Lea. Kviknar ljós, slokknar ljós, að morgni 22. janúar kl. 10 svarar Sigga símanum og er dóttir henn- ar María með gleðifréttir að til- kynna fæðingu lítillar langömm- ustelpu. Kl. 20.10 hringir síminn og ég svara og þá er Guðrún, tengdadóttir Birgis bróður, í sím- anum og skýrir mér frá því að hann eigi skammt eftir ólifað. Við Sigga drífum okkur upp á spítala en á ganginum er okkur tjáð að Birgir hafi látist sex mínútum fyrr. Elsku drengurinn, segi ég og er kominn áratugi aftur í tímann og er farinn að hugsa um liðna tíð á örstund. Birgir var mér afar góður bróð- ir en sjö ár eru á milli okkar. Alltaf gat ég leitað til hans. Þegar mig langaði á sunnudögum á Roy Ro- gers eða Gög og Gokke. Íþróttir voru mikið stundaðar í þá daga á Vegamótastíg og í nágrenni og man ég hörkueinvígi á milli hans og Páls í stangarstökki og fleiri greinum. Skylmingar voru stund- aðar með hagalega gerðum tré- sverðum. Man ég eitt sinn er Birg- ir og Gunnar H. á Klapparstígnum stilltu sér upp eins og best gerist í Hollywood-myndum í einvígi við tukthúsvegginn við vesturenda Grettisgötunnar. Einvígið byrjaði og á örskotstundu hafði Birgir bróðir snúið sverðinu úr hendi Gunnars sem sveif í stórum boga yfir tukthúsvegginn og lauk þar með einvíginu. Birgir var ekki knattleikinn maður en eitt sinn öttum við kappi við strákana af Laugaveginum nema Birgir rennir sér á móti Tedda og jarðaði hann og ég spyr Tedda sem lá þarna í valnum hvort hann hefði meitt sig, hvað heldur þú sagði hann það er ekki gott að fá járnbrautarlest yfir sig. Birgir var í skátunum og fór á skátamót til Noregs og þar sló hann í gegn með afburða sveskju- graut reyndar hafði hann brunnið við í upphafi en hann hélt áfram með grautagerðina eins og ekkert hefði í skorist. Síðan kom annað afrek er hann var á gangi og kom að hesti sem hafði fælst á kerru og var að heng- jast hann brá skjótt við og skar á reipið með skátahnífnum og bjarg- aði hestinum við mikinn fögnuð viðstaddra. Birgir var skemmti- lega sérlunda, sbr. tryggð hans við gamla Chryslerinn sem hann ók fram á það síðasta. Enginn bíll var betri en sá rauði, kramið afburða- gott og engin ástæða til annarra bílakaupa. Golfhring hefði ég vilj- að leika með honum og Einari bróður okkar, það hefði orðið skemmtistund af bestu gerð en ekkert varð af. Heilt ritsafn væri hægt að gera í minningu um þig, kæri bróðir, en hvíl þú í friði, þinn bróðir Gunnar. Elsku Edda, ég votta þér og fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Kveðja, Gunnar Ágústsson. Birgir Ágústsson ✝ Guðjón Guð-jónsson fæddist í Neskaupstað 22. júní 1936. Hann lést 16. janúar sl. Faðir Guðjóns var Guðjón Símonarson, f. á Þingvöllum 10. september 1877, d. 24. mars 1962. Móðir hans var Guðrún Sigurveig Sigurð- ardóttir, f. í Mjóa- firði 6. janúar 1888, d. 23. maí 1946. Systkini Guðjóns voru tíu en eftir lifir Bjarni Guðjónsson. Börn Guðjóns eru: Með Huldu Doris Miller, d. 1996, Erla Ósk, f. 1962, maki Sigurður Kristinsson, f. 1961, og eiga þau tvö börn, Kristin Símon, f. 1986, unnusta Helena Hyldahl Björnsdóttir, f. 1988, og Sunnu Sigríði, f. 1995. Kvæntist 1970 Söru Huldu Björk Kristjánsdóttur og eignuðust þau Lindu Maríu, f. 1968, Rósu Björk, f. 1976, maki Trent Antony Adams, f. 1971, Guðjón Ágúst, f. 1978, sambýliskona Alda Steinþórsdóttir, f. 1979, og eiga þau óskírða dóttur, f. 2013. Guðjón og Sara skildu 1987. Með seinni konu sinni, Martine Linster, f. 1966, eignaðist Guð- jón Lilju Barböru, f. 1992. Guðjón kvæntist Martine 1991 en þau skildu 1995. Síðustu árin bjó Guðjón með Ullu Magn- ússon í Lækjarhvammi 9 þar til hann flutti í Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Guðjón var húsasmíðameistari að mennt en starfaði sem flug- stjóri mestalla sína starfsævi, að- allega hjá Cargolux í Lúxemborg. Jarðarför Guðjóns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. janúar 2013, kl. 15. Elsku pabbi. Við söknum þín svo sárt og heiðrum ávallt minn- inguna um þig, hver þú varst í raun og veru. Góður maður, hugrakkur, ákveðinn, litríkur, sterkur, dug- legur, ævintýragjarn, veraldar- vanur, víðsýnn, hjálpsamur, for- dómalaus, vandaður, vinsæll, músíkalskur, ástríðufullur og umfram allt með hjartað á rétt- um stað … til fyrirmyndar … og einstakur að öllu leyti. Þú áttir ótrúlega ævi, lifðir hinar mestu raunir, elskaðir lífið og lifðir því til fullnustu, ævintýr- in bíða þín handan við hornið. Við elskum þig og þú verður alltaf með okkur. Þú flýgur hátt því að músíkin er þín. „May the force be with you.“ Guð geymi þig. Með hjartað að leiðarljósi. Rósa Björk Guðjónsdóttir, Trent Antony Adams. Guðjón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.