Morgunblaðið - 29.01.2013, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013
✝ Tómas ÆvarSigurðsson
fæddist á Akranesi
23. desember 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 20. jan-
úar sl.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Kristinn Þorvalds-
son og Svafa Sím-
onardóttir, bæði lát-
in. Systkini Tómasar eru: Þórir,
f. 1937; Sigurður Andri, f. 1941,
látinn; Viktor Grímar, f. 1944;
Sigríður Selma, f. 1947; Sigrún, f.
1950; Bryndís, f. 1951, látin.
Þann 23. desember 1961
kvæntist Tómas eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Kristjönu Ragn-
arsdóttur f. 13. mars 1941. Þau
eignuðust tvær dætur: 1) Kristín
Svafa f. 17. desember 1960, gift
Ólafi Rúnari Björns-
syni. Börn þeirra
eru: Eyrún Sif, í
sambúð með Guð-
mundi Óttari Sig-
urjónssyni, dóttir
þeirra er Helena
Sif; Tómas Ævar og
Silvía Sif. 2) Dísa
Lind, f. 18. sept-
ember 1969. Henn-
ar sonur er Tómas
Þórisson.
Tómas Ævar hóf sjómennsku
15 ára gamall og var það hans
aðalstarf. Lengst starfaði hann
hjá útgerðarfyrirtækinu Haraldi
Böðvarssyni & Co. Fyrir tæpum
14 árum veiktist hann og var
óvinnufær frá þeim tíma.
Útför Tómasar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, þriðjudag-
inn 29. janúar 2013 og hefst at-
höfnin kl. 14.
Elsku besti afi.
Það er svo margt sem minnir
okkur á þig og það er svo margt
sem kemur upp í hugann þegar
við hugsum um þig. En þær
minningar um þig sem eru í
hvað mestu uppáhaldi hjá okkur
eru minningarnar úr veiðiferð-
unum okkar saman. Þær voru
svo skemmtilegar og þar varst
þú í essinu þínu enda þaul-
reyndur sjómaður. Þú sást um
að græja stangirnar, setja beitu
á önglana, prófaðir alls konar
tegundir af beitu og það sem
gafst best hjá okkur var maís-
inn. Þú kenndir okkur að kasta
út og hjálpaðir okkur að fylgjast
með flotholtunum okkar. Svo
þegar lítið gafst strunsaðir þú
áfram með þína stöng og próf-
aðir að kasta hér og þar í vatn-
inu. Svo færðum við okkur þar
sem þú varðst var við einhverja
fiska. Þú gekkst svo frá þeim
fiskum sem veiddust. Þegar nóg
var komið af veiði fórstu svo
með okkur að skoða fuglana og
varpið, við fengum að sjá fullt af
ungum sem voru nýskriðnir úr
eggjunum. Foreldrar unganna
voru ýmist með leiktilburði til
að fæla okkur í burtu eða
reyndu að gagga í hausinn á
okkur. Við munum vel eftir því
þegar krían náði að gagga í höf-
uðið á þér og þú fékkst sár eftir
hana. Eftir það fór nafni þinn
með hjálm í fuglaleiðangrana.
Við munum eftir því að við
krakkarnir fundum aldrei nein
hreiður eða unga en þú virtist
sjá þetta úti um allt líkt og þú
værir með þá á ratsjá. Við
krakkarnir vorum svo mikið að
reyna að leita en fundum aldrei
neitt. Í eitt skiptið þegar við
vorum að skoða fuglana og ung-
ana lokuðumst við inni í hólm-
anum þar sem varpið var af því
það hafði komið flóð á meðan.
Þegar við ætluðum til baka sett-
ir þú okkur á hestbak eitt í einu
og barst okkur yfir vatnið. Við
munum eftir því að þú þurftir að
vaða vatnið upp í mitti. Þessir
veiðitúrar voru svo skemmtileg-
ir og eru okkur mjög eftirminni-
legir. Þarna varstu líka svo líkur
sjálfum þér og virtist njóta þess
að vera þarna úti í náttúrunni.
Við munum geyma þessar og
miklu fleiri minningar um þig í
hugum okkar og hjörtum.
Okkur langar til að enda
þessa minningu okkar um þig á
bæn sem hún amma Kiddý fór
svo ógleymanlega með á sjúkra-
húsinu eftir að við höfðum kvatt
þig hinsta sinni. Þetta var svo
falleg stund sem við áttum sam-
an og bænin var svo viðeigandi.
Að heyra ömmu fara með bæn-
ina yfir þér er minning sem á
sérstakan stað í okkar hjörtum.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Með mikilli ást og miklum
söknuði,
Eyrún Sif og Tómas Ævar.
Jæja, þá ertu farinn blessað-
ur afi minn.
Ég hef ekki enn náð að tengja
þetta laugardagskvöld við raun-
veruleikann, fyrir mér er þetta
ennþá eins og draumur eða at-
riði úr kvikmynd. Þegar fjöl-
skyldan lítur yfir farinn veg og
minnist þín þá vex stolt í hjarta
mér. Það eru ekki margir sem
eiga jafn ævintýragjarnan afa
sem ferðaðist um heiminn á tog-
urum og skrölti um þjóðveginn,
malaðan, á bílskrjóðnum sínum
með forvitnina í fararbroddi. Ég
man sérstaklega eftir því þegar
þú spurðir mig um þær borgir
sem ég stefndi á að heimsækja á
ferðalagi mínu um Evrópu að þá
hafðir þú nánast komið til þeirra
allra og gast sagt mér örlítið frá
hverri. Oft kom það fyrir í
ferðalögum mínum að ég staldr-
aði við og hugsaði eitthvað á
þessa leið: „Ætli afi hafi gengið
þessa götu fyrir nokkrum árum,
séð þetta torg, komið þarna í
höfn?“
Þrátt fyrir góðmennsku þína
og velvild kenndir þú mér einn-
ig verðmæta lexíu um harðan
gang lífsins. Ég man sérstak-
lega vel, þrátt fyrir ungan aldur,
eftir að hafa landað fiski í einni
af vinsælu veiðiferðunum okkar
að þá var komið að því vanda-
sama en harkalega verki að rota
fiskinn. Þú réttir mér nokkuð
stóran steinhnullung í hönd og
sagðir mér að slá fiskinn á höf-
uðið með honum. Það leist mér
illa á í fyrstu en lét þó verða af
því. Á þessu augnabliki gerði ég
mér ekki fyllilega grein fyrir því
hvað ég hafði gert, þetta var
kannski svolítið harkalegur at-
burður fyrir minn litla og sak-
lausa huga að skilja. En með tíð
og tíma skildi ég betur og betur
af hverju þetta var gert og gerði
mér betur grein fyrir því hvern-
ig kjötið endaði á diskum okkar.
Það er ein minning sem ég
mun einnig varðveita til langs
tíma og það er armæðan sem þú
ollir mér stundum á jólunum.
Þannig er mál með vexti að
pakkaspenningurinn fór alveg
með mig stundum og biðin var
oft erfið þegar verið var að
borða. Þú hjálpaðir mér stund-
um að svala þorstanum með því
að laumast til að lesa á nokkur
kort og spá og spekúlera hvað
væri í hvaða pakka, jafnvel
hrista þá aðeins til. Hins vegar
áttirðu það til að leggja þig í ör-
litla stund eftir matinn og móðir
mín brýndi það fyrir mér að
ekki skyldu pakkarnir opnaðir
fyrr en þú vaknaðir. Ég hrein-
lega skildi ekki hvernig nokkur
manneskja gat sofnað svona
rétt áður en pakkarnir voru
opnaðir. En í dag skil ég þig
fullkomlega og þakka sjálfum
mér fyrir að hafa aldrei vakið
þig. Hver væri ekki til í að
leggja aftur augun í smástund
og stimpla sig út úr öllu stress-
inu sem fylgir aðfangadags-
kvöldi, í dag hef ég sko ekkert á
móti því og ef ég verð einhvern
tímann afi skal ég reyna að feta
í þessi spor þín.
Þín verður sárt saknað og ég
mun ávallt muna þig.
Þinn nafni,
Tómas Ævar.
Elsku besti afi. Ég sakna
allra góðu stundanna okkar. Við
vorum svo oft saman og vorum
svo góðir og nánir vinir. Ég
sakna þess að geta horft með
þér á golf eða fótbolta. Þær eru
í svo miklu uppáhaldi hjá mér
stundirnar sem við áttum saman
yfir golfmótum í sjónvarpinu.
Við settum golfhúfurnar okkar
upp og horfðum saman á golfið.
Við giskuðum á og þvörguðum
um hver væri bestur og hver
myndi hitta ofan í og hver ekki.
Svo var þvílík spenna að fylgjast
með hvor okkar hafði rétt fyrir
sér. Það var mikið stuð og mjög
mikið hlegið. Það var oft svo
mikil spenna í loftinu að ég
hoppaði um í sófanum í stofunni
og þú fylgdist spenntur með úr
stólnum þínum.
Ég sakna þess líka að fylgjast
með fótboltanum með þér. Þú
varst nú ekki mikið fyrir fót-
bolta hér áður, en þegar ég fór
að æfa fótbolta og hafa áhuga á
honum fórst þú að horfa á enska
og spænska boltann með mér.
Þú settir þig líka inn í allt sem
var í gangi í boltaheiminum og
fylgdist vel með öllu fréttnæmu
þaðan. Svo sagðir þú mér frá
öllu sem var að gerast þegar ég
kom til þín, hvaða leikmenn var
verið að kaupa eða selja, hverjir
voru í leikbanni og svo fram-
vegis. Þú minntir mig líka alltaf
á hvenær ÍA-leikur væri. Svo
fannst mér líka svo gaman að
því hvað þú varst áhugasamur
að fylgjast með mér þegar ég
var sjálfur að keppa í fótbolt-
anum. Þú spurðir mig alltaf
hvernig leikirnir fóru og hvern-
ig gekk. Þú hélst nú alltaf með
mínu liði, sama hvert það var,
þó að það hafi ekki verið ÍA. Þú
hafðir líka mjög gaman af því að
djóka í mér þegar ég var í Fram
eða Víkingi og ÍA gekk betur en
þeim. En svo varst þú náttúr-
lega mjög sáttur þegar ég flutt-
ist á Skagann og byrjaði að spila
með ÍA, liðinu þínu.
Ég sakna þess að geta spjall-
að við þig. Við gátum spjallað
um allt milli himins og jarðar.
Ég leitaði oft til þín til þess að
fá upplýsingar varðandi verk-
efni sem ég var að vinna í skól-
anum. Þegar ég var til dæmis í
þema um hvali fyrir áramót þá
gast þú sagt mér allt um þá eins
og hvar þá væri að finna og
hverjir væru stærri en aðrir. Þú
vissir allt um þetta, enda var
allt sem tengdist sjónum áhuga-
mál og náttúrlega líka vinnan
þín í mörg ár. Við fórum oft út
saman, þú á stólnum þínum og
ég á hjólinu. Við fórum meðfram
Langasandinum og ræddum
málin á meðan. Á sumrin fórum
við líka stundum í sjoppuna
saman og keyptum ís. Mér
fannst það mjög gaman. Stund-
um fórstu líka einn og komst
svo með ís til okkar ömmu. Ég
er svo heppinn að eiga svona
góðar minningar um stundirnar
okkar saman. Takk fyrir þær
allar.
Ég vil ljúka þessu með orðum
sem þú hefur oft heyrt mig
segja við þig: Ég elska þig afi.
Láttu þér líða vel í hjartanu.
Guð geymi þig. Ég vil að þér líði
vel.
Þinn vinur og afastrákur,
Tómas.
Nú er kallið komið og við
kveðjum hinstu kveðju mann
sem gefið hefur okkur svo
margt í gegnum áralanga
vináttu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Við hugsum til allra stund-
anna sem við áttum saman, það
eru dýrmætar minningar sem
við munum aldrei gleyma. Við
vitum að þú ert kominn á góðan
stað.
Við vitum að þér líður núna
vel. Við kveðjum þig með sökn-
uði og takk fyrir allt.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Magnea og Pétur.
Tómas Ævar
Sigurðsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRA BIRGIT BERNÓDUSDÓTTIR,
Brimhólabraut 17,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 26. janúar.
Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 2. febrúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Kvenfélagið Líkn.
Sveinn Halldórsson,
Ágústa Berg Sveinsdóttir, Gunnar Árni Vigfússon,
Bernódus Sveinsson, Kristín Björg Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar
og mágs,
GUÐMUNDAR REYNIS JÓHANNSSONAR.
Einnig viljum við þakka starfsfólki líknardeildar Landspítalans,
Kópavogi, og starfsfólki á deild 11E, Landspítalanum við Hring-
braut, fyrir góða umönnun og hlýju.
Hildur Ósk Jóhannsdóttir,
Jón Bjarni Jóhannsson, Anna Ingibjörg Benediktsdóttir,
Lóa Björg Jóhannsdóttir, Bergsteinn Karlsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR JÓNSSON,
fyrrverandi umdæmisfulltrúi
Pósts og síma á Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
24. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 1. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarstofnanir eða björgunarsveitir
Landsbjargar.
Rósa María Sigurðardóttir,
Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Hallgrímur Jónasson,
Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, Stefán Geir Árnason,
Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, Magnús Jónsson,
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Katrín Jónsdóttir,
Rósa María Sigbjörnsdóttir
og langafabörnin.
✝
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
KARÓLÍNA FRIÐRIKA
HALLGRÍMSDÓTTIR,
Laugarvegi 33,
Siglufirði,
sem andaðist miðvikudaginn 23. janúar,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á
Björgunarsveitina Stráka, bankareikn. 1102-26-2717,
kt. 551079-1209.
Ólöf Þórey Haraldsdóttir, Ásgeir Sigurðsson,
Helga Haraldsdóttir, Erlingur Björnsson,
Ragnheiður Haraldsdóttir,
Árni Haraldsson, Ragnheiður Árnadóttir,
Eyþór Haraldsson,
Árni Þór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, bróðir og mágur,
GUNNAR KRISTINSSON,
Hásteinsvegi 6,
Vestmannaeyjum,
varð bráðkvaddur föstudaginn 11. janúar.
Útför hans fór fram í kyrrþey frá Landakirkju
laugardaginn 26. janúar.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Valgerður Andersen,
Helga Kristinsdóttir, Ríkharð Laxdal.
✝
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma, langamma og langalangamma,
HREFNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Fögrubrekku 29,
Kópavogi,
andaðist laugardaginn 12. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ólafur Emilsson, Sigrún Ragna Jónsdóttir,
Jón Emilsson, Magga Hrönn Árnadóttir,
Dóróthea I. Emilsdóttir, Jón Gröndal,
Dagný Emilsdóttir, Geir Waage,
Valgeir Jón Emilsson, Unnur Kristinsdóttir,
Björn Emilsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.