Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Í desember framdi 18 ára gömul stúlka í Punjab sjálfs- morð. Tveir menn höfðu nauðgað henni. Eftir á nið- urlægðu karlkyns lög- regluþjónar hana, létu hana lýsa árásinni hvað eftir annað og hvöttu hana síðan til að giftast öðrum nauðgaranum. Samkvæmt tölfræði yfir- valda voru 10.068 nauðganir tilkynntar 1990, 16.496 árið 2000 og 24.206 nauðganir 2011. Á Indlandi eru svein- börn tekin framyfir meybörn og árum saman hefur kven- kyns fóstrum verið eytt. Nú er talið að 15 milljónir „um- framkarla“ séu í samfélag- inu á aldrinum 15 til 35 ára. Á þeim aldri eru karlar líklegastir til að fremja glæpi. Því er haldið fram að karlar, sem ekki eigi fjölskyldur, fari saman í hópum og fremji hrylli- legri glæpi en væru þeir einir. J udith Jensen er danskur ferðalangur á Indlandi. Hún hefur meðferðis langan gát- lista um hvað beri að varast meðan á ferðalaginu stend- ur. Hún tekur ekki leigubíl úti á götu, hún forðast lítt þekkt hótel og fer ekki út eftir að dimma tek- ur. Ástæðan fyrir varkárni hennar er umfjöllun fjölmiðla um kynferð- isglæpi í landinu. „Ég hef lesið og heyrt svo mik- ið um nauðganir á Indlandi að ég finn fyrir stöðugri hættu,“ sagði Jensen, sem er um fertugt, í sam- tali við fréttastofuna AFP. Ótrúlega Indland Jensen sagðist hafa ferðast um suðurhluta Indlands áhyggjulaus með bakpoka fyrir áratug. Nú var hún með dóttur sinni og sagði að maðurinn hennar sendi sér mörg smáskilaboð á dag til að athuga hvort ekki væri allt með felldu. Indverjar hafa gert mikið til að laða ferðamenn til landsins und- anfarin ár undir kjörorðinu Ótrú- lega Indland með góðum árangri. Nú koma um 6,6 milljón ferða- langar til landsins árlega. Nú fer hins vegar sú tilfinning vaxandi að Indland sé einfaldlega ekki örugg- ur ferðamannastaður, sérstaklega ekki fyrir konur. Í desember lést indverskur námsmaður eftir að hópur manna réðst á hana í strætisvagni og nauðgaði. Árásin vakti gríðarlega reiði í landinu og vakti athygli á því hvað kynferðisofbeldi er al- gengt á Indlandi. Í kjölfarið hafa árásir á útlendinga í landinu bætt gráu ofan á svart. Á föstudag fyrir viku réðst hóp- ur manna á svissneska konu, sem var á hjólreiðaferðalagi með manni sínum, og nauðgaði henni. Mað- urinn hennar var bundinn og eig- um þeirra stolið. Tilfellin eru fleiri. Suðurkór- eskur námsmaður sagði að eigandi hótels, sem hún dvaldi á, hefði byrlað sér eitur og nauðgað sér í janúar. Kínversk kona, sem var við störf í Gurgaon í nágrenni Nýju Delhí, sagði að kunningi sinn hefði nauðgað sér í febrúar. Indversk stjórnvöld segja ástæðulaust að óttast og benda á að útlendingar séu fórn- arlömb glæpa um allan heim. Þorri ferðamanna á Indlandi lendi ekki í neinum uppákomum. Stjórnvöld víða um heim ráð- leggja hins vegar ferðalöngum að ferðast með gát. Svissnesk stjórn- völd höfðu fyrir árásina á sviss- nesku hjónin gefið út yfirlýsingu þar sem körlum og konum er ráð- lagt að ferðast í hópum um Ind- land og nýta þjónustu leiðsögu- manna. Á vefsíðu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins er konum ráðlagt að „gæta ýtrustu varkarni í öryggis- málum“ og „forðast að ferðast ein- ar í leigubílum, sérstaklega að kvöldlagi“. Landlægt ofbeldi Indversk stjórnvöld reyna að slá á þessa umræðu og segja að hún sé ósanngjörn. Í landinu fer hins vegar nú fram umræða um viðhorf til kvenna. Indverjar slái sér iðu- lega á brjóst fyrir að hafa kosið konu, Indiru Gandhi, í stól for- sætisráðherra 1966 og að konur séu víða í áhrifastöðum ráðherra auk þess að vera áhrifamikilir fræðimenn, íþróttamenn og rithöf- undar. Þessi tákn feli hins vegar „land- lægt ofbeldi“ sem sé „rótgróið í indverskri menningu“ skrifar Sunny Hundal í The Guardian. Raunin sé sú að á Indlandi sé hefð fyrir því að ala stúlkur upp í því skyni að þær verði góðar eig- inkonur, ekki sjálfstæðar konur á framabraut. Strákar geta valsað um, en stúlkur eiga ekki að kalla skömm yfir fjölskylduna. Undanfarið hafa indverskar kon- ur lýst því hvernig þær verði fyrir ágangi karla á almannafæri. Í ind- verskum kvikmyndum verða konur ítrekað fyrir áreitni og átroðningi. Hundal segir að skilaboðin virðist vera þau að áreitnin borgi sig, á endanum muni konan segja já. Indversku samtökin Kosninga- vaktin fóru yfir gögn, sem fram- bjóðendur afhentu kjörstjórnum á Indlandi. Helstu flokkar landsins voru með 27 frambjóðendur á list- um, sem ákærðir höfðu verið fyrir nauðgun, og 260 frambjóðendur, sem kærðir höfðu verið fyrir glæpi gegn konum, allt frá árás- um til áreitni, á undanförnum fimm árum. Það er kannski ekki að furða að stjórnmálamenn lands- ins skuli liggja undir ámæli fyrir að taka ofbeldi gegn konum ekki nógu alvarlega. Nauðganir og orðspor Indlands FERÐAMENN Á INDLANDI SÝNA ÝTRUSTU VARKÁRNI VEGNA HROTTALEGRA NAUÐGANA. STJÓRNVÖLD SEGJA ÓSANNGJARNA MYND HAFA VERIÐ DREGNA UPP, EN AÐRIR BENDA Á BRESTI Í INDVERSKRI MENNINGU. Karl Blöndal kbl@mbl.is ALDA NAUÐGANA Ofbeldi gegn konum mótmælt. Mannfjöldi heldur kertum á lofti til að minnast grimmilegrar hópnauðgunar á ungri konu í Nýju Delhí í desember. Konan lét lífið og hefur málið vakið gríðarlega reiði á Indlandi og ótta meðal ferðamanna, sem þangað fara. AFP * Þetta er ekki einangrað atvik. Þetta er saga hverrareinustu konu á Indlandi.Ankita Cheerakathil, tvítugur háskólanemi, eftir að kona lét lífið eftir hópnauðgun í desember. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is HEIMURINN JAPAN TÓKÝÓ Talið er að rotta hafi valdið því að sló út í rafmagns- töflu þannig að rafmagn fór af kælikerfi fyrir not- aðar eldsneytisstangir í Fukushima-kjarnorkuverinu í Japan. Atvikið þykir bera því vitni hvað lítið má út af bera í kjarnorkuverinu þar sem þrír kjarnakljúfar eyðilögðust í flóðbylgjunni fyrir tveimur árum með þeim afleiðingum að geislavirk efni dreifðust um nágrennið og tugir þúsunda manna þurftu að yfirgefa heimili sín. ÍRAK BAGDAD Borgarastríðið í Sýrlandi útheimt- ir helmingi fleiri fórnarlömb en Íraksstríðið samkvæmt tölum, sem birtar voru í vikunni. Á tveimur árum hafa 70 þúsund manns fallið í Sýrlandi, jafn margir og féllu á fjórum árum í Írak.Tíu ár eru liðin frá innrásinni í Írak. 60 manns létust í sprengjuárásum, sem gerðar voru af því tilefni. Hópur sem tengist al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á tilræðunum. KÝPUR NIKÓSÍA Pólitískir leið- togar á Kýpur efndu til neyð- arviðræðna eftir að þingið hafnaði alþjóðlegu neyðarláni, sem hefði haft í för með sér að skattur hefði verið lagður á inneignir á bankareikningum. Hinn umdeildi skattur var skilyrði fyrir láninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Bankar á Kýpur voru lokaðir alla vikuna á meðan stjórnvöld reyndu að setja saman nýja björgunaráætlun. ARGENTÍNA BUENOS AIRES Mikil gleði braust út í Argentínu þegar Frans páfi, sem er frá Buenos Aires, tók embætti á þriðjudag. Cristina Kirchner, forseti Arg- entínu, hitti landa sinn og bað hann að styðja kröfu Argentínu um viðræður við Breta vegna tilkalls Argentínumanna til Falklands- eða Malvinaseyja. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, sagði að páfi ætti að virða óskir eyjaskeggja. Meirihluti þeirra greiddi nýlega atkvæði með því að heyra áfram undir Breta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.