Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniFjármögnunarsíðan Kickstarter er týndi hlekkurinn á milli lánastofnana og vefverslunar »36 Þ etta er bíll sem öllum langar í en fáir þora hreinlega að keyra. Aflið er slíkt,“ segir Bæring Jón Skarphéðinsson, sölumaður hjá Höfðabílum, en bílasalan hefur fengið Mercedes Benz til sölu. Bíllinn er ekki bara einhver Benz því þarna er á ferðinni eitt af þremur eintökum í heiminum sem er eins. Bíllinn er algjört villidýr því hrossin eru alls 550 undir húddinu og hámarkshraði er 400 kílmetrar á klukkustund. Og hann kemst upp í 400 fái hann tækifæri til þess. Til að hemja alla þessa orku er bremsukerfið sérsmíðað frá Brembo. Átta stimplar þrýsta bremsuklossunum að fljótandi bremsudiskunum að framan og fjór- ir að aftan. Venjulegur bíll býr ekki við svona munað. Langt í frá. Bremsudiskarnir aflagast aldrei en dýrir eru þeir. „Það er mjög auðvelt að vera í rólegheitum á 250 kíló- metrum á klukkustund á þessum bíl. Hann er meira að segja hannaður til að geta tekið 110 oktana bensín. Þá fást auka 30 hestöfl. En hann er stilltur á hefðbundið 95 oktana bensín núna,“ bætir Bæring við. Bæring er sjálfur enginn aukvisi þegar kemur að kraft- miklum bílum. Ekur um á Corvettu. Pústkerfið er einnig sérsmíðað frá Eisenhaus og hljóðið sem bíllinn gefur frá sér bæði tignarlegt og rosalegt. Felgurnar eru svartar og sérsmíð- aðar, allt í senn. Ljósin reyklituð og kramið litað svart. Hér hef- ur verið hugað að öllum smáatriðum og frágangi. Bíllinn er sannkallað listaverk að utan sem og innan. Kostar 13 milljónir og ef þú lesandi góður skyldir sjá þetta óargadýr í bak- sýnisspeglinum þá er um að gera að færa sig frá. Það er allt í lagi að hleypa þessum framhjá sér. Mælaborðið sýnir hámarkshraðann. Sérsmíðað að sjálfsögðu. 20 tomma felgurnar eru sérsmíðaðar. Þarna leynast 550 hross. Innanstokksmun- irnir eru ekki af verri endanum. 6,2 lítra vél breytt frá AMG. Gerist ekki flottara. Morgunblaðið/Rósa Braga MERCEDES BENZ SEM KEMST UPP Í 400 Listaverk á hjólum Á HÖFÐABÍLUM STENDUR EINN GLÆSILEGASTI BÍLL LANDSINS. BÍLLINN ER AF TEGUNDINNI MERCEDES BENZ CLS 63 AMG OG ER 550 HESTÖFL OG AÐEINS EINN AF ÞREMUR SLÍKUM BÍLUM SEM TIL ERU Í HEIMINUM. SÉRBREYTT SJARMATRÖLL. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hægt er að skipta um gír með stýrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.