Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 K annanir eru gerðar um alla skap- aða hluti, sem er gott og blessað. En í framhaldinu eru gjarnan dregnar af þeim ályktanir og vill þá stundum kárna gamanið. Reglubundið er „hamingjan“ könnuð á heimsvísu og úrslitin svo birt. Fyrir „hrun“ voru Íslendingar ógurlega hamingjusamir, en aðeins minna eftir „hrun“. Ást, hamingja og hollusta við flokk Vafalítið er að margur hafi skilgreint hamingjuna en hitt er jafnvel öruggara að hin eina og rétta skil- greining á henni hefur enn ekki fengist. Það er snúið fyrir mann að komast að því fyrir sinn hatt hvort hann hafi höndlað hamingjuna, hvort sem það er var- anlega eða aðeins í örskotsstund. Sennilega er því þúsundfalt snúnara að ákveða hvort þjóð hafi höndl- að hamingjuna og reyndar spurning hvort þjóð- arhamingja sé til sem slík. Gengið er út frá því að einstaklingur geti orðið aðnjótandi hamingju. Það er einnig talið að hann eigi raunhæfa von til að öðlast ást á öðrum og þegar best lætur verði sú ást end- urgoldin. Og er því þá sleppt að skilgreina ást. Enn hefur þó ekki verið reynt að mæla hvaða þjóð sé hin ástfangnasta í heimi og ekki endilega víst að æskilegt sé að fá að vita það. Kannski yrði niðurstaðan sú að sá titill kæmi í hlut Norður-Kóreu, sem hefur það forskot á aðrar þjóðir að hafa búið við elskaða leið- toga í þrjá ættliði. Viðhorfskannanir, ekki síst um einstök atriði þjóð- félagsmála eða fylgi flokka á því augnabliki, eru lík- legri til að gefa gleggri vísbendingu en þær sem fyrr voru nefndar. Enda er komin á þær nokkur reynsla. En þó skiptir enn miklu hvernig spurt er. Kannanir sem gerðar eru nærri kjördegi reynast flestar nærri hinni endanlegu mælingu, sem ekki verður um deilt. Fréttamenn sjónvarpsstöðva, spekingar sem fengnir eru til spjalls á kosninganótt og foringjar í stjórnmálum nota stundum kannanir til að ákvarða hvort vel hafi farið eða illa í kosningunum. Bréfritari minnist þess sérstaklega að færi sá flokkur sem hann tengdist vel eða sæmilega út úr kosningum hengdu fræði- eða fréttamenn sig gjarnan í einhverjar kann- anir sem sýnt hefðu enn betri niðurstöðu en úrslitin, sem „hlyti að vera vonbrigði“. Stjórnmálamaður, sem er einmitt á því augnabliki að koma svefnlítill og móður út úr kapphlaupi kosn- ingabaráttunnar, þarf á töluverðri stillingu að halda gagnvart þess háttar aulatali, ekki síst ef tilfinningin er sú að það sé að auki illa meint. Sú viðmiðun sem skiptir mestu um útkomu flokks er fyrst og síðast niðurstaða kosninganna þar á und- an, ef flokkur hefur tekið þátt í hvorum tveggja. Fréttaskýrendur á Íslandi hafa iðulega fundið það út að nýr flokkur, oft klofningsbrot úr öðrum, sem feng- ið hefur t.d. 3-5 þingsæti, sé „sigurvegari kosning- anna“ vegna þess að enginn annar flokkur hafi bætt við sig þremur eða fimm þingsætum. Þess háttar tal sjá menn ekki annars staðar. Þessir „sigurvegarar“ hafa undantekningarlítið haft lítið með þróun stjórn- málanna að gera kjörtímabilið sem í hönd fer og gufa svo upp í lok þess. Undantekningin er ef „sigurveg- ararnir“ eða brot úr þeim gerast hækjur annarra (oftast vinstristjórna) og tryggja þeim áframhaldandi tilveru á valdastólum, sem þeir eiga ekki lengur inn- stæðu fyrir sjálfir. Dæmi um þetta eru brot úr Borg- araflokknum á árunum 1989-1991 og Hreyfingin sem breyttist (án þess þó að þora að kannast við það) í hækju fyrir núverandi ríkisstjórn. Borgaraflokks- menn fengu að vera ráðherrar í fáein ár og þingmenn Hreyfingar þingmannslaun út kjörtímabil. Í hvorugu tilvikinu gat nokkur kjósandi þessara afla hafa ímyndað sér, þegar hann krotaði sig vongóður til fylgilags við slíka flokka, sem ætluðu umfram allt að setja „fjórflokknum“ stólinn fyrir dyrnar, að svona illa færi. Spurt er um ESB Kannanir sýna að andstaða Norðamanna við að ganga í Evrópusambandið hefur aldrei verið jafn ótvíræð og núna. Um 80% þeirra eru nú talin vera andvíg því að ganga í ESB en aðeins 20% vera því fylgjandi. Sýna þessar tölur jafnvel ákafari andstöðu við aðild, en er á Íslandi. Hér á landi hafa sumir kannað hvort aðspurðir „vilji ljúka viðræðunum“ við ESB og virðast svörin við þeirri spurningu skiptast nokkuð jafnt. Nú er auðvitað ekkert minnsta vit í því að vera á móti aðild að ESB og vilja á sama tíma Nú er kannað og spurt þótt aðeins séu 5 vikur í svar * Engri reglu ESB hefur veriðbreytt vegna „samningavið-ræðnanna“ og í öll þessi fjögur ár hefur ESB ekki lofað einni einustu undantekningu vegna þeirra laga og reglugerða og tilskipana sem verið hefur breytt í aðlögunarferlinu. Reykjavíkurbréf 22.03.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.