Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 57
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Flestir kannast við það að safna hlutum sem engin þörf er á. Í nýrri bók, Burt með draslið, er er okkur kennt að einfalda lífið og setja allt á sinn stað. Henda – Gefa – Geyma eru lausn- arorð draslbanans – eða svo segir höfundurinn Rita Emmet okkur. Hún vitnar í Antoine de-Saint-Exupéry, höfund Litla prinsins, sem sagði: „Sá sem vill eiga ánægjulega ferð má ekki hafa of mikinn farangur.“ Kaflar bókarinnar bera skemmtileg heiti eins og: „Hvernig gat ég safnað að mér öllu þessi dóti?“ – „Varúð! Draslið laumast inn á ný.“ – „Innilokað drasl – það sem ekki sést er ekki til“ og „Gleðin yfir að vera frjáls undan drasl- inu.“ Frjáls undan draslinu Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson og Konan við 1000° C eftir Hallgrím Helgason, eru til- nefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og báðar fá afar lof- samlega dóma í dönsku pressunni þessa dagana. Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa lýst yfir áhuga á að kvikmynda Va- leyrarvalsinn. Konan við 1000° C fékk fimm stjörnu dóm í Alt for damerne á dögunum. Gagn- rýnandi Politiken gaf bókinni fjögur hjörtu og sagði bókina hárbeitta. Weekendavisen hefur ennfremur birt afar lofsamlegan dóm Klaus Rothstein um bók Hallgrím. Þar segir meðal annars: „Texti Hallgríms er, sem ávallt, öflugur og krefjandi, fullur af krafti og stemningu.“ Birte Weiss skrifar af mikilli hrifningu um Valeyrarvals Guðmundar Andra í Weekendavisen: Leggið nafnið á minnið: Guðmundur Andri Thorsson. Enn er hann óþekktur í Danmörku en eftir tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er veröldin að opnast honum. Að endingu segir gagnrýnandinn: „Valeyrarvalsinn get- ur orðið höfundi aðgangsmiðinn til stærri markaða heimsins. Hann verðskuldar það svo sannarlega.“ Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson vekja athygli í Danmörku. Morgunblaðið/Kristinn HRIFNING Í DÖNSKU PRESSUNNI Brúðugerðarsnillingurinn Bernd Ogrod- nik frumsýndi leikgerð sína af þjóðsög- unni um Gilitrutt í Brúðuheimum í Borgarnesi haustið 2010. Sýningin naut mikilla vinsælda og hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýningin ársins. Í næsta mánuði frumsýnir Bernd Gilitrutt á Leik- húslofti Þjóðleikhússins og um leið kemur sagan út á glæsilegri bók með myndum úr sýningunni. Bókin, sem ber titilinn Gilitrutt og hrafninn, er samvinnuverkefni Bernds og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur og er unnin á sama hátt og bók þeirra Pétur og úlfurinn sem kom út 2008. Teknar eru myndir af leikbrúðum og leikmynd og eftir þeim vinnur Kristín María glæsilegar bókarmyndir. Leikmynd Bernds er afskaplega lit- rík og unnin að stórum hluta úr þæfðri ull. Ullaráferðin skilar sér vel í bókinni, svo og listilega útskornar brúðurnar sem er engu líkara en skipti um svip eftir því hvernig þeim er snúið. Gilitrutt hefur lengi verið ein vinsælasta sagan úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Hér er henni tvinnað saman við alþekkt sagnaminni um hrafninn sem launar mönnum vel þá greiða sem þeir gera honum. Bókin kemur samtímis út á íslensku og ensku en enska út- gáfan ber titilinn The Troll and the Raven. BRÚÐUR Á BÓK Gilitrutt og hrafninn er samvinnuverkefni Bernds Ogrodnik og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur. Skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Ósjálfrátt, var ein vinsælasta jólabók síðasta árs og er nú komin út í kilju. Þetta er bók sem margir hefðu viljað sjá fá tilnefningu til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Það varð ekki en bókin hlaut hins vegar Fjöruverðlaunin – bókmennta- verðlaun kvenna. Þetta er bráðskemmtileg þroskasaga ungrar konu, með einkar eft- irminnilegum og litríkum kven- persónum. Sterkar og litríkar kven- persónur Bækur úr ýmsum áttum NÝJAR BÆKUR ÞVÍ BER AÐ FAGNA ÞEGAR VANDAÐAR FRÆÐI- BÆKUR KOMA Á MARKAÐ. SAGA ALÞÝÐU- SAMBANDSINS ÍSLANDS ER ÞANNIG BÓK. EIN AF BÓKUM SÍÐASTA ÁRS, ÓSJÁLFRÁTT EFTIR AUÐI JÓNSDÓTTUR, ER KOMIN Í KILJU. HANDBÆKUR AF ÝMSU TAGI GETA SVO AUÐVELDAÐ FÓLKI LÍFIÐ. Joshua Foer, höfundur bókarinnar Tiplað með Einstein, er minn- ismeistari Bandaríkjanna. Í bókinni Tiplað með Einstein segir hann frá þessari vegferð sinni og veitir leið- sögn um listina að bæta minnið. Þetta er fyrsta bók höfundar og fjöldi tímarita og vefsíðna tilnefndi hana sem eina af bestu bókum árs- ins 2011. Bók sem Bill Gates mælir með. Listin að bæta minnið Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur er höf- undur Sögu Alþýðusambands Íslands sem kemur út í tveimur veglegum bindum. Fyrra bindið ber undirtitilinn Í samtök og nær yfir tímabilið 1916-60 og hið síðara kallast Til vel- ferðar og nær frá 1960-2010. Bækurnar eru samtals nær 800 síður í stóru broti og þar er að finna mörg hundruð myndir sem tengjast íslenskri verkalýðsbaráttu og alþýðu- samtökum. Vegleg saga Alþýðusambands Íslands * Í draumi sérhvers manns er fallhans falið. Steinn Steinarr BÓKSALA 13.-19. MARS Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson 1 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 2 Brynhjarta - kiljaJo Nesbø 3 Nýttu kraftinnSigríður Snævarr / María Björk Óskarsdóttir 4 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 5 Iðrun - kiljaHanne-Vibeke Holst 6 Halli hrekkjusvínEva Lynn Fogg ofl. 7 Illska - kiljaEiríkur Örn Norðdahl 8 Sumar án karlmanna - kiljaSiri Hustvedt 9 Sjóræninginn - kiljaJón Gnarr 10 SálmabókÝmsir Kiljur 1 BrynhjartaJo Nesbø 2 IðrunHanne-Vibeke Holst 3 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 4 Sumar án karlmannaSiri Hustvedt 5 SjóræninginnJón Gnarr 6 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 7 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 8 Hvítfeld fjölskyldusagaKristín Eiríksdóttir 9 SkáldEinar Kárason 10 HúsiðStefán Máni MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Blindur er bóklaus maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.