Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 F æturnir eru kannski ekki jafn kvikir og áð- ur, hann spilar ekki alla leiki og allar mín- útur í búningi Chelsea en Frank Lampard veit svo sannarlega hvar markið er. Um síðustu helgi skoraði hann sitt 200. mark í búningi Chelsea, merkilegt nokk á Upton Park, sín- um gamla heimavelli. Stuðningsmenn West Ham hafa aldrei tekið honum opnum örmum. Ekki einu sinni þegar hann var hjá félaginu. Þá var hann kallaður feitur, hann vill meina að einhverjir hafi hlegið þegar hann fótbrotnaði í unglingaleik og margir vildu ekkert að hann væri í liðinu. Frændi hans og þáverandi stjóri Harry Redk- napp þurfti að sitja við hliðina á honum á blaða- mannafundi og verja liðsvalið sitt. Lampard hefur heldur aldrei farið leynt með andúð sína á sínu gamla félagi. Í ævisögunni sinni sagðist hann brosa í hvert sinn sem hann sæi að West Ham hefði tapað. „Núna leita ég ekki einu sinni að úrslitunum þeirra,“ bætti hann við og slíkum ummælum gleyma stuðn- ingsmenn West Ham seint eða jafnvel aldrei. Frá því hann fór frá Upton Park, eða Boylen Gro- und eins og völlurinn heitir í raun og veru, hefur West Ham fallið tvisvar. Á meðan hefur Lampard vaxið og dafnað og var um tíma einn allra besti miðjumaður heimsins. Hann spilaði sinn 95. landsleik í gær, hefur unnið deildina þrisvar, FA-bikarinn fjór- um sinnum og var fyrirliði Chelsea sem lyfti Meist- aradeildarbikarnum í fyrra. Það getur enginn sagt að það hafi verið vitlaus ákvörðun að fara frá uppeldis- félaginu. Rauður djöfull næsta tímabil? Lampard er fæddur 1978 og er kominn á síðari hluta ferils síns. Meira að segja vill eigandi Chelsea, Rom- an Abramovich, meina að ferill hans sé búinn og neitar að semja aftur við þennan meistara. Það þarf allavega margt að gerast til að Lampard verði í Chelsea-treyjunni á næsta tímabili. Hins vegar berast þau tíðindi að sjálfur Sir Alex Ferguson sjái nokkur nothæf ár í Lampard og hver veit nema hann verði djöfull í rauðu á næsta tímabili. Lampard hóf feril sinn hjá West Ham þar sem hann sýndi lipur tilþrif. Þótti svolítið bústinn og hef- ur gælunafnið Fat Frank eða feiti Frank loðað við hann. Eftir að faðir hans, Frank Lampard eldri og Harry Redknapp, voru reknir var ljóst að hann myndi yfirgefa uppeldisstöðvarnar. Hann var keyptur af Ítalanum Claudio Ranieri og Chelsea árið 2001 og borgaði félagið 11 milljónir punda fyrir þjónustu Lampards. Félagið hafði betur í kapphlaupi við Aston Villa sem einnig bauð gull og græna skóga. Ekki voru allir innan Chelsea sáttir við kaupverðið enda hafði Lampard einungis verið talinn efnilegur en ekki góður. En hann hefur endurgreitt þetta kaupverð oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar með mörkum sín- um og stoðsendingum. Lampard gekk í einkaskólann Brentwood þar sem hann fékk meðal annars A í latínu. Faðir hans spilaði með West Ham og þótti góður vinstri bakvörður. Lék með númer þrjú á bakinu alls 551 sinni fyrir West Ham. Móðir hans, Pat, lést árið 2008 en þau voru mjög náin. Sex dögum eftir andlát hennar skor- aði Lampard gegn Liverpool úr vítaspyrnu og fögn- uðurinn var einlægur þar sem hann brast í grát við hornfánann. Þetta var ekki hans fallegasta mark en eitt af þeim sem standa upp úr. 152 af 200 í fyrstu snertingu Lampard hefur alltaf skorað mikið af miðjumanni að vera og yfirleitt skorar hann í fyrstu snertingu. Þannig hafa 152 mörk af 200 eða 76% af Chelsea- mörkum hans komið í fyrstu snertingu sem er ótrú- leg tölfræði. Ekki er til tölfræði yfir mörk sem hafa farið í andstæðing á leiðinni í netið en þau eru mörg. Lífið hefur þó ekki bara verið dans á rósum hjá Lampard. Kynlífsskandall, skilnaður og drykkjulæti eftir 11. september hafa komið honum í fréttirnar á allt öðrum stað en á íþróttasíðunum. Um aldamótin fóru þeir Lampard, Kieron Dyer og Rio Ferdinand til Kýpur að slaka á og njóta lífsins eftir að hafa misst af EM þetta sama ár. Þar tóku þeir upp kyn- mök við innfædda konu á vídeó sem komst að sjálf- sögðu í hendurnar á bresku pressunni sem gerði mikið úr málinu. Þann fræga dag, 11. september, voru Chelsea-leikmenn á Heathrow-flugvellinum og drukku ótæpilega. Gerðu þar mikið grín að Banda- ríkjamönnum og þeirra harmi. Eitthvað sem sló ekki í gegn hjá heimspressunni. Þá skildi hann við barns- móður sína, Elen Rivas, árið 2008. Fékk hún 12,5 milljónir punda við skilnaðinn. Hann er nú trúlofaður sjónvarpskonunni Christine Bleakley sem væntanlega mun fylgja honum hvar sem hann endar næsta tíma- bil. AFP Nýi tíminn. Lampard um- kringdur mönnum sem eiga að taka við. Eden Hazard og Juan Mata. AFP Mörkin tala sínu máli FRANK LAMPARD SKORAÐI MARK NÚMER 200 Í BÚNINGI CHELSEA UM SÍÐUSTU HELGI. HANN ER Í DÝRLINGATÖLU HJÁ STUÐNINGSMÖNNUM LIÐSINS EN SAMT VILL EIGAND- INN EKKI SJÁ HANN Á NÆSTA TÍMABILI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ferill Lampard með Chelsea Ár Leikir Mörk Stoðsendingar 2001–02 53 7 0 2002–03 48 8 2 2003–04 58 15 7 2004–05 58 19 19 2005–06 50 20 10 2006–07 62 21 16 2007–08 40 20 13 2008–09 57 20 19 2009–10 51 27 17 2010–11 32 13 5 2011–12 49 16 10 2012–13 37 14 2 Alls 595 200 114 Lampard skoraði mark númer 200 með skalla. „Við ættum að leggja treyju númer 8 til hliðar til heiðurs Frank Lampard.“ John Terry, félagi hans hjá Chelsea og einn besti vinur. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.