Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Menning Þ að sem mér mislíkar við stafræna ljósmyndun er að hún neyðir menn til að takast á allt annan hátt á við það að ljósmynda,“ skrifar hinn kunni þýski kvikmyndaleikstjóri Wim Wenders í eftirmála nýjustu ljósmyndabókar sinnar, Places, strange and quiet. Wenders er víðkunnur fyrir kvikmyndir á borð við Paris, Texas (1984), Himinn yfir Berlín (1987), Until the End of the World (1991) og Buena Vista Social Club (1998). Hann hefur síðustu áratugi verið í fremstu röð evrópskra kvikmyndaleikstjóra, kvik- myndahöfundur með skýra persónulega sýn, en hann er líka kunnur fyrir ljós- myndaverk sín, sýningar og allnokkrar áhugaverðar bækur, þar sem persónuleg sýn hans á heiminn birtist í stökum og ekki síður áhugaverðum ljósmyndum. Í nýju bókinni, sem þýska bóka- forlagið Hatje Cantz gefur úr, eru „fjörutíu og fjögur tímahylki“, eins og höfundurinn kallar myndirnar. Ljósmyndir Wenders sýna iðu- lega staði sem eru hversdagslegir en á einhvern furðulegan hátt óvenjulegir um leið; manngerða staði sem virðast oft gleymdir eða mótaðir af röð tilviljana. Og þótt Wenders hafi verið í framvarðasveit kvikmyndaleik- stjóra sem skiptu yfir í stafræna upptöku, og reyni alltaf að nýta sér nýjustu tækni á því sviði, þá vill hann ekki sjá staf- rænar ljósmyndavélar; hann tekur sínar myndir á filmu og út- skýrir hvers vegna. „Sem ljósmyndari er ég gamaldags og held mig við analóg- tæknina; gömlu góðu filmuna,“ segir hann. „Sérhver mynd sem er tekin fangar eitthvað einstakt sem er greypt, raun- verulega og efnislega, á negatífuna. (Hvort sem myndin er vel lukkuð eða ekki.) Þessari einstöku upplifun getur hinsvegar verið eytt ef myndin er tekin á stafrænan hátt, með því einu að ýta á „delete“-hnappinn, eytt án þess að nokkur ummerki standi eftir. Er þá ekki verið að ráðskast með flæði tímans sem birtist á svo sannan hátt á filmunni?“ Þolir ekki stafræna ljósmyndun Annað við stafræna ljósmyndun fer líka í taugarnar á Wend- ers og skemmir fyrir honum það sem hann kallar samtalið milli sín og staðarins sem hann myndar; það er að geta strax séð afraksturinn aftan á myndavélinni. „Með því að sjá útkomuna, jafnvel þó að það sé einskonar skissa, breytist markmið ljósmyndunarinnar í einskonar vöru og ég verð framleiðandi. Það er ég sem ræð og samtalinu er lokið … Í analógísku ferli erum við jafningjar og samband mitt við staðinn heldur áfram.“ Og þá þolir hann ekki við staf- rænar ljósmyndir að þær má leysa upp í „atóm“ sín og raða þeim aftur saman á hvern þann hátt sem skapara verksins sýnist – það þykir Wenders vera fullkomin andstæða þess sem hann telur lykilatriði ljósmyndunar: að hún fjallar um raunveruleikann. Bjargar stöðunum Wenders hefur komið víða við þar sem hann safnaði ljós- myndunum í nýju bókina, og hann rammar þær inn á per- sónulegan hátt. Hann er einnig vanur að ramma sjálfur inn öll myndskeið í kvikmyndum sínum. En þá vinnur hann með hópi fólks; þegar hann ljósmyndar kýs hann alltaf að ráfa um einn, hvort sem það er í bandarískum smábæjum, skemmtigörðum í Japan eða á hálendi Armeníu. Þrátt fyrir ljóðræna og per- sónulega sýn, segir hann þetta líka vera heimildaljósmyndir. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að ég væri að vernda stað- ina í myndunum. Bæði í ljósmyndum og kvikmyndum hef ég valið að sýna staði sem mér finnst að séu að hverfa; með því að taka mynd finnst mér ég vera að bjarga þeim.“ „Ekkert fyrirfinnst án andstæðu þess,“ segir ljósmyndarinn þar sem hann veltir þessari „baðstrandarsenu“ í Palermo á Sikiley fyrir sér. „En hver gæti andstæða þessa staðar verið?“ spyr hann. Wenders má kalla myndskáld hversdagsleikans. LJÓSMYNDIR LEIKSTJÓRANS Á BÓK Gleymdir staðir Wenders ÞÝSKI KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN WIM WENDERS ER BEST ÞEKKTUR FYRIR KVIKMYNDIR EN HANN ER EINNIG METNAÐARFULLUR LJÓSMYNDARI, GEFUR ÚT BÆKUR OG HELDUR SÝNINGAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það er ótrúlegt hversu margar ólíkar hugmyndir um „skemmtun“ fyrirfinnast á þessari jörð,“ segir Wenders um þessa ljósmynd sína af ródeó-trúð á sveitaskemmtun einhvers staðar í Bandaríkjunum. „Sem ljósmyndari er ég gamaldags og held mig við analóg- tæknina; gömlu góðu filmuna,“ segir Wim Wenders. AFP Þegar Wenders framkallaði filmur sem hann tók í Fukushima í Japan árið 2011, þar sem kjarnorkuslysið varð, kom geislun fram á þeim öllum í formi ljósbylgju sem dansar um flötinn. Kápa nýrrar bókar Wim Wenders.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.