Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Í kosningum í mörgum ríkjum Bandaríkjannatíðkast að gefa kjósendum kost á að taka af-stöðu til aðskiljanlegra mála. Þannig gátu kjós- endur í Kaliforníu tekið afstöðu til þess í kosningum árið 2008 hvort banna ætti hjónabönd samkyn- hneigðra. Þetta dró nokkurn dilk á eftir sér. Sam- kvæmt kosningalögum í ríkinu skal greina frá öllum styrkjum umfram eitt hundrað dollara. Svo var gert í þessu tilviki. Tóku þá einhverjir sig til og söfnuðu upplýsingunum á einn stað og birtu opinberlega. Leið ekki á löngu þar til fyrirtæki sem stutt höfðu bannið töldu sig finna fyrir rýrnandi viðskiptum auk þess sem þau urðu fyrir hótunum. Baráttufólki úr röðum samkynhneigðra leist þá ekki á blikuna og vildi að eitt hundrað dollara mörk- in yrðu hækkuð verulega, því þau sáu í hendi sér að þetta gæti allt eins og jafnvel enn fremur komið í bakið á þeim. Á þetta var ekki hlustað. Lögin voru óhagganleg auk þess sem margir urðu til að tala fyr- ir gagnsæi sem grundvallarkröfu. Það yrði að sýna heiminn „einsog hann er“, ekkert mætti fela. Og hvers vegna ættum við ekki að fá upplýsingar um það hvern málstað fyrirtæki og fjársterkir aðilar styðja? En eigum við þá rétt á öllum upplýsingum um alla; hvaða skoðun hver og einn hefur og hvaða afstöðu einstaklingar taka í hitamálum samtímans? Álitamál af þessum toga hafa orðið til að örva um- ræðu um netið. Vitað er að fjölmörg ríki notfæra sér netið til að safna upplýsingum um einstaklinga og samtök í pólitískum tilgangi. Í því sambandi hefur m.a. verið talað um Kína, Íran og Sýrland. Banda- ríkin hafa einnig verið nefnd. Bandaríska alrík- islögreglan hefur þannig krafið Google og Facebook um aðgang að persónuupplýsingum, í krafti laga um þjóðaröryggi. Í umræðu um þessi efni vegast á margs konar sjónarmið, ekki síst um opna, gagnsæja umræðu, um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Sjálfur hef ég viljað opna sem mest en jafnframt verið varð- stöðu-maður persónuverndar. Þetta er flókið mál. En þótt málið sé flókið mega okkur ekki fallast hendur. Inn í þessa alþjóðlegu umræðu hafa Íslendingar blandast síðustu daga og vikur vegna umræðu um það hvort hægt sé að sporna gegn dreifingu á of- beldisklámi, ekki síst til að verja börn gegn ágeng- um ofbeldisiðnaði. Í því efni hefur tvennt verið gert. Sem innanrík- isráðherra hef ég beðið nefnd sérfræðinga að kanna hvort hægt sé að skerpa á lagalegum skilgrein- ingum á klámi en samkvæmt íslenskum lögum er klám ólöglegt. Horft skal til annarra landa, ekki síst norskrar löggjafar. Síðan hef ég sett niður starfshóp til að kanna hvort unnt sé með einhverjum hætti að sporna gegn því að framleiðendur á ofbeldisklámi hafi óheftan aðgang að samfélaginu, einkum börn- um okkar og unglingum. Þessa umræðu hafa ákveðnir einstaklingar borið út um allan heim sem „frumvarpið“ sem internetunnendur verði að stöðva! En stöldrum við. Þegar ágengur ofbeldisiðnaður tekur völdin þá hljótum við að ræða hvað sé til ráða. Notkun netsins hlýtur þá að verða til umræðu. Varla á það að lifa sjálfstæðri tilveru. Ekkert frem- ur en kvikmyndavél, þótt einhverjir kynnu að halda því fram að hún sýni „heiminn einsog hann er“. Aldrei kann það góðri lukku að stýra þegar tæki og tól taka völdin, eins og um náttúruöfl sé að ræða en ekki sköpunarverk mannanna. Að ekki sé á það minnst þegar farið er að tilbiðja þau. Að tilbiðja kvikmyndavél ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Senn kemur sumar Facebook og Twitter iða af sumarspenningi og vorfærslur voru áberandi í vikunni sem leið. Sölvi Tryggva- son fullyrti á fimmtudag að það væri bara korter í sumarið. „Margra mánaða D-vítamínsvelti er senn á enda. Heyri ég amen!“ skrifaði hann. Sævar Pét- ursson, verk- efnastjóri atvinnu- mála hjá Akureyrarbæ og ekki síst bróðir Lindu Pétursdóttur, hlakkaði þá til helgarinnar. Eftirvæntingin var þó af óvenjulegra tagi en hann fagn- aði því að lið hans, Liverpool, á ekki leik þessa helgi. „Sýnist stefna í góða helgi. Það að Liver- pool er ekki að keppa eykur lík- urnar á því að maður brosi í gegnum alla helgina. Eigið góðar stundir,“ skrifaði hann en skemmst er frá því að segja að liðið hefur ekki átt góða daga að undanförnu. Elín Hirst var ekki alls kostar ánægð með um- fjöllun fölmiðla um fyrirsætuna Robyn Lawley. Sú staðreynd að fyr- irsætan er ekki í hinni dæmigerðu fyrirsætustærð hefur vakið athygli en hún notar stærð 16. „Hún er í stærð 16, það er ekki yfirstærð ef ég má skamma hinn ágæta frétta- vef vísi.is. Ég vildi óska að staðan væri sú að eðlilegur líkami þætti flottastur, en ekki sá sem tísku- bransinn gerir yfirleitt út á. Von- andi er þetta að breytast með fyrirsætum eins og Robyn Lawley og fleirum,“ skrifar Elín. Nanna Rögn- valdardóttir matargúrú átti 57 ára afmæli í vik- unni og tók á móti afmæl- iskveðjum í stríðum straumum. Auk þess að eiga afmæli lét Nanna lesendur sína vita af því að dóttursonur hennar hefði byrjað að æfa frjálsar íþróttir og á aðeins einni viku væri hann orðinn Reykjavíkurmeistari í kúluvarpi! AF NETINU Hljómsveitin Sigur Rós spilaði á föstudaginn hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon. Þeir félagar tóku lagið Kveikur af samnefndri plötu sinni sem á að koma út þann 18. júní. Late Night with Jimmy Fallon er gríðarlega vinsæll þáttur í Bandaríkjunum og um allan heim. Rúmlega tvær milljónir horfa á hvern þátt að meðaltali. Áður var það David Let- terman sem stjórnaði þættinum og svo var það Conan ÓBrien áður en Fallon tók við. Bandið setti myndband af laginu Brenni- steinn á vefinn og fékk það góðar viðtökur. Eftirvæntingin er mikil eftir nýrri plötu – hér heima og erlendis. Jónsi í miklum ham. Þeir félagar spiluðu í hinum vinsæla þætti Jimmy Fallon. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sigur Rós hjá Fallon Greint er frá því á breska vefmiðl- inum rossshirejounal.co.uk að heim- ildarmynd um flugslys sem varð við Svartahnúk árið 1941 sé í bígerð. Sex breskir hermenn létu þar lífið þegar sprengju- og skotfærafarmur hervélar þeirra sprakk í loft upp við áreksturinn og braust út mikið bál. Karl Smári Hreinsson er sagður skrifa handrit kvikmyndarinnar en hann hefur rannsakað þennan at- burð og skrifað um hann greinar. Sagt er að Íslendingar viti lítið um þennan atburð en það voru hins veg- ar bændur í Kolgrafafirði og Eyr- arsveit sem urðu vitni að slysinu og klifu fjallið til að ná í líkin. Hermennirnir voru í eftirlitsflugi milli Íslands og Grænlands en vélin var af tegundinni Wellington og var tveggja hreyfla. Vélin fórst í afar vondu veðri. Heimildarmynd í bígerð Bændur í Eyrarsveit og Kolgrafasveit urðu vitni að slysinu við Svartahnúk. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.