Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Græjur og tækni F yrirtækið Kickstarter hefur opnað leið fyrir fólk með hugmyndir til að fá fjár- magn til að framkvæma þær. Hægt er að nota heimasíðu fyrirtækisins til að tryggja sér hóp- fjármögnun fyrirfram og hefur það gagnast bæði tæknifyrirtækjum og listamönnum. Á heimasíðunni Kickstarter.com getur hver sem er óskað eftir fjár- hagslegum stuðningi við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er þó skilyrði að um verkefni sé að ræða sem hafi skýr markmið og tímamörk, og skili ákveðinni af- urð eða vöru. Hugmyndasmiðurinn setur fram lýsingu á þeirri afurð eða vöru sem hann vil gera og ósk- ar eftir að safna ákveðinni upphæð til að framkvæma hana. Notendur vefsins geta svo kosið að styðja ýmsar hugmyndir með því að lofa fé til framkvæmdar þeirra og fá jafnan einhvern þakklætisvott í staðinn, miðað við sitt framlag. Afurðin greidd fyrirfram Algengt er að þeir sem leggja fram smáar upphæðir fái einhverjar þakkir sem stuðningsaðili, en al- gengast er að viðkomandi kaupi af- urð verkefnisins fyrirfram, og ef fjármögnun tekst fær hann hana senda þegar hún er tilbúin. Þeir sem eru tilbúnir að láta meira af hendi rakna fá svo einhverja við- hafnarútgáfu eða aðra kaupauka. Eigandi verkefnisins heldur öllum réttindum að hugmyndinni og fram- lögum fylgja hvorki skyldur né rétt- indi umfram þær sem kveðið er á um í lýsingu á hugmyndinni hverju sinni. Að sama skapi er einungis gengið á eftir loforðum um fé ef full fjármögnun fæst fyrir verkefninu. Þannig er reynt að stemma stigu við að fólk leggi fé til verkefna sem ekkert verður úr. Ekki lánastarfsemi Kickstarter ber ekki ábyrgð á því að verkefnin verði að veruleika, það er á ábyrgð þeirra sem lofa fé að meta hvort þeir telji hugmyndina trúverðuga eða ekki. Forsvarsmenn síðunnar taka skýrt fram að síðan sé ekki vettvangur fyrir fjárfest- ingar eða lánastarfsemi, heldur sé fyrst og fremst um að ræða annars konar form af viðskiptum en við er- um vön. Vettvangur fyrir skapandi fólk Kickstarter rekur sögu sína til árs- ins 2009. Stofnendurnir voru þrír, en hugmyndina að síðunni fékk einn stofnendanna, Perry Chen árið 2001, en hann var á þeim tíma að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður í New Orleans. Hann hefur sjálfur lýst því í viðtölum að hann hafi fyrst fengið hugmyndina þegar hann var að reyna að setja upp tónleika, sem ekkert varð af vegna mikils stofnkostnaðar. Þá kviknaði hugmynd að vefsíðu þar sem hægt væri að selja miðana fyrirfram og nota ágóðan til að greiða stofn- kostnaðinn til að halda tónleikana. Chen segir að hann hafi lengi bú- ist við að opna tölvuna sína einn daginn og komast að því að ein- hver annar hafi fengið þessa hug- mynd og hrint henni í fram- kvæmd. Eftir átta ára bið lét hann verða af því sjálfur að stofna vett- vang fyrir skapandi fólk til að fjár- magna hugmyndir sem það hefði annars átt í erfiðleikum með að framkvæma. Og nóg virðist vera af hug- myndum. Fram til þessa hafa tæp- lega 91.000 verkefni leitað eftir stuðningi í gengum Kickstarter. Af þeim hafa tæplega 38.000 fengið fjármögnun, eða tæp 44%. Alls hefur $532 milljónum verið heitið til verkefna, og af þeim hafa $442 milljónir runnið til verkefna sem hafa náð fullri fjármögnun. Perry Chen hefur bent á að þetta sé ekki ólíkt því fjármögnunarmódeli sem listamenn fyrri alda lifðu við, og nefnir í því sambandi að Mozart og Beethoven hafi iðulega þurft að fjármagna gerð verka sinna fyr- irfram frá velgjörðarmönnum. KICKSTARTER Hópfjármögnun gerir góðar hugmyndir að veruleika SEGJA MÁ AÐ FJÁRMÖGNUNARSÍÐAN KICKSTARTER SÉ TÝNDI HLEKKURINN Á MILLI LÁNASTOFNANA OG VEFVERSLUNAR Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Mörg verkefni á sviði lista eru nú fjár- mögnuð gegnum Kickstarter. Björk Guðmundsdóttir á þann vafa- sama heiður að hafa staðið að því sem almennt er talið vera misheppnaðasta fjármögnunartilraun á Kickstarter. Björk reyndi að afla £375.000 til að gera Windows og Android-útgáfu af Biophilia-símaforritinu, en náði einungis að safna 4% af umbeðinni upphæð. Kickstarter í tölum Fjöldi verkefna sem leita fjármagns núna: 4.026 Fjármögnun heitið: $532 m Fjármögnun tekist: $442 m Árangur: 43,64% Verkefni með yfir $1m í áheit: 22 Fjöldi verkefna sem ná ekki 20% fjármögnun: 31.121 Fjöldi verkefna: 90.773 Fjöldi fjármagnaðra verkefna: 37.856 IXUS vélarnar frá Canon eiga það sammerkt að vera litlar, en þóöflugar. Fyrsta IXUS-vélin var þannig sú minnsta sinnar gerðarþegar hún kom á markað fyrir tólf árum eða svo. Síðustu ár hef- ur samkeppnin þó ekki bara verið milli myndavélaframleiðenda heldur glímir Canon og aðrir framleiðendur nú við farsímaframleið- endur, enda myndavélar í sím- um komnar á það stig að dugir fyrir flesta þá sem taka vilja myndir á annað borð. Margir eru líka til í að fórna gæðum fyrir hraða, þ.e. að geta skilað myndum inn á vefinn, á Facebook, Google+ eða Twitter til að mynda, jafnharðan og þær eru teknar. Svar við því hlýtur að vera að netvæða myndavélarnar og framleiðendur greinilega búnir að átta sig á því – í nýrri vél frá Canon, IXUS 240 HS, er tenging fyrir þráðlaust net þó útfærslan á því mætti vera betri. Fyrir vikið er hægt að tengja vélina við farsíma og miðla myndum þannig og eins að tengjast þráðlausu neti. Það er þó ekki hlaupið að því og ekki fyrir óvana. Ef maður vill senda mynd í síma yfir þráðlaust net þarf (ókeypis) forrit frá Canon á símanum sem getur talað við vélina og eins og vita hvort velja eigi ad hoc net eða infrastructure. Já, það virkar, svínvirkar meira að segja, en þarf smákunnáttu til að koma sambandi á – Canon-bændur eiga talsvert í land í viðmótshönnun, svo mikið er víst. Að þessu slepptu þá er þetta bráðfín vél, nett og lipur, ekki nema 9,4 x 5,7 x 2 sm að stærð og 145 g með rafhlöðu og minniskorti, og spræk. Skjárinn á bakinu er snertiskjár og svarar býsna vel þó að hann henti ekki vel fyrir stórar hendur og svera putta. Hún fer einkar vel í hendi, kassalaga en ekki klossuð, rúnnuð horn á boddíinu breyta miklu um áferðina á henni. Vélin er lítil um sig, en tekur stór- ar myndir – myndflagan er 16,1 milljón díla og þær myndir eru miklu betri en myndir í nokkrum far- síma sem ég hef skoðað. Skjárinn á bakinu er snertiskjár, eins og getið er, 3,2" með fína upplausn. Hann er ekki mjög næmur fyrir snertingum, sem er kostur – minni líkur á að maður breyti stillingum óvart, en ókostur, að minnsta kosti á meðan maður er að „læra“ á skjá- inn, en síðan er ekki mál að sýsla með stillingar. LÍTIL VÉL – STÓRAR MYNDIR VÍST ER HÆGT AÐ TAKA FÍNAR MYNDIR Á FARSÍMA, JAFNVEL FRÁBÆRAR, EN ENGINN SÍMAMYNDAVÉL SKÁKAR ÖFLUGUM NETTENGDUM VASAMYNDAVÉLUM Á VIÐ CANON IXUS 240. * Eins og getið er að ofan er16,1 milljón díla myndflaga í vél- inni sem gefur mynd upp á 4608x3456 díla og hægt að prenta í 60x42 cm. Það er líka hægt að taka í henni Full HD víd- eó, 24 ramma á sek., og síðan spila beint í sjónvarpi ef vill því það er HDMI-tengi á vélinni. Hristivörn og sjálfvirkar stillingar tryggja sem mest gæði. * Hægt er að hafa vélina als-jálfvirka, eða skipta yfir í hand- virka og þá hægt að velja mynd- snið eins og fiskaugastillingu, leikfangamyndavél, næturmyndir, mjúkan fókus, snjómyndir, lita- skipti og svo má telja. * Á vélinni er 5x aðdráttur ílinsu, optical zoom, en svo líka stafrænn aðdráttur með tækni sem Canon kallar ZoomPlus og skilar að sögn 10x aðdrætti. Staf- rænn aðdráttur verður eðlilega aldrei jafn góður og aðdráttur í linsu en ZoomPlus skilar fínum viðbótaraðdrætti. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.