Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Í upphafi bókarinnar Örugg tjáning – Betri samskipti eftir Sirrý þakkar höf- undurinn manninum sínum, Kristjáni Franklín, fyrir ástina, traustið og hvatninguna í gegnum árin. Árin eru nákvæmlega 28. Það er sennilega langur tími hjá fólki sem hefur verið svo lengi í sviðs- ljósinu. Frá því að hún var tvítug hefur Sirrý staðið vaktina á íslenskum fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Álíka lengi hefur Kristján Franklín leikið í fjölda leik- rita. Hvað liggur að baki langlífu sambandi? Sirrý „Jú, þetta er langur tími. Það er al- veg rétt. Í okkar tilfelli var galdurinn ein- faldlega sá að við vorum svo heppin að hitta á sálufélaga. Við stöndum saman, treystum en við höfum líka alltaf leyft hvort öðru að blómstra með því að veita svigrúm og frelsi. Þá er líka svo gaman að deila lífsreynslunni og því sem maður hefur upplifað þegar mað- ur kemur heim. Maður hefur alltaf frá ein- hverju nýju að segja.“ Kristján „Ég er til að mynda að fara í vikuferð til Sardiníu að leika íslenskan útrás- arvíking sem á snekkju í kvikmyndinni Von- arstræti eftir Baldvin Z. Smá ævintýri sem maður mun geyma með sér og verður eflaust gaman að hafa upplifað. Og mér hefur þótt mjög gaman að takast á við ýmis verkefni hér og þar svo sem ferðalög með Vesturporti til Síberíu og ýmislegt annað.“ Sirrý „Ég hugsa að það hafi líka hjálpað að við erum lítið fyrir að flækja hlutina. Við erum heimakær og gefum okkur alltaf tíma til að rabba saman um það sem við erum að hugsa eða lesa en við höfum bæði mikinn áhuga á bóklestri. Það er þessi samstaða, vinátta og svo um leið svigrúm, að fá að njóta sín sem einstaklingur. Við höfum líka verið svo heppin að hafa getað skapað okkur atvinnutækifæri sjálf. Við höfum bæði prófað að vera fastráðin, hann sem leikari og ég sem fjölmiðlakona, en líka losað okkur undan slíku og látið vaða. Ég myndi telja að við værum kraftmikil og dugandi en löt inn á milli og þá hvílum við okkur vel.“ Kristján „Fyrir utan það náttúrlega að við eigum tvo stráka og höfum verið að flengjast með þeim, sá eldri er tvöfaldur Íslandsmeist- ari í golfi þannig að ég hef eytt helgum í að draga fyrir hann kerruna í gegnum árin en hinn er í fótbolta og maður fer með hann á æfingar og á leiki.“ Sirrý „Við erum svona golf- og fótboltafor- eldrar.“ Bæði alin upp af einstæðum mæðrum Sagan á bak við það hvernig þau hittust er ekki snúin. Kristján „Við vorum á balli, sáum hvort annað og svo endaði það bara með því að ég þrýsti henni upp að vegg og kyssti hana. Það var gengið mjög hreint til verks en þetta var samt ekkert ruddalegt.“ Sirrý „Ég var sex árum yngri og var að klára menntaskólann. Hann var leikari í Iðnó – karl með hatt sem smellti á mig kossi á dansleik. Ég vissi ekkert hvert okkar leiðir myndu liggja en ég fann nánast strax að við áttum rosalega vel saman.“ Þar með er þessari stuttu en ákaflega hnitmiðuðu sögustund lokið. Sirrý og Krist- ján eru alin upp af einstæðum mæðrum en annars er baksvið þeirra ekki um margt líkt. Afar þeirra beggja tóku þátt í Gúttó- slagnum, afi Sirrýjar var hluti af verkalýðn- um en afi Kristján stóð vörð um valdastétt- ina. Eða þannig lagað, hann var læknir og í bæjarstjórn. Kristján „Svona hljómar þetta að minnsta kosti skemmtilega en afi minn var orðinn aldraður á þessum tíma og tók son sinn, sem er faðir minn, með sér í þennan slag. Þeim feðgum var hálfpartinn forðað undan áður en öll þessi læti hófust.“ Sirrý „Ég er af heldur róttækara fólki en Kristján en hann er ættaður úr KR-Vestur- bæjaríhaldinu. Við mamma vorum á leigu- markaðinum, bjuggum víða og ég þurfti nokkrum sinnum að skipta um skóla. Ég man að þegar ég var yngri vorkenndi ég stundum sjálfri mér að þurfa að flytja svona oft og aðlagast upp á nýtt. En þetta varð mér allt að gulli í lífinu seinna meir og er reynsla sem hefur nýst mér ótrúlega vel í starfi.“ Kristján „Ég bjó reyndar bæði hjá mömmu og ömmu og bræðrum. Svo kom móðurbróðir minn í heimsókn á hverjum degi þannig að ég ólst nú upp við tiltölulega hefðbundið fjölskyldulíf og fékk borgaralegt uppeldi. En kannski vegna þess að maður ólst upp hjá einstæðri móður var sterkara í manni að langa sjálfan að vera í hjónabandi.“ Sirrý „Við erum bæði mikið fjölskyldufólk og viljum hugsa um okkar börn saman. En við erum alls ekki eins að upplagi. Til dæmis kemst Kristján af með fjögurra tíma svefn og ég vil helst sofa í níu klukkustundir. Ég er úthverf, mannblendin og opinská. Kristján er aftur á móti meira innhverfur og rólegur yfirleitt. Eins og jú svo margir leikarar. En það er fyndið hvernig strákarnir okkar tveir hafa erft þessa eiginleika frá foreldrunum.“ Kristján „Sá yngri var snemma farinn að standa á stól og halda tónleika. Að vísu var hann alveg harðákveðinn í því að verða ekki leikari. Eldri strákurinn var miklu meira fyr- ir rólegheit, dunda sér sjálfur og með vinum sínum.“ Kristján skipti um kúrs Það lá fljótt fyrir að Sirrý myndi rata í fjöl- miðla, hún segist hafa verið orkumikið barn sem hafi haft mikla þörf fyrir að miðla ein- hverju. Sirrý hefur mikla og brennandi ástríðu fyrir því sem hún hefur verið að gera undanfarin ár. Sirrý „Ég hef alltaf haft þörf fyrir að miðla. Ég byrjaði að gefa út blöð þegar ég var lítil, var alltaf að taka upp viðtöl út um allt og vinur minn, sem er leikari í dag, fékk það hlutverk að leika alla viðmælendur. Jú, það er kannski skondið að þetta hefur hald- ist svona. Ég hef tekið viðtöl við allar stéttir, forseta sem og félagsfælið fólk. Það hefur hjálpað mér mikið í starfinu, fyrirlestrum og námskeiðum að ég hef alltaf átt auðvelt með að ná góðu sambandi við fólk og fólk er mitt helsta áhugamál. Ég er eins og svampur sem drekkur í sig fróðleik úr öllum áttum. Og ég vil fá að miðla því sem ég skynja og læri áfram. Mér finnst svo gaman að tendra neista hjá fólki, laða fram það besta og hvetja fólk til að blómstra.“ Kristján „Ég má til með að skjóta því hér inn að þar hjálpar eflaust líka að Sirrý man nöfn þannig að maður trúir því stundum ekki. Hún man jafnvel hvar hún hitti fólkið síðast. Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf gert þetta. En þetta sýnir líka hve sam- skipti eru henni í lófa lag- in.“ Sirrý „Til að vera áhugaverður þarftu að vera áhugasamur. Mér finnst svona hlutir skipta máli; að ég kynni mig og læri nafnið þitt og hafi áhuga. Ég kenni fólki ræðumennsku og örugga tjáningu í Háskólanum á Bifröst. Maður horfir á hvern glæsilega einstakling- inn á fætur öðrum standa upp og halda tölu og þarna sem og oft við svona aðstæður kemur það manni á óvart hve margir halda að sviðsskrekkurinn sjáist á þeim og að frammistaðan hafi ekki verið nógu góð. Ég man eftir framkvæmdastjóra sem var í einkakennslu hjá mér. Ég fór og fylgdist með honum halda fyrirlestur einu sinni og dáðist að þessari miklu útgeislun sem hann hafði. Hann var hins vegar viss um að hann hefði ekki staðið sig, ekki verið nógu góður. Við dæmum okkur sjálf svo hart og mér finnst það ekki nóg gott. Þetta stafar meðal annars af æfingarleysi. Það er til fólk, sem er að fara að kynna mastersverkefnið sitt og er andvaka í margar nætur af því að það hefur aldrei áður í skólakerfinu þurft að standa upp og setja mál sitt fram í ræðu.“ Kristján „Til samanburðar má nefna að meðan krakkar í skólakerfinu hér heima eru teknir upp og þeim hlýtt yfir eru börn í Bandaríkjunum kölluð upp og látin ræða við- fangsefnið við bekkjarfélagana.“ Sirrý „Sviðsskrekkur er bara hræðsla við það hvernig þér verður tekið og það eru til alls konar ráð til að takast á við hann.“ Kristján hefur ekki verið jafnáberandi í leikhúsinu undanfarið og hann var. Hann segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun. Kristján „Ég skipti alveg um kúrs fyrir fimm árum og fór að vinna hjá trygginga- Úthverf Sirrý og hlédrægur Kristján HJÓNIN SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR, SIRRÝ, OG KRISTJÁN FRANKLÍN MAGNÚS HAFA EINATT FARIÐ EIGIN LEIÐIR OG VERIÐ ÓHRÆDD VIÐ AÐ GEFA HVORT ÖÐRU FRELSI TIL AÐ GERA ÞAÐ SEM ÞAU HAFA HUG Á. SIRRÝ ER NÝBÚIN AÐ GEFA ÚT BÓK UM BETRI SAMSKIPTI EN KRISTJÁN ER AÐ FARA AÐ LEIKA ÚTRÁSARVÍKING Á SNEKKJU Í NÝRRI ÍSLENSKRI KVIKMYND. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Hver og einn verður að finna sína leið. Maður á einfaldlega að vera vel undir það búinn þegar hamingjan kemur og taka henni opnum örmum,“ segir Kristján Franklín Magnús. * „Mér finnst ekkert unnið meðþví að segja fólki að það eigi að vera eins og ég eða við. Mér leiðast predikanir ákaf- lega og reyni að tala aldrei þannig til fólks.“ Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.