Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Um árabil hélt Jónas Ingimundarson píanó- leikari utan um vinsæla ljóðatónleika í Gerðubergi. Í tilefni af 30 ára afmæli menn- ingarmiðstöðvarinnar mætir hann aftur til leiks ásamt Þóru Einarsdóttur sópr- ansöngkonu og er gestum boðið til tónleika með þeim á laugardag klukkan 14 – aðgangur er ókeypis. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Moz- art, Þorkel Sigurbjörnsson, Debussy, Masse- net, Faure, Hahn og Schubert. Tónleikagestir fá í hendur vandaða efnisskrá með textum og ljóðaþýðingum Reynis Axelssonar eins og hefð var fyrir á Ljóðatónleikum Gerðubergs. Á þeim 50 ljóðatónleikum sem haldnir voru í Gerðubergi á árunum 1988-2005 komu fram 55 listamenn. GERÐUBERG 30 ÁRA JÓNAS OG ÞÓRA Jónas Ingimundarson og Þóra Einarsdóttir koma fram á ljóðatónleikum í Gerðubergi. Jóhannes Kjarval tók fyrstu skóflustunguna fyrir byggingu Kjarvalsstaða 18. ágúst árið 1966. Ljósmynd/Pétur Thomsen Á sunnudag eru fjörutíu ár frá vígslu Kjar- valsstaða. Af því tilefni býður Listasafn Reykjavíkur til afmælishátíðar frá klukkan 11 til 17 og er aðgangur ókeypis. Í Smiðjunni er boðið upp á samverustund fyrir fjölskyldur allan daginn og þá hefur afmælissýningin Flæði verið endurnýjuð umtalsvert. Formleg hátíðarhöld hefjast klukkan 14 og flytur Jón Gnarr borgarstjóri þá ávarp. Klukkan 14.30 leikur Tríó Sunnu Gunnlaugs nokkur lög, klukkan 15 leiðir Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt gesti síðan um húsið, sem Hannes Kr. Davíðsson teiknaði. Klukk- an 15.30 verður spjall um sögu Klambratúns og hverfisins, kl. 16 verður skyggnst bak við tjöldin í sýningum hússins og loks verður klukkan 16.30 leiðsögn um verk Kjarvals á sýningunni. AFMÆLI KJARVALSSTAÐA FJÖRUTÍU ÁRA Nýr einleikur, Grande, eftir Tyrfing Tyrfingsson, verður sýndur í Leik- húskjallaranum laug- ardags- og sunnudags- kvöld, og hefjast sýningar klukkan 20. Einleikurinn var frum- sýndur á „Up & coming“- hluta Lókal leiklistarhátíð- arinnar árið 2011. Hjörtur Jóhann Jónsson leikur og Steinþór Helgi Sunde sér um tónlistina. Höfundurinn var í fyrra við nám í leikhússkrifum við Goldsmiths University í London. GRANDE EFTIR TYRFING NÝR EINLEIKUR Tyrfingur Tyrfingsson Síðustu tvo mánuði hafa sérfræðingar unnið að hreinsun ogviðhaldi á hinu mikla Klais-orgeli Hallgrímskirkju. Í tilefniverklokanna kemur sænski dómorganistinn Mattias Wager hingað til lands og leikur á orgelið á tvennum hátíðartónleikum, á sunnudag klukkan 17 og á mánudagskvöld klukkan 20. Wager er einn kunnasti organisti Norðurlanda og sá erlendi orgelleikari sem oftast hefur haldið orgeltónleika í Hallgríms- kirkju. Á tónleikunum á sunnudag verður fjölbreytileg efnisskrá, þar sem litadýrð orgelsins fær að njóta sín. Meðal annars hljóma hin stóra Prelúdían og fúga í Es-dúr eftir J.S. Bach, Fantasía í f- moll eftir Mozart, sem þykir mikið virtúósastykki,og Scherzo eftir Duruflé. Auk þess leikur Wager af fingrum fram tilbrigði við ís- lenskan sálm og stef sem hann fær á staðnum, en hann þykir í röð fremstu spunameistara orgelsins í dag. Umfangsmikil hreinsun og nýtt stýrikerfi Á mánudagskvöld kl. 20 flytur Wager stórbrotið orgelverk eftir Marcel Dupré er nefnist Le chemin de la croix, „Píslarganga Krists“. Það er 14 hugleiðingar um staðina, sem Kristur stansaði á, á krossgöngu sinni upp að Golgata. Verkið byggist á sam- nefndu ljóði eftir franska skáldið Paul Claudel. Wager mun flytja þetta sama verk í Storkyrkan í Stokkhólmi á föstudaginn langa. Að sögn Harðar Áskelssonar kantors hefur orgelið verið tekið í gegn og þrifið. „Þetta var umfangsmikil hreinsun. Einnig var skipt um stafrænt stýrikerfi sem verður bylting fyrir okkur sem leikum á hljóðfærið, nú getum við haft fleiri orgelverk skráð inn og geymd, hvor organisti getur haft sitt eigið svæðið í orgelinu. Við getum nú líka látið orgelið taka upp og leika sjálft. Hljóm- breytingar eru þær að „aðalverkið“, borð tvö af fjórum, hefur ver- ið endurstillt því miðjan þótti of veik, vera í hljómskugga. Eins og ég heyri það núna virðist það hafa tekist fullkomlega og svo verða tónleikar Mattiasar eins og úttekt fyrir okkur á hljóðfær- inu.“ KLAIS-ORGEL HALLGRÍMSKIRKJU HLJÓMAR Á NÝ Tvennir hátíðartónleikar Sérfræðingur leggur lokahönd á hreinsun stóra Klas-orgelsins. Morgunblaðið/Golli LOKIÐ HEFUR VERIÐ VIÐ VIÐAMIKLA HREINSUN Á ORGELI HALLGRÍMSKIRKJU. SÆNSKI DÓMORGANISTINN MATTIAS WAGER LEIKUR AF ÞVÍ TILEFNI Á ÞAÐ Á TVENNUM TÓNLEIKUM, Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG. Menning V ið erum að fara endurvekja tón- leikaröðina sem var alltaf í Edrú- höllinni – kaffi kökur og rokk og ról,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann ásamt Páli Steinarssyni hefur ákveðið að glæða þessa mögnuðu tónleikaröð lífi að nýju, en það var Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og poppfræðingur sem var helsti hvatamað- urinnog hóf leikinn fyrir tveimur árum. „Hann reif þetta þvílíkt upp og hér hefur verið spilað margt af því flottasta sem tónlist- in bauð upp á. John Grant, Ham, Skálmöld og fleiri og fleiri komu frá á Kaffi, kökur, rokk og ról. Arnar Eggert er fluttur út til Ed- inborgar og við erum að taka við keflinu,“ segir Páll. Þeir félagar ætla að fækka tónleikunum. Núna verða þeir síðasta þriðjudag í hverjum mánuði. Þá verður talið í og rokkað með kök- ur og kaffi og fólk skemmtir sér edrú. „Þetta verður veglegra núna. Stærri viðburður,“ seg- ir Rúnar og Páll tekur undir. „Þetta var kannski of oft. Við viljum gera þetta sjaldnar og veglegra. Halda flottum standard á þessu og að það séu alltaf einhverjir athyglisverðir listamenn að koma fram.“ Þriðjudagar hafa verið dagarnir sem tón- leikarnir hafa verið haldnir og eins og nafnið gefur til kynna eru kaffi og kökur á boð- stólnum. „Valdimar og Biggi Hilmars byrja þetta hjá okkur þriðjudaginn 26.mars. Ég er sjálfur nýbúinn að kynnast hans tónlist. Þetta er maður sem á eftir að ná langt – ég fullyrði það hér með. Lagið hans War Hero er til dæmis algjör snilld,“ segir Rúnar Freyr. „Hugmyndin er að hafa sterkt þema á kvöldunum. Valdimar og Biggi Hilmars finnst okkur passa vel saman. Við reynum að hafa svolítið lík bönd að spila saman. Við erum að- eins að hrista upp í þessu og reyna að skapa vettvang fyrir þessa tónleikaröð. Okkar sýn er að þetta fái að lifa sem stórir viðburðir og að fólk geti tekið þennan síðasta þriðjudag í mánuðinum frá og komið og skemmt sér. Það mega allir koma, þetta er ekkert bara fyrir edrú fólk. Allir eru velkomnir,“ segir Páll. Ekkert bús og börnin með Edrúhöllin er í Efstaleiti 7 (SÁÁ húsinu) og segja hljómlistamenn sem spilað hafa á þess- um kvöldum að hljómurinn sé gríðarlega góð- ur og þéttur. Það verður því enginn svikinn af að taka bíltúr síðasta þriðjudag í hverjum mánuði. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og lýkur tveimur tímum síðar. „Ég á einn tíu ára gutta sem ég er að fara koma með á rokktónleika af því að þetta er ekki á einhverjum bar. Hér eru allir komnir til að hlusta. Enginn að drekka og ekkert vesen. Hér eru allir að koma til að njóta þess sem er í gangi. Þannig á það að vera,“ segir Rúnar Freyr. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur. Fyrir áhugasama má fylgjast með komandi tónleikum í Edrúhöllinni á vef SÁÁ eða á fés- bókinni undir heitinu Kaffi kökur og rokk og ról. RÚNAR FREYR GÍSLASON OG PÁLL STEINARSSON Allir koma til að njóta TÓNLEIKARÖÐIN KAFFI, KÖKUR OG ROKK OG RÓL Í EDRÚHÖLLINNI VERÐUR ENDURVAKIN EFTIR STUTTAN SVEFN. RÚNAR FREYR GÍSLASON OG PÁLL STEINARSSON ÆTLA AÐ BLÁSA TIL VEGLEGRA TÓNLEIKA SÍÐASTA ÞRIÐJU- DAG Í HVERJUM MÁNUÐI. FYRST ERU ÞAÐ VALDIMAR OG BIGGI HILMARS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.