Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 45
halda áfram aðlögun að sambandinu áður en aðild hefur verið samþykkt. En það er skýring á þeim tví- skinnungi sem þarna virðist koma fram. Grundvöllur seinni spurningar er villandi, svo ekki sé meira sagt og „niðurstaðan“ verður það þar með líka. Gefið er til kynna að nú eigi sér stað raunverulegar „samningaviðræður“ á milli Íslands og ESB um að- ildarskilmála. Að loknum þeim „samningaviðræðum“ fái menn „að kíkja í pakkann“. Þessar meintu „samn- ingaviðræður“ hafa nú staðið í tæp fjögur ár. Kaflar hafa verið opnaðir og lokaðir, eins og það er orðað, í framhaldi af þessum „samningaviðræðum“. Margoft hefur verið spurt um hvort ekki megi sýna fólkinu í landinu eitthvað, sem um hafi verið samið, í öllum þessum samningaviðræðum, á öllum þessum árum. Ekki eitt einasta atriði hefur verið nefnt til sögunnar sem afrakstur þessara „samningaviðræðna“. Það gæti virst stórkostlega dularfullt. En það er það þó ekki. Evrópusambandið tekur skýrt fram að það eigi sér ekki stað neinar samningaviðræður á milli Ís- lands og ESB, eingöngu aðlögunarviðræður. ESB gengur svo langt að biðja „umsóknarríki“ um að var- ast að halda því að viðkomandi þjóð að slíkar samn- ingaviðræður fari fram. Það eina sem fari fram sé allsherjaraðlögun laga og reglna, íslenskra laga og reglna, að reglum ESB, rétt eins og Ísland hafi þegar gengið í sambandið! Engri reglu ESB hefur verið breytt vegna „samningaviðræðnanna“ og í öll þessi fjögur ár hefur ESB ekki lofað einni einustu undan- tekningu vegna þeirra laga og reglugerða og tilskip- ana sem verið hefur breytt í aðlögunarferlinu. Samt sem áður er því haldið að íslensku þjóðinni (þó aðeins af Íslandi, ekki af ESB) að það fari fram „samninga- viðræður“. Fullyrða má að slíkum blekkingarleik hafi aldrei fyrr verið beitt af lýðræðislega kjörnum yfir- völdum gagnvart eigin þjóð. Tvíburasamstæðurnar í fjölmiðlaheiminum, 365 og „RÚV“, taka gagnrýn- islaust þátt í þessum skollaleik. Og kannanirnar sýna sem sagt að sameiginlega hafa þessir aðilar, stjórnarflokkarnir, stjórnarráðið og fjölmiðlasamsteypurnar tvær náð nokkrum ár- angri með hinum ósvífnu blekkingum. Einstaka nyt- samur sakleysingi hefur slegist í slíka för, og það jafnvel úr óvæntri átt. Hvað ætla menn að gera þegar aðildarumsókn hef- ur verið afturkölluð? Ætla þeir að fara yfir þær gjörðir, kokgleyptar tilskipanir, settar í krafti aðlög- unar vegna aðildar og afturkalla þær? Það ætti auð- vitað að vera sjálfgefið. En því miður er ekki endilega víst að slíku megi treysta. Þau héngu og þar við sat Þau Steingrímur og Jóhanna virðast hafa þann eina metnað, úr því sem komið er, að geta sagt úr sínum ruggustólum í rökkurtíð að þau hafi verið í vinstri- stjórn sem sat heilt kjörtímabil. Ekkert af þeirra helstu málum lifir eftir þá setu. Verst eru ein- staklingar og fjölskyldur leikin og loforðin um at- vinnusköpun, fjárfestingu og skjaldborg um heimilin. En gæluverkin eru flest, stór og smá, illa strönduð. Nefnum nokkur stikkorð af handahófi. Icesave I, Ice- save II og Icesave III. Stjórnlagaþing ógilt af Hæstarétti Íslands. Hverri atlögunni að sjávarútveg- inum af annarri hrundið. Tilraunir til að láta furðu- texta í fjölmörgum greinum kollvarpa íslensku stjórnarskránni frá 17. júní 1944 fóru út um þúfur. Aðild að ESB á grundvelli sögulegustu svika ís- lenskra stjórnmála frá 1262 orðin að engu. Tveir stærstu bankar landsins hafa verið gefnir gróðavörg- um og vogunarsjóðum án heimildar, án umræðu og án þess að nokkurt vit væri í. Höft sem áttu að standa í 10 mánuði standa enn og Seðlabanka lands- ins hefur verið breytt í skömmtunarskrifstofu í al- gjörlega ógegnsæju ferli. Bersýnilegt er að bankinn hefur enga heildstæða stefnu mótað og veit ekki í hvern fótinn hann á að stíga. Og er þó fátt eitt nefnt. Og kempurnar tvær, sem hófu stjórnarferil sinn með illsku og offorsi vorið 2009, ráðnar í því að sundra þjóðinni í frumeindir einmitt þegar hún þurfti mest á samstöðu að halda, horfa nú í gaupnir sér. Það er ekkert upplit á þeim og þeim er það ljóst. Og þá verður eina hálmstráið að geta seinna sagst þó hafa setið út heilt kjörtímabil, með þessa ómynd alla í far- teskinu. Ríkisstjórn, sem flaut inn í stjórnarráðið á stór- yrðum, eggjum og grjóti, fær illan endi, sem kannski er von. Eftir aðeins 4 ár hefur hún koðnað niður und- an engu nema sjálfri sér og getur ekki einu sinni dáið með reisn. Ríkisstjórn fær ekki neina einkunn með því einu að hanga. Kosningaúrslitin í lok kjör- tímabilsins eru einkunnaspjaldið. Samfylkingin, sem taldi sjálfa sig annan af „turnunum tveimur“, er orðin að smáflokki. Hún er eini líkamningur sem vitað er um sem virðist orðinn minni en sinn eigin botnlangi. Og VG nær varla því virðingarheiti að teljast smá- flokkur. Steingrímur virðist ætla að enda með litlu stærri flokk en Hreyfingin var, áður en Þráinn fór. Ríkisstjórn, sem þannig endar, sat ekki út kjör- tímabilið, hún hékk. Morgunblaðið/Ómar 24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.