Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival var haldin um síðustu helgi »40 Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ég er svo vandræðalega hrifin af fallega hönnuðum fötum að mér finnst flíkurnar hafa verið margar mjög góðar hjá mér í gegnum tíðina. Ég lít kannski inn í fataskápinn og dreg fram eitthvað sem ég hef keypt fyrir lifandis löngu og er enn mjög ánægð með. Þótt það hafi mögulega kostað skildinginn finnst mér ein- mitt vel hafa tekist til þegar flíkin nýtist í fleiri ár. En þau verstu? Verstu kaupin eru nokkur pör af of litlum skóm! Ég hef kannski verið stödd á rosa útsölu einhvers staðar þar sem úrvalið hefur verið takmarkað og ég hef troð- ið mér í skó – í mjög góðri trú – sem eru einu númeri of litlir. Ég tek það fram að þetta getur og hefur virk- að því ég læt þau í Skóvinnustofu Hafþórs stundum víkka aðeins skó vegna þess að ég er með svo háa rist. En stundum nægir þessi viðleitni engan veginn og þá fær yfirleitt kær vinkona að njóta þess. Hvar kaupir þú helst föt? Ég versla helst á útsölu, að minnsta kosti í dýrari hönnunarbúðum. Hér heima sérstaklega Kron Kron og GK. Starfsfólkið þar tekur líka einstaklega vel á móti mér þegar verðmiðarnir eru enn í fullu fjöri, en þá er ég meira að handfjatla flíkurnar, spá og spekúlera. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Melabúðin. Hún er að minnsta kosti sú besta. Nei ég hef nú haldið mig frá þeim allra flottustu þegar ég er erlendis vegna þess að þá hef ég einfaldlega ekki tíma til að láta mig dagdreyma um það sem þar er. En við maðurinn minn duttum saman niður á eina í Barcelona í fyrra sem heitir Massimo Dutti. Það er keðja með vandaðar vörur og líka mjög góða sófa til að bíða í sem er nauðsynlegt fyrir hann. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já þokkalega, meira kannski svona sjálfsmynd- arkrísur sem ég fór í gegnum sem leitandi unglingur. Einu sinni mætti ég með mikið stíliseraða mynd af Björk þegar hún var með stutt svart hár og bað klipp- arann minn á Selfossi um eins. Við mamma höfðum brunað úr sveitinni, þar sem ég er uppalin, og hún skroppið í kaupfélagið á meðan. Ég hafði ekki einu sinni látið mér detta í hug að biðja um leyfi fyrir þess- ari geggjuðu klippingu að mínu mati, vissi alveg að viðbrögð mömmu yrðu neikvæð. Það var niðurlút og tárvot 14 ára stúlka sem gekk út í bíl til mömmu sinn- ar í hvítri hettupeysu frá Jónasi á milli, í skopp- arabuxum sem voru sirka tíu númerum of stórar og með svart hár með rauðum strípum í. Það var óskemmtileg lífsreynsla að láta hvítu náttúrulegu lokk- ana vaxa á nýjan leik. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt?? Gæði í efnum, gott snið sem passar vel og endingu. Gæðin kosta vanalega meira en ég vel að kaupa frekar fátt og gott en margt og lélegt. Eftir að aldurinn fær- ist yfir verður líka auðveldara að velja eftir þeim stíl sem maður hefur smátt og smátt þróað með sér. Und- antekningin sem sannar þá reglu að verð fylgi gæðum eru góðar vintage-vörur sem eru vel sniðnar og oft úr betri efnum en almennt er boðið upp á í dag. Það er hins vegar erfitt að finna þannig gersemar. Þó get ég gefið upp að ég hef t.d. fundið margar mínar uppá- haldsyfirhafnir í Rauðakrossbúðinni í Garðastræti sem elegant frúr hafa gefið áfram. Litadýrð eða svart/hvítt? Litadýrð. Ég eiginlega gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég hugsa um það, en ég er oft og iðulega í fjölmörgum litum í einu. Það er samt ómeðvitað. Mér finnst svart og hvítt líka mjög fallegt en með þannig fatnað og samsetningu er jafnvel skýrari krafa um að sniðin séu fullkomin og efnin falleg. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir páskana? Nei, ég get ekki sagt það. En ég mun kaupa mikið af góðu hráefni í fallegan mat. Ég er nýbúin að eiga afmæli og fékk svo mikið af gjöfum að ég er góð í all- nokkurn tíma. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst heillandi þegar fólk er sjálfstætt og sam- kvæmt sjálfu sér í fatavali. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða Karl Lagerfeld eða Steve Jobs. Sá síð- arnefndi var með sinn stíl sem samanstóð af rúllu- kragabol og 501 Levis-buxum upp í mitti. Ég myndi kannski ekki velja það sjálf en mér finnst heillandi þegar fólk er rólegt og yfirvegað og heldur stefnu þrátt fyrir tískustrauma hvers tíma. Svo er Birgitte Nyborg vinkona mín einstaklega töff þar sem hún hjólar um mátulega ligeglad á beygl- uðu hjóli um stræti Kaupmannahafnar í gallabuxum og hvítri skyrtu. Og kannski Chanel-jakka sem toppar lúkkið. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?? Já, allnokkra enda finnst mér mjög gaman að fylgjast með tísku. Alexander Wang, Ann Demeulemeester, Balmain og Bal- enciaga eru þeir erlendu hönnuðir sem ég hef gaman af vegna einstakra list- rænna hæfileika. Allmargir íslenskir fatahönnuðir eru líka í háum gæða- flokki. REY eftir Rebekku Jónsdóttur er í sérstöku uppáhaldi, ekki síst eftir sýningu hennar núna á RFF, og svo er Gummi í JÖR ofboðslega flinkur og einstakt óskabarn þjóðarinnar, skil ekkert af hverju Ragnhildur Steinunn er ekki búin að fá hann í Ísþjóðina fyrir löngu. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verð- miðann, hvaða flík eða fylgihlut mynd- irðu kaupa?? Porsche 911. Árgerð 1963. Flottasti fylgi- hluturinn. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár mynd- irðu velja og hvert færirðu? 1920. Art deco, flapper-kjólarnir og allt sem fylgdi er einstaklega fallegt og afslappað en á sama tíma flatterandi og skemmtilegt. Ég er kannski búin að horfa eilítið of mikið á þætt- ina Boardwalk Empire en ég myndi bara skella mér beint þangað til Nucky Thompson, smella mér í eina dömubúð við höfnina og svo beint á Ritz- hótelið og skála við karlinn í gamaldags kampa- vínsglösum. REY er í miklu uppá- haldi hjá Björt. Björt vill að Ragnhildur Steinunn fái JÖR í heimsókn í Ísþjóðina. 14 ára fór Björt í klippingu með mynd af Björk. Labbaði út með svart hár og grátandi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR Bjarkarklippingin gleymist seint BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR LEGGUR NÚ DRÖG AÐ LOKARITGERÐ SINNI Í MEISTARANÁMI Í HEILSUHAGFRÆÐI. HÚN SEGIST HELST AF ÖLLU VERSLA ÞEGAR ERU ÚTSÖLUR EN AÐ VERSTU KAUP SÍN SÉU NOKKUR PÖR AF OF LITLUM SKÓM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.