Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Matur og drykkir Ragnheiður smakkar soðið til og eins gott að blása aðeins fyrst. … og soðinu, sem búið er að malla lengi, bætt á diskinn. LEIKUR EINN AÐ BÚA TIL GÓÐAN MAT Súpa sem fær fólk til að tala Kjötið er skorið í örþunnar sneiðar … RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR, LEIKHÚSSTJÓRI LEIK- FÉLAGS AKUREYRAR, HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ ELDA. HÚN BAUÐ Í VÍETNAMSKA NÚÐLUSÚPU. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is U ppskriftina fékk ég hjá víetnamskri konu sem ég kynntist í Bandaríkjunum þegar ég var þar í námi. Súpan hefur því fylgt mér í ... vá, hvað ég er orðin gömul! – tuttugu ár,“ segir Ragn- heiður leikhússtjóri þar sem blaðamaður rekur úr henni garn- irnar í eldhúsi íbúðar þeirra Bjarna Jónssonar við Hafnarstræti á Ak- ureyri. Gestirnir bíða rólegir frammi í holinu. „Þetta er hefðbundin víetnömsk núðlusúpa. Ég er með nautakjöt í henni en hægt er að nota ýmislegt annað, sumir hafa til dæmis kjúkling. Soðið er hins vegar uppistaðan.“ Það býr hún til sjálf með því að sjóða bein, helst mergmikil, í langan tíma, eins hún útlistar í uppskriftinni. Ragnheiður segist iðulega bjóða upp á súpuna, aldrei gera hana fyrir færri en fjóra og ákjósanlegt að sé að laga hana fyrir tíu. „Það er því gott tækifæri til að slá upp veislu, þegar ég er með þessa súpu og eitt sér- staklega skemmtilegt við þennan rétt; að bjóða upp á hann er góð leið til að fá fólk til að tala saman. Þetta er því tilvalinn matur þegar gestir þekkja ekki hver annan; chili, baunaspírur og límónur eru í skálum á borð- inu, fólk þarf að biðja sessunautinn að rétta sér það og í framhaldinu skap- ast iðulega umræður um matinn. Vegna þess að fólk fær ekki allt sem með þarf á diskana, spinnast svo oft skemmtilegar sögur!“ Vart þarf að taka fram að gestum Ragnheiðar þetta kvöld líkaði súpan afar vel. Þar var á ferðinni leikhópur LA í vetur, framkvæmdastjórinn og verkefnisstjóri LA, auk tveggja kvenna úr sviðslistahópnum Kviss búmm bang, sem undirbýr sýningu sem frumsýnd verður hjá LA í apríl. Lengi býr að fyrstu gerð Ragnheiður Skúladóttir segist hafa mjög gaman af því að elda og gerir mat frá öllum heimshornum. Súpuna góðu segist hún aðallega gera á vet- urna, eins og gjarnan er með matarmiklar súpur. „Ég elda allt frá íslensk- um mat yfir í ítalskan, taílenskan, víetnamskan og svo líka mikið af ind- verskum mat, sem mér finnst mjög góður. Ég var lengi í Bandaríkjunum og finnist bröns-hefðin þeirra líka skemmtileg; ég á til að skella í amer- ískar pönnukökur, steikja feitt beikon og egg til hátíðabrigða um helgar.“ Áhuginn á matargerð kviknaði snemma. „Lengi býr að fyrstu gerð, á vel við í mínu tilfelli. Þessi gífurlegi áhugi á mat kemur frá móður minni þó að fjölbreytnin stafi af því að ég hef flakkað mikið og kynnst ýmsum mat- arvenjum hér og þar í heiminum.“ Ragnheiður og Bjarni, eiginmaður hennar og leikskáld, keyptu sér íbúð á Akureyri og fluttu lögheimilið þangað eftir að hún var ráðin leik- hússtjóri. „Ég man að í fyrsta viðtali mínu við stjórn Leikfélagsins var ég spurð hvort ég myndi flytja til Akureyrar og ég sagði nei! Enda var þá verið að tala um 50% starf listræns stjórnanda í nokkra mánuði. Svo fór- um við hjónin að leita að húsnæði til að leigja en fundum ekkert við fyrstu sýn sem hentaði og ég prófaði þess vegna að skoða fasteignavef mbl.is og sá þessa íðilfögru íbúð – og þegar ég skoðaði hana kom mér á óvart að hún var meira að segja jafn falleg í alvörunni og á myndum! Eigandinn býr í Svíþjóð en systur hennar tvær sýndu mér íbúðina og þær heilluðu mig líka mjög og dró það ekki úr áhuganum …“ Leikhússtjórinn segir afborganir af láni vegna íbúðarinnar svipaðar og mánaðarleiga þannig að ekki hafi verið vafi í huga hjónanna að kaupa. „Svo skemmir heldur ekki fyrir að það er örstutt í vinnuna. Mér finnst nauðsynlegur partur af starfinu að taka á móti fólki fyrir hverja einustu sýningu, ef ég er í bænum; þannig kynnist ég áhorfendum og finnst skemmtilegt að vera í svona miklu návígí við þá.“ Núðlurnar, kjötið og vorlaukurinn sett á disk … Vorlaukurinn skorinn í tiltölulega litla bita … Meðlætið sem fólk setur á diskinn eftir að borðhald hefst. Ragnheiður bauð upp á innanlærisvöðva í súpuna að þessu sinni, en segir hægt að nota hvaða góð- an bita af skepnunni sem er. „Því er þó ekki að leyna að lundin er auðvitað best.“ Notið góðan bita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.