Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013
B
lakkát, leikrit eftir
Björk Jakobsdóttur
leikkonu og leikskáld,
sem nú er sýnt i Gafl-
araleikhúsinu nýtur
mikilla vinsælda. Björk hefur átt
góðu gengi að fagna sem leikrita-
höfundur en eins og kunnugt er
sló leikrit hennar Sellófon ræki-
lega í gegn á sínum tíma og hefur
verið sett upp víða um Evrópu.
Ýmislegt bendir til að Blakkát feti
sömu slóð en verið er að þýða
leikritið á ensku og erlendir fram-
leiðendur eru í startholunum, þar
á meðal í Finnlandi og á Írlandi.
Blakkát, sem Edda Björgvinsdóttir
leikstýrir, er sýnt í Gaflaraleikhús-
inu sem Björk rekur ásamt eig-
inmanni sínum Gunnari Helgasyni
og fleira góðu fólki. Leikritið
fjallar eins og nafnið bendir til um
áfengisvanda og auk þess að hafa
skrifað leikritið fer Björk með að-
alhlutverkið.
„Mér finnst gaman að vinna
með verk þar sem húmor mætir
harmi,“ segir Björk. „Það er ekki
gaman að skrifa verk sem er bara
létt yfirborð en það er alveg jafn
leiðinlegt að velta sér upp úr
harminum. Það er ekki hægt að
afgreiða Blakkát sem meinlaust
grínleikrit, það er háalvarlegt og
húmorinn dregur ekki úr alvarlega
undirtóninum. Ef fólk sem er
komið á minn aldur drekkur enn
eins og það sé á útihátíð í Vest-
mannaeyjum er það farið að nálg-
ast botninn. Það er meira en að
segja það að halda uppi fullri
drykkju á fimmtugsaldri. Svo
þekki ég óvirka alka. Ég er búin
að sjá hvað þessi sjúkdómur gerir
fólki og hef séð aðstandendur sem
þjást. Mér liggur því ýmislegt á
hjarta.“
Þetta er gamanleikrit, ertu ekki
hrædd við að móðga eða særa
alkóhólista?
„Þeir alkar sem ég þekki eru
fluggreint fólk, miklir húmoristar,
stundum afar kaldhæðnir. Fram-
leiðendum mínum fannst ég stund-
um ganga fulllangt í gríninu og
spurðu: Má virkilega segja svona
um alkóhólista? Eigum við ekki
eftir að móðga fólk? Svo kom í ljós
að það má segja allt.
Í þessu verki finnst mér ég ekki
vera að leyna því hversu alvar-
legur sjúkdómur alkóhólismi er.
Það fer engan veginn á milli mála
að aðalpersónan á afskaplega bágt.
Það er erfitt að fjalla um alkóhól-
isma í gamanleikriti og ætla að
vera fyndin allan tímann. Leikritið
var í upphafi ansi grimmt eftir hlé
og það var nokkur glíma að halda
í grínið til enda en svíkja ekki
þann alvarleika sem einkennir
sjúkdóminn því þessi sjúkdómur er
líka ljótur og leiðir fólk í ömurleg-
an áttir. Áfengið fletur út öll mörk
og alkóhólistinn hlýðir engum
reglum þegar hann drekkur. Alk-
inn hlýðir ekki einu sinni reglum
leikhússins. Þegar ég áttaði mig á
því gat ég endurskrifað eftir hlé
og haldið húmornum til enda þó að
ég stingi að sjálfsögðu nokkrum
sársaukastungum inni á milli.“
Glíma við óöryggi
Þið hjónin starfið bæði í leiklist-
inni. Gerir það hjónabandið
skemmtilegra eða erfiðara að
vinna á sama vettvangi?
„Ég horfði á viðtal í 60 mínútum
við konu sem er í yfirmannastöðu
hjá Facebook. Hún sagði að það
væri afar mikilvægur hlekkur í
framaferlinum að finna sér réttan
maka. Ég held að það sé alveg
hárrétt. Við Gunni vinnum bæði í
leikhúsbransanum. Ég á minn
besta vin í Gunna og get talað við
hann um vinnuna og treyst honum
fullkomlega. Það er yndislegt. Svo
eigum við tvo stráka sem virðast
ætla báðir að sækja í leiklistina.
Þetta er bara skemmtilegt.“
Það eru til fræg dæmi um að
gamanleikarar og þeir sem skrifa í
gamansömum tóni glími við innra
óöryggi. Hvað um þig, ertu glað-
lynd og sjálfsörugg að eðlisfari?
„Ég er glaðlynd að eðlisfari en
ekki ofvirk eins og sumir virðast
halda. Þið eruð svo ofvirk hjónin,
heyri ég fólk oft segja en þá er
verið að horfa á yfirborðið. Þegar
maður vinnur við það að vera
hress og er kominn upp á svið fyr-
ir framan fullt af fólki þá verður
maður að setja í ofvirknigírinn
bara til að halda athygli áhorfand-
ans. Svo er maður allt öðruvísi
heima hjá sér.
Ég var óskaplega stressuð fyrir
frumsýningu á Blakkáti. Þegar ég
fór í viðtöl vegna sýningarinnar
setti ég upp grímu og reyndi að
vera skemmtileg. Ég glími við óör-
yggi sem hefur þó farið minnkandi
með árunum. Það er ágæt regla
að viðurkenna fyrir sjálfum sér
þegar maður gerir eitthvað vel.
Fæstir eru tilbúnir að segja við
mann: Þetta var frábært hjá þér
og af því þú gerðir þetta svo vel
þá ætla ég að gefa þér enn fleiri
tækifæri. Þegar ég er spurð af
hverju mér hafi gengið svona vel
þá hef ég oft svarað því sem svo
að ég hafi verið heppin eða að ég
eigi svo góða vini sem hafi að-
stoðað mig. Það er alveg rétt, en
ég hef alltof oft þakkað öllum öðr-
um en sjálfri mér. Ef þú spyrð
karlmann þessarar sömu spurn-
ingar þá svarar hann því yfirleitt
þannig að velgengnin sé eigin
verðleikum að þakka. Hann segir
réttilega: Ég veit hvað ég er að
gera. Þess vegna gengur mér vel.
Þetta þurfum við stelpurnar að
læra. Það tók mig langan tíma að
uppgötva að ég gæti skrifað. Nú
er kominn tími til að ég hætti að
afsaka mig og átti mig á því að ég
get skrifað leikrit.“
Snobbað fyrir því skrýtna
Það er talað um að erfitt sé fyrir
konur að vera í kvikmyndagerð á
Íslandi. Fá konur sem skrifa fyrir
leikhús eða leikstýra jafnmikla at-
hygli og karlarnir?
„Stundum er talað um að konur
skrifi ekki nóg en hvernig væri þá
að veita því athygli sem þær gera?
Í þeim frábæra menningarþætti
Djöflaeyjunni var fyrir örfáum
mánuðum fjallað um ný íslensk
leikrit og ekki var minnst á Blak-
kát. Þetta er eins og verið væri að
tala um bækur og einungis talað
um karlhöfundana. Ég verð að við-
urkenna að ég varð undrandi. Ég
er ekki að biðja um neinn lúðra-
blástur, ég er bara að biðja um að
fá að vera með. Svo finnst mér
þögnin í kringum Eddu Björgvins-
dóttur mjög einkennileg. Edda er
ein okkar fremstu gamanleikara
og gríðarlega hæfileikamikil. Í
Blakkáti er hún að leikstýra sinni
fyrstu sýningu í atvinnuleikhúsi.
Ég bjóst við að um það yrði
fjallað og rætt því hún er þessi
stóra kona í íslensku leikhúslífi.
En það varð ansi hljótt um það.“
Eru þeir listamenn sem beita
fyrir sig húmor í list sinni ekki oft
vanmetnir og ekki taldir vera að
gera jafn merkilega hluti og þeir
sem sveipa sig alvöru?
„Það er kannski meira við-
urkennt erlendis en hér hvað það
er mikil kúnst að skrifa gam-
anleikrit. Það er gríðarlega erfitt
að skrifa leikrit þar sem áhorf-
endur geta hlegið svo að segja all-
an tímann. Það eru ekki til mörg
slík íslensk leikrit.
Mér finnst við stundum snobba
fyrir því skrýtna. Það þykir mjög
fínt að skrifa skrýtið leikritið með
afar opnum endi svo að áhorfandi
Húmor
mætir
harmi
VIÐ SNOBBUM STUNDUM FYRIR ÞVÍ SKRÍTNA, SEGIR
BJÖRK JAKOBSDÓTTIR. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN UM
GAMANLEIK OG LEIKRITAGERÐ OG GAGNRÝNIR
STYRKJAKERFI ÞAR SEM VERK SEM FÆSTIR SKILJA FÁ
HÁA STYRKI EN HORFT ER FRAMHJÁ VINSÆLUM
LISTAMÖNNUM.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Svipmynd