Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaKostnaður við fermingar og veisluhöld vex mörgum foreldrum í augum E itt af því sem flestir for- eldrar standa frammi fyrir á ævinni er ferm- ing afkvæmanna. Kostn- aður við fermingar og tilheyr- andi veisluhöld vaxa mörgum foreldrum í augum enda eru væntingar miklar og sam- anburður við félagana óhjá- kvæmilegur. Lára Ómarsdóttir, fréttakona, heldur nú ferming- arveislu í fjórða sinn en Hekla Sól Hauksdóttir verður tekin í fullorðinna manna tölu á fimmtudaginn. Fjölskylda Láru er fjölmenn og fjöldi gesta er um 130 manns en þrátt fyrir það er kostnaðurinn við veislu- höldin og ferminguna innan við120.000 krónur. ,,Aðalatriðið þegar halda á ódýra fermingarveislu er að skipuleggja hana vel. Það þýðir að gera fjárhagsáætlun fyrir hana sérstaklega, setja sér markmið um kostnað og ákveða svo snemma hvað á að hafa og skoða vel tilboð og fleira áður en keypt er inn. Þá er mik- ilvægt að hafa fermingarbarnið með í ráðum, láta það vita hve mikið við höfum milli handanna til að gera þennan viðburð ynd- islegan og fá það með í ákvarð- anir um hverju skuli halda og hverju sleppa. Þannig eru minni líkur á að það geri óraunhæfar kröfur um ferminguna. Aðal- atriðið ætti að vera fermingin sjálf og samvera og samfögn- uður með vinum og ættingjum.“ Baka allt sjálf nema fermingartertuna ,,Við verðum með kaffi og kök- ur og heita brauðrétti. Við bök- um allt sjálf nema ferming- artertuna, hana kaupum við. Stundum hefur fjölskyldan hjálpast að varðandi undirbún- inginn eins og í síðustu ferm- ingu hjá okkur en nú sjáum við um þetta allt ein. 130 gestum er boðið til veisl- unnar í safnaðarheimili kirkj- unnar sem athöfnin fer fram í en fermingin fer fram á skír- dag. Skreytingar eru látlausar, teljós, servéttur og borðar eru keyptir í næstu verslun og stórt kerti er sett á köku- borðið. Kertið er ekki sérmerkt heldur kaupa þau fallegt kerti í búð. Fermingarbarnið sjálft fær ný föt og skó og nýja klipp- ingu Hún fer ekki í hár- greiðslu heldur ætlar fjöl- skylduvinur að greiða henni og farða. Fermingarbarnið fer ekki í sérstaka myndatöku heldur tekur einn ættinginn myndir. Lára segist hafa lagt sér- staklega til hliðar vegna ferm- ingarinnar tvenn síðustu mán- aðamót en auk þess leggur fjölskyldan fyrir mánaðarlega og hafi sá sjóður verið nýttur að einhverju marki vegna fermingarinnar. Fermingargjöfin frá for- eldrum er oft ákveðinn haus- verkur. Í tilfelli Láru er málið einfalt. Þau hjónin eiga 5 börn og reglan er skýr. ,,Gjöfin má ekki kosta meira en ákveðna upphæð sem miðast við þá gjöf sem elsta dóttirin fékk á sín- um tíma. Verðmæti gjafanna sem hin börnin fá mega kosta sömu upphæð uppreiknaða mið- að við neysluvísitölu. Þannig fá öll börnin okkar jafnmikið í gjöf.“ LÁRA ÓMARSDÓTTIR KANN AÐ HALDA ÓDÝRA FERMINGARVEISLU Gerir sérstaka fjárhagsáætlun fyrir fermingarveisluna og nýtir tilboðin Fermingarbarnið Hekla Sól Hauksdóttir með móður sinni Láru Ómarsdóttur. Morgunblaðið/Styrmir Kári LÁRA ÓMARSDÓTTIR ER EKKI AÐEINS LANDSÞEKKT SEM FRÉTTAMAÐUR HELDUR SEM EINSTAKLEGA HAGSÝN HÚSMÓÐIR. HÚN VEITIR LESENDUM INNSÝN Í ÞAÐ HVERNIG HÚN SKIPULEGGUR FERMINGARVEISLU DÓTTUR SINNAR. Hólmfríður Þórisdóttir holmfridur.thoris@gmail.com Kostnaður við fermingu Heklu Sólar Fermingarterta 6.990 kr. Boðskort 12.000 kr. Fatnaður 30.000 kr. Snyrting fermingarbarns 4.000 kr. Kerti, og skreytingar 16.000 kr. Kaffi og gos 10.000 kr. Veitingar 35.000 kr. Samtals 113.990 kr. Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og kennari við Háskóla Íslands, ákvað að leigja út húsið sitt í Hafnarfirði og setja stefnuna á ferðalög. Því leigir hún hjá vinkonu sinni þessa mánuðina í Reykjavík og líkar vel. „Eiginlega finnst mér ég vera komin á seinni unglingsárin nema maður hef- ur meira á milli handanna og er örugg- ari með sig,“ segir Valgerður. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? „Egg, ávexti og grænmeti.“ Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? „Ég eyði mjög litlu í hreinlætisvörur, hef t.d. ekki notað sjampó í mörg ár nema þá þegar ég fer í ræktina, þá skelli ég smá sturtusápu í hárið. Eyðsla mín er mjög mismunandi en ætli ég fari ekki með um þessar mundir um það bil 12 þúsund krónur á viku en þegar ég hef haldið heimili hefur það verið töluvert meira.“ Hvar er helst keypt inn? „Þeir sem eru með opnar búðir seint á kvöldin græða á fólki eins og mér. Er mjög léleg í verðsam- anburði.“ Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? „Góðar steikur þegar von er á fólkinu mínu í mat.“ Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? „Fyrir utan að fara í mat til vina og vandamanna þá tók ég þá stefnu að sleppa vísakortinu, nú þarf ég að hugsa áður en ég set í körfuna. Áður fyrr átti ég fyrir öllu.“ Hvað vantar helst á heimilið? „Góðan frystiskáp.“ Eyðir þú í sparnað? „Nei, en það er á stefnuskránni, nú nota ég peningana í ferðalög.“ Skothelt sparnaðarráð: „Svipur og tónn vinkvenna minna, Örnu og Hrannar, þegar þær spyrja mig Ertu viss um að þú þurfir á þessu að halda? Þá get ég ekki sagt annað en „Nei, nei, – ég er bara að skoða.““ NEYTANDI VIKUNNAR ER VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Búðir sem eru opnar seint á kvöldin græða á fólki eins og mér Valgerður Halldórsdóttir segir að vinkonur hennar komi í veg fyrir að hún geri slæm kaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.