Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Menning Þ að sem mér mislíkar við stafræna ljósmyndun er að hún neyðir menn til að takast á allt annan hátt á við það að ljósmynda,“ skrifar hinn kunni þýski kvikmyndaleikstjóri Wim Wenders í eftirmála nýjustu ljósmyndabókar sinnar, Places, strange and quiet. Wenders er víðkunnur fyrir kvikmyndir á borð við Paris, Texas (1984), Himinn yfir Berlín (1987), Until the End of the World (1991) og Buena Vista Social Club (1998). Hann hefur síðustu áratugi verið í fremstu röð evrópskra kvikmyndaleikstjóra, kvik- myndahöfundur með skýra persónulega sýn, en hann er líka kunnur fyrir ljós- myndaverk sín, sýningar og allnokkrar áhugaverðar bækur, þar sem persónuleg sýn hans á heiminn birtist í stökum og ekki síður áhugaverðum ljósmyndum. Í nýju bókinni, sem þýska bóka- forlagið Hatje Cantz gefur úr, eru „fjörutíu og fjögur tímahylki“, eins og höfundurinn kallar myndirnar. Ljósmyndir Wenders sýna iðu- lega staði sem eru hversdagslegir en á einhvern furðulegan hátt óvenjulegir um leið; manngerða staði sem virðast oft gleymdir eða mótaðir af röð tilviljana. Og þótt Wenders hafi verið í framvarðasveit kvikmyndaleik- stjóra sem skiptu yfir í stafræna upptöku, og reyni alltaf að nýta sér nýjustu tækni á því sviði, þá vill hann ekki sjá staf- rænar ljósmyndavélar; hann tekur sínar myndir á filmu og út- skýrir hvers vegna. „Sem ljósmyndari er ég gamaldags og held mig við analóg- tæknina; gömlu góðu filmuna,“ segir hann. „Sérhver mynd sem er tekin fangar eitthvað einstakt sem er greypt, raun- verulega og efnislega, á negatífuna. (Hvort sem myndin er vel lukkuð eða ekki.) Þessari einstöku upplifun getur hinsvegar verið eytt ef myndin er tekin á stafrænan hátt, með því einu að ýta á „delete“-hnappinn, eytt án þess að nokkur ummerki standi eftir. Er þá ekki verið að ráðskast með flæði tímans sem birtist á svo sannan hátt á filmunni?“ Þolir ekki stafræna ljósmyndun Annað við stafræna ljósmyndun fer líka í taugarnar á Wend- ers og skemmir fyrir honum það sem hann kallar samtalið milli sín og staðarins sem hann myndar; það er að geta strax séð afraksturinn aftan á myndavélinni. „Með því að sjá útkomuna, jafnvel þó að það sé einskonar skissa, breytist markmið ljósmyndunarinnar í einskonar vöru og ég verð framleiðandi. Það er ég sem ræð og samtalinu er lokið … Í analógísku ferli erum við jafningjar og samband mitt við staðinn heldur áfram.“ Og þá þolir hann ekki við staf- rænar ljósmyndir að þær má leysa upp í „atóm“ sín og raða þeim aftur saman á hvern þann hátt sem skapara verksins sýnist – það þykir Wenders vera fullkomin andstæða þess sem hann telur lykilatriði ljósmyndunar: að hún fjallar um raunveruleikann. Bjargar stöðunum Wenders hefur komið víða við þar sem hann safnaði ljós- myndunum í nýju bókina, og hann rammar þær inn á per- sónulegan hátt. Hann er einnig vanur að ramma sjálfur inn öll myndskeið í kvikmyndum sínum. En þá vinnur hann með hópi fólks; þegar hann ljósmyndar kýs hann alltaf að ráfa um einn, hvort sem það er í bandarískum smábæjum, skemmtigörðum í Japan eða á hálendi Armeníu. Þrátt fyrir ljóðræna og per- sónulega sýn, segir hann þetta líka vera heimildaljósmyndir. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að ég væri að vernda stað- ina í myndunum. Bæði í ljósmyndum og kvikmyndum hef ég valið að sýna staði sem mér finnst að séu að hverfa; með því að taka mynd finnst mér ég vera að bjarga þeim.“ „Ekkert fyrirfinnst án andstæðu þess,“ segir ljósmyndarinn þar sem hann veltir þessari „baðstrandarsenu“ í Palermo á Sikiley fyrir sér. „En hver gæti andstæða þessa staðar verið?“ spyr hann. Wenders má kalla myndskáld hversdagsleikans. LJÓSMYNDIR LEIKSTJÓRANS Á BÓK Gleymdir staðir Wenders ÞÝSKI KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN WIM WENDERS ER BEST ÞEKKTUR FYRIR KVIKMYNDIR EN HANN ER EINNIG METNAÐARFULLUR LJÓSMYNDARI, GEFUR ÚT BÆKUR OG HELDUR SÝNINGAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það er ótrúlegt hversu margar ólíkar hugmyndir um „skemmtun“ fyrirfinnast á þessari jörð,“ segir Wenders um þessa ljósmynd sína af ródeó-trúð á sveitaskemmtun einhvers staðar í Bandaríkjunum. „Sem ljósmyndari er ég gamaldags og held mig við analóg- tæknina; gömlu góðu filmuna,“ segir Wim Wenders. AFP Þegar Wenders framkallaði filmur sem hann tók í Fukushima í Japan árið 2011, þar sem kjarnorkuslysið varð, kom geislun fram á þeim öllum í formi ljósbylgju sem dansar um flötinn. Kápa nýrrar bókar Wim Wenders.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.