Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Giftir karlar sem eru enn inni í skápnum reyna að komast á séns með samkynhneigðum mönnum á stefnumótasíðum. Sá hluti þess- arar ábendingu úr viðtali við Pál Óskar í blaðinu í dag sem snýr að því að nota spjallsíður á netinu til að komast í kynni við fólk er af- skaplega módern. Hinn hlutinn – þetta með að til sé hópur karla hér á landi sem treystir sér ekki út úr skápnum – er átakanlega sorgleg- ur og bendir til þess að við séum ekki komin eins langt og við höld- um í að berjast fyrir rétti allra til að vera eins og þeir eru. Í viðtalinu bendir Páll Óskar á að full ástæða er til að skoða stöðu hin- segin fólks ofan í kjölinn og kanna hvað veldur því að karlar hanga enn inni í skápnum þrátt fyrir þrotlaus- ar gleðigöngur síðustu ára. Í blaðinu er haldið áfram um- fjöllun um greiðslur vegna dóm- gæslu í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu. Eins og sjá má í úttekt blaðsins í dag virðist ekki vera lögmál að miklu þurfi að muna á greiðslum – jafnvel þótt karlar hlaupi hraðar eins og bent hefur verið á. Engu munar á greiðslum til dómara í efstu deild- um karla og kvenna í handbolta. Eftir að við birtum tölur um dómaragreiðslur um síðustu helgi spratt upp umræða bæði í raun- heimum og netheimum. Mikill hiti hleypur í menn þegar rætt er um bolta og klisjan „þú veist ekki hvað þú ert að tala um“ hefur verið vin- sæl undanfarna daga. Því er vissara að fara varlega í lýsa yfir hryggð með það að karlar í ákveðnum hópum eiga erfitt með að koma út úr skápnum opinberlega. Og alls engin ástæða til að vera með getgátur um hvort til dæmis karllæg menning hóp- íþrótta hvetur eða letur karla og konur til að vera eins og þau eru. Líklega er best að segja sem minnst, enda er ég ekki hommi og ætti því ekki að tala um homma. Svo spila ég ekki fótbolta og tala því ekki um hann heldur. RABBIÐ Karlar og boltinn Eyrún Magnúsdóttir „Nú er sumarið komið,“ sagði glöggur maður sem var að þvo bílinn sinn í blíðunni á suðvesturhorninu á fimmtudaginn og fylgdi fullyrðingu sinni eftir með því að kinka ákveðinn kolli. Þá höfum við það. Fólk notaði líka tækifærið til að njóta útivistar, eins og þessi litla dama sem brosti við sumrinu á Austurvelli. Hún sér fram á langar leikstundir í sólinni á næstu vikum og mánuðum, þegar Ísland verður að undralandi sem ungviðið lætur einskis ófreist- að við að kanna ofan í kjölinn. Ekki var eins bjart yfir í gær, föstudag, en það er gömul saga og ný; aldrei er á vísan að róa þegar kemur að íslenska veðrinu. Þá er bara að sækja sólina að innan, ekkert er nefnilega betra en sól í reynd en sól í sinni. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Eggert BIRTIR YFIR UNGVIÐINU VOR ER Í LOFTI OG ÞÁ HÝRNAR YFIR MÖNNUM. ÞESSI UNGA STÚLKA ER ÞAR ENGIN UNDANTEKNING. HÚN HORFÐI BJÖRTUM AUGUM TIL SUMARS MEÐAN HÚN PRÍLAÐI Í TRJÁNUM Á AUSTURVELLI Í VIKUNNI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Fönd- urstund fyrir börn. Hvar? Borg- arbókasafn Reykja- víkur, Tryggvagötu 15. Hvenær? Sunnu- dag kl. 15. Barnaföndur Hvað? Stutt- og heimild- armyndahátíð. Hvar? Í Bíó Paradís. Hvenær? Um helgina og fram til 16. maí. Nánar: Fjölmargar íslenskar og erlendar myndir sýndar í þessu menningarkvikmyndahúsi. Hátíð í Bíó Paradís Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Fótboltaleikur í Pepsídeildinni. Hvar? Í Vestmannaeyjum. Hvenær? Á sunnudaginn kl. 17:00 Nánar: Bæði liðin unnu sína fyrstu leiki og ætla sér að vinna þennan. ÍBV-Breiðablik Hvað? Árleg vorhátíð Laugarneshverfis. Hvar? Laugalækj- arskóla. Hvenær? Sunnudag kl. 14-16. Nánar: Fjölbreytt dag- skrá fyrir hverfisbúa. Hverfisgleði Hvað? Styrktarganga Göngum saman um allt land. Hvar? 14 staðir um allt land. Hvenær? Sunnudag 12. maí. Nánar: Vefsíðan gongumsaman.is. Gönguátak Hvað? Útskriftartónleikar Hrafnhildar. Hvar? Í Bústaðakirkju. Hvenær? Sunnud. 12. maí kl. 18:00. Nánar: Hrafnhildur Hafliðadóttir leik- ur verk eftir Chopin, Adele og fleiri. Tónleikar í Bústaðakirkju * Forsíðumyndina ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.