Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 12
Úttekt
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013
D
ómari sem dæmir
knattspyrnuleik í
efstu deild kvenna
fær innan við 40% af
þeirri greiðslu sem
hann fær ef hann dæmir leik sem
karlar spila í efstu deild. Í öllum
boltaíþróttum er ákveðinn tröppu-
gangur þegar kemur að greiðslum
dómara á leik og minna greitt fyrir
að dæma leiki í neðri deildum en
þeim efri. Ólíkt er eftir íþróttagrein-
um hversu miklu munar á því hvað
dómari fær greitt.
Ekki eru allir á einu máli um
hvað skiptir máli þegar kemur að
ákvörðun launagreiðslna.
Dómarar sem rætt var við vegna
úttektarinnar vilja fáir koma fram
undir nafni. Dómari sem rætt var
við telur hárrétt að vera með ólíkar
greiðslur eftir því hve erfitt er að
dæma leikina. „Það á að vera mun-
ur. Það á að vera eftirsóknarvert að
dæma í efstu deild karla. Dómari á
að þurfa að leggja helling á sig til
að komast þangað. Og hann á að fá
umbun fyrir að standa sig og gera
vel. Dómarar mæta ekkert með
bumbuna út í loftið.“
Annar telur að það eigi að vera
„gulrót“ að dæma í efstu deild
karla. „Ef allir fengju sama pening
þá væru allir tilbúnir að dæma í
Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm
aukaspyrnur í leik og slaka á,“ segir
dómari sem ekki vill láta nafns síns
getið.
Fleiri spjöld og meiri hraði
þýða hærri greiðslur
Þórir Hákonarson framkvæmda-
stjóri KSÍ telur mikilvægt að fram
komi að hjá KSÍ sé algjört launa-
jafnrétti, engu skipti hvers kyns
dómarinn sé þegar kemur að
greiðslum. „Karlar og konur frá
sömu greiðslu fyrir að sinna sama
verkefni. Erfiðleikastig leikjanna er
hins vegar misjafnt eftir því í hvaða
deild þeir eru leiknir,“ segir Þórir.
Hann leggur áherslu á að ekki
eigi að ræða málið aðeins út frá
kynjasjónarmiði og bendir á að
greiðslur til dómara séu líka ólíkar
eftir því í hvaða deild er spilað, óháð
kyni leikmanna. „Ef við tökum bara
karlaknattspyrnuna þá er það bara
þannig að það er erfiðara að dæma í
efstu deildinni heldur en neðri deild-
um. Það kemur konum og körlum
ekkert við,“ segir Þórir og bendir á
að tröppugangur í greiðslum til
dómara eftir erfiðleikastigi leikja sé
ekki einskorðaður við Ísland. Mun-
urinn sé síst minni annars staðar.
„Það er ekkert bara á Íslandi,
heldur er það alls staðar þannig að
erfiðustu leikirnir eru í efstu deild
karla. Fleiri spjöld, fleiri aukaspyrn-
ur, hraðari leikur og álag á dómara
meira. Þannig er það líka annars
GREIÐSLUR TIL DÓMARA Í EFSTU DEILDUM BOLTAÍÞRÓTTA
Ljósmynd/Eva Björk
Birna H. Bergstað
Þórmundsdóttir
Þórir
Hákonarson
Halla
Gunnarsdóttir
LAUN KNATTSPYRNUDÓMARA HAFA VERIÐ TIL UMRÆÐU EFTIR
AÐ SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS VARPAÐI LJÓSI Á MUN Á
GREIÐSLUM Í EFSTU DEILD KARLA OG KVENNA. KSÍ TELUR MESTU SKIPTA
AÐ GREIÐA SÖMU LAUN FYRIR SÖMU VINNU. KVENDÓMARI VILL JAFNAR
GREIÐSLUR OG FYRRVERANDI ÞJÁLFARI LEGGUR TIL AÐ KONUR FÁI MEIRA GREITT
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Þorkell Máni
Pétursson
Efsta deild kvenna: 15.400 kr.
Efsta deild karla: 39.450 kr.
Greiðslur til dómara á leik í efstu deild
Efsta deild kvenna: 13.100 kr.
Efsta deild karla: 16.000 kr.
Efsta deild kvenna: 15.900 kr.
Efsta deild karla: 15.900 kr.
Laun
Undirbúningur
Akstursgjald
10.300
2.800 13.200
2.800
11.200
1.000
3.200
27.250
9.000
3.200
HSÍ = 0% KKÍ = 28% KSÍ = 156% HÆRRI GREIÐSLA FYRIR KARLALEIK EN KVENNALEIK
Aðaldómari í Pepsi-deild karla fær um 40 þúsund
krónur á leik í deildinni (miðað við að leikurinn sé á
höfuðborgarsvæðinu). Þá er lögð saman launatala
27.250 krónur, föst 9.000 króna greiðsla vegna und-
irbúnings og akstursgjald innanbæjar 3.200 krónur. Að-
aldómari í Pepsi-deild kvenna fær 15.400 krónur í laun,
3.200 krónur í akstursgjald og 1.000 krónur vegna
undirbúnings. KSÍ ber allan kostnað vegna dómgæslu
en þannig er það ekki hjá KKÍ og HSÍ.
Hjá HSÍ eru greiddar 15.900 krónur vegna dóm-
gæslu í úrvaldsdeild, óháð því hvers kyns leikmenn eru.
Af þeirri upphæð greiða félögin sjálf 14.700 krónur en
HSÍ greiðir 1.200 krónur.
Félögin í körfuboltanum greiða sjálf kostnað vegna
dómgæslu en tekið skal fram að hjá KKÍ eru fleiri gjald-
flokkar fyrir dómgæslu en hjá hinum samböndunum. Á
myndinni er miðað við greiðslu fyrir dómgæslu á
venjulegum leik í Dominos-deild karla og kvenna en
eins og sjá má er greitt 28% meira ef karlar leika.
Dómari sem dæmir leik í úrslitakeppni, undanúrslitum
eða bikarúrslitum fær hærri greiðslu hjá öllum félögun-
um, þ.e. gjaldskráin hækkar eftir mikilvægi leikja.
Í efstu deildum í körfuknattleik frá dómarar greitt
samkvæmt gjaldskrá Körfuknattleikssambandsins
sem er unnin í samstarfi við félag dómara, KKDÍ.
„Gjaldskráin er ákveðin eftir erfiðleikastuðli sem
dómarar og félögin leggja upp með. Félögin bera allan dóm-
arakostnað nema við erum með jöfnunarsjóð sem við sjáum um. Í
lokin borga þau allt jafnt,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri KKÍ. Þar sem margir dómarar séu búsettir í Reykja-
vík leggi höfuðborgarliðin minna út, eða aðeins fyrir dóm-
aralaunum. Hann segir félög úti á landi greiða meira vegna ferða og
uppihalds dómara en eigi á móti inneign í sjóðnum sem greitt er úr
tvisvar á ári.
Gjaldskrá unnin í
samvinnu við dómara
HANNES SIGURBJÖRN JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KKÍ
„Þetta er bara jafnt hjá okkur. Það skiptir ekki máli
hvort það eru leikir í N1 deild karla eða N1 deild
kvenna. Það er sama gjald í verðlaunfé í öllu og
sömu greiðslur til dómara í karla- og kvennadeild
og búið að vera þannig í nokkur ár. Það er því al-
gjört jafnrétti hjá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson framkvæmda-
stjóri Handknattleikssambands Íslands, HSÍ.
Sama greiðsla fyrir
karlaleik og kvennaleik
EINAR ÞORVARÐARSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HSÍ
Skiptir máli hver
hleypur hraðast?