Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013
Matur og drykkir
ítalskt grænmetislasagna í aðalrétt og ekta
góða hráköku með hnetum og kókosmjöli í
eftirrétt.
„Það er góð tilfinning að geta verið fyr-
irmynd en sumir sem við þekkjum hafa
kynnst grænmetisfæði með því að bjóða okk-
ur í mat og líkað síðan sjálfum mjög vel við
matinn. Fólk sér að það er mögulegt að elda
góðan vegan-mat og að vegan-ætur borða
ekki bara gras og banana,“ segir Adrian í
léttum dúr. Þá segir Adrian að það sé frem-
ur hversdagslegt að vera vegan-ætur meðal
þeirra vina og kunningja en fjölskyldan er
aðventistar og eru margir meðal þeirra sem
aðhyllast slíkt mataræði. Á milli fólks mynd-
ist skemmtilegt matartengslanet og sé fólk
duglegt að borða saman og skiptast á upp-
skriftum. Síðastliðin þrjú ár hafa Adrian og
Vigdís einnig haldið reglulega heils-
unámskeið um mataræði sem haldin eru í
safnaðarheimili aðventista og er aðgangur
ókeypis. Þau hvetja fólk til að líta inn á mið-
vikudagskvöldum en hvert námskeið er sex
sjálfstæð kvöld.
„Við höfum reynt að hitta fólkið sem kem-
ur á námskeiðið einu sinni í mánuði til að
borða saman og það er gaman að sjá með
eigin augum hvað fólki getur liðið betur með
breyttu mataræði,“ segir Adrian.
H
jónin Vigdís Linda Jack og Adrian
Lopez umturnuðu mataræði sínu
fyrir þremur árum. Þá var Adri-
an farinn að glíma við offitu og
margvísleg heilsufarsleg vandamál því tengd,
m.a. sykursýki, of háan blóðþrýsting og
kæfisvefn. Í dag aðhyllist fjölskyldan vegan-
mataræði sem þýðir að þau neyta eingöngu
grænmetisfæðu og sleppa bæði mjólk-
urvörum og eggjum.
„Við vissum vel hvað væri hollt að borða
en vorum kannski bara of löt til að fram-
fylgja slíku mataræði sjálf. Síðan kom að því
að Adrian fann að hann varð að snúa við
blaðinu og þá fórum við á ávaxtakúr í
nokkra daga til að hreinsa líkamann og
venja bragðlaukana af mjög söltum mat og
slíku. Eftir það skiptum við yfir í grænmet-
isfæði og ég hóf að prófa mig áfram í elda
ýmiss konar grænmetisrétti. Þetta var dálít-
ið erfitt fyrst og sumt fór beint í ruslið en
svo fór þetta að ganga betur og ég fór líka
að sanka að mér góðum uppskriftum að rétt-
um sem ég hafði fengið í matarboðum “ seg-
ir Vigdís. Adrian er upprunalega frá Mexíkó
og hefur Vigdís unun af mexíkanskri mat-
argerð þó hún eldi líka mat frá ýmsum
heimshornum. Fyrir matarboðsgesti bar hún
t.a.m. mexíkanska baunasúpu í forrétt,
Gestgjafarnir Vigdís Linda Jack og Adrian Lopez leggja lokahönd á girnilegar grænmetiskrásir.
Lasagnað var borið fram með salati og
avókadó, sem kallað hefur verið ofur-
fæði, það er líka gott bara eitt og sér.
VEGAN-ÆTUR BJÓÐA Í MAT
Ekki bara gras
og bananar
HJÓNIN VIGDÍS LINDA JACK OG ADRIAN LOPEZ BUÐU GESTUM SÍNUM
Í VEGAN-MAT SEM ER BÆÐI EGGJA- OG MJÓLKURVÖRULAUS.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
* Adrian er upprunalega frá Mexíkó og hefur Vigdísunun af mexíkanskri matargerð þó hún eldi líkamat frá ýmsum heimshornum. Fyrir matarboðsgesti bar
hún mexíkanska baunasúpu í forrétt, ítalskt grænmetis-
lasagna í aðalrétt og ekta góða hráköku í eftirrétt.
½ pk. eða 250 g brúnar
eða grænar linsubaunir
2½ lítri vatn
1 dós niðursoðnir
tómatar
1 matarbanani (má
sleppa)
½ laukur
1 hvítlauksrif
3-4 sojapylsur í sneiðum
1 grænmetissoðsteningur
salt eftir smekk
Aðferð
Matarbananinn er skorinn í þrjá
bita og soðinn í hýðinu með linsu-
baununum í 30-40 mín. Þá er hýð-
ið tekið af og bananinn settur aft-
ur út í pottinn. Tómatar, laukur og
hvítlaukur er skorið smátt og
steikt á pönnu í smámatarolíu.
Síðan er því bætt út í pottinn með
linsubaununum ásamt nið-
ursneiddum pylsunum. Kryddað
með grænmetissoðsteningi og
salti og látið sjóða í fimm mínútur.
Mexíkanskar linsubaunir