Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 49
www.rekstrarland.is
Grill, grilláhöld, kol og grillvökvi.
GRILLVÖRUR
Tilboð
689kr.
999
5 kg
fylgir
fullur gaskútur13.316
2ja brennara gasgrill
kr.
m.v. 6 mán. léttgr.
Fullt verð
79.900 kr.
Grillið kemur samsett og heimsent á höfuðborgarsvæðinu. Campingaz grillbursti, 3 í 1 – Verð: 689 kr.
Rekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
-Hvað finnst þér um málefni Nígeríumannsins Martin sem
fær ekki hæli hér á landi?
„Við eigum að leyfa honum að vera og veita honum land-
vistarleyfi. Þetta er mín skoðun. Ég veit alveg að stjórnvöld
þurfa að bugta sig og beygja og hlýða allskonar reglugerð-
um, siðum, venjum, samningum og lögum – en þegar líf ein-
staklingsins er í hættu þá finnst mér persónulega að það
megi líta framhjá þessu öllu. Mér finnst það skjóta skökku
við að stjórnvöld státa sig af því að Ísland sé umburðarlynt
gagnvart samkynhneigðum og jafnvel hefur borið á þessu í
markaðssetningu á þessu landi að Ísland sé nokkurs konar
gay-paradís. En á sama tíma komum við svona fram við fólk
sem er að leita hælis vegna þess að það er samkynhneigt og
á það á hættu að vera tekið af lífi þegar það kemur heim. Í
þessu tilfelli eigum við að horfa framhjá lögum og reglum
og líta í hjartað okkar og leyfa þessum manni að vera hérna
á þessu landi í algjörum kærleika. Sýna þar með líka for-
dæmi út á við og sýna að við séum mannelskandi þjóð.“
Páll Óskar segir að auðvitað kunni einhverjir að spyrja
sem svo hvort það eigi þá að leyfa öllu samkynhneigðu fólki
frá Nígeríu, Úganda og frá öðrum sambærilegum löndum að
flæða inn í landið. En það sé einföldun á málum. Enginn
biður um pólitískt hæli að gamni sínu.
Spyr hvers vegna svo
margir séu enn í skápnum
„Ég færi bara hreinlega varlega í að markaðssetja Ísland
sem einhverja gay-paradís þó samkynhneigt fólk sé svo
sannarlega búið að ná öllum sömu réttindum hér. Við erum
alveg jafnrétthá gagnkynhneigðu fólki og eftir mikla erf-
iðisvinnu – ég get ekki gert lítið úr því. En stærsta verk-
efnið finnst mér núna vera eftir og það er að tékka á því
hvort samkynhneigt fólk á Íslandi sé raunverulega ham-
ingjusamt,“ segir Páll Óskar.
Hann vill að gerð verði fagleg rannsókn á því hvort hin-
segin fólk á Íslandi sé raunverulega hamingjusamt og í
hverju sú hamingja felist. Hvort fólk sé heilsuhraust, hver
fjárhagsstaðan sé, hvort hinsegin fólk sé í þeirri vinnu sem
það vilji, hvort það nái fótfestu í skólakerfinu, hvort sam-
kynhneigð börn og unglingar búi enn við óréttlæti í skóla-
kerfinu og sé lagt í einelti. Hann nefnir líka nokkrar starfs-
stéttir og samfélagshópa og spyr hvernig útlitið sé í
sjómannastétt, íþróttasamfélaginu, heilsugeiranum, fjár-
málaheiminum, stjórnmálaheiminum og svo hvernig hinsegin
fólk komi sjálft fram við annað hinsegin fólk.
„Ég væri ofsalega þakklátur ef einhver vildi taka þetta að
sér að rannsaka þetta til hlítar. Ég get fúslega viðurkennt
fyrir þér að ég er sjálfur á lausu og er búinn að vera það
mjög lengi. En ég tel mig vera hamingjusaman hér á Ís-
landi af því að það er ákvörðun sem ég tók. Auðvitað er
hamingjan ákvörðun sem þú tekur. Það er engin önnur
manneskja sem getur gert þig hamingjusaman. Drauma-
vinna, peningar, staða og stétt í samfélaginu er ekki það
sem gerir þig hamingjusaman. Hamingjan er ákvörðun. Þú
tekur þá ákvörðun að vera hamingjusamur burt séð frá því
hvað er að gerast hjá þér í lífinu. Aftur á móti er ég orðinn
svo leiður á því að vera á lausu og ég prófaði að fara á int-
ernetið á svona gay-stefnumótasíðu og vildi kanna mark-
aðinn hérna á Íslandi. Hvað er það sem ég kemst að? Slá-
andi mikill meirihluti þeirra sem eru þarna á þessum
gay-stefnumótasíðum eru karlmenn í skápnum – í bullandi
skáp. Karlmenn sem eru búnir að taka þá ákvörðun að lifa
tvöföldu lífi inni í skápnum. Þetta eru menn sem eru giftir
konum. Eiga með þeim börn og páfagauk. Þeir kjósa síðan
og sætta sig við að lifa kynlífi með öðrum karlmönnum eftir
skrifstofutíma en svo þurfa þeir að hlaupa heim fyrir klukk-
an sjö til að ná kjötbollum hjá konunni sinni.“
Páll Óskar segir að hann hafi ekki kíkt á svona
stefnumótasíðu í mörg herrans ár og að hann hafi gefist
upp á þeim árið 2003 einmitt vegna þessarar stöðu að það
væri of mikil leyndarhyggja í gangi og hann hafi ekki getað
sætt sig við leikreglurnar í kringum þetta.
„Ég kaus frekar að vera á lausu. Ég vil frekar vera ham-
ingjusamur með sjálfum mér og rækta þá ferilinn minn,
heimilið mitt, vinnuna mína, vini mína og sjálfan mig. Það
sló mig að sjá þetta á þessari stefnumótasíðu og ég spyr
sjálfan mig: Hvers vegna í ósköpunum er svona rosalega
mikið af fólki ennþá í skápnum hér á þessu umburðarlynda
Íslandi? Hér á þessu kærleiksríka Íslandi þar sem svo mikið
hefur áunnist í réttindabaráttu samkynhneigðra. Hvers
vegna eru Íslendingar ennþá í skápnum eftir áratug af Gay
Pride göngum? Sem koma ekki fram undir nafni? Getur
verið að það taki okkur tuttugu til þrjátíu ár í viðbót að
lenda þessu? Þetta fólk tók kannski þessa ákvörðun fyrir
tuttugu árum síðan þegar aðstæður voru allt aðrar. Ég veit
alveg að það er kannski svolítið erfitt að gera háskólaritgerð
um fólk í skápnum. Hvernig ætlar þú að tala við ósýnilegt
fólk? Hvernig ætlar þú að ná að taka viðtal við ósýnilega
manninn? Það er ekkert mál að vera samkynhneigður á Ís-
landi – en það er orðið vandamál þegar það er leyndarmál.
Þá fer mikil orka í það og fyrirhöfn með tilheyrandi sálar-
angist.“
Hann segir marga þessara manna ekki þora að taka séns-
inn og vilja ekki koma út úr skápnum. Hann segir suma
þeirra ekki geta þetta þar sem hjónaband þeirra sé orðið
fyrirtæki og eins að menn vilji ekki særa eiginkonu sína,
vilji ekki að börnin sín hafni sér og treysti sér ekki til að
ganga í gegnum fyrirhöfnina við að skipta upp búinu.
„En við þessa menn get ég bara sagt: Reynsla þeirra sem
koma út úr skápnum núna í dag er oftar en ekki sú sama.
Viðbrögðin eru oftast nær mjög góð. Viðbrögðin eru oftar
en ekki: Ég er feginn að þú sagðir mér þetta eða ég er
glaður fyrir þína hönd. Ég vissi þetta allan tímann. Í sum-
um tilfellum eru viðbrögðin kannski harðari og einhverjir
vinir hafna manni í kjölfarið. En þá veistu líka hverjir eru
vinir þínir og hverjir ekki. Aftur á móti get ég líka sagt
þessum „skápum“ að allir hjónaskilnaðir sem ég hef orðið
vitni að hafa verið erfiðir. Það er alltaf erfitt að standa í
skilnaði og alltaf erfitt að stíga það skref. Burt séð frá því
hvort þú sért gay eða „straight“. Ég held að þetta sé oft
spurning um ótta að sumt fólk þori ekki að stíga yfir þrösk-
uldinn og kýs frekar að lifa tvöföldu lífi.“
Spáir Danmörku sigri í Eurovision í ár
-En hvað með Eurovision-keppnina í ár. Hver heldur þú að
sigri?
„Ég held að það sé ljóst að það verður skandinavískur
sigur í ár. Við erum örugglega á leiðinni til Köben á næsta
ári. Uppáhaldslagið mitt í keppninni er hollenska lagið. Hol-
lenska lagið er örugglega með því besta sem ég hef heyrt í
keppninni í mörg ár. En að öðru leyti finnst mér þetta frek-
ar slök, líflaus og leiðinleg keppni í ár. Það er enginn að
flippa, enginn að gera neitt ögrandi, enginn að reyna að
finna upp hjólið nema þá þessi hollenska söngkona, Anouk.
Hún er með lag sem hefði getað verið samið af Scott Wal-
ker árið 1970. Ofsalega fallega samið, fallega útsett og vel
sungið af henni – Birds. Ég er búinn að hlusta á þetta lag
þúsund sinnum.“
Páll Óskar segist vona að Anouk takist að heilla dóm-
nefndirnar og nái þannig að koma sér í eitt af efstu sæt-
unum í keppninni þar sem atkvæði dómnefnda gilda jafnt á
við símaatkvæði. „Ég verð ofsalega glaður fyrir hennar
hönd ef hún nær að vera ofarlega,“ segir Páll Óskar í lokin
á þessu opna og hressandi spjalli okkar í Hörpunni.
* „Sláandi mikill meirihlutiþeirra sem eru þarna á þess-um gay-stefnumótasíðum eru karl-
menn í skápnum – í bullandi skáp.
Karlmenn sem eru búnir að taka
þá ákvörðun að lifa tvöföldu lífi
inni í skápnum.“
Páll Óskar segir það hafa verið
ein mestu vonbrigði lífs sín
þegar ákveðið var að loka
skemmtistaðnum Nasa og
byggja hótel á reitnum. Hann
vill að hætt verði við hótelið.