Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 15
heima einhvers staðar annars stað- ar á hnettinum. Núna finnst mér ástandið hér á Íslandi mun eðli- legra og ég finn fyrir bjartsýni í loftinu.“ Of mikil sorg Foreldrar þínir skildu og móðir þín Guðrún Katrín Þorbergsdóttir giftist Ólafi Ragnari Grímssyni og þau urðu seinna forsetahjón á Bessastöðum. Hafði það einhver áhrif á líf þitt að móðir þín var forsetafrú? „Það hafði ekki nein áhrif á mig, ég var orðin fertug þegar það gerðist. Forsetaembættið er bara eins og það er og það er ekkert listrænt við það. Ég var úti í Sví- þjóð þegar mamma hringdi til að segja mér að þau Ólafur Ragnar hefðu ákveðið að bjóða sig fram í forsetakosningum. Mamma var for- setafrú í tvö ár, hún varð opinber persóna og þegar hún dó var hún jörðuð í beinni útsendingu. Þetta var opinber harmur sem var mikið álag fyrir fjölskylduna. Fáum mán- uðum áður hafði pabbi dáið. Hann var yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans, vel liðinn, og þegar hann var jarðsettur var kirkjan troðfull. Mánuði eftir lát mömmu dó minn góði vinur Þorgeir Kjart- ansson. Þannig að þetta var mjög erfitt ár og mikill harmur. Ég varð tilfinningasljó, fannst ég varla vera til. Þetta var of mikil sorg. Ég hugsaði: Hver deyr næstur? Mér fannst undarlegt að vera á lífi. Ég gat ekki sofið en svo fór ég að stunda jóga og það styrkti mig. Þessi mikli missir hafði líka áhrif á myndlist mína og ég fór að gera verk þar sem ég lagði áherslu á tímann og ljósið. Ég varð að gera ljóshylki fyrir fólkið mitt. Á þess- um tíma var ég staurblönk en sótti um bandarískan styrk sem ég fékk og gat því unnið í heilt ár án þess að hafa fjárhagsáhyggjur. Það var bæði galdur og blessun. Það var mikil heilun sem felst í því að vinna. Það verða allir fyrir áföllum og þá er nauðsynlegt að fara í gegnum sorgarferlið en festast ekki í sorginni.“ Hvernig er samband þitt við Ólaf Ragnar Grímsson? „Ég er elsta barnið og hann þurfti ekki að ala mig upp því ég fór svo ung til útlanda en við höf- um gott fjölskyldusamband.“ Þú býrð ein og ert barnlaus. Hefur þig aldrei langað til að eignast barn? „Það hefur aldrei verið á dag- skrá hjá mér að eiga barn. Ég er elsta systirin og hef passað mikið af börnum, það hefur alveg nægt mér. Frá því ég var sautján ára var ég alltaf með kærasta en und- anfarin þrjú ár hef ég verið ein. Það þýðir að ég hef getað hagað lífinu á minn hátt, get verið mjög einbeitt og líka haft tíma til að hugleiða. Það er enginn að trufla mig. Fyrst fannst mér skrýtið að vera ein því ég er óvön því. En svo uppgötvaði ég hversu gott þetta er. Núna á ég mig sjálf.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári 12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Veisluþjónusta Við erum með tilboð sem koma sér vel við öll tækifæri, s.s. fermingar, útskrift, skírnina eða afmælið. Snittur, tapas, heitir ofnréttir og brauðtertur. Allar nánari upplýsingar færðu í síma 533-3000 virka daga milli kl. 8-16. Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Fingramatur, kökur og konfekt Tapas, snittur, sushi, kjúklinga- spjót, heitir ofnréttir, konfekt, franskir súkkulaðikökubitar, kransabitar, jarðarber í súkku- laðihjúp og marsipanterta. Verð kr. 2.390 á mann Ókeypis lyfjaskömmtun Borgartúni 28, sími 553 8331, lyfjaborg.is - sjálfstætt apótek Kíktu við hjá okkur í Borgartúni 28 og fáðu nánari kynningu á þjónustunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.