Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Græjur og tækni M eð tilkomu stafrænna myndavéla hefur magn ljósmynda aukist gíf- urlega. Nú þarf enginn að velta því fyrir sér að kaupa filmu eða fara með í framköllun, frekar en menn vilja. Og eftir því sem símamyndavélar hafa tekið framförum hefur magnið aukist enn frekar, enda margir sem eru þá nær alltaf með myndavél með í för. En þrátt fyrir að magn mynda sé sífellt að aukast er það staðreynd að fæstir huga mikið að því að varðveita þessar myndir sérstaklega. Myndir safnast upp á harða disknum í tölvunni, og alls óvíst að hugað sé að því að taka af þeim öryggis- afrit. Það getur því verið sársaukafullt ef harður diskur hrynur eða tölvu er stolið. Sem betur fer er auðvelt að ráða bót á þessu vandamáli, og eins og með flest önnur vanda- mál þessa dagana, þá er lausnin í skýinu. Hér eru nokkrar ólíkar leiðir sem hægt er að fara, en aðalatriðið er að ef þú ert með myndir sem þér þykir vænt um, þá skaltu ekki láta duga að geyma eintak af þeim heima. Facebook Þó samfélagsmið- illinn Facebook hafi ekki verið sér- staklega hugsaður til að geyma myndir er það sennilega þar sem flestir Íslend- ingar geyma afrit af myndunum sínum, enda er vefurinn stærsta myndasafn í heimi, en yf- ir 300 milljón myndum er hlaðið inn á Fa- cebook á hverjum degi. Facebook hefur bæði kosti og galla sem myndasíða. Kostirnir eru fyrst og fremst fólgnir í auðveldum dreifileið- um sem Facebook býður upp á, en það er auðvelt að sýna vinum og vandamönnum myndirnar, merkja hverjir eru á þeim og fá viðbrögð þeirra við þeim. Gallarnir eru hins vegar nokkrir. Má þá helst nefna að sam- kvæmt notendaskilmálum Facebook, þá hefur Facebook heimild til þess að nýta sér það efni sem þú setur á vefinn til eigin nota sem þýðir að þú hefur afsalað þér ákveðnum rétti á að stjórna hvernig myndirnar þínar eru notaðar, hvort sem einhvern tíma kemur til með að reyna á það eða ekki. Ennfremur þjappar Facebook stórum myndum mikið saman, og þó svo að mynd líti vel út á vefn- um er óvíst að hún sé í prenthæfri upplausn, og nær áreiðanlega ekki ef þarf að stækka hana. Það er því ekki ráðlegt að nota bara Facebook til að geyma afrit af myndum. Flickr Ólíkt Facebook var myndavefurinn Flickr sérstaklega stofnaður á sínum tíma til að not- endur gætu hlaðið upp, geymt og sýnt mynd- ir. Vefurinn hefur löngum verið eitt vinsæl- asta samfélag áhugaljósmyndara á netinu og var á fyrstu árum sínum leiðandi í þróun samfélagsmiðla, þar sem notendur samein- uðust um ljósmyndaáhuga sinn. Vefurinn hef- ur marga ótvíræða kosti sem ljósmyndavefur. Myndir eru vistaðar í fullum gæðum, en Flickr útbýr einnig minni skráarstærðir sem henta betur fyrir vefnotkun. Flickr býður upp á ólíkar leiðir til að merkja og flokka myndir og ólík tól til að hjálpa til við slíkt ut- anumhald. Þá er einnig einfalt mynd- vinnslukerfi innbyggt í vefinn sem hægt er að nota til að framkvæma grundvallaratriði myndvinnslu líkt og stilla birtu, andstæður og litastyrk, og hægt er að búa til sjálfvirkar glærusýningar til að dreifingar. Hægt er að vista 200 myndir án endurgjalds á vefnum, en fyrir hófstillt árgjald er hægt að auka það. Þá leggur Flickr mikið upp úr því að passa upp á höfundarrétt þinn á myndum og gefur þér kost á að birta myndir með ólíkum höfund- arrétti eftir því sem þér þykir henta. Helsti ókostur Flickr er að það hentar ekki vel til að geyma stór myndasöfn sem þú vilt ekki hafa í birtingu, þar sem aðgangsstýring er ekki eins augljós og ætla mætti. Picasa Myndaþjónusta Google heitir Picasa og þjónustu- framboðið er um margt líkt því sem er í boði hjá Flickr. Picasa er með inn- byggðan stuðning við Google+ samfélagsmiðil Google og má því jafnvel segja að Picasa sameini flest það besta frá Facebook og Flickr. Það er auðvelt að hlaða myndum úr síma á Picasa og þægi- legt að deila þeim í gegnum Gmail og Go- ogle+. Talsvert gagnamagn fylgir ókeypis áskrift og en hægt er að nýta geymslupláss frá Google Drive til viðbótar. Hægt er að sækja sérforrit til að annast umsýslu mynda á Picasa úr tölvunni. Einnig er boðið upp á grunnmyndvinnslutól og tengingar við Google Drive fyrir aukið pláss. Picasa er góður kost- ur fyrir þá sem eru vel tengdir vistkerfi Go- ogle. Shutterfly Þessi þjónusta hefur notið talsverðra vin- sælda víða í útlöndum, en hefur lítið náð sér á strik hérlendis. Shutterfly býður upp á frítt, ótakmarkað geymslupláss, en hefur tekjur af því að selja útprentaðar myndir, ljós- myndaalbúm og bækur yfir netið. Shutterfly býður upp á mjög marga valmöguleika miðað við verðmiðann sem því fylgir (eða fylgir ekki, öllu heldur). Það er lítið mál að geyma myndir í stóru safni þó það sé ekki gert að- gengilegt á netinu í heild sinni og þægilegt að dreifa þeim myndum sem menn vilja. Instagram Þó Instagram sé áreiðanlega ekki heppilegur staður til að geyma mynda- safnið þitt þá nýtur það slíkra vinsælda að það má vel fara nokkrum orðum um það. Kosturinn við In- stagram er dreifikerfið en milljónir nota það til að dreifa sínum myndum á hverjum degi. Gallar Instagram eru hins vegar um margt þeir sömu og hjá Facebook (enda á það In- stagram). Instagram áskilur sér rétt til að nota myndir sem þú setur þar inn, og þeim myndum sem þú tekur er þjappað mikið sam- LJÓSMYNDIR Í STAFRÆNNI VERÖLD Geymdu myndirnar á öruggum stað FLEST EIGUM VIÐ GRÍÐARLEG PERSÓNULEG VERÐMÆTI FÓLGIN Í LJÓSMYNDUM. MINNINGAR UM FÓLK OG STAÐI SEM ERFITT ER AÐ BÆTA EF ÞÆR GLATAST. ÞAÐ ER ÞVÍ TIL MIKILS UNNIÐ AÐ GEYMA ÞÆR Á ÖRUGGUM STAÐ. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Í síðastliðinni viku kynntu Go-ogle og tímaritið Time metn-aðarfullt verkefni sem þauhafa unnið í samvinnu við Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna (NASA) og Jarðfræðistofn- un Bandaríkjanna (USGS). Í sam- einingu notuðu þessir aðilar gögn í sinni vörslu til þess að skapa tímamyndskeið (e. time- lapse) af allri jörðinni sem spann- ar nærri þrjátíu ár. Þetta tímamyndskeið notar gervihnattamyndir frá NASA sem lagðar eru ofan á kortaþjónustu Google. Hægt er velja sér stað á jörðinni og sjá hvernig hann breytist frá 1984 fram til 2012. Það er mjög forvitnilegt að fylgj- ast með breytingum hinna ýmsu landsvæða á þessum tíma. Þarna má sjá breytingar sem orðið hafa á Reykjavíkurborg á þessum tíma. Landfyllingar breyta lands- laginu, ný hverfi spretta upp og borgin dreifir úr sér. Það er einnig forvitnilegt að fylgjast með áhrifum stórra framkvæmda á borð við Eyrarsundsbrúna, eða að sjá Hálslón við Kárahnjúka birtast árið 2007. En áhrifa mannsins gætir víðar. Það er ekki síður áhugavert að sjá afleiðingar loftslagsbreytinga á þessum tíma. Jöklar hopa og eyðimerkur breiða úr sér. Þá má sjá hvernig regnskógar Amazon hafa látið undan á síðustu áratugum. Verkefnið hófst 2009 Það er ekki heiglum hent að setja saman jafnmikið magn af gögnum og hér má finna. Vinna við verkefnið hófst árið 2009, og þá var farið að finna myndir sem væru nothæfar til verksins með aðstoð tölvuforrits. Myndunum var safnað frá átta gervihnöttum frá NASA, sem sveima um jörð- ina í rúmlega 700 km hæð. Úr þeirri hæð tekur það um 84 mínútur að fara hringinn í kring- um jörðina. Alls voru notaðar rúmlega tvær milljónir gervihnattamynda til að gera myndskeiðið. Þessar myndir voru notaðar til þess að finna punkta (e. pixel) sem hver og einn sýnir svæði sem er um það bil 30 m2. Sérvelja þurfti hvern punkt sem notaður var til að tryggja að ekki væru ský eða þoka sem skyggði á myndefnið. Alls nema þessir punktar trillj- ónir, en það eru um 909 terabæt af gögnum sem liggja að baki myndskeiðinu. Hvert ár, eða hver „mynd“ sem sett er saman sam- anstendur af 1,78 terapunktum, en til samanburðar má nefna að hefðbundnar snjallsímamynda- vélar taka myndir sem eru um 8 megapunktar. www.time.com/timelapse JÖRÐIN SÉÐ AÐ OFAN Í kringum jörðina á 80 mínútum TÍMAMYNDSKEIÐ GOOGLE OG TIME TÍMARITSINS SÝNIR ÁHRIF LOFTSLAGSBREYTINGA Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Að horfa á jörðina að ofan er mikilfengleg sjón. Með tímamyndskeiðinu er hægt að skoða breytingarnar sem orðið hafa á síðustu þremur áratugum. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.