Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Nýr hópur þingmanna hefur verið valinn.Hluti þeirra er nú upptekinn við aðskoða hvernig best megi sameina stefnu og áherslur einstakra flokka. Aðrir eru uppteknari af því að finna átakalínur, hverjir lofuðu mestu eða minnstu og hvernig hægt sé að vinna með það eða ekki. Allt er þetta eðlilegt í eftirleik kosninga og aðdraganda ríkisstjórnarmyndunar. Einu meg- um við þó ekki gleyma – því eitt loforð gáfu allir flokkar. Það er fyrirheitið um ný, breytt og betri stjórnmál. Hjá frambjóðendum kom þann- ig ítrekað fram að vinnubrögðin á Alþingi yrðu að batna. Verkefnið væri að auka traust fólks til þingsins en það hefur verið í sögulegu lágmarki undanfarin ár og því sögðu flestir frambjóð- endur það forgangsverkefni að auka þver- pólitískt samstarf um brýnustu verkefni þjóð- arinnar. Einhverjir eru auðvitað áfram þeirrar skoð- unar að slík vinnubrögð í stjórnmálum geri lítið annað en bæta ásýnd en muni síður skila sér í raunverulegum árangri. Meiri friður, minni átök og aukið samstarf á milli ólíkra stjórnmálaflokka sé einfaldlega of fjarri pólitískum áherslum og hefðum til að ganga upp. Fyrir okkur sem erum annarrar skoðunar var skýrsla um stjórnsýslu Reykjavíkur, sem birt var í vikunni, því sérstakt ánægjuefni. Þar er fyrrverandi borgarstjórn hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þá þverpólitísku samstöðu sem náðist og leiddi til þess að ,,borgaryfirvöld brugðust við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008“ og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni. Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætl- anagerð Reykjavíkurborgar á síðasta kjör- tímabili en þá fór borgarstjórn nýjar leiðir sem skiluðu hagræðingu í borgarkerfinu um 2,3 milljarða. Þá tóku allir borgarfulltrúar, starfs- menn borgarinnar og íbúar þátt í hagræðing- unni en sú vinna hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana sem fyrirmynd að því hvernig hægt er að vinna vel úr opinberu fjármagni á erfiðum tímum. Núverandi meirihluti í Reykja- vík valdi því miður aðrar leiðir, sem síðan hafa bitnað harkalega á íbúum borgarinnar í formi hærri skatta og gjalda, þjónustuskerðingar og óþarfa átaka um grunnþjónustu. Tækifærið til að gera vel og standa við gefin loforð um ný vinnubrögð blasir við nýju þingi. Ég vona að okkur lánist að nýta það tækifæri í þágu breytinga, aukins lýðræðis og betri lausna. Áherslan á ný vinnubrögð mun skila sér í raun- verulegum árangri – til hagsbóta fyrir almenn- ing. Loforðið sem allir gáfu * Eitt loforð gáfu allirflokkir. Það er fyrirheitiðum ný, breytt og betri stjórnmál. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Á Facebook ætlar allt um koll að keyra yfir leiknum Candy Crush. Fólki líkar þó mis- vel þegar face- bookvinir senda boð um þátttöku í leiknum. „Fékk vinalegt boð frá fésbókarvini sem ég hef lítil sam- skipti við um að spila einhvern leik hér á síðunni. Ég þáði boðið og sé ekki eftir því, þetta reyndist vera stórskemmtilegur leikur. – Sagði enginn, aldrei,“ skrifar Jó- hannes Haukur Jóhannesson leikari á síðu sinni. Felix Bergs- son verður sem kunnugt er euro- visionþulurinn í ár. Á Facebook segist hann ætla að leyfa vinum sínum að fylgjast með því hvernig aðrir keppendur koma honum fyrir sjónir. Dæmin eru þegar farin að streyma inn: „Fylgist með Króatíu (sem óneit- anlega hefur meiri áhrif á mig en Austurríki). Sumir halda því fram að búningarnir séu úr uppsetn- ingu á Vesalingunum.“ Áslaug María Friðriksdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir frá því í vik- unni á facebook- síðu sinni að borgarstjóri Reykja- víkur komi oftar en ekki á óvart í ræðupúlti. „Borgarstjórinn Jón Gnarr á stundum alveg einstakar ræður, hann útskýrir nú af hverju tómatur er grænmeti en ekki ávöxtur í umræðum um skýrslu úttektarnefndar … ég er reyndar alveg búin að gleyma hvernig það kom málinu við.“ Karen Kjart- ansdóttir, fréttamaður á Stöð 2, segir frá því hvernig sam- starfskona hennar á fréttastofunni, Edda Andr- ésdóttir, lýsir útliti hennar. „Að loknum vinnudegi, eldamennsku, þrifum og öðrum hversdags- störfum þykir mér við hæfi að greina fólki frá því að Edda Andr- ésdóttir sagði mig, enn og aftur, eins og póetíska álfkonu þegar ég hitti hana í dag. Ég endurtek, Edda Andrésdóttir segir mig eins og póetíska álfkonu. Hafðu það hversdagsleiki!“ AF NETINU Eyþór Ingi Gunnlaugsson býr sig undir stóru stundina í Malmö Arena þar sem hann flytur framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva; Ég á líf. Eurovision-hópurinn flaug út á þriðjudag en Eyþóri til halds og trausts úti er einnig sambýliskona hans, Soffía Ósk Guðmunds- dóttir. Jónatan Garðarsson, fararstjóri hópsins, segir stemninguna í hópnum sérstaklega létta og skemmtilega og hlegið sé út í eitt. Allir í hópnum þekkist vel og hafi spilað lengi saman. Lykilatriðið sé að taka þetta ekki of alvarlega heldur leyfa léttleikanum að vera við völd. Eina breytingin á at- riðinu frá því sem Íslendingar sáu hér heima er að bakraddir eru fjórar og þá verður örlítil breyting á lýsingu sem og nokkrum öðrum smáatriðum. Jónatan er þaulvanur í að stýra Eurovison-hópum og hefur fylgt ís- lensku keppendunum í yfir tíu skipti út og segir þetta alltaf jafngaman. Í gær, laugardag, var stór æfing í sænsku höllinni en um kvöldið komu Eyþór Ingi og félagar fram í norrænu boði á einum stærsta skemmtistað borgarinnar. Þar komu allir flytjendur Norðurlanda fram en áheyrendur voru flytjendur annarra landa í keppninni sem og blaðamenn. Í dag mun hópurinn hvílast til klukkan sex en þá er Eurovision formlega sett með opnunarveislu í óperuhúsi Malmö. Eyþór Ingi og félagar á fyrstu æfingu framlags Íslendinga, Ég á líf, í Malmö Hallen á fimmtudag. Ljósmynd/Jónatan Garðarsson Kærastan Eyþóri til halds og trausts Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.