Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 38
og ein þeirra, Kenzas, er í miklu uppá-
haldi hjá mér.
Áttu þér einhvern
uppáhaldsfatahönnuð?
Nei ég spái lítið í hönnunarvörur og er alæta á föt,
klæðist bara því sem mér finnst flott hverju sinni.
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann,
hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa?
Fyrsta sem kemur í hugann er Rolex-úr; falleg
hönnun, gott notagildi, heldur verðgildi sínu og er
góð fjárfesting.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt
þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til
að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert fær-
irðu?
Myndi fara til Parísar þar sem það er ein af mín-
um uppáhaldsborgum þegar kemur að tísku. Ég
myndi vilja fara til ársins 1980 til að upplifa 80’s-
tískuna.
Hver hafa verið bestu
kaupin þín fatakyns?
Ég get ekki sagt að ég sé mikið merkjafrík
en ég var eitt sinn á göngu á Rodeo Drive
í LA og rakst þar á ekta kanínupels í
BEBE sem ég heillaðist mjög af. Þrátt
fyrir sól og hita hugsaði ég til Íslands
og hversu vel hann kæmi sér í kuld-
anum hér og hann hefur svo sann-
arlega gert það. Án efa besta flík sem
ég á þegar kalt er úti.
En þau verstu?
Hérna áður fyrr gerði ég oft slæm fata-
kaup af fljótfærni og héngu fötin oft heilu og
hálfu mánuðina ennþá með miðanum á inni í
skáp. Það sem stendur upp úr eru snjóþvegnar
bláar og hvítar skýjabuxur og gulur og bleikur
Henson-galli, veit ekki hvað var að frétta með
þessi kaup.
Hvar kaupir þú helst föt?
Frá því ég fór sjálf í fatarekstur klæðist
ég eingöngu fötum úr búðinni minni,
Júník.
Hver er flottasta búð sem þú hefur
komið í?
Það er fátt sem slær út HM í Caesar’s
Palace í Vegas.
Manstu eftir einhverjum
tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Það mun líklegast vera þegar neon-
netabolirnir voru í tísku og neon-
svitaböndin í stíl, það situr ennþá í mér
hvað maður var hallærislegur haha!
Hvað hefurðu helst í
huga þegar þú velur föt?
Það sem skiptir mig mestu máli er snið,
efni, þægindi, útlit og verð. Ég spái líka
mikið í notagildið.
Litadýrð eða svart/hvítt?
Ég kýs auðvitað frekar litadýrðina og
hvíta litinn yfir sumarið en jarðliti og
meira svart yfir vetrarmánuðina.
Hefurðu augastað á einhverju
fallegu fyrir sumarið?
Já, er búin að vera mikið að skoða það
að fá mér nýjan bíl fyrir sumarið.
Hvaða þekkta andlit
finnst þér með flottan stíl?
Ég fylgist mikið með tískubloggurum
SARA LIND Í JÚNÍK
Keypti
kanínupels
í hitanum
í LA
SARA LIND PÁLSDÓTTIR, VERSLUNAREIGANDI JÚNÍK Í
SMÁRALIND, VEKUR ALLS STAÐAR EFTIRTEKT FYRIR FAL-
LEGAN STÍL. ÞESSA DAGANA EYÐIR HÚN HVAÐ MESTUM
TÍMA OG ORKU Í BÚÐINNI OG ER MIKIÐ Á FERÐALÖGUM
ERLENDIS VEGNA INNKAUPA.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Kanínupels-
inn fyrir kuld-
ann á Íslandi
var keyptur í
Los Angeles.
Sara Lind Páls-
dóttir, verslunar-
eigandi Júník.
H&M í Las Vegas.
Flottasta búð sem
Sara hefur komið í.
Rólex-
úrin eru
tímalaus
snilld.
*Föt og fylgihlutir Neonlitir koma sterkir inn í vor og sumar á knattspyrnuvellinum sem og annars staðar »40