Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 BÓK VIKUNNAR Eldhafið yfir okkur er nýtt smásagna- safn eftir verðlaunaskáldið Dag Hjartarson. Bókin kemur aðeins út sem rafbók. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is J.D. Salinger, höfundur Bjargvættarinsí grasinu, lést árið 2010. Sama ár komút ævisaga hans eftir Kenneth Sla- wenski sem komst á metsölulista, enda áhugi manna á Salinger óþrjótandi. Í fyrra kom þessi ævisaga svo út í kilju, prýdd afar lofsamlegum dómum gagn- rýnenda stórblaða. Þetta er upplýsandi ævisaga, skrifuð af elskusemi og djúpri virðingu fyrir rithöfundinum. Það getur verið ákaflega þreytandi að lesa ævisögur þar sem höfundurinn er stöðugt að reyna að bregða fæti fyrir viðfangsefni sitt og gerir mannlega breyskleika að hneyksl- anlegum uppslætti. Slawenski er sann- gjarn ævisagnaritari og hefur nauðsyn- legan skilning á þeirri djúpu þörf Salingers að fá að lifa lífi sínu í friði. Í bókinni er varpað skýru ljósi á þau áhrif sem það hafði á Salinger að vera ungur hermaður í seinni heimsstyrj- öldinni og Slaw- enski gerir sömu- leiðis grein fyrir djúpri trúarleit þessa dáða rithöf- undar. Það er óhætt að mæla með þessari ævisögu sem nefn- ist einfaldlega J.D. Salinger – A Life. Oftar en einu sinni nefnir Slawenski í ævisögu sinni orð Hauldens Caulfields í Bjargvættinum í grasinu: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður óska þess að höfund- urinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi. Svoleiðis lagað skeður nú samt ekki alltof oft.“ Þetta gerðist einmitt hjá þeim fjöl- mörgu sem lásu Bjargvættinn í grasinu. Þeir vildu ná sambandi við höfundinn sem kærði sig sannarlega ekki um að hringt væri í hann hvenær sem væri. Ævisagan um Salinger er að stórum hluta til saga af manni sem vildi fá að vera í friði til að sinna vinnu sinni en var áratugum saman á flótta undan for- vitnum aðdáendum sínum og ósvífnu og stundum samviskulausu fjölmiðlafólki sem fannst nánast óskiljanlegt að rithöf- undurinn kysi að vera í næði í sveitahúsi sínu þegar hann gæti verið í kvöldverði með Kennedy forseta í Hvíta húsinu. Salinger kaus einveruna. Þar leið honum best. Orðanna hljóðan Í SJÁLF- SKIPAÐRI EINVERU Bjargvætturinn og smásagnasafn. Ævisaga um ein- rænan rithöfund. Hinir réttlátu er ný spennusaga eftirSólveigu Pálsdóttur sem í fyrrasendi frá sér Leikarann sem fékk góðar viðtökur. Í Hinum réttlátu finnst at- hafnamaður myrtur og sama dag verður sprenging í hvalveiðiskipi og hópur ung- menna stendur fyrir mótmælum við veitinga- hús sem hafa hvalkjöt á matseðlinum. Sólveig, sem er með BA-gráðu í bók- menntum auk þess að vera leikari og kenn- ari, skrifaði fyrstu bók sína, Leikarann, með- fram fullu starfi en tók sér leyfi frá kennslu til að skrifa Hina réttlátu. „Ég var í tvö og hálft ár að vinna Leikarann með fullu starfi,“ segir hún. „Það var í fyrsta sinn sem ég skrifaði skáldskap og ég þurfti að fara nokkra hringi með bókina. Það að skrifa bók er mikið verk og ég vissi að ég myndi ekki skrifa aðra bók ef ég fengi ekki til þess næði. Þannig að ég fékk launalaust leyfi í haust og gat þess vegna skrifað bók sem kemur út núna tæpu ári eftir útgáfu Leikarans.“ Heldurðu að þú eigir eftir að verða spennusagnahöfundur sem sendir frá sér eina bók ári eins og er mjög algengt í þessum geira? „Ég sagði nýlega upp vinnu minni þannig að nú taka ritstörfin alfarið við. Ég hef mikla unun af skriftunum en þótt ég sé afar vinnu- söm og hafi ekki enn fundið fyrir hug- myndaþurrð myndi ég aldrei senda frá mér bók án þess að finna í hjartanu að hún væri tilbúin. Ég held að það sé mjög vont að skrifa undir mikilli tímapressu. Öðruvísi get ég ekki svarað þessu. Svo gæti líka farið að ég reyndi mig við fleiri tegundir skrifta þó að spennusagan eigi hug minn þessa stundina.“ Hinir réttlátu er önnur bók þín. Hvað lærðirðu af því að skrifa bók númer eitt? „Ég lærði óskaplega mikið. Í fyrstu bók- inni þurfti ég dálítið að þreifa mig áfram en í bók númer tvö var leiðin greiðari og þjálfunin gerði það að verkum að ég átti auðveldara með að halda öllum þráðum saman frá byrj- un. Þegar ég var að skrifa Leikarann vissi ég nokkurn veginn innra með mér hvað tæki við í lífi aðalpersónanna eftir að þeirri sögu lyki og það var skemmtileg glíma að flétta þeirri vitneskju inn í nýja atburðarás. Ég skrifaði Hina réttlátu eins og Leikarann að því leyti að ég skrifa kaflana að mestu í réttri röð og sé atburði fyrir mér og leyfi mér að hlusta á hugann. Ég hef gríðarlega gaman af að skapa persónur og kafa ofan í sálarlíf þeirra. Ég er bæði leikari og kennari og saga fólks og lífs- hlaup þess hefur alltaf vakið áhuga minn. Það eru forréttindi að geta lifað tvískiptu lífi. Ég sit inni í herbergi við tölvuna mína og þá er alltaf eitthvað æsispennandi og skemmtilegt að gerast í kollinum á mér. Svo stend ég upp, slekk á tölvunni og fer inn í hversdagslífið. Þetta tvöfalda líf gefur mér mjög mikið. Allavega heldur það blóðinu á hreyfingu.“ Aðgerðir minnihlutahópa sem fylgja ákveð- inni hugmyndafræði koma mjög við sögu í þessari bók. Er þetta pólitísk bók? „Ég treysti lesandanum til að draga sínar eigin ályktanir. Ég þoli mjög illa þegar fólk er óumbeðið að klína pólitískum skoðunum sínum upp á aðra. Við sjáum að í litlu sam- félagi eins og okkar leyfir fólk sér að ausa svívirðingum yfir þá sem hafa ekki sömu skoðun og það sjálft. Það væri óskandi að við myndum færa umræðuna upp á hærra plan, svo maður vitni í stórskáldið. Hinir réttlátu fjallar um fólk sem fer inn á hættulegar brautir vegna trúar á ákveðna hugmynda- fræði. Ætli það megi ekki segja að hinir rétt- látu í þessari bók séu þeir sem telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og taka sér það rými að valta yfir fólk í þágu hugmyndafræði eða lífs- gilda. Hinir réttlátu geta verið skelfilega hættulegir, eins og sagan sýnir okkur.“ SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR HEFUR GRÍÐARLEGA GAMAN AF AÐ SKAPA PERSÓNUR Tvöfalt líf Sólveigar Það eru forréttindi að geta lifað tvískiptu lífi, segir Sólveig. Ég sit inni í herbergi við tölvuna mína og þá er alltaf eitthvað æsispennandi og skemmtilegt að gerast í kollinum á mér. Morgunblaðið/RAX Í NÝRRI SPENNUSÖGU ER UMFJÖLLUNAREFNIÐ FÓLK SEM FER INN Á HÆTTULEGAR BRAUTIR VEGNA TRÚAR Á ÁKVEÐNA HUGMYNDAFRÆÐI. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ekki verkum Vladimirs Nabokovs fyrr en ég var skriðinn vel yfir þrítugt. Gæfu segi ég því að mig grunar að það sé ekki endilega hollt kornungum höfundum á tímaskeiði næmustu mótunar að sökkva sér ofan í kænskuverk Rússans slynga. Sumir höfundar geta varpað háskalegum skuggum. En þó að Nabokov sé ef til vill ekki æskilegur áhrifavaldur er hann feiknarskemmtilegur höfundur. Stíllinn hnífskarpur, gálgahúmorinn kraumandi, ljóðrænan meitluð, myndvísin afbragð og vald hans á persónusköpun og uppbyggingu margslunginna verkanna gríðarlegt. Stíllinn opinberar vel ánægju hans af snjöllum orða- leikjum og tvíræðri hnyttni – og þegar maður hugs- ar til þess að Nabokov skrifaði viðamestu verk sín á ensku en ekki móðurmálinu er útilokað annað en að dást að meistaratökum hans á tungumálinu. Allt kristallast þetta í metafýsíska meistaraverkinu Pale Fire (1962), sem er trúlega kirsuberið á lífsverki Nabokovs. Þar greinir austurevrópskur fræðimaður, dr. Kinbote að nafni, handrit ljóðabókar eftir virtan bandarískan höfund, nýlátinn. Ekki aðeins reynist ljóðrýni þessi öll hin sérstæðasta, þar sem frásögn af valdaráni í tilbúnu landi og flótta hins hýra konungs þess undan valdaræningjum og launmorðingjum þeirra situr brátt í fyrirrúmi, heldur afhjúpast brátt að Kinbote þessi er afskaplega viðsjárverður sögumaður, hand- ritið þjófstolið og fátt eins og sýnist í upphafi. Ljóðið sem Kinbote greinir er síðan kapítuli út af fyrir sig og endurspeglar vel hversu djúprist skáldagáfa Nabokovs var og margþætt. Hann var klækjaref- ur sem allir ættu að kynnast. Í UPPÁHALDI SINDRI FREYSSON RITHÖFUNDUR Sindri Freysson rithöfundur hefur sérstakt dálæti á verkum Vladimirs Nabokovs og segir Pale Fire vera meistarastykki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vladimir Nabokov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.