Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 14
E rla Þórarinsdóttir mynd- listarkona á verk á samsýningunni Tilraun til að beisla ljósið í Hafnarborg en síðustu sýningardagar eru nú um helgina. Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á áhrif andlegra fræða á myndlist. „Mér finnst afskaplega eðlilegt að hafa áhuga á andlegum málum,“ segir Erla. „Ég ólst að hluta til upp í Svíþjóð þar sem lífið er mjög efnislegt og fólk talar ekki eins mikið um andleg mál og við gerum í hversdagslífinu á Íslandi þar sem fólk segir hvert öðru frá draumum sínum og ræðir mjög op- inskátt um andleg mál.“ Tengist áhugi þinn á andlegum málum á einhvern hátt trúmálum? „Ég lærði að lesa í Landakots- skóla og ég held að dvölin þar hafi dálítið bólusett mig fyrir Kristi á krossinum. Ég fermdist ekki, það var ekki vegna andúðar á kristinni trú, ég sá bara ekki tilgang í ferm- ingunni. Ég held að ég sé mjög trúuð en kristnin hefur ekki höfð- að til mín. Ég trúi miklu frekar á sköpunarverkið og hið stóra sam- hengi og hef þörf fyrir að skilja það.“ Þú trúir því að við séum fyrst og fremst andlegar verur? „Auðvitað erum við sem mann- eskjur líka í efninu en við þróumst og þroskumst andlega.“ Heldurðu að það sé líf eftir dauðann? „Ég sé engin rök fyrir því að með dauðanum sé öllu lokið.“ Víkjum að listastarfinu. Varstu strax sem barn heilluð af listum? „Ég ólst upp við það að fólk í kringum mig var alltaf að gera eitthvað í höndunum. Mamma, Guðrún Katrín, var mikil handa- vinnukona og mamma hennar, amma Guðrún, var óskaplega flink, heklaði, prjónaði og batt inn bæk- ur. Hún nýtti allt og gerði eitthvað úr öllu. Föðursystur mömmu saumuðu út, hekluðu og tálguðu. Ég lærði mjög snemma að vera alltaf að. Pabbi var héraðslæknir á Hvammstanga í þrjú ár og þar ólst ég upp frá átta til tíu ára aldri. Þar bjuggum við börnin við mikið frelsi og við vorum alltaf að búa eitthvað til, klipptum út dúkkulísur og bjuggum til alls kyns leikföng því það var ekkert til af dóti í kaupfélaginu. Kannski var ég dundari að upplagi og hafði þörf fyrir að sjá eitthvað verða til. Ég vissi ekkert um fagrar listir og sá enga fyrirmynd í listakonum því þær voru svo fáar.“ Þú sagðir í upphafi að þú hefðir að hluta til alist upp í Svíþjóð, segðu mér frá því. „Ég var tíu ára þegar við fjöl- skyldan fluttum til útlanda. Pabbi fór í framhaldsnám og við vorum eitt og hálft ár í Danmörku og fór- um svo til Gautaborgar. Ég var eitt ár í menntaskóla á Íslandi en fór aftur til Svíþjóðar og fór í listaháskóla þar sem ég lærði hönnun og myndlist. Þar fann ég fyrirmyndir í rússnesku bylting- arlistakonunum sem unnu bæði í myndlist og hönnun og töldu að listin væri fyrir alla. Föt á verka- manninn ættu að vera falleg af því hversdagslífið á að vera fallegt og fjöldaframleiða ætti stóla til að hinn vinnandi maður gæti hvílst í fallegum stól. Ég heillaðist mjög af þessum kenningum. Ég varð líka fyrir frönskum áhrifum því ég fór árlega til Parísar á vorin, þar var ódýrt að vera. Ég gekk um og fór á söfn og kynntist frönskum straumum og stefnum í listaheim- inum. Þegar ég útskrifaðist svo úr listaháskólanum árið 1981 var pönkið að heilla mína kynslóð og það var mikill sprengikraftur í gangi. Ég fór strax að sýna verk mín í Stokkhólmi og fór síðan til New York. Ég var kannski á viss- an hátt á undan sjálfri mér, það var mikill hraði á mér. Þegar ég svo kom aftur til Íslands var ég í lausu lofti og þurfti að feta mig áfram á listabrautinni og líka hægja aðeins á.“ Andleg söfn Ég veit að þú hefur farið til Ind- lands nokkrum sinnum. Ertu heill- uð af fjarlægum löndum? „Kína heillaði mig áður en ég kynntist Indlandi. Árið 2005 fór ég fyrst til Kína og var í fjóra mánuði og eftir það hef ég komið þangað þrisvar. Ég var í Xiamen í Suður- Kína þar sem raki er mikill og því ekki gott að mála eins og ég geri, en þar er mikil þekking á stein- vinnu og ég fór að gera skúlptúra, en málverkin mín eru eins konar tvívídd þrívídd. Þegar ég byrjaði á því sá ég endalausa möguleika og mig langaði að halda áfram þeirri vinnu svo ég fór aftur til Kína, leigði þar íbúð ásamt þremur öðr- um listamönnum íslenskum og am- erískum, og við skiptumst á að vera þar. Þegar hrunið varð gátum við ekki borgað leiguna því ekki var hægt að koma peningum til Kína. En þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ég kynntist Indlandi. Ég hef stundað jóga í fimmtán ár. Fyrir nokkrum árum kom ind- verskur jógameistari í heimsókn til Íslands. Hann bauð mér að koma í heimsókn til sín á Indlandi svo ég fór þangað til að hitta hann og skoða mig um. Ég hef farið þang- að þrisvar. Indland er ævintýri, þar er eins og eitthvað guðlegt gangi á jörðinni, fólk talar um guðlegan mátt og lifir og hrærist í honum. Ég lærði margt um mennskuna. Sú skynjun varð stöð- ugt dýpri og fallegri því lengur sem ég var þar. Það eru engin takmörk fyrir fegurð á Indlandi og margt sem gleður augað. Indverjar búa að sterkri hefð og mikilli sögu og ef maður ætlar sér að reyna að lesa heiminn þá er á Indlandi endalaust hægt að taka við, bæta við sig og læra. Það eina sem mað- ur þarf að gera er að vera opinn fyrir því að skynja. Alls staðar eru hof sem fólk streymir í og þau eru andleg söfn. Í hvert sinn sem mað- ur fer þar inn dýpkar skilningur manns á lífinu.“ Breyttust viðhorf þín til Íslands við það að vera í Kína og á Indlandi? „Það var skrýtið að koma aftur heim frá Kína árið 2005. Hér var svo mikill æsingur og fólk bjó ekki yfir þeirri ró sem einkennir Kín- verja svo mjög. Hér var manískt lið í brussugangi keyrandi á risa- stórum bílum. Og hvert sem mað- ur horfði snerust byggingakran- arnir. Ég tók mikið af ljósmyndum á þessum tíma og það hjálpaði mér til að átta mig á ástandinu. Á þessum myndum sést að hér var mikið brjálæði í gangi. Það kom mér á óvart að fá menningarsjokk við að koma aftur til Íslands og ég þráði að komast aftur út. Ég spurði mig hvort ég ætti heima hérna, hvort ég ætti ekki allt eins Erla Þórarinsdóttir: „Núna finnst mér ástandið hér á Íslandi mun eðlilegra og ég finn fyrir bjartsýni í loftinu.“ Trúi á sköpunar- verkið ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDLISTARKONA RÆÐIR UM ANDLEGA LEIT, DVÖL Í FJARLÆGUM LÖNDUM, SORGINA OG HEILUNINA SEM FELST Í VINNUNNI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Þessi mikli missir hafði líka áhrif á myndlist mína og ég fórað gera verk þar sem ég lagði áherslu á tímann og ljósið. Ég varð að gera ljóshylki fyrir fólkið mitt. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.