Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 45
unar á ástkæru meginlandinu sínu, þar sem allt var til alls og allir áttu sinn möguleika á að eignast hlut- deild í ameríska draumnum. Sá var mun líkari hinum íslenska frá 2007, (en þó hófsamlegri) um að grætt skyldi fyrri partinn, svindlað síðdegis og svo glaðst yfir grillinu og opnu 100 þúsund króna rauðvínsflösk- unni í framhaldinu. En þrátt fyrir að kalda stríðið sé nú orðið hæfilega volgt bendir margt til þess að lífsbaráttan hafi ekki verið afnumin né heldur baráttan fyrir lífsskoðun og þeim gildum sem meðal annars voru nefnd í sígildri ræðu í fjallshlíð. Og enn má takast á um hvar þunga- miðjan er á réttlætisreislunni. Meira að segja á því skeri sem Jörundur danski helgaði sér með hálfri skipshöfn á árum Napóleons og Núbó með köttinn vildi endurtaka áður en Jóhanna hélt til sinnar St. Helenu, eru enn efni til að berjast fyrir skynsamlegri tilveru. Nú standa til dæmis yfir umræður um hvern- ig menn muni ætla að leysa „skuldamál heimilanna“. Þar er þó ekki einungis átt við skuldamál elliheim- ilanna, eins og þeir hjá Eir hafa kannski verið að vona. Það virðist átt við heimilin, þar sem menn leggja sig, eins og þau leggja sig. Ekki áhættulaust að vekja ljónin Þegar Japan lét sprengjum rigna yfir Pearl Harbour 1941, svo helst minnti á Íslendinga um áramót og Adolf Hitler sagði Bandaríkjunum stríð á hendur í til- efni þess, var sagt að Winston Churchill hefði muldr- að í barm sinn að aldrei hefðu önnur eins óhófslæti verið notuð til þess að vekja eitt sofandi ljón. Enda gerði það ljónið meira en að öskra og öll óvissa um úr- slit stríðsins varð þar með úr sögunni nema sú ein, sem laut að nákvæmri tímasetningu á uppgjöf Japans og Þýskalands. En það sofa fleiri en ljón. Hvergi er meira sofið en einmitt á heimilum. Og þegar óréttlæt- inu er sagt stríð á hendur og allir sameinast um að leysa úr „skuldamálum heimilanna“ þá gerist það sem Oddgeir Kristjánsson lýsti í upphafi fyrsta er- indisins í kvæðinu góða sem Árni í Eyjum samdi lagið við: „Bjartar vonir vakna...“ Og það er auðvitað bæði gott og gleðiríkt að verða vitni að því þegar bjartar vonir vakna og stírurnar eru nuddaðar úr svefn- drukknum augunum. En sú gleðistund er einungis blábyrjunin. Nauð- synlegt er að ljúka sem fyrst við verkið sem vænting- arnar skóp. Það má öllum vera ljóst að sá vandi sem á að leysa er skilmálum bundinn. Það dugir ekki ein- vörðungu að „heimili“, eins og það heitir, hafi hleypt sér í skuldir. Slíkt hefur gerst á öllum tímum, hvernig sem árar efnahagslega hér heima eða hvernig sem „viðskiptakjör“ þjóðarinnar hafa verið það og það sinnið. Í því tilviki sem hér er til umræðu er vísað til falls bankanna og að stökkbreytingar hafi orðið á vísitölum sem þeyttu skuldum þeirra, sem lán tóku í góðri trú, upp í rjáfur eða í gegnum það. Kaupið hafi á hinn bóginn fengið sig hvergi hreyft. Vandinn er m.a. sá, að neysluvísitölur hafa áður sveiflast til og jafnvel meira en nú gerðist án þess að úr hafi verið bætt. En svo er hitt, að fyrir mikla mis- kunn sína hefur gyðja laganna rétt af tilteknar stökk- breytingar hjá fólki sem vísvitandi ákvað að tengja skuldbindingar sínar við erlendar myntir, þótt tekjur þess væru innlendar. Nú þarf að vanda sig Þessi staða þrýstir á að eitthvað verði gert fyrir hóp- inn sem sat eftir með sárt ennið. Og það virðist góð sátt um að „eitthvað“ verði að gera fyrir hann. En „eitthvað“ er ekki ljósasta hugtak málsins. Og víst er, að takist efndirnar á dálítið óræðum lof- orðum, en sverum, ekki nægjanlega vel, gæti fyrsta hending annars erindisins í góðkvæði Oddgeirs orðið hljómmeira en hollt er: 1) „Bjartar vonir vakna..“ 2) „Í æðum ólgar blóð..“ Vongleðin og vonsvikin prýða hvor sína hlið pen- ingsins og því mikilfenglegri sem hin fyrri var, því dekkri kann hin að verða. Það dettur engum annað í hug en að mönnum gangi gott eitt til þessa dagana og einnig vikurnar sem fóru á undan. Það stendur örugglega ekki annað til en að gera gott og beina þeim fjármunum, sem með sæmi- legri sanngirni geta fengist frá þeim sem lélegt tilkall eiga til þeirra, að þeim blettum þjóðarlíkamans sem aumastir eru um þessar mundir. En það verður að vanda sig. Hin endanlega ákvörðun þarf að liggja fyrir innan fárra mánaða. Hún verður að vera mjög skýr, sann- gjörn, skiljanleg og trúverðug. Hún þarf að verða svo skýr, sanngjörn, skiljanleg og trúverðug að líka þeir, sem út undan verða, geti unað sæmilega við hana, þrátt fyrir sín vonbrigði. Morgunblaðið/Ómar 12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.