Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 HEIMURINN BANGLADESS DHAKA Kona fannst á lífi á föstudag í rústum verksmiðju- hússins, sem hrundi sautján dögum fyrr. Konan, sem heitir Reshma, var með meðvitund og náði að kalla til björgunarmanna. Nú er talið að yfir þúsund manns hafi látið lífið þegar byggingin hrundi. DANMÖRK FARUM Nýfætt stúlkubarn fannst undir runna á víðavangi í bænum Farum á Sjálandi. Barnið, sem hafði verið sett í plastpoka, var flutt á sjúkrahús og heilsast vel. Móðir barnsins hefur ekki fundist en fjölmargar fjölskyldur hafa boðist til þess að taka barnið í fóstur. BANDARÍKIN CLEVELAND Þrjár konur voru frelsaðar í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum en þær höfðu verið í haldi manns í áratug. Mannræninginn, Ariel Castro, var handtekinn en hann beitti konurnar skefjalausu ofbeldi. Saksóknarar segja að krafist verði dauðarefsingar yfir Castro. NOREGUR ÞRÁNDHEIMUR Tveir létu lífið þegar brú í byggingu hrundi. Verið var að leggja steypu í brúargólfið þegar stoðir undir brúnni gáfu sig. Níu voru fluttir á sjúkrahús. Framkvæmd- um við tíu brýr, sem eru í byggingu í Noregi, hefur verið frestað þar til ljóst er hvers vegna brúin í Þrándheimi hrundi. Nokkur mannfjöldi var fyrir utan dómsalinn í München þegar réttarhöldin hófust á mánudag yfir Beate Zschäpe. Þar á meðal var Semiya Sim- sek. Faðir hennar, Enver, var fyrsta fórnarlamb nýnasist- anna árið 2000. Hann var af tyrkneskum uppruna og var að störfum í söluskála fyrir Döner Kebab-samlokur eins og þau fórnarlömb sem fylgdu í kjölfarið. Lögreglan var á algerum villigötum. Grunur beindist að al- þjóðlegum glæpagengj- um, eiturlyfjahringjum og jafnvel ættingjum fórnarlambanna, en ekki að öfgamönnum úr röðum nýnas- ista, þrátt fyrir vísbendingar. Réttarhöld hófust í Þýskalandiá mánudag yfir BeateZschäpe, sem sökuð er um aðild að tíu morðum, einni tilraun til morðs, tveimur sprengju- tilræðum og 15 vopnuðum ránum. Fórnarlömbin voru innflytjendur, átta af tyrkneskum uppruna, einn af grískum og ein lögreglukona. Í 13 ár fór Zschäpe huldu höfði ásamt tveimur öðrum nýnasistum. Málið olli miklu uppnámi í Þýska- landi. Yfirvöld þykja hafa brugðist illa og vekur furðu að lögregla skyldi aldrei komast á slóð þre- menninganna. Tímaritið Die Zeit kallar málaferlin þýðingarmestu réttarhöld þýskrar sögu. 8. nóvember 2011 gekk Zschäpe inn á lögreglustöð í bænum Zwic- kau í austurhluta Þýskalands og gaf sig fram með orðunum: „Þið eruð að leita að mér.“ Zschäpe hefur upp frá því ekkert látið uppi um þann tíma, sem hryðjuverkin stóðu yfir. „Allir í Þýskalandi þekkja nafnið hennar,“ sagði í blaðinu Die Welt, „en enginn veit hver hún er.“ Ýmislegt er þó vitað. Zschäpe stofnaði nýnasistaselluna NSU ( Nation- alsozialistische Untergrund) ásamt samverkamönnum sínum, Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt. Þeir fundust látnir fjórum dögum áður en hún gaf sig fram og höfðu greinilega stytt sér aldur eftir mis- heppnað bankarán. Að sögn lögreglunnar voru þau í ástarsambandi, framfleyttu sér með því að ræna banka og leituðu uppi fórnarlömb úr röðum innflytjenda. Zschäpe leigði íbúð í Zwickau ásamt Mundlos og Böhnhardt. Ná- grannar segja að hún hafi verið „viðkvæm sál“ sem aldrei lét póli- tískar öfgar í ljós. „Hún var nokk- urs konar stóra systir og var með stórt hjarta,“ sagði ónefnedur ná- granni í sjónvarpsviðtali. Ástarþríhyrningur Ákæruvaldið segir að hún hafi sennilega aldrei tekið í gikkinn, en ráðið ferðinni í NSU og notað til þess tilfinningaböndin, sem hún tengdist Mundlos og Böhnhardt. Samkvæmt fréttum féll hún fyrst fyrir Mundlos, síðan Böhnhardt. Böhnhardt var sagður óútreikn- anlegur með veikleika fyrir vopn- um. Fimm manns eru ákærðir fyrir að hafa aðstoðað þre- menningana. Einn þeirra sagði lögreglu að Zschäpe hefði verið „eins og eig- inkona, en tveggja manna“. Zschäpe, sem gekk undir að minnsta kosti níu nöfnum, sá um elda- mennskuna og tvo ketti, sem voru á heimilinu, Lilly og Heidi. 4. nóvember sprengdi hún íbúðina í Zwickau í loft upp, líkast til í því skyni að eyða sönnunar- gögnum eftir að samverkamenn hennar voru allir. Kettina hafði hún skilið eftir hjá nágranna. Zschäpe fæddist 2. janúar 1975 í borginni Jena í Austur-Þýskalandi, sem þá var. Móðir hennar, Anne- rose Apel, mun ekki hafa vitað að hún væri barnshafandi. Talið er að faðir hennar sé Rúmeni, en hann gekkst ekki við henni. Fyrstu þrjú æviárin skipti Zschäpe þrisvar um eftirnafn. Loks tók hún eftirnafn annars eiginmanns móður sinnar. Hún var 14 ára þegar Berlínar- múrinn féll 1989. Við það varð mikil upplausn þar sem hún bjó í Austur- Þýskalandi og myndaðist frjór jarð- vegur fyrir öfgahreyfingar nýnas- ista sem hún fór ekki varhluta af. Þegar farið var að rýna í rann- sókn morðanna og annarra glæpa, sem þremenningarnir frömdu, kom í ljós að lögreglan og leyniþjón- ustan í Þýskalandi höfðu gert fjölda mistaka og yfirsjóna. Yfirmaður leyniþjónustunnar sagði af sér þeg- ar í ljós kom að skjölum, sem vörð- uðu málið, hafði verið eytt. Návígi vekur spurningar Einnig kom í ljós að milli hinna ýmsu arma leyniþjónustunnar og hægri öfgahreyfinga er net sam- skipta þar sem ríkið var með út- sendara og greiddi fyrir upplýs- ingar. Þetta hefur vakið spurningar um meðvirkni yfirvalda með hægri öfgahreyfingum og þau hafi jafnvel verið í vitorði með þeim. Angela Merkel kanslari sagði að málið væri „smán“ fyrir Þýskaland og baðst afsökunar á því að grunur hefði beinst að ættingjum fórn- arlambanna, sem hún sagði að væri „sérstaklega sársaukafullt“. Á fyrsta degi var réttarhöldunum frestað til 14. maí. Búist er við að þau standi fram á næsta ár. Þið eruð að leita að mér BEATE ZSCHÄPE FÓR HULDU HÖFÐI Í 13 ÁR, RÆNDI BANKA MEÐ FÉLÖGUM SÍNUM OG SKIPULAGÐI MORÐ Á INNFLYTJENDUM. RÉTTARHÖLDIN YFIR HENNI HAFA VERIÐ KÖLLUÐ ÞAU MIKILVÆGUSTU Í SÖGU ÞÝSKALANDS. Enver Simsek Á VILLIGÖTUM Beate Zschäpe í réttarsalnum í München á mánudag. Aðgangur var takmarkaður. Maður á sjötugsaldri, sem beðið hafði í 20 tíma eftir að komast inn, sagðist hafa viljað koma í veg fyrir að nýnasistar fengju sæti í dómsalnum. AFP *Morð hryðjuverkasellunnar í Thüringen voru tilræðivið land okkar. Þau voru smán fyrir land okkar.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í ræðu til minningar um fórnarlömb nýnasistanna þriggja í febrúar í fyrra. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.