Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Ítölsk og mexíkönsk áhrif í vegan-matarboði og girnileg hrákaka í eftirrétt »32
É
g er ekki ástríðukokkur þótt ég hafi gaman af því að
elda,“ segir Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir og
dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Ak-
ureyri.
„Mínar uppáhaldsuppskriftir eru flestar tiltölulega einfald-
ar og helst fljótlegar,“ segir hún, en leggur engu að síður
áherslu á hollan og góðan mat. „Ég held til dæmis mikið
upp á fisk, enda má segja að ég sé alin upp á fiski,“ segir
Sigfríður Inga, sem fædd er og uppalin á Sauðárkróki.
„Svo er ég líka alveg til í að dúlla við matinn þegar eitt-
hvað sérstakt stendur til og hef mjög gaman af því að fá
margt fólk í mat. Grínast stundum með það að ég hljóti að
hafa verið ítölsk mamma í fyrra lífi.“
Talandi um Ítalíu; Sigfríður og vinkonur hennar fóru í
hjólaferð um Ítalíu í fyrrasumar, sem hún segir hafa verið
stórkostlega upplifun, svo góða reyndar að önnur hefur þeg-
ar verið skipulögð í sumar. Og þá verður ekki bara hjólað,
heldur borðaður sá frábæri matur sem Ítalir eru þekktir
fyrir og alls staðar má finna. Tilhlökkunin skín úr aug-
unum!
Sigfríður Inga reynir eftir fremsta megni að sjá heimilinu
sjálf fyrir ýmsu góðgæti. „Ég hef gaman af því að rækta
grænmeti og er með garð á sumrin þar sem ég rækta jarð-
arber, kál, kartöflur og allt mögulegt. Ég tíni mikið af berj-
um sem ég nota svo í hristinga og eftirrétti. Mér finnst
mjög gaman að nýta allt sem ég get úr náttúrunni.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
OFT MEÐ EITTHVAÐ FLJÓTLEGT EN GOTT
Einfaldar kjötbollur
UPPSKRIFTIR SIGFRÍÐAR INGU KARLSDÓTTUR ERU YFIRLEITT EINFALDAR OG FLJÓTLEGAR EN ENGU
AÐ SÍÐUR GÓÐAR. EN HÚN HEFUR GAMAN AF FLÓKNARI MATSELD ÞEGAR TILEFNI GEFST TIL.
Sigfríður Inga með kjötbollurnar girnilegu; sáraeinfaldan og fljót-
legan rétt sem hún segir mjög vinsælan í fjölskyldunni.
Fyrir 6-8 manns.
1 kg nautahakk
1 pakki Ritzkex
1 pk Knorr-púrrulaukssúpa
1 egg
Smá mjólk
Salt og pipar eftir smekk
Myljið kexið, hrærið allt saman, mótið litlar
bollur, steikið á pönnu, setjið síðan í eldfast mót
og bakið í ofni í 20 mínútur við 180 gráðu hita.
Sósan1 flaska Heinz-chilisósa
½ krukka rifsberjahlaup
¼ lítri rjómi eða minna, eftir smekk.
Allt hrært saman og hellt yfir bollurnar áður
en þær eru settar í ofninn.
Borið fram með hrísgrjónum, brauði og sal-
ati. Sigfríður Inga segir það gefa betri raun á
sínu heimili að blanda grænmetinu ekki saman,
heldur raðar hún því á disk þannig að hver get-
ur valið sér það sem hann vill.
Kjötbollur
í chilisósu
Mjög gott glænýtt með kjötbollunum.
1 dl heitt vatn
1 ½ dl mjólk
2 ½ tsk. þurrger
3 dl hveiti
2 dl heilhveiti
1 dl hveitiklíð
2 ½ msk. matarolía
¼ tsk. salt
Pískuð egg til að smyrja með og birki,
sólblómafræ eða önnur fræ til að setja
ofan á.
Blandið saman mjólk og vatni og leysið gerið
upp í vökvanum; vökvinn þarf að vera volgur en
ekki of heitur, um það bil 37 gráður). Setjið
hveiti, hveitiklíð, salt, matarolíu og sykur saman
við, hnoðið deigið á borði þar til það er slétt
og sprungulaust, skiptið deiginu í þrjá jafna
hluta, mótið það í lengjur og fléttið saman.
Látið fléttubrauðið á pappírsklædda plötu,
breiðið yfir á meðan það lyftir sér, í um það bil
20 mínútur. Áður en brauðið er sett í ofn
smyrjið það með pískuðu eggjunum og stráið
birki og sólblómafræðum ofan á. Bakið svo
neðst í ofni við 200-220 gráðu hita í 20 mín.
Fléttubrauð