Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 É g get lofað alveg yndislegri kvöldskemmtun upp á gamla mátann. Þetta verður eins og að mæta á söngskemmtun og revíu í Gamla bíói nema hvað núna erum við í Eldborg í Hörpu. Það verður stiklað á stóru í dægurlagasögu Íslendinga frá okkar bæjardyrum séð – mín, Ragga Bjarna og Diddúar. Við ætlum að reyna að gera þetta í tímaröð þannig að Raggi byrjar, Diddú er næst í röðinni og ég rek lestina,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlist- armaður um tónleikana „Vorkvöld í Reykjavík“ sem verða í Hörpu 12. maí. „Við syngjum allar okkar helstu sólóperlur en auðvit- að kíkjum við í heimsókn til hvert annars, blöndum geði, segjum brandara, syngjum dúetta og stundum náum við að vera þrjú saman á sviðinu í einu,“ segir Páll Óskar og að þetta sé tilraun sem þau langi að gera með að segja söguna á þennan hátt og hvernig gangi að skapa nánd í svona stórum sal sem Eldborgarsalurinn í Hörpu er. Blaðamaður settist niður með Páli Óskari í Hörpunni í vikunni og ræddi um tónleikana, Eurovision-ballið sem ekki verður, málefni Nasa, nígeríska flóttamanninn Mart- in sem ekki fær hæli hér á landi, en hann er samkyn- hneigður og hún er ekki viðurkennd í heimalandi hans, ræddum málefni samkynhneigðra hér heima og Páll Óskar spáði í úrslitin í Eurovision í Malmö um næstu helgi. Hann segir að það geri sér ekki allir grein fyrir því á hvaða hátt hann, Diddú og Raggi þekkist. „Ég hitti litla krakka sem gera sér enga grein fyrir því að Diddú er systir mín. Það er komin kynslóð og jafnvel tvær sem tengja engan veginn okkur tvö saman. Við Diddú erum sem sagt systkini, það er ljóst. Ég og Raggi unnum saman með Milljónamæringunum og kynn- umst þar í kringum árið 2000 og tróðum mikið upp sam- an með þeim. Diddú að sama skapi hefur unnið mikið með Ragga þegar hún var með Sumargleðinni – hún var partur af því ævintýri. Svo hafa leiðir okkar legið saman undir ótrúlegustu kringumstæðum þannig að einn góðan veðurdag poppaði upp spurningin: Af hverju gerðum við ekki eitthvað saman? Ég og Diddú höfum sungið einn og einn dúett hér og þar undir hinum og þessum kring- umstæðum en aldrei verið á tónleikum saman áður. Við höfum alltaf sungið bara eitt og eitt lag og farið svo heim,“ segir hann. Fóru hvor sína leið í tónlistinni -En hvers vegna ætli það sé? „Ein skýringin er auðvitað sú að þótt við séum systk- ini þá erum við gríðarlega ólík, með ólíkt raddsvið og við kusum tvær gjörólíkar leiðir í tónlistinni. Diddú fór yfir í klassíkina og varð ein skærasta díva okkar Íslend- inga sem við höfum kannski nokkurn tímann átt. Ég fer aftur á móti á fullri ferð í poppið. Ég og Diddú þurfum því að vanda svolítið valið og mætast á miðri leið þegar við tökum dúetta. En aftur á móti get ég lofað því að það er eitt sem ég og Diddú eigum sameiginlegt og það er að við elskum að troða upp. Mig grunar að þar sé „Hjálmtýsgenið“ á ferð. Pabbi, Hjálmtýr Hjálmtýsson, elskaði að troða upp og maður sá það á honum um leið og hann labbaði inn í sal með hóp af fólki – hann tók alltaf út salinn. Það var eins og hann væri að ímynda sér að það væri ljóskastari á honum. Það var alveg sama hvar pabbi kom fram að hann stal alltaf senunni. Ég held svei mér þá að við tvö höfum bara erft það frá honum.“ Talið berst að tónlistarfólki og þeim fjölmörgu sem hafa hæfileika en fara eigi að síður ekki út í atvinnu- mennsku í tónlist. Páll Óskar segir að það sé ekki öllum gefið að stunda þetta af atvinnu jafnvel þó það hafi alla hæfileika sem þurfi til að syngja. „Ég lærði það mjög fljótt á eigin skinni að hæfileik- arnir koma þér bara svo og svo langt áfram. Hæfileik- arnir eru kannski 20% af pakkanum. Hin 80% eru erf- iðisvinnan, andvökunæturnar, svitinn, blóðið, tárin, bömmerarnir, hæðirnar og lægðirnar. Allt þetta sem þú þarf að vera tilbúinn að gera, allar fórnirnar – mikil fórn fyrir kannski litla uppskeru,“ segir hann og að hann skilji vel þó sumir kjósi að pakka saman og leita í meira atvinnuöryggi. „Það skiptir engu máli hver listgreinin er.Það er til ofsalega mikið af fallegu, yndislegu fólki með ofsalega stórar og miklar gjafir en það hefur kannski ekki hug- mynd um hvað það á að gera við þær. Kannski vantar það hvatningu, það er kannski eitthvað í þeirra nánasta umhverfi sem leyfir það ekki eða hefur bara ekki hug- mynd um hvernig á að markaðssetja sig og það vantar kannski bara frekjudósina í það sem getur staðið í báðar lappir og sagt: Fyrirgefið þið en ég er frábær!“ „Bílskúrinn minn hét Moulin Rouge“ Páll Óskar segist hafa miklar áhyggjur af því að raun- veruleikaþættir á borð við X-factor og Idol séu að geta af sér kynslóð fólks sem haldi að þetta sé leiðin til að verða tónlistarmaður. Standa í biðröð þangað til röðin komi að þeim, til að syngja nokkrar línur fyrir dómnefnd sem segi þeim hvort þau eigi sér framtíð eða ekki. Leiðin sé fremur eins og David Grohl í Nirvana sagði að fólk ætti að kaupa sér hljóðfæri á skransölu, fara inn í bíl- skúr og byrja að „bulla eitthvað með sjálfum þér og vertu ömurlegur. Þú átt að fara í þennan bílskúr og gjörsamlega sökka. Þú átt að gera þetta, hóa í vini þína, spila bara og skemmta þér konunglega yfir því hvað þú sökkar mikið. Einn góðan veðurdag þá breytist þú í Nirvana. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist fyrir þá,“ segir Páll. „Ég hef sömu sögu að segja – þó ég hafi þennan grunn að koma frá söngfjölskyldu, þá þurfti ég líka að fara í minn bílskúr. Bílskúrinn minn hét Moulin Rouge sem var dragskemmtistaður við Hlemm. Það var pöbb fyrir útigangsmenn á efri hæðinni. Ég og Maríus vinur minn gerðum dragshow hverja helgi og tróðum upp hvað sem tautaði og raulaði. Sum þessi show voru ömurleg en önnur voru algjör snilld. Það var þarna inni sem ég lærði smám saman að troða upp fyrir allar tegundir fólks í allskonar ástandi. Þarna lærði ég að standa í lappirnar – á tólf sentimetra háum hælum.“ Páll Óskar sagir að það sleppi enginn við þessa lexíu og að þetta sé dýrmætasta lexían í lífinu. Síðan hafi sú reynsla að fara hringinn í kringum landið með Millj- ónamæringunum kennt sér mikið. „Þetta var sá besti söngskóli sem ég hefði nokkurn tímann getað komist í og besti „fame-skólinn“. Þetta var algjör gjöf að fá þetta tækifæri.“ Páll Óskar hefur í tíu ár haldið ball í tenglum við Eurovision-keppnina á skemmtistaðnum Nasa. Í ár hefur hann hinsvegar tilkynnt að það verði ekkert Pallapartý á Eurovisionkvöldinu 18. maí þar sem Nasa hefur nú verið lokað. „Allavega ekki hjá mér en það er ekki öll nótt úti enn þó það verði ekkert Pallaball á Nasa. Ég veit að Friðrik Ómar og Eurobandið verða með ball í Hlégarði í Mos- fellsbæ þetta sama kvöld, laugardaginn 18. maí. Ég fór á tónleikana þeirra í Eldborg um daginn og þau gera þetta ofsalega vel. Það er valinn maður í hverju rúmi. Mjög þétt band og ofsalega flottir söngvarar sem vita nákvæm- lega hvað þeir eru að gera. Ég aftur á móti ætla bara að pakka saman. Ég ætla að stinga af og vera erlendis í kringum þetta Eurovision-tímabil. Ætla að fara til Berl- ínar og njóta Eurovision í faðmi þýskra kynvillinga. Ég verð örugglega staddur í Hamborg laugardaginn 18. maí. Þar er Eurovision-æði – Berlínarbúar eru ekkert að spá í Eurovision. Hamborg er suðupottur á þessu stóra torgi. Ég ætla að vera maur á þessu torgi til tilbreytingar. Það er alltaf sýnt beint frá þessu torgi þegar Þjóðverjar gefa stigin sín. Ég ætla að vera gaurinn í bleika gallanum með íslenska fánann og vinka ykkur.“ Síðasti salurinn í Reykjavík með sál -En nú hefur þú séð um þættina Alla leið á RÚV í nokkur ár og verið með þetta Eurovision-partý þannig að það hljóta að vera mikil viðbrigði að gera ekkert í ár tengt Eurovision annað en að halda á íslenskum fána í Ham- borg? „Að vissu leyti er ég feginn því að fá smá frí. Ég ætla að njóta þess að fá að vera áhorfandi í þetta sinn. Það breytir því ekki að ég er ákaflega sorgmæddur í hjart- anu yfir því að Nasa sé farið. Ég biðla til Besta flokksins og þeirra sem eru í borgarstjórn, líka minnihlutans og húseigandans Péturs Þórs Sigurðssonar – að hætta við þetta og hverfa frá byggingu þessa hótels á þessum reit. Þetta er mjög slæm hugmynd og örugglega ein sú versta hugmynd sem hefur komið upp í skipulagi Reykjavík- urborgar til lengri tíma. Ég veit að það hljómar ekkert voðalega sexí að ætlast til þess að Alþingi verði þarna með skrifstofur í þessu sama húsnæði, gamla Landssíma- húsnæðinu. En mér líst betur á þá hugmynd heldur en að hafa hótel þarna á þessum stað. Ég veit að Besti flokkurinn hefur verið að agitera fyrir því að það vanti líf á þennan reit og að lífið felist í því að vera með veit- ingastaði, kaffihús og einhverja þjónustu þarna á neðstu hæðinni. En ég veit ekki hvort þau gera sér grein fyrir því en þar með, með því að byggja hótelið þarna, eru þau búin að slökkva á lífinu sem var alltaf í salnum á Nasa.“ Páll Óskar segir að af fenginni rúmlega 20 ára reynslu af því að koma fram á Íslandi hafi hann séð það gerast of oft að hótel sé byggt í góðum ásetningi og að í hót- Vill rannsókn á stöðu samkynhneigðra á Íslandi PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON TELUR AÐ ÞÓTT MARGT HAFI ÁUNNIST Í RÉTTINDABARÁTTU SAMKYNHNEIGÐRA ÞURFI AÐ RANNSAKA STÖÐU ÞEIRRA HÉR Á LANDI OG KANNA HVORT HINSEGIN FÓLK SÉ Í RAUN HAMINGJUSAMT. HANN SEGIR GIFTA SKÁPAHOMMA HAFA ORÐIÐ TIL ÞESS AÐ HANN HÆTTI AÐ FARA Á STEFNUMÓTASÍÐUR OG VONAR AÐ ENGINN ÞURFI AÐ BURÐAST MEÐ ÞAÐ ENN Í DAG AÐ VERA INNI Í SKÁPNUM. HANN TELUR NASA VERA FALINN DEMANT Í BORG- INNI OG SKORAR Á BESTA FLOKKINN AÐ ENDURSKOÐA ÁKVÖRÐUN SÍNA UM HÓTEL VIÐ AUSTURVÖLL. Texti: Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.