Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 19
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
John hefur skýringu á því hvers vegna eig-
inkonu hans var ekki kennd íslenska. „For-
eldrar Maxine voru af kynslóð sem var um-
hugað um að börnin þeirra löguðu sig að
samfélaginu vestra. Skæru sig ekki á neinn
hátt úr fjöldanum.“
Býr til ljúffenga vínartertu
Það styður þessa kenningu að öll fengu börn-
in ensk nöfn, Lorraine, Warren, Teddy og
Maxine.
Enda þótt hún lærði ekki málið fékk Max-
ine á marga lund íslenskt uppeldi. „Það voru
Íslendingar allt í kringum mig, menningin var
í hávegum höfð og íslenskir réttir voru iðu-
lega á borðum; skyr, rúllupylsa, slátur, klein-
ur, ástarpungar og síðast en ekki síst vín-
arterta. Hún er ómissandi á öllum heimilum
Vestur-Íslendinga og það er gaman að segja
frá því að dóttir mín gerir ennþá betri vín-
artertu en ég. Þeirri list megum við ekki tapa
niður.“
Lítil hætta er raunar á því en Maxine og
John staðfesta að mikil vakning sé meðal
yngra fólks af íslenskum ættum í Manitoba.
Það vilji halda uppruna sínum á lofti. „Mér
finnst áhugi á Íslandi vera að aukast, unga
fólkið vill heimsækja landið, læra tungumálið
og efla menninguna. Þarna kemur margt til
en Snorra-verkefnið vegur þungt.“
Íslendingadagurinn er snar þáttur í þessu.
Hann er haldinn hátíðlegur í ágúst og að
þessu sinni þarf Maxine að klæða sig
sérstaklega upp; hún verður fjallkonan. Ís-
lensk örnefni hafa löngum verið algeng í
Manitoba, ekki síst á Heclu og bjó fjölskylda
Maxine á Hóli. „Pabbi var Stefán á Hóli, það
verður varla íslenskara.“
Hún hlær dátt.
Maxine ólst upp við nauman kost og fyrir
vikið kom aldrei til álita að heimsækja Ísland.
„Við fórum varla til Winnipeg, hvað þá
lengra.“
Byggð lagðist af á Heclu
Þegar Maxine var sextán ára, árið 1966, lagð-
ist byggð af á Heclu og flutti hún þá með
fjölskyldu sinni til borgarinnar Selkirk sem
einnig er í Manitoba-fylki. Þar kynntist hún
John og gengu þau í heilagt hjónaband árið
1972.
Maxine og John bjuggu sér heimili víðs-
vegar um Kanada vegna starfa hans fyrir
lögregluna og herinn, síðast í Nova Scotia, en
þegar móðir hennar veiktist af krabbameini
árið 1998 sneru þau aftur á fornar slóðir, til
Selkirk. Maxine er hjúkrunarfræðingur og
annaðist móður sína síðustu misserin. Hún
hefur líka háskólapróf í sálarfræði upp á vas-
ann, auk þess að leggja stund á listir, einkum
málverk og ljósmyndun.
Fyrir tólf árum komu John og Maxine sér
upp sumarhúsi á Heclu og frá árinu 2007
hafa þau búið þar árið um kring. John fann
gamalt hús sem hann lét flytja út í eyna.
„Síðan hef ég verið að dytta að því hægt og
rólega til að mæta þörfum Maxine.“
Hann hlær og strýkur spúsu sinni blíðlega
um axlir.
Mjög fámennt er í eynni á veturna, aðeins
fimmtán íbúar, en á sumrin fjölgar til muna,
einkum um helgar, þegar á bilinu tvö til þrjú
hundruð manns hafast við í eynni.
Þegar Maxine og John sneru aftur hafði
kirkjan á Heclu, þar sem Maxine var skírð
og fermd, staðið auð í meira en þrjá áratugi.
Þau fengu þá hugmynd að taka hana aftur í
notkun og fengu til þess leyfi hjá þar til bær-
um yfirvöldum. „Mér þótti dapurlegt að
kirkjan væri lokuð og einn morguninn sagði
ég sísona við John: Eftir hverju erum við að
bíða, að Guð sparki í höfuðið á okkur? Í öll-
um kristnum samfélögum er kirkjan brenni-
punkturinn. Þannig var það á Heclu í gamla
daga og þannig er það orðið aftur,“ segir
Maxine en sextíu manns mættu í fyrstu
messuna. „Eftir það var ekki aftur snúið.“
Ritningarlestur á íslensku
Guðsþjónustur fara nú fram á hverjum
sunnudegi yfir sumartímann. John leiðir at-
höfnina enda þótt hann hafi ekki til þess
formlega þjálfun og Maxine sér um
tónlistina.
Ísland er ennþá miðlægt í öllum guðsþjón-
ustum og ritningarlestur fer bæði fram á
ensku og íslensku. Þetta hefur mælst ákaf-
lega vel fyrir hjá gestum, ekki bara þeim
sem eru af íslensku bergi brotnir. „Þjóðverj-
arnir eru sérstaklega ánægðir með þetta
enda upp til hópa miklir áhugamenn um nor-
ræna menningu,“ segir John og Maxine bæt-
ir við að vel fari á þessu enda hafi íslensku
innflytjendurnir verið ákaflega trúaðir og
haft með sér bæði Biblíur og söngbækur frá
gamla landinu. Sumt af því hefur varðveist.
Starf Ingalls-hjónanna fyrir kirkjuna á
Heclu er allt í sjálfboðavinnu. Allt fé sem
kirkjunni leggst til fer óskipt í þróunarverk-
efni erlendis, á Kúbu, í Súdan og víðar. Í
Mexíkó hefur nú verið reist svokallað Heclu-
hús. „Það þarf oft ekki mikið til að bæta líf
fólks og mjög ánægjulegt að litla kirkjan
okkar skuli geta látið gott af sér leiða,“ segir
John.
Ræðismenn Íslands í Winnipeg, fyrst Svav-
ar Gestsson og síðan Atli Ásmundsson, hafa
verið duglegir að koma með Íslendinga til
Heclu. Í sumar tekur Hjálmar Hannesson við
starfi ræðismanns. Maxine og John taka með
glöðu geði á móti þessu fólki og bjóða smærri
hópum gjarnan heim til sín. Þegar heilu hóp-
arnir og kórarnir koma er tekið á móti þeim í
kirkjunni. „Kirkjan er afskaplega íslensk á
allan hátt og kórarnir eru ekki fyrr komnir
þar inn að þeir bresta í söng,“ segir John.
Á eftir kirkjunni er kirkjugarðurinn vin-
sælasti áningarstaður Íslendinga sem koma
vestur. „Fólk vill að vonum finna legstaði
ættingja sinna. Það hafa ófá tárin fallið í
kirkjugarðinum,“ segir John.
Aldrei haft meira að gera
Enda þótt hjónin séu komin á eftirlaun eru
þau sammála um að þau hafi aldrei haft eins
mikið að gera og þessi síðustu ár á Heclu.
„Hvern hefði grunað að ég myndi enda sem
prestur, smiður og fiskimaður á Heclu,“ segir
John hlæjandi.
Maxine er nú í sinni fimmtu heimsókn til
Íslands og vald hennar á tungumálinu er allt-
af að aukast. „Ég get sagt Eyjafjallajökull.
Það var mikill áfangasigur,“ segir hún
hnökralaust. „Ég hef reyndar ágæta tilfinn-
ingu fyrir framburðinum. Veit til dæmis að
ég fer ekki rétt með orðið Norður-Þingeyj-
arsýsla,“ bætir Maxine við. Og jú, það orð
fjarar svolítið út í hennar munni.
Stærsti vandinn í Íslandsheimsóknum
Maxine er að heimamenn vilja ólmir tala við
hana ensku. „Ég hef á tilfinningunni að þeir
vilji nota mig til að æfa sig í enskunni. Það
er svolítið öfugsnúið,“ segir hún brosandi.
Eftir viðtalið og kaffispjallið við forsætis-
ráðherra er för Ingalls-hjónanna heitið út á
land. Þau ætla að keyra Suðurlandið til Víkur
og þaðan áfram til Egilsstaða og Vopna-
fjarðar, þaðan sem Maxine er ættuð. „Þangað
hef ég ekki komið áður og hlakka mikið til.“
Þeim er að skilnaði óskað góðrar ferðar og
viðtalinu lýkur ekki bara með handabandi,
heldur innilegu faðmlagi. „Svona gerum við á
Heclu!“
Stefanía Þorláksdóttir, amma Maxine, ásamt
systur sinni Sigþóru. Þær fæddust á Íslandi.
Nafnið Ingalls vekur óhjákvæmilega forvitni
manns sem ólst upp við Húsið á sléttunni í
sjónvarpinu. Og viti menn, þau eru skyld,
John og Laura Ingalls, söguhetjan úr þeim
þáttum.
„Ég vissi af rithöfundinum Lauru Ingalls
Wilder, sem skrifaði bækurnar um Húsið á
sléttunni, frá því ég var barn en fór ekki að
velta því fyrir mér hvort við værum skyld
fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Ætli það
séu ekki áhrif frá Maxine, hún var alltaf að
rekja sínar íslensku ættir,“ segir John.
Hann linnti ekki látum fyrr en hann var
kominn aftur til ársins 1080. Þá settust nor-
rænir menn með keimlíku nafni að í Eng-
landi. „Eftir því sem ég kemst næst merkir
nafnið Ingalls „í krafti Þórs“. Það er ekki
lítið.“
Hann slær sér á lær.
Árið 1629 sigldi Edmund nokkur Ingalls
vestur um haf og nam land í Massachusetts.
Hann mun vera sameiginlegur forfaðir
þeirra Lauru. „Edmund átti þrjá syni, Ro-
bert, John og Henry. John flutti norður á
bóginn, Robert vestur og Henry suður. Ég
er afkomandi Johns en Laura kemur út af
Robert. Eftir því sem ég kemst næst eru all-
ir sem bera nafnið Ingalls í Norður-Amer-
íku tengdir blóðböndum, niðjar Edmunds.“
Laura Ingalls Wilder fæddist árið 1867 og
óx úr grasi í Hnetulundi, Minnesota. Hún
lést í Mansfield, Missouri, árið 1957, níræð
að aldri.
Horfst í augu við birni
John dreymdi um að verða fiskimaður, eins
og faðir hans, og byrjaði þegar á unglings-
aldri að róa til fiskjar. „Föður mínum var
ekkert um það gefið. Vildi að ég fengi mér
vinnu með lífeyrisréttindum. Hann skráði
mig því í lögregluskóla. Til að byrja með
ætlaði ég ekki að fara en eftir að báturinn
sem ég var á sökk með öllu kaupinu mínu
skipti ég um skoðun. Það var árið 1968,“
segir John sem komst heill á húfi úr þeim
hildarleik.
Upp frá því vann John sem lögreglumað-
ur víðsvegar um Kanada en um tíma var
hann hundaþjálfari hjá hernum og glímdi við
allskonar snúin verkefni í skógum og á fjöll-
um, svo sem leit að týndu fólki. „Ég hef
horfst í augu við birni,“ segir hann.
Það sló John ekki út af laginu að langafi
hans, sem einnig var lögreglumaður, féll við
skyldustörf.
Faðir Johns hefur líka hildi háð, barðist í
seinni heimsstyrjöldinni. Hann er enn á lífi,
97 ára gamall. Situr við gluggann í Seal
Cove, New Brunswick, horfir út á Atlants-
hafið og fer með forn kvæði.
Það er töggur í þeim, Ingallsum.
Rithöfundurinn
Laura Ingalls Wilder.
Melissa Gilbert í hlut-
verki Lauru Ingalls.
FRÆNDI LAURU INGALLS
FR
ÍT
T
EI
NT
AK
IKMYNDIR SJÓNVA
RP, LEIKHÚS, LIST
IR, ÍÞRÓTTIR, MATU
R OG ALLT ANNAÐ
RÍ
TT
AK
FR
ÍT
T
EI
NT
AK
RÍ
TT
AK