Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 20
MERKILEG TÍÐINDI UM ÁVINNING LÉTTRA SÓLBAÐA Ein ótrúlegustu tíðindi nýliðinna vikna úr heimi sólarfræða er að heilsufarslegur ávinningur á sólinni er að líkindum meiri en sú áhætta sem er tekin með því að láta sólina skína örlítið á sig. Niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við Háskólann í Ed- inborg gerðu á dögunum benda til að sólskin geti átt þátt í því að lækka blóðþrýsting, minnka hættuna á hjartaáföllum og lengja lífið almennt. Útfjólubláir geislar leysa þannig úr læðingi efnasamband sem lækkar blóðþrýsting. Vísindamenn segja að frekari rannsóknir verði gerðar en þessar niðurstöður þykja mikil tíðindi, sérstaklega þar sem hjartasjúkdómar og hjartaáföll eru langtum stærri partur af dánarorsökum Breta en húðkrabbamein. KAFFIDRYKKJA MÁLIÐ GEGN HÚÐKRABBAMEINI Kaffidrykkja ku vera málið í sumar því nýleg bandarísk rannsókn sem breska blaðið Telegraph fjallaði um á dögunum leiðir líkum að því að koff- ín hindri þróun húðkrabbameins. Þannig mun koffín hafa þau áhrif að drepa frumur líkamans sem þegar hafa hlotið skaða af útfjólubláum geislum. Þetta eru frumurnar sem síðar geta þróast í krabbamein. Önnur enn nýrri bresk rannsókn bendir til að það geti hjálpað mikið sem forvörn gegn sólbruna og húðkrabbameini að bæta koffíni við í sólarvörnina. SETJIÐ SVEPPINA Í SÓLBAÐ Sveppaætur eiga nú að setja sveppina sína í smá sólbað áður en þeir eru snæddir en með því móti má fá vænan D-vítamínskammt í kroppinn. Sólin þarf að skína á sveppina í um klukkustund áður en þeir eru snæddir. Þessi tíðindi voru kynnt á ráðstefnu bandarísku samtakanna um lífefna- og örveru- fræði. Þess má geta að það hefur engin áhrif á D-vítamín- ávinninginn að elda sveppina. Nýjustu sólbaðs- tíðindi RANNSÓKNUM Á KOSTUM OG GÖLLUM SÓLBAÐA HEFUR FLEYGT FRAM SÍÐUSTU ÁRIN SEM OG HVERNIG SÉ BEST AÐ HAGA ÞEIM. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐS- INS RÝNDI Í NOKKRAR ÞEIRRA NÝLEGUSTU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is OF MIKIL SÓLARVÖRN? Það er þó engum blöðum um það að fletta að skaðsemi sólarinnar hefur verið eitt helsta um- fjöllunarefni sólarumræðu undanfarin ár svo finna þarf milliveg í því að leyfa sér að sleikja sólina og fara ekki of langt í þeim efnum. Þannig er sólbruni einn helsti áhættuþáttur fyrir húðkrabbameinum og tíðni nýgengis sortuæxla hefur margfaldast undanfarin ár á Íslandi. Nýlegar rannsóknar hafa hins vegar sýnt að ekki megi nota of mikla sól- arvörn því sólarvítamínið okkar D er til að mynda afar mikilvægt fyrir beinin. Meðan sumir breskir vísindamenn segja að 15 mínútna útivera í sólinni án sólarvarnar sé nóg til að fá nægjanlegt D-vítamín eru aðrir sem vilja fremur að fólk borði fæðu sem sé rík af D-vítamíni. Brigitte Bardot 1970 á strönd Almeríu á Suður- Spáni. Rannsóknir á áhrifum sólar voru skammt á veg komnar og ólíklegt að leikkonan hafi not- að sólarvörn. Frekar að hún hafi notað olíu til að ná dýpri lit eins og algengt var þá. *Heilsa og hreyfingOfurfæða eða súperfæða er holl fæða en ekki endilega hollari en annar næringarríkur matur »22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.