Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 9
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þorsteinn Bergmann Einarsson, verkfræðingur áSelfossi, er mikill áhugamaður um lyk-ilorðagátur og hefur verið duglegur að safna þeim úr erlendum blöðum. „Þetta er þekkt form, að ráða dulkóðun, og er mikið í blöðum erlendis,“ segir Þorsteinn. „Ég hef lengi haft áhuga á svona gátum en það var ekki fyrr en ég fór á eftirlaun fyrir ári að ég fór að hafa tíma til að setja þær saman sjálf- ur. Það hefur verið mjög spennandi að glíma við þetta.“ Við gerð gátnanna hefur Þorsteini tekist að sam- eina áhuga sinn á íslenskri tungu og tölvutækni en gáturnar eru tölvuunnar. Athygli vekur að hann hefur ekkert sérstakan áhuga á því að ráða gátur sjálfur. „Konan mín er meira í því, mér þykir skemmtilegra að búa þær til,“ segir hann sposkur. Það er góð verkaskipting á heimilinu. Þorsteinn hefur einnig fengist við smíði smærri orðagátna. Í lykilorðaþraut Þorsteins táknar hver tala ákveð- inn bókstaf og einn eða fleiri gefnir. Allt íslenska stafrófið er notað, sem Þorsteinn segir sjaldgæft. Þrautin er að finna hvaða tala stendur fyrir hvaða bókstaf og færa í viðeigandi hólf fyrir neðan gátuna. Hægt er að nota stafrófið fyrir neðan gátuna til að krossa út fundna stafi. „Það er enginn vandi að búa til gátu þar sem verk- efnið er að afrugla orð. Ég reyni að gera þetta aðeins snúnara og þess vegna nota ég allt íslenska stafrófið og hef gátuna symmetríska,“ segir Þorsteinn. Allir eiga að geta spreytt sig Hann segir alla eiga að geta spreytt sig á gátunni. Hægt sé að stýra erf- iðleikastuðlinum með fjölda uppgefinna stafa. „Þetta á að vera fyrir alla. Reynist það misskilningur laga ég það bara. Þetta má samt ekki vera of létt, gátan á að ögra fólki og það á að vera ánægt með sig eftir að hafa leyst hana.“ Þorsteinn er búinn að prófa gátuna á vinum og vandamönnum og hefur fengið góð viðbrögð. „Ég vona að þetta verði góð viðbót við gátuflóru Sunnu- dagsblaðs Morgunblaðsins en ég hafði það blað ein- mitt í huga þegar ég byrjaði að setja þetta saman. Það eru þegar tvær krossgátur í blaðinu, sem njóta mikilla vinsælda, og markhópurinn mögulega sá sami enda þótt þessi gáta sé af svolítið öðru tagi. Ég er mjög ánægður með þennan vettvang.“ SEMUR NÝJA GÁTU FYRIR SUNNUDAGSBLAÐIÐ Skemmtilegra að semja en leysa LYKILORÐAGÁTA EFTIR ÞORSTEIN BERGMANN EINARSSON HEFUR Í DAG GÖNGU SÍNA Í SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS. GÁTUR AF ÞESSU TAGI HAFA LENGI VERIÐ ÁHUGAMÁL ÞORSTEINS EN HONUM ÞYKIR SKEMMTILEGRA AÐ SEMJA ÞÆR EN RÁÐA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þorsteinn B. Einarsson Í þrautinni táknar hver tala ákveðinn bókstaf og einn eða fleiri gefnir. Allt ís- lenska stafrófið er notað. Þrautin er að finna hvaða tala stendur fyrir hvaða bókstaf og færa í viðeigandi hólf fyrir neðan gátuna. Hægt er að nota stafrófið fyrir neðan gátuna til að krossa út fundna stafi. LYKILORÐ GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex - merkt framleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.