Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Ferðalög og flakk ÓFÁIR ÍSLENDINGAR HAFA SÓTT HJÓNIN MAXINE OG JOHN INGALLS HEIM TIL EYJUNNAR HECLU Í WINNIPEG-VATNI, ÞAR SEM FÓTSPOR VESTURFARANNA ERU Á HVERRI ÞÚFU. NÚ ERU INGALLS-HJÓNIN STÖDD Á ÍSLANDI TIL AÐ HITTA ÆTTINGJA OGVINI. ÞAU MISSA ÞÓ LÍKLEGA AF EINUM, HANN ER UPPTEKINN VIÐ AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN. Hekla sig að rótunum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is unnið stórsigur í alþingiskosningunum og væri að freista þess að mynda nýja ríkis- stjórn. Það er líklega best að ónáða hann ekki, hann hefur nóg á sinni könnu, blessaður.“ John tekur upp þráðinn, sposkur á svip. „Ég væri svo sem alveg til í að heilsa upp á hann og gefa honum holl ráð.“ Glaðlegir stjórnmálamenn Þau óska formanni Framsóknarflokksins alls hins besta. „Sigmundur er vænsti maður og ég minnist þess ekki í annan tíma að hafa séð eins glaðlega stjórnmálamenn og hann og hinn flokksforingjann sem er í stjórnar- myndunarviðræðum við hann. Það hlýtur að vera góðs viti fyrir íslensku þjóðina.“ Ingalls-hjónin missa ef til vill af verðandi forsætisráðherra í þessari lotu en ná þeim fráfarandi í staðinn. Strax að þessu viðtali loknu er för þeirra heitið í Stjórnarráðið, þar sem Jóhann Sigurðardóttir mun taka á móti þeim. „Jóhanna kom til okkar á Íslend- ingadaginn fyrir þremur árum og það verður gaman að hitta hana aftur,“ segir Maxine. Hún er fædd og uppalin á Heclu sem er ríflega þúsund ferkílómetra eyja í Winnipeg- vatni í Manitoba-fylki í Kanada. Þar settust að Íslendingar í svokallaðri annarri bylgju árið 1885, þar á meðal báðir langafar hennar og langömmur. Amma Maxine, Stefanía Þor- láksdóttir, var líka fædd á Íslandi. Hecla er stærsta eyjan í vatninu og hefur fyrir vikið gælunafnið Mikley, upp á íslenska vísu. Hræddi börnin upp úr skónum „Þegar við komum hingað til Íslands fyrir nokkrum árum, nokkrar hressar konur frá M axine Ingalls heilsar á íslensku á heimili frænku sinnar í Kópavog- inum og við byrjum á því að skiptast á nokkrum vel völdum orðum á hinu ástkæra ylhýra. Síðan skiptir hún yfir í ensku. „Ég tala bara pínulitla ís- lensku,“ viðurkennir hún. „Lærði hana ekki sem barn og fór ekki að leggja mig eftir því fyrr en ég var komin yfir fimmtugt. Mér hef- ur farið töluvert fram en eigi að síður er best að viðtalið fari fram á ensku.“ Hún brosir skæru brosi. Maxine hefur verið á landinu í eina viku ásamt bónda sínum, John, og það hefur verið í mörg horn að líta. „Við hittum flesta Íslend- inga sem koma til Heclu, þar sem við búum, og þegar þeir kveðja segja þeir okkur endi- lega að hafa samband þegar við erum á Ís- landi. Ég er svo frökk að ég geri það bara,“ segir hún hlæjandi. Eitt númer mun Maxine þó ekki hringja í, alltént ekki í bili. „Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og frú hafa í tvígang verið gestir á heimili okkar í Heclu og til stóð að heyra í honum hljóðið. Þegar við lentum á Íslandi fréttum við hins vegar strax að hann hefði Heclu, kynnti Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélagsins, okkur sem Mikleyjarmeyjar. Eins og ég skil orðið „mey“ stóð engin okkar undir því gælunafni. Ekki lengur.“ Hún hlær. Stefanía, amma Maxine, lést áður en Max- ine fæddist en minningin lifði. „Amma var yndisleg kristin kona en sögurnar sem hún sagði börnum sínum voru hræðilegar. Því hræddari sem þau urðu þeim mun svakalegri urðu sögurnar. Fátt er jafn ógnvekjandi og íslenskar drauga- og púkasögur.“ Hún brosir. Foreldrar Maxine, Bernice og Stefan Helgason, töluðu alltaf íslensku sín á milli á heimilinu en ensku við Maxine og systkini hennar þrjú. Fyrir vikið lærði hún ekki mál- ið. „Ég velti þessu ekki fyrir mér þegar ég var lítil en núna þykir mér miður að hafa ekki lært íslensku strax í barnæsku. Fyrir um áratug tók ég á mig rögg og fór að læra svolitla íslensku,“ segir Maxine. Hún sótti námskeið en kenndi sér líka sjálf með því að bera saman ritningarorð í íslensk- um og enskum biblíum. Maxine og John Ingalls glöð í bragði í Kópa- vogi. Þau ætla að fara vítt og breitt um land- ið næstu vikurnar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hecla-eyja Winnipeg-vatn Til Winnipeg Hamarsvatn Hecla-eyja Black-eyja Arborg Deer-eyja Hecla Gull Harbour Riverton Grunnkort: Google FR ÍT T EI NT AKTÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP LEIKHÚS FR ÍT T EI NT AK R ÍÞRÓTTIR MATU R OG ALLT ANNAÐ F RÍ TT EI NT AKTÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP LEIKHÚS L alla fimmtudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.