Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 27
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
G
uðrún Valdimarsdóttir og Oddur Jóhannsson búa ásamt tveimur son-
um sínum í notalegri íbúð á Langholtsveginum. Heimilið ber þess
glögglega merki að þar býr hönnuður en Guðrún er vöruhönnuður og
hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. „Lofthæðin og gluggarnir eru
það besta við íbúðina því þeir gefa mikla birtu,“ segir Guðrún og segist hafa lit-
ríkan stíl þannig að hún reyni að blanda litum inn í sem flest á heimilinu. Stofan,
borðstofan og eldhúsið eru eitt rými en fyrsta verk Guðrúnar og Odds þegar þau
keyptu íbúðina árið 2007 var að rífa niður hlaðinn glervegg sem skildi að borð-
stofuna og stofuna.
„Við erum alltaf í þessu rými og gott að geta verið þar saman þó allir séu að
sinna sínu. Eins er ég mjög ánægð með eldhúsið sem við skipulögðum sjálf en
það er opið og nóg af borðplássi,“ segir Guðrún. Hún á ekki langt að sækja list-
ræna hæfileika sína en afi hennar var myndhöggvarinn Sæmundur Valdimarss-
son. Á Guðrún þrjár styttur úr hans smiðju sem eru í miklu uppáhaldi á heim-
ilinu en móðurafi hennar var einnig listrænn smiður og amma hennar mikill
hönnuður og saumakona. Guðrún er nú með í vinnslu skrifborð sem hún hyggur
á að setja á markað innan tíðar en hún hefur hannað ýmsa muni fyrir heimilið.
Morgunblaðið/Eggert
Appelsínuguli stóllinn er vinsæll til að
lesa saman í, bakgrunni sjást styttur
höggnar úr rekaviði eftir Sæmund
Valdimarsson, afa Guðrúnar. Litagleði
og hönnun
FALLEGT HEIMILI Á LANGHOLTSVEGINUM BER ÞESS GLÖGG-
LEGA MERKI AÐ HÚSMÓÐIRIN ER VÖRUHÖNNUÐUR.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
NOTALEGT HEIMILI Á LANGHOLTSVEGINUM
Keilir (á efri mynd) og Gígur,
kertastjakar sem hannaðir
eru af Guðrúnu.
Tjaldið er úr Tiger og setur skemmtilegan svip á herbergi bræðranna Torfa og Stígs. Hillan er lokaverkefni Guðrúnar frá Listaháskóla Íslands.
Holtagörðum • Pöntunarsími 512 6800 www.dorma.is
TAXFREE
VERÐ KR.
119.442
FULLT VERÐ
149.900
NÝTTU
TÆKIFÆRIÐ
FRÁBÆR
KAUP