Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Matur og drykkir ítalskt grænmetislasagna í aðalrétt og ekta góða hráköku með hnetum og kókosmjöli í eftirrétt. „Það er góð tilfinning að geta verið fyr- irmynd en sumir sem við þekkjum hafa kynnst grænmetisfæði með því að bjóða okk- ur í mat og líkað síðan sjálfum mjög vel við matinn. Fólk sér að það er mögulegt að elda góðan vegan-mat og að vegan-ætur borða ekki bara gras og banana,“ segir Adrian í léttum dúr. Þá segir Adrian að það sé frem- ur hversdagslegt að vera vegan-ætur meðal þeirra vina og kunningja en fjölskyldan er aðventistar og eru margir meðal þeirra sem aðhyllast slíkt mataræði. Á milli fólks mynd- ist skemmtilegt matartengslanet og sé fólk duglegt að borða saman og skiptast á upp- skriftum. Síðastliðin þrjú ár hafa Adrian og Vigdís einnig haldið reglulega heils- unámskeið um mataræði sem haldin eru í safnaðarheimili aðventista og er aðgangur ókeypis. Þau hvetja fólk til að líta inn á mið- vikudagskvöldum en hvert námskeið er sex sjálfstæð kvöld. „Við höfum reynt að hitta fólkið sem kem- ur á námskeiðið einu sinni í mánuði til að borða saman og það er gaman að sjá með eigin augum hvað fólki getur liðið betur með breyttu mataræði,“ segir Adrian. H jónin Vigdís Linda Jack og Adrian Lopez umturnuðu mataræði sínu fyrir þremur árum. Þá var Adri- an farinn að glíma við offitu og margvísleg heilsufarsleg vandamál því tengd, m.a. sykursýki, of háan blóðþrýsting og kæfisvefn. Í dag aðhyllist fjölskyldan vegan- mataræði sem þýðir að þau neyta eingöngu grænmetisfæðu og sleppa bæði mjólk- urvörum og eggjum. „Við vissum vel hvað væri hollt að borða en vorum kannski bara of löt til að fram- fylgja slíku mataræði sjálf. Síðan kom að því að Adrian fann að hann varð að snúa við blaðinu og þá fórum við á ávaxtakúr í nokkra daga til að hreinsa líkamann og venja bragðlaukana af mjög söltum mat og slíku. Eftir það skiptum við yfir í grænmet- isfæði og ég hóf að prófa mig áfram í elda ýmiss konar grænmetisrétti. Þetta var dálít- ið erfitt fyrst og sumt fór beint í ruslið en svo fór þetta að ganga betur og ég fór líka að sanka að mér góðum uppskriftum að rétt- um sem ég hafði fengið í matarboðum “ seg- ir Vigdís. Adrian er upprunalega frá Mexíkó og hefur Vigdís unun af mexíkanskri mat- argerð þó hún eldi líka mat frá ýmsum heimshornum. Fyrir matarboðsgesti bar hún t.a.m. mexíkanska baunasúpu í forrétt, Gestgjafarnir Vigdís Linda Jack og Adrian Lopez leggja lokahönd á girnilegar grænmetiskrásir. Lasagnað var borið fram með salati og avókadó, sem kallað hefur verið ofur- fæði, það er líka gott bara eitt og sér. VEGAN-ÆTUR BJÓÐA Í MAT Ekki bara gras og bananar HJÓNIN VIGDÍS LINDA JACK OG ADRIAN LOPEZ BUÐU GESTUM SÍNUM Í VEGAN-MAT SEM ER BÆÐI EGGJA- OG MJÓLKURVÖRULAUS. María Ólafsdóttir maria@mbl.is * Adrian er upprunalega frá Mexíkó og hefur Vigdísunun af mexíkanskri matargerð þó hún eldi líkamat frá ýmsum heimshornum. Fyrir matarboðsgesti bar hún mexíkanska baunasúpu í forrétt, ítalskt grænmetis- lasagna í aðalrétt og ekta góða hráköku í eftirrétt. ½ pk. eða 250 g brúnar eða grænar linsubaunir 2½ lítri vatn 1 dós niðursoðnir tómatar 1 matarbanani (má sleppa) ½ laukur 1 hvítlauksrif 3-4 sojapylsur í sneiðum 1 grænmetissoðsteningur salt eftir smekk Aðferð Matarbananinn er skorinn í þrjá bita og soðinn í hýðinu með linsu- baununum í 30-40 mín. Þá er hýð- ið tekið af og bananinn settur aft- ur út í pottinn. Tómatar, laukur og hvítlaukur er skorið smátt og steikt á pönnu í smámatarolíu. Síðan er því bætt út í pottinn með linsubaununum ásamt nið- ursneiddum pylsunum. Kryddað með grænmetissoðsteningi og salti og látið sjóða í fimm mínútur. Mexíkanskar linsubaunir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.