Morgunblaðið - 04.07.2013, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is
Veldu rétt
BAKSVIÐ
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Ein vinsælasta ferðahelgi landsins
er framundan, en fyrsta helgin í júlí
hefur lengi verið ein mesta ferða-
helgi sumarsins meðal Íslendinga.
„Hér á Akranesi fara fram ýmsar
keppnir um helgina á Írskum dög-
um. Það er meðal annars keppt í
dorgveiði, sandkastalagerð, mesta
partíljóninu, sultugerð og hæfni með
vinstri hendi. Þá er vinsælasta
keppnin okkar þegar verðlaunaður
er rauðhærðasti Íslendingurinn,“
segir Sædís Sigurmundsdóttir, verk-
efnastjóri Akranesbæjar, en einnig
er efnilegasti rauðhausinn verðlaun-
aður. Keppnin hefur alla tíð notið
mikilla vinsælda. „Hátíðin er mikil
fjölskylduhátíð og er fyrst og fremst
hugsuð sem slík. Tónlistarhátíðin
Lopapeysan á 10 ára afmæli svo við-
burðirnir verða ansi veglegir,“ segir
Sædís en meðal þeirra sem koma
fram eru Bubbi Morthens, Jón Jóns-
son og Páll Óskar. Sædís vonar að
veðurspáin rætist ekki, en segir að
rigningin muni þó ekki hafa mikil
áhrif á skemmtunina.
Kynna þjóðlagaarf þjóða
Besta veðrið verður á Norður- og
Austurlandi og því ekki úr vegi að
fara til Siglufjarðar þar sem Þjóð-
lagahátíð stendur sem hæst um
helgina.
„Hátíðin hófst í gær og stendur til
sunnudags og þá tekur við Bjarnahá-
tíð hér á Siglufirði,“ segir Vigfús Þór
Árnason, fyrrverandi sóknarprestur
á Siglufirði. Markmið Þjóðlagahátíð-
arinnar er að kynna þjóðlagaarf
ólíkra þjóða. Á Bjarnahátíðinni, sem
Vigfús nefnir svo, verður vígður
minnisvarði um séra Bjarna Þor-
steinsson, tónskáld og heiðursborg-
ara. Þá verður einnig vígt svonefnt
Bjarnatorg. „Þetta verður í fyrsta
sinn sem forsætis- og þjóðmenning-
arráðherra, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, verður viðstaddur sem slík-
ur sem og Siglfirðingurinn Illugi
Gunnarsson sem mennta- og menn-
ingarmálaráðherra,“ segir Vigfús
Þór.
Margar hátíðir eru um helgina á
víð og dreif um landið.
Háskólanemar með útihátíð
„Í Hallgeirsey verður haldið fyrsta
Íslandsmeistaramótið í háskólasápu-
fótbolta,“ segir Jóhann Einarsson,
verkfræðinemi og einn af skipuleggj-
endum útihátíðar háskólanema sem
haldin verður í Hallgeirsey um
helgina. Útihátíðin er ætluð öllum há-
skólanemum landsins, en útilegan
hefur verið haldin í mörg ár og var
upphaflega í Þórsmörk.
Á hátíðinni verður keppt í hinum
ýmsu íþróttum og þrautum og vin-
sælir tónlistarmenn koma fram, þar
má nefna Ingó Veðurguð og hljóm-
sveitina Úlfur Úlfur.
„Hver vill ekki koma heim sem Ís-
landsmeistari á sunnudaginn? Það
verður enginn svikinn af þessari
stórgóðu hátíð,“ segir Jóhann.
Blaut ferðahelgi framundan
Þjóðlög, rauðhærðasti Íslendingurinn, sandkastalakeppni, sápufótbolti og fleira í boði um helgina
Besta veðrið á Norður- og Austurlandi Fjöldi háskólanema skemmtir sér saman í Hallgeirsey
Akranes Veitt verða verðlaun á Írskum dögum fyrir rauðhærðasta Íslendinginn og efnilegasta rauðhausinn.
„Besta veðrið verður á Norður- og Austur-
landi um helgina, en mögulega einhver smá
bleyta þar af og til,“ segir veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, en hann telur besta
veðrið verða þar á laugardag þar sem hiti
gæti farið í 16-18 gráður. Þó er vætu spáð á
öllu landinu á föstudag fram á kvöld. Á Vest-
ur- og Suðurlandi á veðrið að vera heldur
verra og búist er við mikilli vætu þar alla
helgina.
„Þá gæti einnig orðið ansi hvasst við fjöll
og þurfa þeir sem eru með vagna í eftirdragi
að gæta sín á ferð sinni milli landshluta.“
Á sunnudaginn verður veðrið heldur
skárra á öllu landinu og lítur út fyrir að
verða hið ágætasta víðast hvar, en þó svalt.
„Versta veðrið verður á föstudag. Höfuðborgarsvæðið ætti þó að fá
ágætt skjól um helgina, en þar verður þó alls ekki þurrt,“ segir veð-
urfræðingur og býst við meiri rigningu og roki á Suður- og Suðaust-
urlandi.
Gæti haldist þurrt á laugardag
BÍLAR MEÐ VAGNA Í EFTIRDRAGI ÞURFA AÐ GÆTA SÍN
Sex nemendur, sem útskrifast hafa
úr grunnnámi í eðlisfræði og efna-
fræði við Háskóla Íslands í ár, tóku
við verðlaunum úr Verðlaunasjóði
Guðmundar P. Bjarnasonar frá
Akranesi við hátíðlega athöfn í
Öskju í vikunni. Nemendurnir;
þrjár konur og þrír karlar, eiga það
sameiginlegt að hafa náð afburða-
árangri í BS-námi sínu við Raunvís-
indadeild HÍ. Hver um sig fær 500
þúsund krónur og heildarupphæðin
því þrjár milljónir króna. Nemend-
urnir eru Árni Johnsen, Guð-
mundur Kári Stefánsson og Eyjólf-
ur Guðmundsson, sem útskrifuðust
í eðlisfræði, Tinna Pálmadóttir og
María Lind Sigurðardóttir í líf-
efnafræði og loks Lilja Kristins-
dóttir, sem útskrifaðist í efnafræði.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2000
með rausnargjöf Guðmundar, en
hann lést árið 2006. Hann stundaði
netagerð og útgerð á Akranesi og
var líka fiskmatsmaður.
Verðlaun Nemendurnir sex og sjóðsstjórn
við athöfnina í Öskju í vikunni.
Sjóður Guðmundar
P. Bjarnasonar verð-
launar sex nema
Í síðustu viku
náðist að klára
fyrstu þrjá metr-
ana í Njálurefl-
inum sem verið
er að sauma í
Sögusetrinu á
Hvolsvelli.
Fyrsta saum-
sporið var tekið í
byrjun febrúar og því hafa þessir
þrír metrar klárast á fimm mán-
uðum. Alls á refillinn að verða 80
metra langur þannig að næg vinna
er eftir. Bæði heimafólk og ferða-
menn koma við til að sauma, konur
og karlar á öllum aldri.
Fólk er eindregið hvatt til að
renna við í Sögusetrinu og taka
nokkur saumspor í refilinn, segir í
fréttatilkynningu.
Þrír metrar af 80
af Njálureflinum
Hjólreiðakeppnin Alvogen Mid-
night Time Trial verður haldin í
fyrsta skipti í kvöld. Keppendur
verða ræstir frá Hörpu kl. 21 og fer
keppnin fram á Sæbrautinni, sem
verður lokað til miðnættis. Lyfja-
fyrirtækið Alvogen, sem er í eigu
Róberts Wessman, styrkir keppn-
ina en þátttökugjöld renna til
styrktar verkefni UNICEF á Mada-
gaskar og Rauða krossins í Síerra
Leóne.
Hjólreiðakeppni á
Sæbrautinni í kvöld
STUTT
Goslokahátíð í Vest-
mannaeyjum
Írskir dagar á Akranesi
Þjóðlagahátíð á Siglufirði og
Bjarnahátíð að henni lokinni
Hallgeirsey, Útihátíð
háskólanema
Landsmót UMFÍ á Selfossi
Vopnaskak, fjölskylduhátíð á
Vopnafirði
Fjórðungsmót hestamanna á
Kaldármelum
Breiðfirska bátahátíðin á
Reykhólum
Dýrafjarðardagar á Þingeyri
Markaðshelgi á Bolungarvík
Úlfljótsvatnshátíð
Fagrafest, tónlistarhátíð á
Dalvík
N1-mótið á Akureyri
Fjölbreyttir
viðburðir
MARGT UM AÐ VERA
Fótbolti Fjöldi pilta mun
keppa á N1-mótinu á Akureyri.