Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is HÆGINDASTÓLAR BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 FREYJA Vel hannaðir og vandaðir hægindastólar með innbyggðum skemmli, stillanlegum hnakkapúða, 360° gráðu snúningi og stillanlegu ruggi. Stærð B:72 D:80 H:102 NÝTT - KYNNINGARVERÐ kr. 165.900 Kynningarverð KR. 149.300 kr. 133.700 Kynningarverð KR. 119.900 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Um miðjan júlímánuð hefjast fram- kvæmdir í Borgartúni í Reykjavík. Meðal annars stendur til að þrengja umferðargötu úr níu metrum í 6,5 metra. Áfram verða þó tvær akrein- ar. Eins á að leggja 1,7 metra breiða hjólastíga sitthvorumegin við göt- una. Þá verða engin bílastæði sam- síða götunni eftir breytingar. Að sögn Davíðs Baldurssonar, yfirverkfræðings hjá Reykjavíkur- borg, mun bílastæðum fækka um 52 í heild. Þar á meðal verða öll bílastæði sem eru samsíða umferðargötunni milli Sóltúns og Katrínartúns tekin úr notkun. Alls 32 stæði. Þúsundir vinna í Borgartúni Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrirhugaðar framkvæmdir með til- liti til bílaumferðar og fyrirséðs skorts á bílastæðum. „Þótt það sé gott og gilt að veita Borgartúni and- litslyftingu er ég hræddur um að menn átti sig ekki á því hvernig Borgartún virkar. Hér vinna þús- undir manna, fjölmargir sækja þjón- ustu hingað og þegar eru bílastæða- vandamál. Þá er umferðarþungi mikill í götunni og fyrirséð að um- ferðarhnútar muni versna enn við þá þrengingu sem er fyrirhuguð,“ segir Hlöðver Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Ein- ars Farestveit, sem er til húsa í Borgartúni 28. Davíð segir að menn hjá Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að almenningssamgöngur og hjólreiða- stígar verði nýttir í auknum mæli. „Þessi stæðafækkun er lítil ef miðað er við heildarstæðafjölda í Borgar- túni,“ segir Davíð. Morgunblaðið/Eggert Borgartún Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrirhugaðar þrengingar umferðargötunnar í Borgartúni. Borgartúnið breytist  Umferðargata þrengd og hjólreiðastígar lagðir  Fram- kvæmdastjóri óttast bílastæðaskort og umferðarhnúta Framkvæmdir Gatan verður þrengd og hjólastígar lagðir sitthvorumegin við umferðargötuna í Borgartúni. 52 bílastæði verða tekin úr notkun. Íslenska safnadeginum verður fagn- að víða um land nk. sunnudag, 7. júlí, með ókeypis aðgangi að söfnum. Í Þjóðminjasafninu verður sérstök af- höfn kl. 14 þar sem um 70 börn munu grafa niður fornleifar framtíð- arinnar. Viðstödd verður Vigdís Finnbogadóttir, formaður afmæl- isnefndar Þjóðminjasafnsins, en safnið helgar 150 ára afmælisári í ár æsku landsins. Safnið hefur unnið sérstakt verk- efni með stórum hópi barna. Þau fengu box á safninu sem þau hafa sett nokkra gripi í að eigin vali, ásamt hefti sem þau hafa skrifað og teiknað í. Á safnadaginn koma börn- in með boxin á Þjóðminjasafnið og setja þau í kistu sem grafin verður niður á lóð safnsins og geymd þar í 25 ár. Árið 2038, á 175 ára afmæli safnsins, verður „börnunum“ boðið að koma og vera viðstödd þegar kist- an verður grafin upp aftur. Boðið verður upp á leiðsögn um Þjóðminjasafnið á sunnudaginn kl. 11 á ensku, kl. 13 á íslensku og kl. 14 á pólsku. Börn grafa niður fornleifar framtíðar  Safnadegi fagnað á sunnudaginn Morgunblaðið/Kristinn Þjóðminjasafn Börn leika stórt hlutverk í safnadeginum á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.