Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013
✝ Hallgrímurfæddist á
Stóra-Bóli á Mýrum
í Hornafirði 19. júní
1926. Hann lést á
heimili sínu 22. júní
2013.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Halldórsson, f. 19.
febrúar 1887, d. 14.
september, f. 1976
og Guðrún Þor-
steinsdóttir, f. 3. janúar 1892, d.
20. mars, f. 1973.
Systkini Hallgríms voru Hall-
dór, f. 1913, d. 1991, Guðríður, f.
1914, d. 1982, Aðalsteinn, f.
1915, d. 1995, Halla, f. 1917, d.
1993, Sigurbjörg, f. 1918, d.
1997, Katrín, f. 1919, d. 2000,
Guðmundur, f. 1921, d. 2005,
Helgi, f. 1924, d. 1987, Sigrún, f.
1928, drengur, f. 1930, d. 1930,
og Sigurjón, f. 1932, d. 1934.
Hinn 31.12. 1951 kvæntist
Hallgrímur eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Lovísu Ósk-
arsdóttur, f. 12.5. 1933. For-
eldrar hennar voru Kristín
Björnsdóttir, f. 1909, d. 1972, og
Óskar Guðnason, f. 1908, d.
1992. Börn Hallgríms og Lovísu
eru: 1) Óskar, f. 25. nóvember
1953, maki Elín Björg Magn-
úsdóttir. Börn þeirra eru Hjör-
dís, Magnús og Hallgrímur. 2)
vangi bæjarmála í Garðahreppi,
hann var formaður áfengisvarn-
arnefndar í Garðahreppi frá
1960, hreppsnefndarmaður
Garðahrepps frá 1970 til 1974, í
skólanefnd í Tónlistarskólanum
í Görðum 1974 til 1982, einn af
stofnendum æskulýðsfélagsins
Stjörnunnar í Garðahreppi 1960
og í stjórn þess fyrstu árin og í
bókasafnsnefnd Garða frá 1970
til 1974. Hallgrímur kom mikið
að málefnum heyrnarlausra og
heyrnarskertra og sinnti ýmsum
trúnaðarstörfum á þeim vett-
vangi. Þannig var hann einn af
stofnendum Styrktarfélags
heyrnardaufra 1966 og í stjórn
þess fyrstu árin, í nefnd til að
gera heildartillögur um framtíð-
arfyrirkomulag talmeina- og
heyrnarþjónustu 1977 og í
stjórn Heyrnar- og talmeina-
stöðvar Íslands frá stofnun
1978. Einnig var hann fram-
kvæmdastjóri Heyrnarhjálpar
um árabil. Hallgrímur hafði
brennandi áhuga á útbreiðslu
alþjóðamálsins esperanto og
vann mikið á vettvangi samtaka
þeirra á Íslandi. Þau hjónin
sóttu alþjóðaráðstefnur esper-
antista víða um heim og eign-
uðust í þeim hópi marga góða
vini. Hallgrímur þýddi ýmsar
barnabækur á og úr esperanto,
svo og stóð hann fyrir útgáfu á
kennslubókum. Nú síðast í vetur
þýddi hann kennslubókina
Esperanto með beinni aðferð.
Útför Hallgríms fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
4. júlí 2013, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Vigfús, f. 13. ágúst
1955, maki Edda
Björk Sigurð-
ardóttir, þau
skildu. Börn þeirra
eru Arndís Jóna,
Steinn Anton, Sig-
urður Jóel og Halla
Björk. 3) Kristín, f.
25. júní 1956, maki
Arnór Snorrason.
Börn þeirra eru
Stefán og Ásta
Lovísa. 4) Þorsteinn, f. 20. nóv-
ember 1960, maki Auður Egils-
dóttir. Börn þeirra eru Lilja,
Lovísa, Egill og Elín. 5) Guðrún,
f. 10. júlí 1962, maki Guð-
mundur Ýmir Bragason. Börn
þeirra eru Atli Már, Bjarni
Daníel, Björn Halldór og Ari
Vestmar. 6) Hallmundur, f. 19.
október 1963, unnusta Asti Tyas
Nurhidayati. Langafabörnin eru
níu.
Hallgrímur útskrifaðist úr
Kennaraskóla Íslands 1948 og
starfaði við Barnaskóla Hafn-
arhrepps, A-Skaftafellssýslu frá
1948 til 1960. Árið 1960 fluttu
þau hjónin í Goðatún 10 í Garða-
hreppi og bjó hann þar til ævi-
loka. Hallgrímur kenndi við
Barnaskóla Garðahrepps (síðar
Flataskóli) frá 1960 til 1986 og
var yfirkennari frá 1971. Hall-
grímur starfaði töluvert á vett-
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir
á svalri grund, í golu þýðum blæ,
er gott að hvíla þeim er vini syrgir.
Í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá,
að huga þínum veifa mjúkum svala.
Hver sælustund sem þú þeim hafðir hjá
í hjarta þínu byrjar ljúft að tala.
Og tárin sem þá væta vanga þinn
er vökvan, send frá lífsins æðsta
brunni.
Þau líða eins og elskuð hönd um kinn
og eins og koss þau brenna ljúft á
munni.
Þá líður nóttin ljúfum draumum í
svo ljúft að kuldagust þú finnur eigi,
og fyrr en veist þá röðull rís á ný
og roðinn lýsir fyrir nýjum degi.
(Hannes Hafstein)
Nú eru sextíu og fjögur ár síð-
an við rugluðum saman reytum
okkar. Mér finnst tíminn hafa
flogið áfram. Alltaf var eitthvað á
döfinni.
Við byrjuðum í febrúar síðast-
liðnum að plana hvað ætti að gera
í sumar. Það átti að bardúsa hitt
og þetta í Hálsakoti í Lóni, en líka
að liggja í leti og njóta. Og síðan
verður alþjóðaþing esperantista í
Hörpu í júlí og mikil tilhlökkun að
hitta þar ýmsa vini og kunningja
víða að úr heiminum. En sumt fer
öðru vísi en ætlað er.
Ástarkveðja og þökk fyrir allt.
Lovísa.
Fyrir mörgum árum ræddi
pabbi við mig um að honum fynd-
ist tæplega rétt að börn skrifuðu
minningargreinar um foreldra
sína. Nú er því komið að því að
óhlýðnast lítillega, en orðafjöld-
anum verður þó stillt í hóf þó að
frá mörgu mætti segja.
Þrátt fyrir að pabbi hafi náð
hátt að níræðu og verið lengst af
við þokkalegustu heilsu, þá er ég
samt sem áður mjög ósáttur við
að hann sé farinn. Ég á honum líf-
ið að þakka og hef getað gengið
að honum og mannkostum hans
vísum alla mína tíð. Það er því
erfitt að sættast við að sjá hann
ekki aftur, þiggja hjá honum
kaffisopa og samræður í stund-
arkorn eða heilræði.
Pabbi var hjálpsamur maður
og man ég vel eftir því að í kring-
um 1970 kom hann heim á rússaj-
eppanum með ókunnan Rambler-
bíl í eftirdragi, en sá hafði drepið
óvænt á sér á Hafnarfjarðarveg-
inum. Við skoðun kom í ljós að
raki hafði myndast inni í kveikju-
lokinu og varð úr að við fórum
upp á BP-stöðina hans Dóra í
Lyngásnum og keyptum þar
brúsa af undraefninu CRC-5-56
og úðuðum inn í lokið. Bíllinn
rauk í gang eftir þetta og var eig-
andinn pabba mikið þakklátur
fyrir aðstoðina. Við þekkjum öll
að miklu auðveldara er að keyra
fram hjá biluðum bíl í vegkant-
inum en að stoppa og veita að-
stoð. Þannig held ég að pabbi hafi
haft umtalsvert af miskunnsama
Samverjanum í sinni skapgerð.
Þessi skapgerð endurspeglað-
ist líka í stjórnmálaskoðunum
hans, en hann var jafnaðarmaður
frá unga aldri. Ekki er ósennilegt
að kröpp kjör í barnæsku hafi
mótað lífsýn hans og viljann til
þess að gera öðrum vel. Þessi sýn
kom líka fram í áhuga hans á al-
þjóðatungumálinu esperanto,
sem hann sá sem leið fyrir fólk til
að tala saman á jafnræðisgrund-
velli, laust við stórveldatungu-
málapólitík.
Sem uppalandi þá stóð pabbi
sína plikt með sóma og kom
ásamt móður okkar sex krökkum
til manns.
Á lífsleiðinni hefur hann stutt
mig í hverju því sem ég hef tekið
mér fyrir hendur.
Pabbi minn, ég þakka þér fyrir
allt.
Þorsteinn (Steini).
Með þessum orðum mínum
kveð ég tengdaföður minn, Hall-
grím Sæmundsson. Hallgrímur
háði í byrjun sumars stutta en
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm sem að lokum bar hann of-
urliði þremur dögum eftir 87 ára
afmælisdag hans.
Mín fyrstu kynni af Hallgrími
voru fyrir rúmum 30 árum, á
menntaskólaárum mínum, en
Þorsteinn sonur Hallgríms var
bekkjarbróðir minn í mennta-
skóla. Þannig kynntist ég systur
Þorsteins, Kristínu, sem síðar
varð eiginkona mín. Mín kynni af
Hallgrími voru því á vettvangi
fjölskyldunnar. Í fyrstu fannst
mér Hallgrímur vera frekar hlé-
drægur maður sem lítið fór fyrir
en við nánari kynni kom í ljós
hvern mann hann hafði að geyma.
Honum var ekki tamt að trana
sér fram eða láta á sér bera.
Hann stóð samt fast á skoðunum
sínum og þeim manngildishug-
sjónum sem voru honum afar
mikilvægar. Þær eru að við
mennirnir séum jafnir og eigum
sama rétt á því að lifa með sæmd,
hver svo sem uppruni okkar, lík-
amlegt og andlegt atgervi er.
Segja má að hann hafi fundið
hugsjónum sínum hljómgrunn í
gegnum starf sitt sem kennari og
ekki síður í gegnum áhugamálið,
alþjóðamálið esperanto sem átti
hug hans allan. Í esperanto krist-
allast löngun mannsins til að gera
heiminn betri. Að gefa öllum
jafna möguleika á að tjá sig á
sameiginlegri tungu og auka
þannig skilning á mismunandi
menningu þjóða og draga úr for-
dómum manna á milli. Koma
þannig í veg fyrir átök, stríð og
önnur illvirki.
Hallgrímur ólst upp við afar
kröpp kjör en var ekki tíðrætt um
það hlutskipti sitt. En eins og hjá
mörgum af hans kynslóð tileink-
aði hann sér hugsunarhátt sjálfs-
bjargar og sjálfþurftar. Ef bílar
biluðu eða þurfti að gera við hús
átti að takast á við verkið sjálfur
og með jákvæðum huga. Svo
sannarlega hugsaði Hallgrímur í
lausnum en ekki í vandamálum.
Það fór heldur ekki á milli mála
að þrátt fyrir sitt hófsama fas var
Hallgrímur akkeri fjölskyldunn-
ar. Hann var sá sem leitað var til
og hlustað var á ráð hans.
Hjónaband Hallgríms og eig-
inkonu hans Lovísu Óskarsdóttur
var afar kærleiksríkt ekki síst
fyrir þær sakir hve samlynd þau
voru. Þau ferðuðust mikið saman
um Ísland og á seinni árum áttu
þau góðar stundir saman í kotinu
sínu í heimahögum í Austur-
Skaftafellssýslu. Lovísa tók líka
virkan þátt í áhugamáli Hall-
gríms sem gaf þeim kost á að
ferðast um allan heim á þing
esperantista og kynnast þar fólki
af ólíkum þjóðernum og siðum.
Þannig eignuðust þau vini um all-
an heim.
Hallgríms er sárt saknað en
góðar minningar um gleðilegar
og gagnlegar samverustundir
munu ylja mér um hjartarætur.
Hvíl í friði góði vinur.
Arnór Snorrason.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Hallgrímur Sæmundsson, er lát-
inn. Hann lést rétt orðinn 87 ára,
en átti þó svo margt eftir ógert
enda sóttist hann ekki eftir iðju-
leysi.
Hann var síungur og mjög
duglegur að tileinka sér nýjung-
ar. Ég veit ekki um marga á hans
aldri sem höfðu jafngott vald á
tölvum og tengdum hlutum og
hann.
Ég á svo ótal margar góðar
minningar um hann, en skemmti-
legastar held ég að séu þær sem
snúa að ferðalögum um landið
okkar. Hvar sem farið var þá var
hann alltaf með söguna og nöfn á
öllum fjöllum og lækjarsprænum
á hreinu. Hann var einstakur
mann-, náttúru- og dýravinur.
Þannig passaði hann alltaf vel
upp á fuglana í garðinum og gaf
þeim fitublandað brauð á veturna
til þess að tryggja þeim þá orku
sem þeir þurftu til þess að lifa af
kaldar nætur.
Hallgrímur hefur reynst mér
og börnunum einstaklega vel, það
var alltaf hægt að leita til hans
með stórt sem smátt og var hann
óþreytandi að veita góð ráð og að-
stoð, hvort sem var íslenskt mál,
garðyrkja, smíðar eða bílviðgerð-
ir.
Hann var fjölfróður maður og
sóttist eftir því að kynna sér
vandlega sem flest og fannst
manni hann á stundum vita allt á
milli himins og jarðar. Hann unni
íslenskri tungu, átti heilmikið af
bókum og naut þess að lesa þær.
Hann kunni að meta og njóta
góðrar tónlistar og hafði sérstak-
lega gaman af því að hlusta á og
syngja íslensk sönglög.
Hallgrímur var sælkeri þegar
kom að kaffi og keypti það ein-
göngu fyrsta flokks, malaði baun-
irnar sjálfur og setti aldrei annað
en nýmjólk þar út í.
Tengdapabbi var óþreytandi
að taka upp litlar sjálfsánar
plöntur úr garðinum í Goðatúni,
ala þær upp í blómapottum og
gefa þær síðan innan fjölskyld-
unnar. Hann á því mikið í þeim
mörgu reynitrjám sem prýða
garðinn okkar á Einifelli.
Ég vil að lokum þakka Hall-
grími samfylgdina og hans góðu
nærveru.
Auður.
Á fallegum sumardegi er bæði
ljúft og sárt að minnast afa Hall-
gríms, „kara avo“. Ilmandi gróð-
ur og skríkjandi fuglar kalla fram
minningar okkar barnabarnanna
úr garðinum í Goðatúni, gróður-
húsinu og skjólsæla pallinum þar
sem við sátum og hlógum fyrr í
vor. Við nutum okkar alltaf vel í
Goðatúni sem börn. Ef okkur
leiddist var afi fljótur að reiða
fram teiknimyndir á esperanto
sem við skildum nú ekki mikið í
en höfðum engu að síður gaman
af, en ef það dugði ekki til fann
hann söguna um Glókoll og las
fyrir okkur eða leyfði okkur að
leika með bein líkt og gert var í
gamla daga.
Þegar við urðum eldri áttuðum
við okkur á því hversu mikla vitn-
eskju afi okkar hafði um ýmsa
hluti eins og íslenska fugla,
plöntur og framandi tungumál.
Það kom sér oft vel að geta leitað
til hans með hin ýmsu skólaverk-
efni því gamli kennarinn hafði
engu gleymt og var ávallt
reiðubúinn að aðstoða okkur,
hvort sem aðstoðin fólst í að segja
okkur frá lífinu í gamla daga eða
lesa yfir heilu lokaritgerðirnar í
háskóla.
Afi Hallgrímur var okkur öll-
um góð fyrirmynd. Það virtist
honum eðlislægt að taka lífinu
með ró, njóta náttúrunnar og lífs-
ins, hjálpa öðrum og miðla af
þekkingu sinni. Við kveðjum afa
okkar með bæði sorg í hjarta og
gleði yfir öllum stundunum sem
við áttum saman.
Lilja, Egill, Lovísa og
Elín Þorsteinsbörn.
Látinn er vinur minn og sam-
starfsmaður í áratugi í esper-
anto-hreyfingunni, Hallgrímur
Sæmundsson. Síðasta verk okkar
örfáum dögum fyrir andlát hans
var að rifja upp þær staðreyndir
sem hann vildi að kæmu fram í
minningargrein um hann sem
esperantista. Notkun hlutlauss
alþjóðlegs tungumáls á heimsvísu
þar sem notendur þess stæðu
jafnir taldi hann til mannréttinda.
Esperanto með meira en aldar-
gamla þróunarsögu og notkun á
öllum sviðum mannlegs lífs var í
hans augum augljós lausn á
tungumálavanda heimsins.
Hallgrímur fékk fyrst áhuga á
esperanto veturinn 1943 í
kennslustund hjá Oddi Sigur-
jónssyni skólastjóra gagnfræða-
skólans í Neskaupstað. Einn
nemendanna færði í tal að menn í
bænum væru að læra esperanto.
Oddur fór þá að fræða nemendur
um málið og tilgang þess og varð
Hallgrímur þá þegar ákveðinn að
kynna sér það við tækifæri.
Vorið 1947 hóf hann svo sjálfs-
nám í esperanto og hélt því áfram
um sumarið þegar hann vann á
skurðgröfu í Borgarfirði. Um
haustið fór hann á námskeið til
Ólafs S. Magnússonar kennara
og eftir áramót á framhaldsnám-
skeið hjá pólskum sendikennara,
A. Mildwurf. Var hann þá orðinn
vel fær í málinu.
Svo mjög hreifst Hallgrímur af
alþjóðamálinu að hann ákvað
snemma að vinna því gagn með
kennslu og þátttöku í félagsstörf-
um. Kenndi hann fyrst á nám-
skeiði á Höfn 1948 og síðar öðru
hverju í Neskaupstað, Reykjavík,
Hafnarfirði og Barnaskóla
Garðahrepps. Um skeið sá hann
um námskeið í barnablaðinu
Æskunni. Í framhaldi af kennsl-
unni á Höfn stofnaði hann ásamt
nemendum sínum esperanto-
félagið Vigla Vivo, sem starfaði í
nokkur ár en lagðist niður þegar
hann flutti frá Höfn. Hann gerð-
ist fljótlega félagsmaður í esper-
antofélaginu Auroro í Reykjavík
og í Íslenska esperantosamband-
inu og var formaður í þeim báðum
um árabil. Hallgrímur var hug-
myndaríkur framkvæmdamaður,
t.d. ber honum mest að þakka að
íslenska esperantohreyfingin
eignaðist eigið húsnæði fyrir
bókasafn, kennslu og félagsstörf.
Allt frá upphafi esperantofer-
ils síns tók Hallgrímur virkan
þátt í alþjóðlegu starfi Alþjóðlega
esperantosambandsins og sótti
mörg alþjóðaþing sambandsins
eftir stríð, alls 15 talsins, fyrst
1949 í Bournemouth, síðast í
Kaupmannahöfn 2011. Störf hans
í undirbúningsnefnd alþjóða-
þingsins í Reykjavík 1977 olli
miklu um giftusamlega fram-
kvæmd þess. Fyrir störf sín á
landsvísu og heimsvísu var Hall-
grímur kosinn heiðursfélagi Au-
roro kaj Alþjóðlega esperanto-
sambandsins.
Hallgrímur þýddi nokkrar
smásögur á esperanto auk
kennsluefnis, síðast „Esperanto
með beinni aðferð“ eftir Stano
Marcek.
Heimili Lovísu og Hallgríms
að Goðatúni 10 var tíður gesta-
staður esperantista, íslenskra
sem erlendra. Lovísa lærði esper-
anto og veitti honum ómældan
stuðning í störfum hans í þágu al-
þjóðamálsins, bæði hérlendis og
erlendis. Fyrir það ber sérstak-
lega að þakka. Ég sendi henni og
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Baldur Ragnarsson.
Sumarið 2011 sótti ég ásamt
fleiri Íslendingum Heimsþing
esperantista í Kaupmannahöfn.
Við þingsetningu, sunnudaginn
24. júlí, heilsaði Hallgrímur Sæ-
mundsson þingheimi í nafni ís-
lenskra esperantista. Þegar ég
hlustaði á ávarpsorð hans varð
mér allt í einu ljóst að þá voru lið-
in 62 ár síðan hann sótti sitt
fyrsta alþjóðaþing í Bornemouth
í Bretlandi 1949. Og á því þingi
voru liðin 62 ár frá því esperanto
kom fyrst fram á sjónarsviðið
með útgáfu kennslubókar Za-
menhofs árið 1887. Hallgrímur
hefur því verið virkur í esper-
anto-hreyfingunni hálfa ævi
esperantos og gott betur, því
hann hóf að læra málið vorið 1947
og hafði náð á því góðum tökum
árið eftir og barðist síðan fyrir
hugsjónum þessa unga máls til
hinstu stundar.
Kynni okkar Hallgríms hófust
rétt eftir 1980 þegar ég fór að
gefa mig að esperanto og urðu þó
einkum náin í minnilegri ferð
okkar íslenskra esperantista á
Heimsþingið í Kína sumarið 1986,
en í henni voru þau hjónin bæði,
Hallgrímur og Lovísa. Þótt ým-
islegt væri þar öðruvísi en í
Hornafirði, æskuslóðum Hall-
gríms, var hann fljótur að finna
skyldleikann, enda mæltust þeir
þar við á einni tungu, aðdáendur
hins kínverska Lí Pó og ofvitans
frá Hala í Suðursveit.
Fáa menn, ef nokkra, hef ég
þekkt sem höfðu jafn næmt auga
Hallgrímur
Sæmundsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS GUNNAR JÓNASSON,
fyrrverandi verksmiðjustjóri,
Brekkugötu 22,
Þingeyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
laugardaginn 29. júní.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju
mánudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Þórdís Jónsdóttir,
Sigríður Jónasína Andrésdóttir, Bragi Þór Haraldsson,
Jóhanna Jóna Andrésdóttir,
Jónas Magnús Andrésson, Vilborg Helgadóttir,
Þuríður Andrésdóttir, Sigurður Freyr Hreinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HRAFNHILDUR MARÍA THORODDSEN,
Akralandi 3,
sem lést þriðjudaginn 25. júní, verður jarð-
sungin frá Langholtskirkju mánudaginn
8. júlí kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknardeild Landspítalans.
Mjöll Helgadóttir, Gunnar Þorsteinsson,
Helgi H. Helgason, Svava Ólafsdóttir,
Atli G. Helgason, Linda Hansen,
Steinar Helgason, Thelma Hillers,
Drífa Jenný Helgadóttir, Þórður Kristleifsson,
Ester Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.