Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. J Ú L Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  165. tölublað  101. árgangur  ALLTAF GEGGJAÐ PARTÍ EINS OG ÚR ÖÐRUM HEIMI VIÐ EIGUM AÐ NÝTA KRAFTINN Í REIÐINNI SELÁRDALUR 13 SJÁLFSHJÁLPARBÓK 10NILE RODGERS 38 Kríumamma í Þorfinnshólma í Tjörninni í Reykjavík var að mata unga sinn þegar ljósmyndarinn átti leið hjá. Unginn fúlsaði ekki við kræsingunum þótt munnbitinn væri býsna stór miðað við ungakrílið. Systkini hans gargaði hástöfum og vildi líka fá eitthvað í gogginn. Kríuvarpið í Vatnsmýrinni er nú með besta móti miðað við undanfarin ár. Eflaust eiga ný- legar endurbætur á varplandinu stærsta þáttinn í því. Ung- arnir verða að fá nóg æti til að komast upp. Sandsílaskortur hefur valdið ýmsum sjófuglum búsifjum undanfarin ár. Kríuungi fær kræsingar í gogginn Morgunblaðið/Ómar  Rætt hefur verið um það inn- an Háskóla Ís- lands að taka upp inntökupróf í fleiri deildum skólans á næstu árum. Það yrði gert með það að markmiði að bæta þjónustu og kennslu og yrðu prófin fyrst og fremst lögð fyrir í þeim greinum í grunnnámi þar sem mikið er um fall og brottfall nemenda. Prófið er samið að fyrirmynd erlendra inn- tökuprófa, eins og t.d. bandaríska prófsins SAT. »6 Háskóli Íslands mun hugsanlega fjölga inntökuprófum Háskóli Íslands.  „Það er verið að útiloka þá sem ekki geta lært eins hratt og aðrir frá því að framfleyta sér með náms- lánum,“ segir María Rut Krist- insdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Stúdentar ætla að stefna ríkinu og LÍN vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins. Illugi Gunnarsson, mennta- málaráðherra, segir stúdenta hafa rétt á að fara dómstólaleiðina en það sé þó einsýnt að ríkið geti gert breytingar eins og þær sem voru gerðar á úthlutunarreglunum. »16 „Útiloka þá sem ekki geta lært eins hratt“ Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Íbúar á suðvesturhorni landsins byrj- uðu að kvarta undan sólarskorti, lág- um hita og dumbungslegu veðri strax í júní. Júlí hefur ekki fært sóldýrkend- um sérstakar gjafir og meðalhiti fyrstu 14 daga mánaðarins hefur ekki verið lægri síðan 1993 að sögn Sigurð- ar Þórs Guðjónssonar veðuráhuga- manns. Auk þess að vera kaldur hefur úr- koma það sem af er júlí verið óvenju- mikil. Raunar rigndi álíka mikið fyrstu tvær vikur mánaðarins og gerir að meðaltali í heilum júlímánuði. Reynd- ar á þetta við um svæði víðar á land- inu. Sigurður segir einkar óvenjulegt hve kalt og blautt hafi verið svo víða á landinu það sem af er þessum mánuði sem á að marka hápunkt hins íslenska sumars. Í gær birti Trausti Jónsson veður- fræðingur yfirlit yfir hina ýmsu veð- urfarsþætti í höfuðborginni frá tíma- bilinu 1. júní-15. júlí. Á bloggsíðu hans segir að sólskinsstundirnar á tíma- bilinu séu 189, og fer því sumarið í sögubækurnar sem sjötta sólar- minnsta sumarið síðustu 64 ár. Jafn- framt er um að ræða fimmta blautasta sumarið á sama tímabili. Raunar hefði aðeins þurft rúma 10 mm til viðbótar svo sumarið hefði orðið það blautasta undanfarin 64 ár. Sigurður Þór minnir þó á að frá aldamótum hafi sumur verið einstak- lega og óvenjulega góð. Júní hafi í raun ekki verið slæmur þegar litið er til sögunnar. En hinsvegar sé það skiljanlegt að fólk finni fyrir svo „harkalegri“ breytingu á júlímánuði eins raunin er miðað við undanfarin ár. MJúlí kaldur »4 Mánaðarrigning á tveimur vikum  Meðalhiti í höfuðborginni ekki verið lægri í tuttugu ár Morgunblaðið/Ómar Veður Regnslár hafa verið algeng sjón í borginni það sem af er sumri. Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir kröfu um að laun félagsmanna verði leiðrétt frá og með frystingu 2009 þannig að þau hækki um 10- 20% í takt við vísitöluþróun. Er jafn- framt gerð krafa um að fyrirhugaðar launahækkanir í haust bætist við. Mánaðarlaun margra félags- manna FFR eru á aðra milljón og getur hækkunarkrafan því hlaupið á hundruðum þúsunda á mánuði. Um 180 forstöðumenn eru í félag- inu og heyra þar af um 23 forstjóra hlutafélaga í ríkiseigu undir það. Kjörum forstjóranna var nýverið breytt og hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans mest eða um 14,1%. Stjórn FFR gerir kröfu um að síð- ustu launahækkanir gildi frá og með desember 2011, en ekki október 2012, líkt og kjararáð telji rétt. »2 Morgunblaðið/Golli Leiðrétti launin  FFR krefst 10- 20% launahækkunar 9,3 meðalhiti í Reykjavík 1.-14. júlí. 16,6 sólskinsstundir síðustu sjö daga. 5. blautasta sumarið síðustu 64 ár. 9,8 meðalhiti í Reykjavík frá 1. júní. Heimild: Trausti Jónsson. ‹ VEÐUR Í REYKJAVÍK › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.