Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is M ig hefur lengi lang- að að skrifa and- lega sjálfshjálp- arbók,“ segir Hildur Þórðar- dóttir. „Ég var í sjálfboðaliðastarfi hjá Hugarafli, var þar vikulega með tíma í hópheilun og mig lang- aði til að segja þátttakendum svo margt sem ég hafði ekki tíma til að segja þeim. Svo ég ákvað að skrifa bók og segja það allt sem mér fannst að þyrfti að segja. Upphaflega var þessi bók hugsuð fyrir fólk sem glímir við þung- lyndi, kvíða og væg geðhvörf. En þegar ég byrjaði að skrifa hana sá ég að hún átti erindi við fleiri.“ Étur okkur að innan ef við þykjumst vera glöð „Í bókinni held ég því fram að allar tilfinningar séu réttmætar og það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir tilfinningunum og fá útrás fyrir þær en byrgja þær ekki inni. Neikvæðar tilfinningar eru alveg jafn réttmætar og jákvæðar, þær eru bara hugsaðar til skamms tíma. Þegar við erum reið þá eig- um við að veita þeirri orku útrás og framkvæma og breyta. Við eig- um að nýta kraftinn í reiðinni til að gera það sem við þurfum að gera í staðinn fyrir að byrgja reið- inni inni og segja við okkur sjálf að við megum ekki vera reið held- ur alltaf að vera jákvæð og glöð. Það étur okkur smám saman að innan ef við erum alltaf að þykj- ast vera glöð og prúð, stillt og jákvæð. Bókin fjallar líka um hug- ann. Við erum með æðra sjálf og lægra sjálf og lægra sjálf- ið er röddin sem dregur okkur niður, segir að við séum ekki nógu góð og til- tekur allt sem er að okkur eða lætur okkur upphefja okkur sjálf á kostnað ann- arra. Þetta er rödd sem hljómar alltaf í kollinum á okkur, nema við ákveðum að kveða hana niður. Þeir sem hlusta of mikið á lægra sjálfið þurfa að læra að Þarft að fjalla um tilfinningar Taumhald á tilfinningunum – leið til betra lífs er ný bók eftir Hildi Þórð- ardóttur, heilara og þjóðfræðing. Bókin skiptist í nokkra kafla: Æðra og lægra sjálf, Tilfinningar og geðlíkami, Hugurinn, Þunglyndi og Andlegt líf. Kvíði Fólk á það til að fá kvíðaköst sem stafa af innibyrgðum tilfinningum. Þegar farið er áfram á hnefanum brjótast tilfinningarnar stundum fram. Sam- kvæmt Hildi eru nei- kvæðar til- finningar jafn rétt- mætar og jákvæðar. Eflaust vita margir bókmennta- áhugamenn af síðunni brainpick- ings.org en þar eru meðal annars fjölmörg bókmenntaverk tekin fyrir, kynnt og gagnrýnd. Búlgarski bloggarinn Maria Popova stendur á bak við síðuna en hún er meðal annars penni fyrir Wired UK og The Atlantic. Á síðunni má finna gott bókasafn þar sem netverjar geta kynnt sér nýjar bækur. Auk þess má finna eldri bækur, fjölda skemmti- legra tilvitnana og útdrátta. Síðan nýtur mikilla vinsælda og meira en milljón gestir heimsækja hana mánaðarlega. Popova fær einnig aðstoð fjölda gestapenna sem skrifa áhugaverðar greinar um hitt og þetta. Einnig er hægt að hlusta á hálfgert útvarp síðunnar þar sem einkar ljúf lög, sem gjarn- an má hlusta á samhliða lestri, eru spiluð. Vefsíðan www.brainpickings.org AFP Bókmenntir Margt er að finna á síðunni, þar á meðal bókadóma og greinar. Bókmennta- og listdómasíða Nú fer að líða að tónleikum listahá- tíðarinnar LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Listasmiðjurnar fara senn að klárast og á laugardaginn munu tónleikarnir reka smiðshöggið á hátíðina. Tónleikarnir hafa skipað sér sess með vinsælustu viðburðum síðustu ára hér á landi enda vinsæll viðkomustaður góðra tónlistar- manna. Í ár eru það sveitirnar FM Belfast, Ghostigital, Mammút, Úlfur Úlfur, Grísalappalísa, Vök og danska sveitin Rangleklods sem spila á hátíðinni og munu tónleikarnir fara fram á tveim- ur sviðum. Þegar hljómsveitirnar hafa lokið sér af mun síðan plötu- snúður sjá um að halda mann- skapnum hressum það sem eftir lifir nætur. Hægt er að nálgast miða á midi.is en samkvæmt nýjustu veð- urspám á að vera ágætis veður á Austfjörðum um helgina og því um að gera að skella sér á tónleikana. Endilega… … skellið ykkur á tónleika List Margt er um að vera á Seyðisfirði en tónleikarnir verða á laugardaginn. Viðfangsefnið verður draumar og þrár og rýnt verður í undirmeðvitund- ina í gegnum rödd og líkamsbeitingu á námskeiði í fýsísku leikhúsi sem haldið verður dagana 18.-21. júlí næstkomandi. Hrefna Lind Lár- usdóttir sem er nú að klára masters- nám í sviðslistum í Naropa- háskólanum í Colorado stendur fyrir námskeiðinu og verður það haldið í leikhúsinu Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi. Námskeiðið sem ber heitið Kviksyndi drauma þinna er hluti af lokaverkefni Hrefnu Lindar og mun hún meðal annars miðla vinnu- aðferðum sem hún hefur lært á leik- listarbóndabænum Double Edge theater. Á Kviksyndi drauma þinna er unnið með leiktækni Jerzy Grotowski og raddþjálfun sem byggist á hug- myndum Roy Harts. Þátttakendur verða beðnir um að beina athygli sinni að draumum sínum og halda litla drauma- dagbók sem und- irbúning fyrir námskeiðið. Unn- ið verður með spuna til að fram- kalla ómeðvitaðar myndir sem birt- ast í undirmeðvit- undinni. Áhuga- samt fólk á sviði lista, hvort sem það er á sviði myndlistar, sviðslistar eða tónlistar, er hvatt til að sækja námskeiðið. Vinnustofan gengur út á tilraunamennsku þar sem reynt er að afhjúpa sjálfið, varpa fram spurn- ingum og búa til lífsreynslu sem dansar á mörkum listgreina. Enn eru nokkur laus pláss. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar með því að senda póst á netfangið hrefnasm- unk@gmail.com. Námskeið í fýsísku leikhúsi á Snæfellsnesi um næstu helgi Kviksyndi drauma þinna í Frystiklefanum á Rifi Hrefna Lind Lárusdóttir Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. „Þegar við erum reið þá eigum við að veita þeirri orku útrás og framkvæma og breyta.“ 20% afsláttur Gildir í júlí Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.