Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Fyrir nokkru var undirritaður fríversl- unarsamningur Sviss og Kína. Það fór fram í viðskiptaráðuneyti Kínverja og undir skrifuðu svissneskur embættismaður og Gao Hucheng við- skiptaráðherra, að við- stöddum Li Keqiang forsætisráðherra, sem fagnaði samningsgerðinni. Hann segir áhuga vera á fríverslun við önnur Evrópulönd, enda hafa slíkir samningar m.a. staðið yfir við Evr- ópusambandið, langstærsta við- skiptaaðilann. Þar hefur staðið á mannréttindamálum, og eins og við þekkjum voru Norðmenn felldir úr þeim leik eftir að hafa veitt kín- versku skáldi og andófsmanni Nób- elsverðlaun. Öllu meira var við haft við Ísland en Sviss við slíka undirritun í Beijing í apríl, enda voru af okkar hálfu mættir til leiks bæði forsætis- og utanrík- isráðherrar landsins. Upplýsir Hjörtur J. Guðmundsson í Morgunblaðinu 12. júlí, að þessi fögnuður Kín- verja væri líklega til kominn vegna þess að 2013 hafi Íslendingar aldrei verið jafn fjarlægir ESB- aðild. Svo segir Hjörtur. Hins vegar hafa aðrir leyft sér að sjá fríversl- unarsamninginn í allt öðru sam- hengi. Í apríl í fyrra fengum við heiðurinn af stórfelldustu opinberu heimsókn í sögu landsins. Hingað kom þáverandi forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, ásamt með utan- ríkisráðherra, viðskiptaráðherra og níu öðrum ráðherrum eða vararáð- herrum í 100 manna sendinefnd. Norðurskautið og þýðing þess var að sögn aðalumræðuefnið og tilefni tveggja samstarfssamninga. Þá gat forseti Íslands fagnað ráðamönnum úr ferðum sínum til Kína eftir hrun- ið, en á þeim tíma birtust þeir sem Íslandsvinir. Svo var reyndar ekki áður, sérstaklega á hinum ömurlega tíma í þeirra sögu sem kenndur er við Maó. Það er vandmeðfarið fyrir Kína að rísa úr öskustónni og tryggja hags- muni sína sem næstmesta viðskipta- og efnahagsveldi heims. Þeir þurfa að sjálfsögðu fullt siglingafrelsi á hinum nýju, íslausu siglingaleiðum norðurskautsins. En liður í því er ekki að byggja og eiga sjálfir risa- vaxna gámahöfn í Finnafirði, eins og er með yfirráð skipafélags þeirra, COSCO, á Pireaus í Grikklandi. Þeir sækja í samkeppni við aðra um þátt- töku í nýtingu auðlinda norður- skautsins, á landi og hafsbotni. En því fylgir ekki að Íslendingar selji þeim land til þeirra umsvifa á Norð- austurlandi, væntanlega undir flug- völl og búðir til flutninga fjölmenns starfliðs í námur á austur- og vest- urströnd Grænlands. Í Lloyds List má lesa að COSCO vilji samvinnu við íslensk skipafélög. Samvinna er sjálfsögð en ekki eignarhald á ís- lenskum flutningafyrirtækjum. Og megi ísbrjótur þeirra koma og fara án þess að hafa Ísland að bækistöð sinni. Sá sem þetta skrifar er alls ekki þeirrar skoðunar að Kína stefni að heimsbyltingu og yfirráðum að hætti Sovétríkjanna sálugu. En það verð- ur að vera föst og ákveðin stefna Ís- lendinga um alla tíð, að Kína fái ekki varanlega aðstöðu á Íslandi. Stórt sendiráð þeirra setur þau takmörk. Að lokum þetta: Fríverslun við Kína stuðlar að hagkvæmum við- skiptum, sem þó hafa lítið að segja um alla afkomu okkar. Það sama yrði ekki sagt um samninginn um fríverslun og fjárfestingar milli Evr- ópusambandsins og Bandaríkjanna, sem viðræður hófust um í Wash- ington í síðastliðinni viku. Nýtt svæði efnahagssamskipta frjálsra lýðræðisríkja beggja vegna Atlants- hafsins, mun leiða til aukinnar at- vinnu og samkeppnishæfni og þar með getu til að styðja þróun opinna og frjálsra þjóða. Ísland getur verið með á þeim vettvangi sem aðild- arumsækjandi að Evrópusamband- inu Eftir Einar Benediktsson »En það verður að vera föst og ákveðin stefna Íslend- inga um alla tíð, að Kína fái ekki varanlega aðstöðu á Íslandi. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Fríverslun við Kína Ekki er ofmælt, að meðal margra vinstri sinnaðra stjórnmála- manna hérlendis ríki meiri kærleikur, um- hyggja og virðing gagnvart múslímskum innflytjendum og trúarbrögðum þeirra en gagnvart flestum Ís- lendingum. Múslímar eru bæði kröfuharðir og fyrirferðarmiklir í íslensku samfélagi. Nægir þar að nefna einn helsta talsmann þeirra, Salman Ta- mimi, sem er á köflum yfirlýsingaglaður, án þess að finna rök fyrir málflutningi sínum. Minnir um margt á andlega félaga sína úr íslenskri vinstri hreyf- ingu. Nú síðast jafnaði hann saman kristnum Íslendingum við erlenda ísl- amista varðandi ofbeldi og fyrirlitn- ingu á konum! Svona rétt eins og kúgun kvenna sé ekki eitt af helstu sérkennum í boðskap og iðkun ísl- amstrúar. Í þeirri trú eru kvenlegar aðstæður til ásta lítillækkaðar og fjöl- kvæni heimilað. Og helsta sælan að loknu þessu jarðlífi, a.m.k. ef karl- maður fórnar lífinu fyrir málstaðinn, er kynlíf með fjölda kvenna! Lærum af reynslunni Þorri borgarfulltrúa gengur erinda íslam á kostnað þjóðmenningar okkar og öryggis. Ekki bara borgarfulltrúar Samfylkingarflokkanna og VG, held- ur einnig borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins, sem virðast ekki standa fyrir neitt, nema eigin skammtíma- hag. Reynsla bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum og raunar flestra vestrænna þjóða af innflutningi og áhrifum múslíma er slæm. Íslam er miklu ósveigjanlegri og hættulegri en aðrar öfgastefnur, enda grundvölluð á skilyrðislausri hlýðni við öfgafullan boðskap. Boðskap, sem er grundvall- aður á vitrun manns, sem var eins ólíkur Kristi og hugsast getur. Reynsla Filippseyinga og Vestmanneyinga Filippseyskir vinir mín- ir eiga ekki orð yfir stöðu mála í Reykjavíkurborg. Þeir þekkja múslíma af hernaði þeirra og ofbeldi m.a. á Mindanao- eyjaklasanum. Múslímar byrja nefnilega að taka völdin í sínar hendur, áður en þeir eru komnir í meirihluta. Lærum af reynslunni og sögunni. Er það ekki ógeðfellt, nú 40 árum eftir goslok í Heimaey, að setja trú- bræður þeirra, sem frömdu fjöldamorð í eynni árið 1627, í sérstakt önd- vegi? Og ætla að láta þá verða að sérstöku vöru- merki og tákni Reykjavík- urborgar! Lái mér hver sem vill, þegar ég, sem á föðurætt í Vestmannaeyjum, lýsi minni dýpstu vanþóknun á Samfylk- ingar- og Gnarrliðinu í borgarstjórn. Eftir Ólaf F. Magnússon »Múslímar eru bæði kröfuharðir og fyrirferð- armiklir í ís- lensku sam- félagi. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borg- arstjóri. Reykjavík 2013 og Vestmanna- eyjar 1627 mbl.is alltaf - allstaðar Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Margar gerðir af innihurðum GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.