Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 ✝ Sigurður Jó-hannes Sig- urðsson fæddist á Núpsseli, Miðfirði, V-Húnavatnssýslu 7. desember 1916. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 11. júlí 2013. Foreldrar Sig- urðar voru Þur- íður Salóme Jakobsdóttir, f. 29. október 1877, d. 27. febrúar 1925 og Sigurður Þórðarson, f. 18. ágúst 1875, d. 17. júlí 1937. Sigurður var yngstur og eini sonurinn sem komst á legg. Hann lifði systur sínar, þær hétu: Þóra, f. 1905, Pálína, f. 1909, Sigurborg, f. 1913 og Petrea Guðný, f. 1914. Sigurður kvæntist Margréti Jóhannsdóttur, 9. júní 1945, frá Skriðufelli í Þjórsárdal, f. 13. júní 1925, d. 14. desember 2007. Foreldrar hennar voru Þórdís Björnsdóttir, f. 1897, d. Friðrik. Langafabörnin eru 28 talsins. Sigurður ólst upp hjá for- eldrum sínum til 8 ára aldurs, þar til móðir hans lést, en þá brá faðir hans búi og var hann sendur í fóstur, fyrst að Finn- mörk og síðan að Bjarg- arstöðum, þar sem hann dvaldi til fermingaraldurs. Næstu ár- in vann hann sem kaupamaður á ýmsum bæjum í sveitinni. Einn vetur var Sigurður við nám í Reykholti í Borgarfirði. Árið 1941 flutti hann til Reykjavíkur og hóf nám í húsa- smíði við Iðnskólann í Reykja- vík. Á þessum árum kynntist hann eiginkonu sinni, Mar- gréti. Bjuggu þau hjón lengst af í Njörvasundi 1, en síðustu árin í Þangbakka 10. Sigurður var hagleiksmaður mikill og vann hann alla sína starfsævi sem húsasmiður, lengst af hjá Sveinbirni Sigurðssyni, eða þar til hann lét af störfum, þá 86 ára að aldri. Hann var söng- maður góður og einn af stofn- endum kirkjukórs Langholts- kirkju og söng með þeim um árabil. Útför Sigurðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 17. júlí 2013, og hefst athöfnin klukkan 13. 1993 og Jóhann Magnús Ólafsson, f. 1897, d. 1983. Börn Sigurðar og Margrétar eru sjö. Þau eru: Sigurður, f. 1945, maki Lilja Elsa Sörladóttir. Synir Páll og Hall- dór. Þórdís, f. 1948, maki Gunnar Pétur Pétursson. Synir Sigurður og Haraldur Daði. Ólafur Jóhann, f. 1950, maki Ólöf Ragn- arsdóttir. Börn Sigurður, Jó- hann Magnús og Margrét Rannveig. Þuríður Ragna, f. 1955, maki Kristján A. Ólason. Börn Óli Freyr, Árni Snær og Soffía Rún. Margrét, f. 1956, maki Guðmundur Arason. Börn Ari, Margrét og Tómas. Hrafn- hildur, f. 1963, maki Barclay T. Anderson. Börn Bergur Thom- as, Þórdís Salóme og Davíð Edward. Berglind, f. 1963. Börn Ásdís Gígja, Guðrún Tinna, Margrét Yrsa og Jón Elsku pabbi, nú hefurðu feng- ið hvíldina. Löng ævi á enda, margs að minnast og ekki síður sakna. Nú ertu kominn til mömmu, sem þú hjúkraðir af ein- skærri natni og gæsku. Fyrstu minningar eru úr Njörvasund- inu, höllinni sem þú byggðir. Þegar ég var að alast upp var mannmargt í heimili og því þurftirðu að afla vel til að sjá um að metta marga munna. Aldrei kvartaðir þú eða lést neinn bil- bug á þér að finna. Svo einbeitt- ur og ákveðinn í að gera vel, sótt- irðu vinnu á hverjum degi og áttir svo eftir að fara út í bílskúr á kvöldin til að dytta að hinu og þessu á stóru heimili. Þar naust þú þín vel, söngst hástöfum svo undir tók í hverfinu og allt varð að gulli í höndunum á þér. Ég man þegar þið mamma endur- nýjuðuð eldhúsinnréttinguna, ekki farið troðnar slóðir þar frekar en fyrri daginn. Þú fórst út í skúr og smíðaðir eitt stykki eldhúsinnréttingu. Húsgögn voru smíðuð, allt lék í höndunum á þér. Ekki kallaður Sigurður stórsmiður fyrir ekki neitt. Í minningunni eru ótal tjaldútilegur sem við systkinin fórum í með ykkur mömmu. Þú renndir í hlað á föstudegi eftir langa vinnuviku. Skelltir þér í sturtu, þvoðir bílinn og svo var byrjað að pakka. Brunað af stað, kom fyrir að stoppað var á Sel- fossi og keyptur var brjóstsykurspoki til að maula á. Oftast var farið á heimahaga mömmu, Þjórsárdalinn og kom það ekki svo ósjaldan fyrir að þetta voru vinnuferðir. Fenginn til að skipta um þak á fjósi eða íbúðarhúsi, lagfæra ýmislegt. Alltaf var Siggi smiður tilbúinn, ósérhlífinn og vinnusamur. Eftir að ég stofnaði heimili, varstu alltaf reiðubúinn að að- stoða mig. Hefur lagt ófáa fer- metrana af parketi og breytt og bætt svo dóttirin yrði ánægð. Stundum átti ég það til að nefna það að ég kallaði bara á pabba, ef mér fundust hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig, og oft varð það raunin, minn maður mættur klukkan átta á laugardags- morgni með verkfæratöskuna. Ekkert hik, komst þér að verki hið snarasta, enda tíminn dýr- mætur. Engar óþarfa pásur, skelltir í þig einum bolla kaffi með mola og tróðst svo í pípuna áður en matartíminn var á enda. Þið mamma fóruð oft til út- landa, oftar en ekki að heim- sækja okkur systkinin. Einnig voru sólarlandaferðirnar nokkr- ar. Þar slappaðir þú af, enda eng- in verkfærataska með í för. Síð- asta ferðin þín á erlenda grund var að heimsækja mig, þá 85 ára. Elsku pabbi, það væri hægt að skrifa heila bók um þína ævi, bæði var hún löng og ekki síður ströng. Þú ólst upp við kröpp kjör, misstir mömmu þína aðeins 8 ára að aldri. Þetta voru erfiðir tímar hjá þér, mikil vinna og ábyrgð sett á ekki eldra barn. Margar sögur eru frá því sem gerðist eftir það, þar til þú kynntist mömmu í Reykjavík. Með þolinmæði og eljusemi tókst þér að byggja fjölskyldunni stórt heimili sem var öllum opið, bæði gestum og gangandi. Elsku pabbi minn, ég varðveiti minninguna um þig í hjarta mínu, og vil minnast þín sem góðs föður og afa. Þín dóttir, Berglind (Linda). Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður minn sem lést 11. júlí sl. í hárri elli, 96 ára gamall. Sigurður var fæddur 1916 í torfbæ að Núpsseli í Miðfirði og ólst þar upp þar til hann missti móður sína rúmlega 8 ára gam- all. Leiðir okkar lágu saman 1976 þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Dísu dóttur hans. Við vorum báðir trésmiðir og deildum því sama áhugamáli. Það tókst strax með okkur góð vinátta sem ég mat mikils alla tíð. Hann var sérstaklega vinnu- samur, útsjónarsamur og vand- virkur og var því gott að geta leitað til hans. Ófáar ferðir kom hann í Mosfellsbæinn til að að- stoða okkur og ég veit að það var svo gagnvart hinum börnunum hans líka, hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Við bjuggum í risinu í Njörva- sundi í eitt ár. Það var oft glatt á hjalla þegar kallað var á okkur í kvöldkaffi og er það mér sérstak- lega minnisstætt en það var fast- ur siður á þessu heimili. Margrét heitin, tengdamóðir mín, hafði slegið í pönnukökur og ýmislegt góðgæti var á boðstólum. Já, þá var nú hlegið og skipst á skoð- unum. Þarna átti stórfjölskyldan margar góðar stundir saman sem vert er að minnast. Margrét og Sigurður héldu vel utan um börnin sín og fengu þau gott og traust uppeldi, enda hefur þeim öllum farnast vel. Sigurður var sérstaklega fal- legur tenór og hafði yndi af að syngja. Þegar hann var við vinnu sína í bílskúrnum ómaði söngur hans um nágrennið. Hann var fyrstur manna til að hefja söng þegar fjölskyldan hittist t.d. á þorrablótum og var gaman að syngja með honum. Ég vil að leiðarlokum þakka tengdaföður mínum fyrir allt það sem hann var mér og mínum og óska honum alls hins besta í nýj- um heimkynnum. Gunnar Pétur Pétursson. Degi var tekið að halla. Sig- urði, tengdaföður mínum varð það fullljóst að brátt þyrfti hann að kveðja þennan heim enda full- saddur lífdaga, kominn á níutíu og sjöunda aldursárið. Í gamla daga eins og sagt er innan gæsalappa var lögð áhersla á að vera vel snyrtur þegar haldið var á mannamót. Á Droplaugarstöðum þar sem hann dvaldi nú síðustu ævidagana gekk hann í það verk að fara til hársnyrtis þar á staðnum þrátt fyrir að vera með undirliggjandi lungnabólgu og mikinn slapp- leika. Allt klippt og skorið hjá pabba, sögðu börnin hans einum rómi, þau vissu að undirbúningur fyrir ný heimkynni var hafinn. Sigurður er húsasmíðameist- ari að mennt og á kjallara, hæð og ris í Njörvasundi, hljómuðu orð móður minnar er hún kynnti faðerni tilvonandi tengdasonar síns. Fannst henni mikið til þess koma að smiður, einn síns liðs, gæti áorkað að koma upp heilu þriggja hæða húsi ásamt því að sjá fyrir stórri fjölskyldu. En vinnusemin var honum í blóð borin, hún veitti honum ákveðið öryggi í lífinu og efldi þrótt hans og þol. Fjölskyldan var honum líka allt. „Hamarinn getur hjálpað til,“ voru orð að sönnu þegar glugga- karmar, svalahurðir, útidyr og bílskúrshurð voru mætt til ísetn- ingar í nýbyggingu okkar hér á árum áður. Börnin öll sem eitt nutu góðs af handverki hans, hann gerði ekki upp á milli. Sigurður hafði ekki hátt um hlutina enda dagfarsprúður mað- ur. Hann vann oftast einn og sér, var sjálfum sér nógur. Kannski eftir foreldramissi á unga aldri hafi hann þurft enn frekar að rækta besta vininn í sjálfum sér til að ná öruggri fótfestu í lífinu. Ég átti líka góða konu, hafði hann eitt sinn haft á orði við starfsmanneskju á hjúkrunar- heimilinu þegar henni varð litið á fjölskyldumyndirnar sem stóðu á kommóðunni. Stoltur eiginmaður og stoltur faðir sjö mannvæn- legra barna birtist í skyndi, hann var ekki vanur að hleypa honum að fremur en tenórnum. Fyrir örfáum árum, á þorrablóti ásamt börnum og mökum í „húsinu sem hamarinn hafði hjálpað til“ voru lagðir fram söngtextar. Tenórinn tók völdin, ég varð uppnumin! Þrátt fyrir langa vinnuviku hafði hann gefið sér tóm til að taka þátt í kórstarfi Langholtssafnað- ar um langt árabil. Tenórinn söng þar guði sínum til dýrðar! Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Ólöf Ragnarsdóttir. Elsku afi Siggi hefur nú fengið hvíldina löngu og er orðinn engill eins og börn okkar systra orðuðu það eftir að þau fréttu af andláti hans. Það er hárrétt og við syst- ur glottum út í annað því að fyrir okkur hafði hann í raun verið engill alla tíð. Hann var stoð og stytta fjölskyldunnar og traust- ari mann varla hægt að finna. Hann var sérlega agaður, skyn- samur og yfirvegaður maður. Hann lét lítið fyrir sér fara en var hafsjór af góðum ráðlegging- um, lífsreyndur og alltaf var gaman að spjalla við hann um daginn og veginn og ekki síst lífið í gamla daga. Honum var mjög umhugað um alla í kringum sig og þó svo að aldurinn hafi færst yfir og heyrn og sjón versnað með árunum þá var hann ein- staklega skýr og áhugasamur um alla stórfjölskylduna og hvað hver og einn var að gera hverju sinni. Við systur vorum mikið hjá afa og ömmu á okkar yngri ár- um. Minningar okkar með þeim eru því ótal margar. Afi var alltaf mikið að bardúsa og átti varla dauða stund, hann var mjög lag- hentur og allt var í röð og reglu í kringum hann. Við gátum alltaf verið vissar um það að ef afi var heima og hvergi sjáanlegur inn- andyra var hann í bílskúrnum eitthvað að sýsla. Eitt af því sem að við munum vel eftir var flat- kökubaksturinn þeirra ömmu, þar sem afi átti það hlutverk að steikja flatkökur í bílskúrnum og passaði hann vel upp á að hver og ein flatkaka væri fullkomin líkt og allt annað sem að hann tók sér fyrir hendur. Afi var lit- blindur og það var því mikil áhætta að fara með afa í bíl. Við krossuðum oftar en ekki putta að það væri bíll á undan þegar við sáum hann nálgast ljós því við vorum alls ekki vissar hvort hann sæi muninn á rauðu eða grænu, en ef bíllinn á undan stoppaði, stoppaði afi. Einnig munum við eftir þegar afi sagaði framan af puttanum sínum, við vorum ekki gamlar en okkur fannst hann ansi sterkur og hálfi puttinn hans var hans einkenni. Afi vann langt fram á aldur, og mikið lengur en hann kannski hefði átt að gera, en það hélt honum gangandi. Hann smíðaði fjöldann allan af gjöfum fyrir hina og þessa og allt lék í hönd- unum á honum. Þrátt fyrir háan aldur smíðaði hann spil fyrir eitt af langafabarni sínu og nafna, þetta spil er í miklu uppáhaldi og fékk nafni hans annað spil til að gefa bekknum sínum í gjöf. Það er ekki að ástæðulausu að barna- börn og barnabarnabörn séu skírð í höfuðið á honum afa, hann var glæsilegur maður sem allir litu upp til. Afi skilur eftir sig ótal marga fallega hluti og munu þeir lifa með okkur áfram um ókomna tíð. Elsku afi Siggi, það er alltaf erfitt að kveðja, við munum sakna þín en huggum okkur við það að amma Magga hefur tekið vel á móti þér hinumegin. Þínar, Gígja og Tinna. Nú er afi okkar farinn eftir langa og góða dvöl á þessari jörð. Að fá að dvelja hér í nær 97 ár og við hestaheilsu er Guðs gjöf. Afi naut yndislegra barna sinna og frábærrar fjölskyldu og átti þetta allt saman svo sannarlega skilið. Vammlausari og friðsælli mann hefur maður ekki þekkt. Hann átti aldrei í deilum eða erj- um við nokkurn og vildi alltaf öll- um vel. Hann var alltaf fyrstur til að mæta með hamarinn ef á þurfti að halda og iðnari mann hefur maður vart hitt. Vinnan var hans líf og yndi sem sýndi sig t.d. í því að hann vann til 86 ára aldurs og hætti þá ekki vegna þess að hann hafði ekki heilsu til eða hans krafta hafði ekki verið óskað. Nei, hann hafði áhyggjur af að standa sig ekki nógu vel og vildi ekki íþyngja vinnuveitanda sínum! Og þannig var afi, hann vildi gera öllum lífið léttara og það var örugglega hans óskrifaða lífsmottó. Hlýju hans og vænt- umþykju fann maður iðulega þegar hann ræddi um sitt fólk og þá skein í gegn að hann hafði oft áhyggjur af hinu og þessu hjá sínum nánustu. Hann vildi nefni- lega alltaf öllum svo vel. Afi var alla tíð afar skýr í hugsun og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hann var ekki maður langlok- unnar en þegar hann mælti röt- uðust honum rétt orð á munn og hann hitti iðulega naglann á höf- uðið, alveg eins og í smíðinni. Afi var listasmiður á mörgum svið- um og þar var söngurinn engin undantekning en ósjaldan í lífinu tók hann lagið og síðast bara fyrr í þessum mánuði. En nú tekur við nýr kafli. Ég er viss um að fyrsta verk afa var ekki að munda hamarinn í himnaríki heldur, eins og oft forðum daga, að baka flatkökur með ömmu sem ég veit að hann gat ekki beð- ið eftir að hitta aftur. Þau eru svo sæt og fín saman og ég sam- gleðst þeim að vera sameinuð á ný. Ég væri hinsvegar alveg til í að fá að smakka flatkökurnar því betri flatkökur er ekki hægt að fá. Nú kveðjum við okkar elsku- lega afa sem auðgaði líf okkar með svo hógværum, fallegum og kærleiksríkum hætti. Um leið og ég þakka honum fyrir margar ómetanlegar stundir sendi ég móður minni, systkinum hennar og aðstandendum öllum sem syrgja listasmiðinn Sigurð mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Ragnarsson. Ég kvaddi Sigurð í byrjun júní, aldinn og virðulegan höfð- ingja og hann kvaddi mig með sínu einstaka brosi, það var mik- ilvægt bros bernsku minnar. Engir erfiðleikar í þeirri vænt- umþykju. Fyrir það ber að þakka. Sigurður eða Siggi „á móti“ eins og hann hét heima hjá mér handan götunnar í Njörva- sundi, var smiður. Hann hafði sjálfur byggt húsið í Njörvasundi 1, íbúðin á efstu hæðinni var ófrágengin þegar ég man fyrst eftir, og hann gekk alltaf flaut- andi til vinnu sinnar. Það voru ekki einhver dægurlög, heldur alvöru tónlist. Hann söng í kirkjukórnum, átti smíðaverk- stæði uppi á háalofti, hallaði sér í 20 mínútur eftir hádegismatinn undir dagblaði og Margrét eig- inkona hans var sólin í lífi hans. Hann hafði mikið jafnaðargeð, bæði glaður og alvarlegur í senn og þegar hann hló, þá hló hann allur. Gatan okkar í Njörvasundi lá eins og rani út í móana austan við Langholtshverfið og húsin nr. 1 og nr. 2 stóðu yst. Börnin voru öll á svipuðu reki og svo gerist það árið 1963 að Magga og Siggi eignast tvíburadætur og foreldr- ar mínir í Njörvasundi 2 eignast tvíburasyni. Það leið mánuður á milli þessara tvíburafæðinga. Ég man að þann mánuð vorum við Þurý og Gréta að spá því að sennilega myndu fæðast tvíburar heima hjá mér líka. Þessi spegl- un milli heimilanna var hluti af reglu tilverunnar. Fyrir okkur krökkunum var þessi tveggja húsa heimur með fjöru og móa alveg fullkominn – allt í jafnvægi, alltaf gaman. Svo kynntumst við heiminum fyrir utan, æskustöðv- um foreldranna, Þjórsárdalnum hennar Möggu. Það var ekki fyrr en miklu síðar að ég vissi al- mennilega um uppruna Sigurðar í Miðfirði. Núpssel þar sem hann fæddist árið 1916 er innst í Mið- firði, en sést ekki lengur á korti. Móðurmissir þegar hann var átta ára var honum erfiður og eftir það ólst hann upp á bæjunum Finnmörk og Syðri Reykjum í Miðfirði. Svo er hann í lausa- mennsku við smíðar og viðhald m.a. á Bjargarstöðum og í Huppahlíð, löngum með föður sínum. Gekk frá Grænumýrar- tungu í Hrútafirði í Reykholt í Borgarfirði og var þar einn vetur í skóla. Svo gerðist hann land- nemi í Reykjavík árið 1941. Þetta sagði hann mér allt núna í júní og ég á eftir að fara um þessar slóð- ir. Blessuð sé minning þessa öð- lings. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. Kæri tengdafaðir minn, Sig- urður Sigurðsson, er látinn 96 ára gamall. Sigurður var ótrúlega hress og virðulegur alveg til hinstu stundar. Hann fylgdist með öllu sem gerðist í stóru fjölskyldunni sinni og þegar maður kom í heimsókn til hans þá spurði maður ekki bara hvað væri að frétta hjá hon- um heldur hvað væri að frétta úr fjölskyldunni og hann gat frætt mann um hver væri á landinu og hvað væri að gerast hjá börnum og barnabörnum. Hann hafði ótrúlega gott minni og hugsun hans var svo skýr alveg til hinstu stundar og má segja að eina skilningarvitið sem bilaði hafi verið sjónin, þrátt fyrir háan aldur. Ég kynntist Sigurði og Mar- gréti konu hans, sem lést árið 2007, fyrir rétt tæpum 50 árum þegar við Diddi (Sigurður yngri) fórum að vera saman árið 1964, þau bjuggu þá í reisulegu húsi í Njörvasundi 1 og Diddi var svo stoltur af pabba sínum sem hafði byggt húsið að mestu aleinn, en Sigurður var húsasmíðameistari að mennt. Þá voru systkinin orðin sjö og tvíburarnir eins árs, fæddar á nýársdag 1963. Húsið stórt á þremur hæðum og nýr Opel sta- tion stóð fyrir utan. Fljótlega kynntist ég húsráð- endum, þeim heiðurshjónum Margréti og Sigurði, en elsku- legri manneskjum hef ég varla kynnst á lífsins leið, þau gáfu af sér alveg endalaust. Fjölskyldan var stór og Sigurður vann mikið og Margrét sá um börnin og heimilið af miklum myndarbrag. Við unga parið fengum að rúnta á fína bílnum á kvöldin og var bíllinn kallaður „Bláa strik- ið“, þegar við komum svo heim eftir rúntinn þá beið okkar eitt- hvert góðgæti og við settumst í eldhúsið öll fjögur og spjölluðum saman um líðandi stund og fram- tíðina eins og jafningjar. Það eru yndislegar minningar. Já, tíminn líður og minningar koma upp í hugann svo ótal margar, t.d. þegar Siggi var að gera við þakið, þegar við keypt- um íbúðina og Siggi hjálpaði okkur að klára hana. Magga bak- aði kleinur og seldi í búðir. Þegar við bjuggum í Danmörku og þau komu í heimsókn og við ferðuð- umst saman, alveg ógleymanlegt. Siggi að syngja í kórnum og á baðinu þegar hann kom heim úr vinnunni þá ómaði söngurinn út á götu. Ótal gleðistundir áttum við með þeim hjónum. Eftir að Magga veiktist þá kom svo sann- arlega í ljós hinn hugulsami, nærgætni og góði maður sem Sigurður var. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að henni liði sem best og eftir að hún kvaddi þennan heim þá bjó hann einn þrátt fyrir að sjónin væri orðin lítil. Ég kveð þennan góða dreng með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Lilja Elsa. Sigurður J. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.