Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 ✝ Baldur Frí-mannsson fæddist að Arn- arfelli í Eyjafjarð- arsveit 29. ágúst 1930. Hann lést að Dvalarheimilinu Lögmannshlíð, Ak- ureyri, 8. júlí 2013. Baldur var son- ur hjónanna Jón- ínu P. Sigurjóns- dóttur, f. 4. desember 1901, d. 7. apríl 1956 og Frímanns Kar- lessonar, f. 7. mars 1902, d. 9. febrúar 1979. Systkini hans eru Karl Liljendal, f. 17. mars 1924, d. 6. maí 2010, Matthías, f. 22. nóvember 1926, Reynir, f. 17. janúar 1937, d. 11. júlí 2010, Lilja Sigríður, f. 12. 2) Geir, f. 30. júlí 1962, kvænt- ur Svövu Hauksdóttur, f. 29. október 1966. Börn þeirra eru Valborg Rut, f. 1987, Baldur, f. 1994 og Agnar, f. 1997. Ungur fluttist Baldur með foreldrum sínum að Dvergs- stöðum í Eyjafirði og ólst þar upp. Síðan lá leið hans í Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal. Eftir að Baldur flutti til Akureyrar starfaði hann um skeið sem leigubíl- stjóri en lengst af vann hann sem verslunarmaður í Filmu- húsinu við Hafnarstræti. Starfsævinni lauk Baldur sem gæslumaður við geðdeild FSA. Útför Baldurs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 17. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. október 1938 og Hrafnhildur, f. 21. september 1944. Baldur kvæntist 4. nóvember 1956 Lilju Hallgríms- dóttur, f. 3. maí 1932. Foreldrar hennar voru Fríða Sæmundsdóttir, f. 5. febrúar 1908, d. 8. janúar 1998 og Hallgrímur Stef- ánsson, f. 14. september 1896, d. 26. mars 1951. Börn Baldurs og Lilju eru: 1) Gréta, f. 30. júlí 1962, gift Jóni Pálma Magnússyni, f. 24. mars 1968. Dætur þeirra eru Elísa Ósk, f. 1999 og Sóley Margrét, f. 2001. Gréta á einnig dótturina Lilju Sigurðardóttur, f. 1983. Elsku afi. Það voru leiðinleg- ar fréttir sem ég fékk á mánu- daginn. Þú hefur ákveðið að nú væri kominn tími til að hvíla þig aðeins og hverfa á vit himinföð- urins. Heilsu þinni hrakaði síð- ustu vikur, en alltaf var hugsun þín skýr. Þú varst skiljanlega orðinn leiður á þessu heilsuleysi en það skipti þig mestu máli hvernig okkur hinum leið. Mér þótti ánægjulegt að heyra að kvöldið áður en þú kvaddir hafir þú verið nokkuð hress, sagt brandara, drukkið koníak og hlegið. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um en ég á margar góðar minningar um afa. Í gamla daga fórum við í langa bíltúra og ég fékk að njóta frásagna hans úr sveitinni. Heimsóknir í Löngu- mýrina voru alltaf skemmtileg- ar. Ég gisti þar oft sem lítið barn, þá lá afi hjá mér þegar ég var að sofna og sagði mér sögur og ævintýri. Þegar ég varð að- eins eldri tókum við oft upp skákborðið og tefldum. Í næst- um hvert einasta skipti sem ég kom í heimsókn drógum við upp spil og spiluðum, nema á jól- unum! Þá harðneitaði afi að spila og þeirri skoðun varð aldrei haggað, þrátt fyrir hörð mót- mæli. Það sem skipti afa mestu var að fjölskyldu hans liði vel. Um- hyggjan sem afi sýndi mér var ómetanleg. Ef mér leið ekki vel vildi afi fá að sitja hjá mér og veita mér stuðning. Fyrir þetta var ég honum alltaf þakklát. Afi var hagsýnn og kunni að fara vel með hlutina. Þennan boðskap reyndi hann að kenna barna- börnunum með misjöfnum ár- angri. Afi fór einstaklega vel með hverja einustu krónu og litlu eyddi hann nokkurn tímann í sjálfan sig. Það voru misjafnar tilfinningarnar þegar opnaðar voru jólagjafir. Hvorki afi né amma vildu fá nokkurn skap- aðan hlut sem reyndist okkur hinum erfitt að fara eftir. Allt fannst þeim of mikið þrátt fyrir að vera búin að eyða langt um- fram þarfir í gjafir. Ein jólin var reynt að hafa sem minnst um gjafir og að finna eitthvað í minni kantinum handa þeim. Einhvern veginn var það ekki einungis okkar fjölskylda sem hafði tekið mark á þessu því óteljandi urðu konfektkassarnir þau jólin. Þarna var kominn risastafli af konfektkössum. Hvorki ömmu né afa leist á blik- una og þá heyrðist: „Þetta er nú ekki það besta fyrir holdafarið.“ Næstu jólin vorum við því hik- andi við að gefa konfektkassa. Við vorum ekki ein um það því þau jólin fengu þau engan. Þetta var afar óvenjulegt, enda venjan að láta konfektkassa ganga á milli eftir að pakkarnir voru opnaðir. Þessi minning hefur mér alltaf fundist brosleg. Elsku afi, þótt okkur fjöl- skyldunni þyki sárt að sjá á eftir þér vitum við sem er að allt á sér upphaf og endi. Þinn tími var kannski kominn, orðinn þreyttur eftir góða og viðburða- ríka ævi. Við vitum líka að það skiptir ekki aðeins máli að lifa lengi, það skiptir enn meira máli að lifa góðu og innihaldsríku lífi. Ég veit að þú ert kominn á góð- an stað og heldur áfram að fylgj- ast með afkomendum þínum eins og þú hefur alltaf gert. Ég mun minnast þín með gleði og þakklæti fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú sýndir mér, en einnig af miklum söknuði. Lilja. Elsku afi. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér; því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér (K.N.) Það er erfitt að kveðja. Það segir til um hversu mikil vænt- umþykja var á milli okkar og hversu stóran stað þú átt í hjört- um okkar. Við eigum svo margar minningar, sem við rifjum upp og yljum okkur við nú þegar þú hefur kvatt þennan heim. Heimsins bestu gulrætur sem þið amma ræktuðuð í Löngu- mýrinni, gróðurhúsið ykkar, all- ar merkilegu plönturnar og stóri og fallegi garðurinn. Við munum aldrei gleyma gulrótunum og bláu fötunni í garðinum þar sem við skoluðum þær og skvettum ósjaldan út um allt. Þú varst alltaf til í að spila við okkur barnabörnin og hafðir svo sann- arlega heimsins mestu þolin- mæði fyrir óteljandi lönguvit- leysum og ólsen, ólsen. Við munum ólíklega kynnast þolin- móðari og rólegri persónu en þér. Þú varst góður maður, vild- ir að öllum liði vel og sagði okk- ur alltof oft að taka lýsi svo við yrðum nú ekki veik. Það var allt- af gott að hlusta á það sem þú hafðir að segja og geymum við það með okkur á ferð um lífið. Elsku afi, þú hefur fengið hvíld og sefur nú værum svefni. Við trúum því að það sé hlýtt og gott í himnaríki, en vertu samt í angórusokkunum – það er öruggara! Sjáumst seinna afi. Valborg Rut, Agnar og Baldur. Okkur þótti alltaf svo vænt um að koma í heimsókn til ykkar Dúllu fyrir norðan því við viss- um alltaf að það yrði tekið á móti okkur með hlátri og gríni og innilegri væntumþykju. Við munum eftir því að Baldur stóð alltaf upp og heilsaði með sinni djúpu röddu. Við krakkarnir vissum í fyrstu ekki alveg hvar við höfðum Baldur því hann var mjög hávaxinn, rólegur og með þessa djúpu rödd. Það tók samt ekki langan tíma til að sjá hversu yndislegur og góður maður hann var. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða með hvað sem var og hafði gaman af að sýna okkur ævintýralegan garðinn eða annað sniðugt sem honum datt í hug. Við bárum alltaf mjög mikla virðingu fyrir honum og hann gat verið mjög fyndinn á sinn rólega hátt. Það gat tekið smá tíma til að skilja að hann hefði sagt brandara en þeir voru alltaf góðlátlegir og mjög launfyndnir. Kæra Dúlla og fjölskylda, við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur vegna fráfalls Baldurs. Við hugsum til ykkar allra í þessari sorg og biðjum fyrir ykkur. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Ykkar, Páll, Sigrún, Fríða, Dagur, Katrín og fjölskyldur. Baldur Frímannsson ✝ Bragi Ólafssonfæddist í Ár- bæjarhjáleigu Holt- um 3. júlí 1931. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Lundi, Hellu, 4. júlí 2013. Foreldrar hans voru Ólafur Mark- ússon, f. 29.1. 1905, d. 13.12. 1980 og Hrefna Jónsdóttir, f. 5.9. 1905, d. 11.4. 1991, bænd- ur í Bjóluhjáleigu í Djúp- árhreppi. Systkini hans eru sinni að Bjóluhjáleigu árið 1938 og bjuggu þau þar uns foreldrar hans brugðu búi og fluttust að Hrafnskálum 2 á Hellu árið 1965. Bragi vann almenn sveita- störf í uppvextinum og fór á nokkrar vertíðir til Vestmann- eyja sem ungur maður. Lengst af eftir að hann fluttist á Hellu vann hann hjá Glerverksmiðj- unni Samverki hf. Nokkrum ár- um eftir andlát föður síns flutt- ist hann með móður sinni á Dvalarheimilið Lund og varð það hans heimili upp frá því, í um það bil 30 ár. Útför Braga fer fram frá Oddakirkju í dag, 17. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Árbæjarkirkjugarði. Alda, f. 1.10. 1928, maki Sigurður Karlsson, f. 30.5. 1930, Baldur, f. 30.10. 1929, maki Sigríður Pálsdóttir, f. 24.10. 1930 og Jón, f. 1.9. 1935 maki Lind Ebba- dóttir, f. 7.9. 1938. Bragi var ókvæntur og barn- laus en hann fylgd- ist vel með systkinabörnum sín- um og þeirra börnum alla tíð. Bragi fluttist með fjölskyldu Ég þakka okkar löng og liðin kynni, sem lifa, þó maðurinn sé dáinn. Og ég mun alltaf bera mér í minni, þá mynd sem nú er liðin út í bláinn. Und lífsins oki lengur enginn stynur, sem leystur er frá sinnar æviþrautum. Svo bið ég Guð að vera hjá þér, vinur, og vernda þig á nýjum ævibrautum. (Þórarinn Hjálmarsson) Ég hélt að það yrði ekki erfitt að skrifa minningargrein um þig, Bragi minn, en það er öðru nær. Ekki vegna þess að minningarnar séu ekki nógu margar eða ekki nógu góðar og skemmtilegar held- ur einmitt vegna þess hversu margs er að minnast. En það er erfitt að lýsa þér á blaði. Þú varst ansi magnaður maður og þeir sem þekktu þig vita hvað ég á við. Flestar fjölskyldur eiga einn svona „sérstakan“, en ég er nokk- uð viss um að ekki margar eiga svona karakter eins og þú varst. Söngelskur, kátur og meinstríð- inn eru líklega orð sem myndu lýsa þér vel, en í mínum huga eru það allskonar hlutir sem alltaf minna á þig. Rauður tóbaksklút- ur, Subaru Justy, kleinur, sálma- bækur, skáktölvur og ekki síst gamli silfraði tóbaksbaukurinn þinn sem mér fannst alltaf svo fal- legur. Í flestum mínum bernsku- minningum ert þú í einhverju hlutverki, ekki endilega í aðalhlut- verki en svona í forgrunni og alltaf syngjandi. Sem unglingur vaknaði ég ansi oft upp við sönglið í þér snemma á sunnudagsmorgnum þegar þú varst að koma í kaffi til mömmu og pabba, óþarflega snemma fannst mér kannski stundum en í dag er „Blátt lítið blóm eitt er“ skondin minning sem mér þykir vænt um og lagið er alltaf í uppáhaldi á mannamót- um. Þegar ég skírði son minn komstu ekki í athöfnina og hafðir komið til mín þeim skilaboðum að þú nenntir ekki að koma í veisluna heldur. Það gat ekki gengið svo ég hljóp út á Lund og sótti þig, sagði þér að ég hefði skírt drenginn í höfuðið á þér og þú bara yrðir að koma og kíkja á nafnann. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð eins mikla gleði og hlýju í einu augnaráði, þó þú hefðir ekki getað stillt þig um að koma því að, að „Bragi hefði verið nóg, óþarfi að hafa hin nöfnin með“, þó með glettni því að húmoristi varstu. Og aldrei ávarpaðir þú hann eða tal- aðir um hann öðru vísi en sem „nafni minn“ og það þykir honum vænt um. Ég veit að þú spurðir oft um hann og líklega hefði ég átt að halda honum meira að þér síðustu árin en það er of seint að sjá eftir því og ég vona að þú hafir vitað hversu vænt okkur þótti um þig. Í dag kveðjum við þig og ég veit að þér til heiðurs verður tekið vel undir í sálmasöngnum. Nú ertu í góðum höndum, og þér líður vel hjá langömmu og langafa. Bið að heilsa þeim. Kveðja Berglind. Bragi Ólafsson en ekki þessi mjóa þarna, og bentir á mig. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Þrátt fyrir þessi orð þín gafst ég ekki upp við að hafa samband við þig og urðum við bestu vinkonur og höfum verið það síðan. Ekki fór lífið mjúkum höndum um þig. Þú lentir í mörg- um áföllum sem þú sættir þig aldrei við og markaði það líf þitt. Þú varst listamaður af Guðs náð, það mátti sjá í öllum blóma- skreytingunum sem þú gerðir í blómabúðunum sem þú vannst í. Mér finnst viðeigandi að kveðja þig elsku Brynja mín með þessum ljóðlínum. Hver getur siglt þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Hulda Run. frá Hlíð) Ég votta öllum aðstandendum mína innilegustu samúð. Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Til Brynju. Lítið blóm í blænum kalda stendur, blöð sín réttir fram sem litlar hendur. Að velkjast um í kulda varla getur, vor og sumar liðið og aftur kominn vetur. Stundum hefur lífið köldum klónum, kreist það fast í jökulköldum snjónum. Svo kom vor með vængi sína hlýju, þá vonin óx í huga og hjarta þess að nýju. Það litla blóm sem list og fegurð ann, löngun til að skapa í brjóstinu brann. Þegar upp til himinsins höfuð sitt bar, í heimi okkar enginn svo undurfagur var. Í sumarlandið fagra flutt sig hefur, það fegurð, ró og ástríki öllum blómum gefur. Þar veit ég að því líður langtum betur, því ljúft þar ríkir sumar en aldrei kaldur vetur. (Lovísa María Sigurgeirsdóttir) Elsku Brynju minni þakka ég samfylgdina hér á jörð, sakna hennar sárt. Þakka Lóu Maju systur fyrir að koma hugsunum mínum í orð. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Brynja er farin, gengin á vit feðra sinna. Veikindin að baki og við tekur óendanlegur og óbæri- legur sársauki fjölskyldunnar og minnar góðu vinkonu Halldóru, móður Brynju. Vegir okkar Brynju lágu fyrst saman á unglingsárunum þegar við áttum saman dýrmætar stundir og man ég sérstaklega eftir því hversu nánar þær mæðgur voru og ýmislegt sem Brynja deildi með móður sinni sem mér fannst nú stakasti óþarfi á þessum árum. Hin seinni ár öðl- aðist ég skilning á sambandi þeirra og þeim trúnaði sem þær áttu hvor hjá annarri alla tíð. Samband hennar við móður sína var einstakt og vináttan mikil og falleg. Brynja var smekkleg og falleg kona og alveg sérstaklega flink í höndunum, enda starfaði hún um árabil í blómabúð þar sem list- rænir hæfileikar hennar, rík þjónustulund og lipurð nutu sín vel. Brynja vildi öllum vel og sér- staklega var henni umhugað um syni sína, tengdadætur, barna- börn og systur, þau voru henni öll afar kær. Það var alveg sérstakur kærleiksglampi á andliti hennar þegar hún sagði mér frá sonum sínum og ömmuskottunum og sýndi mér myndir af þeim. Stundirnar allar með þeim voru henni dýrmætar og mikilvægar. Brynja var trúuð kona og gjarnan brá hún krossmarki yfir brjóst mér þegar hún kvaddi mig. Ég veit með vissu að Brynja er laus úr viðjum sjúkdóma og hefur nú fengið frið. Ég mun minnast Brynju sem konu sem gekk í gegnum miklar raunir án þess að kvarta. Kynni okkar hafa verið mér dýrmæt, en af lífi hennar og lífshlaupi hef ég fengið að læra ótrúlega margt og þó mest um vanmátt okkar mannanna þegar erfið og illskæð veikindi steðja að. Guð blessi minningu Brynju og styrki alla hennar ástvini. Alda Árnadóttir. Elsku Brynja mín. Nokkur fátækleg orð til þess að þakka þér samfylgdina og góð kynni, fyrst í Reykholti og síðar sem svilkona. Við geymum í hugum okkar minningu um fallega og góða konu, með geislandi brosið sitt og dillandi hláturinn. Í lífinu þurftir þú að reyna margt en núna ert þú komin til pabba þíns sem hefur tekið á móti þér opnum örmum og mun gæta þín og umvefja þig ást. Elsku Alli, Andri og Arnar, Halldóra, systurnar og fjölskyld- ur þeirra. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda í sorg ykkar. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Gígja, Gunnar Páll og fjölskyldur þeirra. Í heimavistarskólum myndast gjarnan órjúfanleg tengsl og vin- átta. Brynja tilheyrði Reykholts- hópnum okkar góða. Minning- arnar þaðan eru dýrmætar. Við munum hláturinn, húmorinn, ein- lægnina og listrænu hæfileikana. Við munum hana bjartsýna, lífs- glaða, blíða og góða. Við þökkum vináttuna. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Megi elsku Brynja hvíla í friði. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Agnes, Fjóla og Sigurlaug (Lauga). Við minnumst Brynju frá barnaskólaárunum á Kleppjárns- reykjum. Hún var falleg, fínleg og hógvær í framkomu. Skólinn okkar var heimavistarskóli og fyrstu skólaárin gátu verið erfið, fjarri heimilunum og því þótti okkur lán Brynju mikið, að geta gengið heim til sín í læknisbú- staðinn hvenær sem henni sýnd- ist. Þaðan bárust líka nýmóðins straumar og blik af erlendu góð- gæti. Það bar t.d. við að Brynja kæmi með litlar brúnar kúlur í skólann sem hétu Cocoa puffs. Það var einhver mesti munaður sem við gátum hugsað okkur. Brynja hafði listræna hæfi- leika og kunni að teikna betur en flestir í bekknum. Tússlitaboxið hennar er sérlega stórt í minn- ingu okkar. Það bjó yfir litatón- um og tilbrigðum sem voru ofar hversdagslegri sýn okkar á veru- leikann á þessum tíma svart/ hvítra sjónvarpsútsendinga. Síð- ar átti lífið sjálft eftir að sýna henni miskunnarlaust dekkri tóna litrófsins, en hér minnumst við björtu daga barnaskólaár- anna og þökkum fyrir þá. Blessuð sé minning Þórdísar Brynju. Aðstandendum hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. F.h. bekkjarsystkina frá Kleppjárnsreykjaskóla, Hulda, Ingibjörg og Sólveig. Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.