Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Það var sunnudagshádegi er hún Kolla mín hringdi út á sjó og tjáði mér að Sigmundur frændi hefði hringt og sagt að Bíbí hefði kvatt þá um morguninn. Mér hálfbrá þótt vitað hafi í hvað stefndi hjá henni blessaðri. Við Kolla heimsóttum þau sæmdarhjón, Simma og Bíbí, inn á Hraunbúðir og áttum skemmti- legt spjall saman rúmlega viku fyrir andlátið. Þau þá bæði ágæt- lega hress og ekki grunaði okkur hjónin þá, að þetta yrðu síðustu konfektmolarnir, sem við fengjum úr hennar hendi. Skaparans tré breytist hins vegar fljótt og skömmu eftir heimsóknina dettur Bíbí og meiðir sig. Fær heilablóð- fall í kjölfarið og þar með búið spil. Í janúar 1966 bauðst mér að fara á vertíð til Eyja og dvelja hjá móðurbróður mínum, Sigmundi Andréssyni, og konu hans, Dóru Hönnu Magnúsdóttur eða Bíbí eins og hún var ávallt kölluð. Þau Dóra Hanna Magnúsdóttir ✝ Dóra HannaMagnúsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 27. júní 1925. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 30. júní 2013. Útför Dóru Hönnu fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 6. júlí 2013. ráku Magnúsarbak- arí í þá daga og af miklum myndarskap. Mér var strax vel tekið af fjölskyldunni og átti góða daga þau tvö ár, sem ég dvaldi hjá þeim hjónum. Bíbí var dugnaðar- forkur og féll sjaldan verk úr hendi. Rak sitt heimili af miklum myndarbrag og vann ötullega í bakaríinu, sem var heil- mikið fyrirtæki í þá daga. Margt var um manninn og allir vildu sitt brauð. Það var alltaf gott að koma á Berg. Þar ólst Bíbí upp og bjó um tíma og síðar bjó hún við Vest- mannabrautina. Eftir að ég stofn- aði mína fjölskyldu varð engin breyting þar á og við ávallt vel- komin. Hafðu ævarandi þökk fyr- ir Bíbí mín. Við hjónin litum alltaf upp til þín og höfðum á orði hversu sterk þú værir þrátt fyrir öll þau áföll er þú varðst fyrir. Stóðst ávallt keik upp aftur, þar til nú er ekki var aftur upp staðið. Þessu verður ekki breytt. Kallið er komið og þú horfin á braut. Við á Birkihlíð 9 þökkum þér allt og allt. Það er stórt skarð höggvið Simmi minn og stóllinn þér við hlið auður, en þú átt góða að. Við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sverrir og Kolbrún (Kolla). ✝ Brynja BjörgBragadóttir fæddist á Sauð- árkróki 24. desem- ber 1956. Hún lést í Skógarbæ 10. júlí 2013. Foreldrar henn- ar eru Sigurlaug Sveinsdóttir og Bragi Þ. Sigurðs- son, Sauðárkróki. Systkini hennar eru Sveinn Styrmir bakari, f. 1956, kona hans er Halla Helgadóttir kennari. Þau búa á Stangarási á Völlum og eiga þrjú börn; Sigur- laug Margrét, tónlistarkennari og veitingamaður, f. 1959, maður hennar er Karl Sveinsson útgerð- armaður. Þau búa á Borgarfirði eystra og eiga tvær dætur; Sig- urður Ölvir, f. 1965, d. 1986. Brynja giftist 1976 Ómari Ims- land rafmagnsverkfræðingi. Þau skildu 2005. Synir þeirra eru a) Ragnar, f. 1980. Sonur hans og Ingu Stellu Loga- dóttur er Ómar Logi, f. 2002, b) Birgir, f. 1984, c) Gunnar Ölvir, f. 1986, d. 2001, d) Arnar, f. 1992. Unn- usta hans er Alex- andra Unudóttir. Brynja ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla og lauk síðan námi frá Eiðaskóla og tók síðar sjúkraliðapróf og vann um skeið sem sjúkraliði á Landa- kotsspítala. Hún bjó tæpan ára- tug í Danmörku á meðan Ómar stundaði þar nám og vinnu. Eftir að synir hennar uxu úr grasi varð hún skólaliði í Mýrarhúsaskóla fram á þetta ár. Hún bjó lengst af á Seltjarnarnesi, síðast í Tjarn- armýri 13. Útför Brynju fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 17. júlí 2013, kl. 15. Dauðinn kallar ávallt á minn- ingar um þann sem genginn er og víst er að þeir sem eftir lifa orna sér við þann eld. Þannig er því far- ið með mig og Brynju systur. Þeg- ar ég kom í heimsókn á heimili hennar við Tjarnarmýri sátum við oft með tebollana og rifjuðum upp æsku okkar. Við ólumst upp á Sauðárkróki ásamt tveimur bræðrum og vorum sammála um að það hafi verið gott að vera barn á Króknum, afi og amma og nán- asta fjölskylda í næsta nágrenni og ferðalag á hverju sumri til afa og ömmu fyrir austan þar sem við áttum góðar stundir. Líflegir úti- leikir voru dagleg skemmtun, enda barnmargt í hverfinu og fátt vissum við skemmtilegra en að fá að vera úti á kvöldin. Við fórum ekki inn fyrr en kall mömmu barst til okkar. Saman deildum við her- bergi, ekki alltaf sáttar en fórum þá leið að sú sem var eldri réð að- eins meiru. Á unglingsárunum tóku við endalausar göngur um aðalgötur bæjarins og böll fram í Miðgarði með hljómsveit Geir- mundar. Jú, það var gaman að alast upp á Króknum, þetta var áhyggjulaust og gott líf. Við ylj- uðum okkur við þessar minningar og bárum saman breytta tíma, veltum því fyrir okkur hvort börn í dag kynnu þessa leiki. Á Dan- merkurárunum skiptumst við á bréfum með gamla laginu, enda hvorki fésbók né skæp í boði þá svo bréfaskrif urðu að duga og víst var gaman að fá þau og eft- irvænting að opna umslagið. Eftir að Brynja flutti heim urðu sam- skipti okkar meiri, ég að skreppa í bæinn og hún austur að líta á okk- ur. Á seinustu árum ferðuðumst við mikið saman. Biðum spenntar eftir ferðabæklingunum og völd- um okkur áhugaverða staði í Evr- ópu til að heimsækja. Þessar ferð- ir voru afar ánægjulegar og félagsskapurinn skemmtilegur. Nú finnst mér ómetanlegt að eiga þessar góðu minningar og geta skoðað myndirnar. Brynja hefur nú kvatt og lagt í sitt ferðalag og ég þakka henni fyrir samveruna. Vertu sæl, gæska, eins og við segj- um hér eystra. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa segir í Sólarljóðum. Margrét systir. Brynja systurdóttir okkar fæddist á aðfangadag jóla 1956, annað barn þeirra Laugu og Braga, eldri er Styrmir og síðar fæddust Margrét og Ölvir. Brynja fæddist heima á Skagfirðinga- braut 15, neðri hæðinni í húsi afa síns og ömmu, Margrétar Krist- insdóttur og Sveins Sölvasonar, sem bjuggu á efri hæðinni ásamt Sigurlaugu langömmu og okkur móðursystkinum. Samskipti voru því mikil og náin. Hvert sumar fór fjölskyldan austur á Borgarfjörð að heimsækja föðurfjölskyldu hennar. Árið 1965 fluttist fjöl- skyldan suður á Fornós 1 í ný- byggt hús sitt. Brynja gekk sömu leið og önnur börn á Króknum, fyrst í barnaskólann, síðan í gagn- fræðaskólann, en hleypti heim- draganum 16 ára og fór í Eiða- skóla á Héraði. Þar lágu saman leiðir þeirra Ómars Imsland og trúlofuðust þau 17 ára gömul og gengu í hjónaband 1976 á Höfn í Hornafirði þar sem þau bjuggu fyrstu árin. Brynja lauk sjúkra- liðaprófi en starfaði einungis litla hríð sem sjúkraliði á Landakots- spítala. Hún fylgdi manni sínum til náms í Danmörku ásamt Ragn- ari frumburði þeirra. Í Danmörku bjuggu þau hartnær áratug og þar fæddust Birgir og Gunnar Ölvir, en Arnar eftir þau komu heim. Eftir að drengirnir hennar uxu úr grasi vann hún sem skóla- liði í Mýrarhúsaskóla. Leiðir þeirra Ómars skildi árið 2005. Brynja var sjálfstæð í skoðun- um frá bernsku, ákveðin og fylgin sér, fríð sýnum og samsvaraði sér vel. Hún var reglusöm og fylgdist vel með umhverfi sínu, las mikið og forgangsraðaði hlutum eins og henni sýndist; skutlaði drengjun- um sínum út og suður á íþrótta- æfingar eða annarra erinda. Lífs- ganga hennar varð ekki löng, og víst var hún ekki í samfelldum sunnanblæ. Gunnar Ölvir sonur hennar lést úr krabbameini ein- ungis 14 ára gamall, Ölvi bróður sinn missti hún í Suðurlandsslys- inu um jólin 1986 og sjálf greindist hún með krabbamein í höfði fyrir sjö árum, fór þá í aðgerð, sem gaf henni þokkalega heilsu í nokkur ár. Allar þessar raunir bar hún í hljóði og aldrei kvartaði hún og stóð sína vakt í vinnu meðan stætt var. Síðustu vikurnar naut hún líknandi meðferðar í Skógarbæ þar sem ástvinir hennar sátu hjá henni uns yfir lauk og dauðans dul og ró umlukti hana. Við sendum drengjunum henn- ar, foreldrum og systkinum inni- legar samúðarkveðjur. Herdís og Sölvi. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Elskuleg samstarfskona mín til margra ára er jarðsungin í dag eftir baráttu við erfið veikindi. Brynja var stuðningsfulltrúi í Mýrarhúsaskóla og sóttist ég mjög eftir aðstoð hennar. Hún var fljót að tileinka sér vinnubrögðin í textílmennt og sagðist búa vel að því sem hún hefði lært á sínum tíma. Við áttum óteljandi ánægju- stundir með nemendunum og er alveg ógleymanlegt hvernig hún nálgaðist þá. Þeir fengu stundum að segja okkur sögur og jafnvel að dansa svolítið fyrir okkur en svo tók alvaran við og verkefnin gengu fyrir. Brynja átti líka til að segja börnunum sögur því að hún var afskaplega vel lesin. Hún var fljót með jólabækurnar og miðlaði okkur góðum fróðleik eftir allan lesturinn. Einnig hafði hún unun af að lesa dönsku blöðin og voru fréttirnar ekki síðri af kóngafólk- inu eða öðru áhugaverðu í Dan- mörku. Við Brynja áttum það sameig- inlegt að hafa farið í gegnum erf- iða lífsreynslu og ræddum oft um hin andlegu málefni. Þetta voru djúpar samræður sem sýndu glöggt hennar styrkleika í erfið- leikunum. Hún tókst á við veikindi sín af ótrúlegu æðruleysi en auð- vitað óskaði hún þess heitt og inni- lega að árin yrðu fleiri. Þessar fáu línur eru aðeins hugsaðar til að þakka Brynju fyrir samstarfið og góðsemina í minn garð. Fjölskyldu hennar og ættingj- um sem stóðu þétt við bakið á henni í veikindunum votta ég dýpstu samúð og óska henni vel- farnaðar í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Laufey Baldvinsdóttir. Kveðja frá samstarfsfólki í Grunnskóla Seltjarnarness Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Brynja Björg Bragadóttir Það er ólýsanlega erfitt að setj- ast niður og skrifa minningar- grein um Guðrúnu frænku mína og æskuvinkonu, hún var tekin frá okkur alltof snemma, aðeins 37 ára gömul. Þú varst nýbúin að vera í sam- bandi við mig vegna þess að þú hafðir misst af stórum degi í lífi mínu, ég sagði þér að hafa ekki áhyggjur og að við skyldum finna tíma fljótlega í góðan frænku og vinkonu hitting. Við töluðum um að þetta gengi ekki lengur, við yrðum að fara að hittast. Það er svo erfitt að hugsa til þess núna að við vorum ekki enn búnar að því þegar þú féllst skyndilega frá. Þú varst yndisleg stelpa, Guð- rún. Allar æskuminningarnar mínar með þér eru svo skýrar. Við áttum óteljandi margar stundir þar sem við brölluðum ýmislegt saman. Hvort sem það var heima hjá afa og ömmu á Höfðagötunni eða í skólanum og í félagslífinu á Guðrún Helga Ásmundsdóttir ✝ Guðrún HelgaÁsmundsdóttir fæddist á Horna- firði 19. apríl 1976. Guðrún varð bráð- kvödd á heimili sínu, Furugrund 56 í Kópavogi, 29. júní 2013. Útför Guðrúnar var gerð frá Foss- vogskirkju 9. júlí 2013. Hólmavík. Þetta var sá tími sem ég held að þér hafi liðið best, þú hreinlega blómstr- aðir. Þú varst alltaf svo kát, það geislaði af þér og það var alltaf gaman að vera í kringum þig. Þú sogaðir að þér vini þína hvar sem við vorum, það vildu all- ir vera í kringum kátu og skemmtilegu Guðrúnu, þessa með dillandi smitandi hláturinn. Við fórum á hverju vori nokkur ár í röð í sumarbúðir að Reykjum. Þar áttirðu hreinlega staðinn, þú varst alltaf vinsælasta stelpan, það var svo gaman að fylgjast með þér. Já það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman. Þú varst hörkudugleg í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur á þessum árum. Þú varst til dæmis alltaf að keppa á héraðsmótunum með góðan stuðning foreldra þinna á hliðarlínunni. Ég trúi því að þér líði vel núna, elsku Guðrún mín, ég bið góðan Guð um passa þig og varðveita, ég bið hann einnig um að styrkja börnin þín og fjölskyldu. Elsku Silja, Tómas, Sissa, Ámi, Sunneva, Anton, Grettir og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, missir ykkar er mikill. Marín Magnúsdóttir. ✝ Bára GerðurVilhjálmsdóttir fæddist á Stóru- Heiði í Mýrdal 31. ágúst 1935. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Vilhjálmur Ásgrímur Magn- ússon, f. 11. maí 1889, d. 7. nóv- ember 1970, og Arndís Krist- jánsdóttir, f. 25. júlí 1897, d. 19. júní 1973, bændur á Stóru- Heiði. Bára er fimmta í röð átta systkina en þau eru: Magnús, f. 9. desember 1927, d. 27. sept- ember 1987, Jónína Kristín, f. 29. mars 1929, d. 25. desember 2007, Kristján, f. 14. júlí 1930, d. Gunnar Einarsson, f. 7. desem- ber 1950. Sonur Ingu er Gústav Smári Guðmundsson, f. 8. des- ember 1976. Sonur Ingu og Gunnars er Gunnar Bjarki Guð- laugsson, f. 11. apríl 1986. Gúst- av Kristján, f. 9. júní 1960. Kona hans er Margrét Sólveig Ólafs- dóttir, f. 15. ágúst 1954. Sig- urbjörn, f. 20. október 1965, d. 8. febrúar 2007. Dóttir hans er Sigríður Vigdís Sigurbjarnar og Emludóttir, f. 3. ágúst 1998. Ás- dís Heiðdal, f. 15. mars 1969. Börn hennar; Ellisif Ýr Hinriks- dóttir, f. 1. nóvember 1990, Hildur Bára Aðalsteinsdóttir, f. 9. nóvember 1996, Henry Lee Harmon, f. 5. október 2000. Bára ólst upp á Stóru- Heiði til 18 ára aldurs en flutti þá til Vestmannaeyja og var þar í stuttan tíma. Síðan bjó hún í Keflavík í nokkra mánuði en hefur síðan verið húsmóðir í Reykjavík. Útför Báru fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 10. júlí 2013. 10. apríl 1997, Guð- laug Guðrún (Unna), f. 22. sept- ember 1932, d. 11. maí 1997, Hjördís Vilborg, f. 9. júní 1938, Áslaug Halla, f. 3. maí 1940, Alda, f. 12. apríl 1942. Árið 1954 gekk Bára að eiga eig- inmann sinn Gústav Kristján Gúst- avsson frá Vestmannaeyjum, f. 19. janúar 1928. Foreldrar hans voru Gústav Stefánsson, f. 22. ágúst 1899, d. 22. janúar 1943 og Kristín Guðmundsdóttir, f. 27. maí 1899, d. 12. mars 1986. Börn Báru Gerðar og Gústavs eru: Inga, f. 27. nóvember 1954, maður hennar er Guðlaugur Syngdu mig heim í Heiðardalinn, heimþráin seiðir og bráðum kemur vor. Þíðvindar blása um bláfjalla salinn, blómskrúðin vefja mín gömlu æskuspor. Syngdu mig heim yfir sólgullnar leiðir, sveitin mín bíður í kvöldsins roðaglóð, dalurinn ljúfi sem lokkar og seiðir laðar mig brosandi heim á forna slóð. Þetta ljóð kom í huga minn þegar mig langaði að minnast systur minnar, sem lést eftir stutt en snörp veikindi. Á Stóru- Heiði í Heiðardalnum fæddumst við og ólumst upp í stórum systk- inahópi. Það var oft glatt í hjalla í uppvextinum og einhvern tíma var stofnað ungmennafélag í systkinahópnum og ein fundar- gerðin endaði svona: „Fundi slit- ið, Bára skammaðist.“ Við systkinin höfum alla tíð verið mjög nákomin hvert öðru og þótti ótækt ef við heyrðum ekki hvert í öðru að minnsta einu sinni í viku. Bára kynntist Gúst- av þegar hún var 16 ára gömul og fluttist til Vestmannaeyja með honum, þaðan til Keflavíkur og vann hún þar í þvottahúsi. Síðan fluttust þau til Reykjavík- ur. 1954 giftust þau í Reynis- kirkju í Mýrdal, en þá giftu sig líka systur hennar, þær Jóna og Unna. Ég var fermd og Ómar sonur Unnu var skírður, og reyndar var Gústav maður henn- ar líka skírður. Þvílík hátíð sem þessi dagur var, og æðislegur í minningunni. Heiðardalurinn var henni mjög kær og var hún mörg sumur þar í hjólhýsi með Gústav manni sínum. Þau áttu heima í Reykjavík alveg þar til fyrir rúmlega ári að þau fluttust á Hrafnistu í Hafnarfirði. Bára fékk lömunarveikina sem barn en jafnaði sig aldrei af því, og var heimavinnandi og sá um börnin sín. Hún var mikil húsmóðir og góð mamma, og alltaf var slegið upp veislu þegar við komum til hennar og var enginn svikinn af því að koma þangað. Við syst- urnar og allar dætur systkinanna höfum frá því 1995 hist einu sinni á ári, svokallaðar frænkuhelgar og kom Bára nokkrum sinnum með okkur. Þessar helgar hafa alltaf verið jafn nauðsynlegar og jólin og var alltaf mikið hlegið, t.d. árið 2011 vorum við í Skál- holti, en þá stóðu þar yfir Kyrrð- ardagar og þótti Sveini syni mín- um það ekki passa að við Stóru-Heiðar frænkurnar vær- um þar, því við þykjum nú svolít- ið háværar, á stundum. Elsku Bára mín, ég vil þakka þér fyrir öll árin sem við höfum átt saman, og trúi ég að þú sért nú komin á góðan stað með Sig- urbirni þínum, foreldrum okkar, systkinum og frændsystkinum sem nú hafa kvatt okkur. Þín systir, Áslaug Halla. Bára Gerður Vilhjálmsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, SIGRÍÐUR HLÖÐVERSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 13.00. Ólafur Guðmundsson, Edda Rós Guðmundsdóttir, Unnur Brynja Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.