Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Einhver minnsta fræðigrein Há-skóla Íslands og þótt víðar væri leitað fékk að áliti þeirra sem hana ástunda mikla viðurkenningu á dögunum.    Svokallað Rann-sóknasetur um smáríki fékk það sem kallað er önd- vegisstyrkur frá Evrópusambandinu og mun næstu þrjú árin starfa sem Jean Monnet önd- vegissetur.    Þetta er ekki fyrsti stuðningurEvrópusambandsins við þessa smáfræðastofnun en lýsir því engu að síður hve mikilvægt starf sam- bandið telur að þar sé stundað.    Og skyldi engan undra.    Þessi smáfræði hafa verið notuðóspart til að reyna að sann- færa Íslendinga um að áhrif Ís- lands innan Evrópusambandsins yrðu gríðarleg og þar með að Ís- land ætti að kappkosta að gerast aðili að sambandinu.    Fræðin hafa því verið af-skaplega smágerð og talsvert minni en svo að þau standi undir nafni sem slík, ekki síst innan veggja háskóla sem segist vilja vera í fremstu röð.    Og ekki stækka fræðin við aðvera orðin svo fasttengd spena helsta viðfangsefnisins.    Að vísu fór ekki mikið fyrirgagnrýninni hugsun fyrir öndvegisstyrkinn, en dettur ein- hverjum í hug að hún aukist eftir þetta? Baldur Þórhallsson Öndvegissetur Evr- ópusambandsins STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:49 23:20 ÍSAFJÖRÐUR 3:18 24:01 SIGLUFJÖRÐUR 2:59 23:46 DJÚPIVOGUR 3:10 22:58 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is „Ég er nú bara búinn að taka upp handa sjálfum mér en það stendur til að byrja kartöfluupptöku hér í lok vikunnar,“ segir Birkir Ármanns- son, kartöflubóndi í Brekku í Þykkvabæ. Þær fregnir bárust frá Þykkvabæ í síðustu viku að kartöflu- upptaka þar væri síðar á ferðinni í ár en venjulega vegna vætu og kulda, en upptakan er nú loks hafin og má landinn því vænta ferskra kartaflna í verslanir. „Það viðrar ágætlega en mætti auðvitað vera meiri sól og hiti; við tökum síðar upp vegna veðursins,“ útskýrir Birkir. „Í fyrra tókum við upp í fyrra fallinu, byrjuðum 4. júlí, en það var sérstaklega gott ár. Það er svolítið langt síðan við fengum svona skilyrði. Í hittifyrra fengum við frost í maí en nú hefur ekki verið neitt frost, sprettan bara verið hæg- ari.“ Hjalti Egilsson á Seljavöllum í Hornafirði segir veðrið þar hins veg- ar hafa verið kartöflubændum í hag og uppskeruna í ár vera aðeins fyrr á ferðinni en í fyrra. Hjalti tók fyrstu gullaugakartöflurnar upp í fyrradag og sendi þær til Reykjavík- ur í gær. Hann gerir ráð fyrir að senda 2-3 tonn af kartöflum frá sér á dag á uppskerutímanum. Uppskeran óútreiknanleg Birkir segir ómögulegt að segja til um hvernig uppskeran verði. „Það er auðvitað einn og hálfur mánuður eftir í sprettu en ef það hlýnar meira og verður ekki svona votviðrasamt þá má búast við góðri uppskeru.“ Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Dísukoti í Þykkvabæ, tekur í sama streng. „Það er erfitt að segja til um hvernig uppskeran verður en hún er að minnsta kosti góð af þeim kart- öflum sem við setjum undir plast. Júlímánuður er sá kaldasti síðan 1983, sem tefur helling fyrir. Þetta er sennilega uppskera í meðallagi, svona á að líta.“ Óskar sendi fyrstu kartöflurnar á markað í gærmorgun og segir þær hafa litið ljómandi vel út, en það voru fljótsprottnar og mjölmiklar premiere-kartöflur. „Nú verða ferskar kartöflur á hverjum degi, ef ekkert óvænt kemur upp á.“ Birkir segir landsmenn mega bú- ast við nýjum kartöflum út sumarið. „Nú tökum við upp á hverjum degi og uppskeran fer samdægurs í búð- ir. Svo byrjum við að taka upp í geymslurnar í byrjun september og verðum að fram í október.“ Loks uppskera í Þykkvabæ  Þykkvabæjarkartöflur heldur seint á ferðinni vegna veðurs  Veðrið í Hornafirði kartöflubændum hagstætt  Nýjar kartöflur fram á haust Morgunblaðið/Golli Kartöflur Glæný uppskera er af flestum talin herramannsmatur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.