Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 ✝ Elísabet Óla-dóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 6. júlí 2013. Foreldrar henn- ar eru Ingibjörg Jóna Gunnlaugs- dóttur, f. 24. ágúst 1935 og Óli Hrafn Ólafsson, f. 11. des. 1936, d. 1960, en þá var Elísabet ein- ungis 2 ára. Hálfsystkini El- ísabetar, sammæðra, eru Bald- ur Þór Jóhannsson, f. 1962, d. 1984, Karl Jóhann Jóhannsson, f. 1967 og Guðrún Jóhanns- dóttir, f. 1970. Maður Ingi- bjargar er Björn Stefánsson, f. 27. júlí 1928. Elísabet gekk í hjónaband 19. júlí 1980 með Jónasi Sig- urðssyni, f. 12. feb. 1958. Börn þeirra eru 1) Arndís, f. 8. ágúst 1979, gift Brynjari Þór Gests- syni, f. 2. feb. 1975, sonur þeirra er Jónas Bjarki, f. 27. júní 1999 2) Árný, f. 22. feb. 1982, í sambúð með Jóni V. Guðmundssyni, f. 5. júní 1981 3) Óli Hrafn, f. 5. maí 1989 4) Brynjar, f. 14. sept. 1994 5) Andri, f. 14. sept 1994. Elísabet ólst upp fyrstu fjögur árin í Reykjavík en flutt- ist vestur í Ólafs- vík með móður sinni er hún kynnt- ist seinni manni sínum, Jóhanni Jóni Jónssyni kaupmanni frá Ólafsvík. Eftir unglingaskólann í Ólafsvík fór hún einn vetur í Héraðsskólann að Laugarvatni og síðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Erla og Jónas bjuggu nánast alla sína sam- búðartíð á Suðurgötu 13 í Hafnarfirði, sem er æskuheim- ili Jónasar. Elísabet var heima- vinnandi húsmóðir með stórt heimili og vann með eig- inmanni sínum í fyrirtæki þeirra, Glugga- og hurðasmiðju SB ehf. í Hafnarfirði. Útför Erlu fer fram í Víði- staðakirkju í dag, 17. júlí 2013, kl. 13. Elsku hjartans systir mín hún Elísabet hefur kvatt okkur langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að lýsa söknuðinum og erfitt að skilja þá órannsakanlegu vegi Guðs sem við þurfum að ganga þessa dag- ana. Þegar ég hugsa um Elísabetu stóru systur þá finn ég fyrir kær- leika og þakklæti. Hún systir mín var „eins og blóm“, líkt og segir í laginu hans Björgvins Halldórssonar, fallegt blóm sem gaf af sér mikilvæg fræ og dásamlega angan, angan sem við öll í kringum hana nutum góðs af. Með sínu stóra fallega og blíða hjarta gaf hún okkur svo mikið. Elísabet var ekki bara stóra systir mín, hún var líka besta vin- kona mín, oft á tíðum mamma og síðast en ekki síst dásamleg fyr- irmynd. Hún hefur staðið mér við hlið á öllum mikilvægum stundum í lífinu og leiðbeint mér af sinni yndislegu þolinmæði, ást og um- hyggju. Það var hjá Elísabetu á Suðurgötunni sem ég fékk fyrstu hríðarnar án þess að hafa hug- mynd um hvað var að gerast þeg- ar frumburðurinn Baldur Þór kom í heiminn. Það var Elísabet sem kenndi mér að gefa brjóst, fara í útilegu með allar réttu græj- urnar, velja besta glossið, drekka kampavín með morgunmatnum, sýna þolinmæði og umburðarlyndi og gefa þeim sem við elskum af einlægni og kærleika. Fyrir þetta er ég henni endalaust þakklát. Hún systir mín var ótrúleg hús- móðir, heimilið lék einhvern veg- inn í höndunum á henni, með sína grænu svuntu. Fegurðin, vand- virknin og umhyggjan draup úr hverju verki. Börnin, Jónas og heimilið voru Elísabetu minni allt. Hún lagði mikið á sig til að tryggja hag þeirra allra. Fyrir hana skipti mestu máli að fjölskyldunni liði vel en þá leið henni best. Aldrei man ég að systir mín kvartaði undan álagi eða erfiði og alltaf var hún jafn glæsileg, dökk en samt svo björt og blíð með sitt einlæga bros, kvenlegri en nokkur önnur, dansandi eins og drottning fram hjá okkur öllum. Elsku systir mín, fyrir mér varst þú, ert og verður fallegasta og besta systir í heimi. Ég var allt- af svo stolt og hreykin af þér. Ég mun varðveita og vegsama þína undurfögru minningu. Það er gott að vita að þú ert núna hjá pabba þínum, Baldri bróður okkar, og Hanna pabba okkar. Ég veit að þeir umvefja þig af ást og kær- leika. Elsku Elísabet, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og ég mun ávallt vera þér þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín litla systir, Guðrún. Ósanngirni, ömurlegt, óþol- andi, glatað; þetta eru orðin sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þess að fá ekki að njóta þess að vera með Elísabetu mág- konu lengur. Hún sem hafði allt að lifa fyrir; frábæra fjölskyldu; hún og Jónas voru alltaf svo hamingju- söm og ánægð; fimm börn og barnabarn og tengdasynir. Hún var frábær mamma og húsmóðir og fjölskyldan var ávallt í fyrsta sæti auk sem hún ræktaði sína heilsu vel og lifði heilbrigðu lífi. Sumarið 1975 kynntumst við Elísabet vel þegar hún og Jónas bróðir byrjuðu saman; hann náði í sætustu stelpuna í Ólafsvík, og þótt víðar væri leitað. Elísabet var alla tíð alveg óskaplega falleg, svo falleg að eftir var tekið hvar sem hún kom. Og hún var ekki bara falleg að utan, persónuleikinn var ekki síður fallegur. Við áttum saman frábærar stundir í gegnum tíðina, fórum í mörg ferðalög um landið í gamla daga, bæði fjölskyldurnar saman sem og fótboltamót með strákana okkar og það var alltaf mjög gam- an að njóta samvista og skemmta sér með henni, enda var Elísabet mikill og stuðbolti – fljót út á dans- gólfið, alltaf svo hress og bros- mild. Ég á eftir að sakna þess að heyra hana ekki segja: Hvað seg- irðu „eska?“ og eins þegar hún sagði svo skemmtilega: „dú dú dú“. Árið 2000 byrjuðum við frænd- systkinin í móðurætt að hittast á hverju hausti einhvers staðar úti í sveit, og vorum yfir nótt, og þetta voru alltaf skemmtilegar stundir. Síðasta haust vorum við á Hrauns- nefi og það var ánægjulegt að hún gat komið þrátt fyrir veikindin, og átt gleðilega kvöldstund með okk- ur. Fyrir það er ég þakklát. Í janúar árið 2011 var ljóst að Elísabet þurfti að fara í merg- skipti til Svíþjóðar, en hún erfði blóðsjúkdóm frá föður sínum, sem dó af völdum hans, aðeins 24 ára gamall – og öll systkini hans dóu úr þessum sama sjúkdómi. Allt virtist hafa gengið vel í Svíþjóð, þótt Elísabet næði ekki alveg upp fyrri styrk. En því miður var það svo ljóst núna í vor að allt var komið í óefni, og frekari meðferð ekki möguleg. Sunnudaginn 30. júní áttum við góða stund á pall- inum heima hjá okkur Snorra – grilluðum og höfðum það gott. En aðeins fimm dögum síðar var El- ísabet látin. Það er erfitt að horf- ast í augu við þetta og algjörlega óbærilegt. En við munum alltaf eiga góðu minningarnar um hana Elísabetu, og þær eru margar. Áfallið er mikið fyrir fjölskyld- una og alla þá sem þekktu Elísa- betu. Nú eru tvö af fjórum úr systkinahópnum látin, en bróðir Elísabetar, Baldur Þór, lést svip- lega árið 1984 aðeins 22 ára gam- all. Elsku Jónas bróðir, Arndís, Árný, Óli Hrafn, Andri, Brynjar, Jónas Bjarki, Binni, Nonni, Inga, Guðrún og Kalli; ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ég kveð þig kæra mágkona og mun alltaf sakna þín sárt. Sjáumst síðar „eska“. Stefanía Sigurðardóttir. Í Elísabetu frænku minni fór saman það besta sem getur prýtt eina manneskju; fölskvaleysi, kærleikur og hlýja. Hún var áber- andi falleg bæði yst sem innst og eru flestir þeir sem urðu á vegi hennar sammála um að þar fór kona með einstaka fegurð og óvenju mikla útgeislun. Alltaf var gaman að hitta El- ísabetu. Öllum leið vel í návist hennar, enda var hún mikil fé- lagsvera sem þótti gott að hafa fólk í kringum sig. Hún var ein- stakur fagurkeri og gestgjafi af guðs náð sem átti auðvelt með að finna tilefni til að gleðjast. Með engum fyrirvara, og að því er virt- ist lítilli fyrirhöfn, gat hún slegið upp stórveislu ef henni bauð svo við að horfa. Fyrirhuguð stutt heimsókn til hennar og Jónasar gat auðveldlega breyst í margra klukkustunda matarboð og skemmtilegheit þar sem málefni líðandi stundar voru rædd og krufin til mergjar fram og til baka. Eftir að hún veiktist, fékk hún svo aðra og dýpri sýn á lífið sem hún nýtti sér til þroska. Mér er það sérstaklega minnisstætt þeg- ar við sátum og spjölluðum um baráttuna við sjúkdóminn illvíga. Þá talaði hún um hversu mikið henni fyndist veikindin hafa breytt viðhorfum sínum til lífsins og sagðist ákveðin í hafa gleðina að markmiði sínu. Að hún ætlaði að rækta kærleikann það sem hún ætti eftir af þessu lífi. Elísabet var sannur vinur sem heilsaði jafnan og kvaddi með kossi og þéttu faðmlagi. Kærleik- ur hennar til mín kom berlega í ljós þegar ég gekk með mitt fyrsta barn og missti móður mína seint á meðgöngunni. Þá var Elísabet mér ómetanlegur stuðningur. Og þarna var hún, fimm barna móð- irin á heimavelli, óspör á um- hyggju og góð ráð úr djúpum reynslubrunni sínum á þessum, mér annars óþekkta vettvangi; „Karríer hvað? Þetta verður skemmtilegasta og mest krefjandi hlutverkið þitt í lífinu, „eska“, sagði hún og hafði þar auðvitað al- veg rétt fyrir sér. Sjálf var hún einstök móðir og ekkert var henni kærara en nær- fjölskyldan sem var líf hennar og starf. Börnin hennar fimm bera móður sinni svo sannarlega glöggt vitni og hafa þau öll sem eitt borið gæfu til að endurspegla það besta úr báðum sínum yndislegu for- eldrum. Ástkærum eiginmanni hennar, börnum, móður, tengdamóður og systkinum votta ég alla mína sam- úð. Þeirra er sorgin sárust og missirin mestur. Ég bið elsku frænku minni blessunar í nýjum heimkynnum og þakka henni fyrir kærleiksríka samfylgd, traust, vináttu og gleði. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði get- ur það rúmað. (Úr Spámanninum e. KahlilGibran.) Ruth Gylfadóttir. Ég vildi ekki trúa því að ein fal- legasta, skemmtilegasta, besta og yndislegasta kona í öllum heimin- um væri fallin frá. Elska, þú af öll- um, baráttunni lokið. Allar minn- ingarnar af þér eru dýrmætar og ógleymanlegar. Þú og mamma, frúin eins og þú sagðir, þið voruð flottastar saman, alltaf svo mikil gleði, stuð og lekkerheit sem ein- kenndi ykkur. Allt það sem þið gerðuð saman og pabbi og frændi, þið voruð eitt. Hvort sem það voru ferðalög víðsvegar um landið þar sem ég, Arndís og Árný gistum í litlu kúlutjaldi við hliðina á ykkur, allar í nýjum apaskinnsgöllum í sitt hvorum lit sumur eftir sumur, Sumarbústaðir með heimatilbún- um skemmtiatriðum öll kvöld frá okkur stelpunum og verðlaun á eftir ár eftir ár, Óli Hrafn og Kristófer að gameboyast, lakkrís frá manninum elska, við fjölskyld- an að fara til útlanda með ykkur, Við stelpurnar að stússast með Andra og Brynjar, þið fjölskyldan í heimsókn yfir páska í Ólafsvík, við í heimsókn yfir helgi á Suður- götunni, þið frændi í heimsókn á Ennisbrautinni, ógleymanleg jól á Flórída, þið frændi og mamma og pabbi að plana og gera og svona gæti ég haldið áfram nánast enda- laust. Ástæðan er einföld, þú, frændi og fjölskyldan á Suðurgöt- unni eruð svo stór hluti af upp- vexti og uppeldi okkar Kristófers að minningarnar eru óendanlegar. Þú varst alltaf svo góð en jafn- framt svo skemmtileg og alltaf svo flott og falleg. Gjörsamlega geisl- aðir af fegurð jafnt að innan sem utan. Það var alltaf svo gott og skemmtilegt að tala við þig og móttökurnar á Suðurgötunni ein- kenndust alltaf af gleði og manni leið alltaf eins og maður væri kom- inn heim. Ég gleymi aldrei skál- inni inni í stofu sem var svo oft full af Lindubuffi eða bombum, okkur stelpunum leiddist ekki að stelast í hana. Minningarnar framkalla all- ar bros í gegnum tárin því þú varst svo yndisleg. Það er svo stutt síðan ég hljóp úr matarboði til að kíkja á ykkur mömmu þar sem þið sátuð á pallinum á Enn- isbrautinni og óskin þín um að koma vestur til Ólafsvíkur rættist. Ég óskaði þess svo mikið að allt væri eins og áður. Allar sögurnar sem þið gátuð sagt okkur stelp- unum af ykkur, minningarnar eru endalausar og munu ávallt lifa í okkur öllum. Þú ert og verður allt- af gullmoli í mínum augum. Takk fyrir allt, elsku Elísabet. Hvíldu í friði. Elsku frændi, Arndís, Binni, Jónas Bjarki, Árný, Nonni, Óli Hrafn, Andri og Brynjar, guð styrki ykkur á þessum erfiðu tím- um. Íris Jónasdóttir. Elísabet frænka mín var á margan hátt einstök kona, sem háði mikla baráttu við illvígan sjúkdóm. Þó sjúkdómurinn hafi að lokum lagt hana að velli, þá má með sanni segja að hún hafi unnið margar harðar orrustur við hann af miklu hugrekki og innri styrk. Hún var okkur hinum því mikil fyrirmynd, hvernig hún með sín- um kröftuga baráttuvilja og æðru- leysi tók slaginn alla leið. Elísabet var bæði sérlega fögur og glæsileg kona, sem með glað- værð sinni og blíðu viðmóti gaf mikið af sér. En það var ekki síst hennar sterki persónuleiki, sem réð för þar sem hún fór. Á kveðjustund er fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir að hafa átt svona yndislega frænku og fyrir öll samskipti við hana í gegnum tíðina, minningarnar eru allar ljúfar. Jónasi, börnum þeirra, Ingi- björgu móður hennar og öðrum vandamönnum votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minning Elísbetar Óladóttur. Kjartan Lárusson. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa um hana Elísabetu. Stutt var á milli heimila okkar í Ólafsvík og lékum við okk- ur oft saman. Mínar fyrstu minn- ingar af samverustundum okkar Elísabetar eru frá öskudegi þegar við höfum verið u.þ.b. sjö og átta ára gamlar. Við vorum búnar að sauma og skreyta öskupoka og eftirvæntingin var mikil að kom- ast út til að læða pokunum á þá sem við hittum. Daginn þann viðr- aði hins vegar ekki til útiveru , rok og rigning, svo öskupokarnir lentu allir á okkur sjálfum og okkar nánustu. Þrátt fyrir það man ég að við skemmtum okkur konunglega. Vinátta okkar hélt áfram og mikið var gaman þegar Elísabet varð svo hluti af fjölskyldunni þeg- ar hún og Jónas frændi urðu par, en það gerðist í einni af mörgum ferðum okkar á sveitaböll. Elísabet var mikill fagurkeri og til marks um það var hversu fal- lega rithönd hún hafði. Auðvelt var að sjá hvaða jólakort var frá fjölskyldunni á Suðurgötunni þeg- ar jólapósturinn fór að berast. Alltaf geislaði af Elísabetu og þegar við í Stapavinafélaginu hitt- umst á hverju hausti var hún hrókur alls fagnaðar. Síðasta haust þegar við hittumst var gleði okkar Halls mikil þegar við sáum að þau frændi voru mætt. Elísabet var svo glöð og kát og skemmti sér vel eins og við öll. Hverjum öðrum í hópnum en henni gat dottið í hug að bjóða öllum konunum upp á kokteil eða athuga hvort kokkur- inn gæti ekki útbúið samlokur fyr- ir svefninn. Hún var einstök hún Elísabet. Elsku Jónas, Arndís, Árný, Óli Hrafn, Andri og Brynjar. Við sendum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Því miður getum við Hallur ekki verið með ykkur í dag en hugur okkar er hjá ykkur. Lilja Kristófersdóttir. Þegar maður kveður vin er maður að vissu leyti að kveðja hluta af sjálfum sér. Öll erum við eitt en hvert og eitt okkar er sér- stakt þótt við blómstrum á mis- munandi máta. Sumir sá fræjum og njóta þess að sjá ástvini blómstra án þess að krefjast nokk- urs. Þannig var Elísabet Óladótt- ir. Við ótímabært fráfall æskuvin- konu frá Ólafsvík reikar hugurinn fram og til baka frá því ég sá hana fyrst fyrir rúmum fjörutíu árum. Margvíslegar myndir skjóta upp kollinum. Ég sé hana svífa létt- fætta í gegnum lífið enda var and- inn í kringum hana með þeim hætti, fjörið allsráðandi. Ég sé hana birtast óaðfinnanlega klædda, hláturgjarna og síðast en ekki síst sem heimsborgara. El- ísabet hefði prýtt forsíður Vogue og Elle hefði hún lagt út á braut fyrirsætunnar í París. En umfram allt var Elísabet elskandi móðir og börn þeirra Jónasar voru í for- grunni. Það var einmitt vinur minn, sjarmörinn Jónas, sem krækti í fallegu dömuna frá Ólafsvík og ég er þakklátur fyrir vináttu þeirra. Sannur vinskapur felst ekki endi- lega í daglegum samskiptum held- ur í því að finnast vinirnir alltaf hafa verið til staðar. Sumir strengir slitna aldrei og strengir Elísabetar lágu víða. Elísabet var hetja og tók veik- indum sínum af einstöku æðru- leysi. Henni var mest umhugað um börnin sín og ástvini og missir þeirra er mikill. Því má ekki gleyma að missir Elísabetar er engu minni. Það hlýtur að vera þyngra en tárum taki að vera þess meðvitaður að fá ekki að leiða börnin sín í gegnum krákustíga lífsins og njóta allra dýrðlegu stundanna sem lífið hefur upp á að bjóða; hlæja með þeim og gráta, og vera til staðar hvað sem á dyn- ur. Ég votta Jónasi, mínum elsku- lega vini, börnum og ástvinum mína dýpstu samúð. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Þorgrímur Þráinsson. Þegar hugurinn róaðist og tárin hættu að streyma fóru að rifjast upp allar okkar yndislegu stundir með Elísabetu og áður en við viss- um af var komið bros og fliss öðru hvoru því þar er henni best lýst. Alltaf gleði, glamúr og mikill hlát- ur. Allar minningar okkar um El- ísabetu kalla fram hlátur og bros. Þessi yfirnáttúrulega fallega kona var okkur svo mikil fyrirmynd, stolt móðir fimm barna, alltaf mesti kroppurinn og alltaf klædd eftir nýjustu tísku. Við kynntumst fyrir margt löngu í Hress líkamsræktarstöð- inni, æfðum þar frábær hópur saman í einkaþjálfun hjá Siggunni okkar og náðum einstaklega vel saman. Oft varð kaffið eftir æf- inguna lengra en æfingin sjálf en það var alveg nauðsynlegt því þarna var rætt allt milli himins og jarðar og ótrúlega sterkt net kvenna sem stóðu hver með ann- arri í súru og sætu. Fengum ráð hjá hvor annarri um rekstur fyr- irtækjanna okkar, nýjustu glossin og ýmis merkileg málefni. Feng- um meira að segja á okkur nafn- gift í stöðinni sem átti ágætlega við en verður ekki upplýst hér. En okkur dugði ekki að æfa saman, við vorum orðnar miklar vinkonur og náðum að brydda upp á alls- konar skemmtiferðum saman. En eitt sem þessi elska lét ekki plata sig út í var að fylgja hópnum í göngur á fjöll, við suðuðum mikið í henni en svo á endanum gafst hún upp og ákvað að láta sig hafa það og koma með Laugaveginn vorið 2008, við vorum að sjálfsögðu með henni í undirbúningnum og æfð- um aðeins nokkur fjöll í nágrenni Hafnarfjarðar áður. En aðalatrið- ið var að vera í rétta dressinu og það vorum við með á hreinu, El- ísabet græjaði dressið og svo var haldið af stað í Landmannalaugar en það skal tekið fram að í þessum ferðum var einn stærsti trússari landsins fenginn til að ferja nauð- synlegan búnað og nesti á milli gististaða, við vorum sennilega búnar að ljúga sögum um sól og Elísabet Óladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.