Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 ✝ Erla Hatlemarkfæddist í Reykjavík, 13. sept- ember 1942. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 8. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Margrét Guðmundsdóttir, f. í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi, Snæf., 1907, uppalin í Reykjavík, starfaði m.a. sem saumakona, d. 1999 og Konrad Hilmar Hatlemark trésmiður, f. í Sykkylven í Noregi 1904, d. 1991. Þau skildu. Systur Erlu eru 1) Hulda, f. 1938, gift Olav Oyahals, f. 1938, 2) Anna, f. 1942, d. 2007, gift Ragnari Aðalsteinssyni. 3) Lyndís, f. 1939, áður gift Guðjóni Sævari Jóhannessyni, f. 1936, d. 2005, þau skildu, Erla var gift Hilmari Ingi- mundarsyni lögmanni, f. í Reykjavík 27. október 1938. For- eldrar hans voru Guðrún Þor- steinsdóttir húsfreyja og Ingi- mundur Gíslason bóndi að Brúnstöðum við Þvottalaugaveg í Reykjavík. Synir þeirra eru 1) Snorri Örn, f. 18.1. 1963, kvæntur Sveinbjörgu Þórdísi Sveinsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru Sunníva Hrund og Heikir Orri. 2) Örvar, f. 25.4. 1977, í sambúð með Örnu Þóru Káradóttur, f. 1977, börn þeirra eru Aþena Líf og Atlas Ingi. 3) Darri Örn, f. 2.11. 1983, í sambúð með Þuríði Björgu Guðnadóttur, f. 1988, börn þeirra eru Hilmar Örn og Þórunn Ýr. Erla fæddist í Reykjavík, en fluttist með foreldrum sínum til Sykkylven í Suður-Mæri í Noregi. Árið 1947 fluttist Erla ásamt for- eldrum sínum aftur til Íslands þar sem hún gekk í skóla. Foreldrar hennar höfðu þá skilið og bjó hún hjá móður sinni. Hún lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og starfaði mestan sinn starfsferil sem flugfreyja en samhliða því var Erla formaður Flugfreyju- félags Íslands um tíma. Útför Erlu fer fram frá Garða- kirkju í dag, 17. júlí 2013, kl. 15. Ég á svo margar ógleymanleg- ar minningar af okkur frá því ég var lítill. Minningar sem vekja upp svo góða tilfinningu í hjart- anu. Það var svo gott að fá að leggjast uppí hjá þér á kvöldin og heyra þig syngja: „komdu kisa mín“ áður en ég fór að sofa. Vakna um helgar við það að heyra í þér vera að hella upp á kaffi, vit- andi það að þú kæmir aftur upp í rúm með kaffibollann og e-ð gott til að narta í með honum. Göngu- túrarnir í Heiðmörk, skíðaferð- irnar, pastasalatið, lautarferðirn- ar í sveitinni, hollustuvöfflurnar, svo margar sterkar minningar sem hlýja manni í hjartastað, fá bragðlaukana til að vakna, fá mann til að brosa. Ég er í raun bú- inn að sakna þín í svo mörg ár og ég kveð þig með svo miklum sökn- uði. Ég sagði svo oft við þig þegar minnisleysið var að ágerast að það væri bara eitt sem þú mættir aldrei gleyma, og það er hversu mikið ég elskaði þig. Í þetta skipti syng ég fyrir þig. Góða nótt elsku mamma mín. Þinn Darri Örn. Það eru svo margar tilfinning- ar sem koma í huga minn þegar ég sest niður og ætla að skrifa orð í hinstu kveðju dásamlegrar tengdamóður minnar. Fallegri konu var ekki hægt að finna og bjartara bros var vart fundið. En bak við brosið bjarta var hugur sem var að veikjast og niðurleiðin hröð eftir að kynni okkar hófust. Ég er og verð þó alla tíð þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman og mun ætíð vera þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja Erlu síðastliðin rúm 8 ár. Þessi tími hefur kennt mér mikið um gersemar þessa lífs og hve stutt er á milli gleði og sorgar, ég geri mér nú betur grein fyrir hversu nauðsynlegt er að meta líðandi stund og njóta hverrar sekúndu sem lífið hefur upp á að bjóða. Betri lífsgildi er varla hægt að kenna ungri tengdadóttur. Elsku Erla, mér þykir svo mik- ið vænt um þig og á eftir að sakna að sitja hjá þér og segja þér sögur af dásamlegu strákunum þínum og hvað á daga þeirra drífur. Ég mun aldrei gleyma þér og mun vera dugleg að varðveita minningu þína hjá Hilmari Erni og Þórunni Ýri. Góðar minningar geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Þín tengdadóttir, Þuríður Björg. Kynni mín af Erlu hófust fljót- lega eftir að hún hóf störf hjá Loftleiðum og vinskapur okkar hefur staðið óslitið síðan eða þangað til hún hvarf inn í sinn óminnisheim af völdum sjúkdóms þess er nú hefur lagt hana að velli. Hún hafði sigrast á krabbameini tvisvar en þennan sjúkdóm óttað- ist hún mest af öllu, það er því kaldhæðnislegt að þetta yrðu ör- lög hennar. Það var árið 1966 sem Erla hóf störf sem flugfreyja hjá Loftleið- um, síðar Flugleiðum. Þarna var á ferðinni glæsikona sem vakti at- hygli allra sem hana sáu. En hún var ekki bara falleg, hún var líka klár í kollinum og fljótlega var hún komin í stjórn stéttarfélagsins sem átti eftir að njóta krafta henn- ar mestan hluta starfsævinnar. Hún var formaður í allmörg ár og síðar formaður samninga- nefndar og að öllum öðrum ólöst- uðum tel ég að hún hafi náð fram meiri umbótum fyrir stéttina en nokkur annar. Það var í samning- um undir hennar stjórn sem kom- ið var í veg fyrir að flugliðar þyrftu að vinna af sér sumar- og vetrarleyfi. Fyrir hennar tíð máttu flugfreyjur vinna á öllum stórhátíðum án nokkurrar umb- unar, ekki var heldur nein greiðsla fyrir varadaga og námskeið í þágu vinnuveitenda voru ekki metin sem vinnuframlag. Allt þetta þykja sjálfsögð réttindi í dag, en það var ekki alltaf þannig og kost- aði blóð, svita og tár að öðlast þau og þar var Erla svo sannarlega í fararbroddi. Frægastir eru þó lík- lega „sokkabuxnasamningarnir“ sem fjölmiðlarnir veltu sér upp úr með mjög neikvæðum skrifum. Erla lét þetta ekki buga sig og náði sínu fram með harðfylgi. Hún sýndi aðdáunarverðan kjark og hún þorði alveg að fara í verkfall ef þess gerðist þörf. Erla var sannur verkalýðsleið- togi sem fór ekki í manngreinar- álit og lagði sig fram um að lið- sinna öllum þeim sem til hennar leituðu. Hún var mikill mannvinur og mátti ekkert aumt sjá. Það yrði of langt mál að reyna að telja upp allt það sem Erla fékk áorkað í þágu flugfreyjustéttar- innar svo ég læt hér staðar numið. Ég kom dálítið að vinnu fyrir stéttarfélagið og sat um tíma í stjórn með Erlu, sem var mjög lærdómsríkt, en við gerðum margt fleira saman t.d. ferðuð- umst við talsvert bæði innanlands og utan og þá oft með drengina okkar sem voru á svipuðu reki. Það voru bæði sólar- og skíðaferð- ir. Sömuleiðis fórum við árvisst í skemmtilega sumarferð innan- lands með Félagi framfarasinna. Þá voru ófáar gönguferðir okkar í Heiðmörkinni sem Erla þekkti svo vel og kenndi mér að meta. Hún hafði líka unun af garðyrkju og eyddi löngum stundum í garð- inum sínum á Bakkaflötinni og þar gat maður alltaf fengið góð ráð um hvað eina sem sneri að garðyrkju. Það er langt síðan ég tók út sorgina og söknuðinn við að missa hana Erlu en nú gleðst ég yfir því að hún sé nú loks komin á betri stað, þar sem hún getur haldið áfram að rækta garðinn sinn. Elsku Darri, Örvar, Snorri og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning Erlu elsku- legrar. Megi hún hvíla í friði. Anna Kristjánsdóttir. Það er mikil gæfa að eignast góða vinnufélaga. Erla Hatle- mark var vinnufélagi minn í 30 ár, ég finn til þakklætis fyrir að hafa átt samleið með henni. Hún var einstaklega vel gefin, smágerð, grönn, falleg, fáguð og alltaf sér- staklega fallega og smekklega klædd. Erla var góð flugfreyja, það var gott að vinna með henni, hún var skipulögð og snögg að vinna. Föðursystir mín var gift föður- bróður Hilmars, eiginmanns hennar og hittumst við öðru hvoru í fjölskylduboðum. En mér er ógleymanlegt þegar ég sá Erlu fyrst, fyrir meira en 52 árum. Ég var í unglingavinnunni, þar sem Hilmar var flokksstjóri og hún kíkti í vinnuna til hans. Við stelp- urnar höfðum aldrei séð svona fal- legt par. Hann ljóshærður og blá- eygður og hún svo dökk á brún og brá, reyndar voru þau eins og svart og hvítt. Síðar varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að vinna með henni í stéttarfélaginu og vera í samn- inganefnd þegar hún var formað- ur flugfreyjufélagsins. Erla Hatlemark var formaður Flug- freyjufélags Íslands árið 1973 þegar félagið gerði fyrstu góðu samningana. Fyrir þann tíma voru laun flugfreyja og önnur réttindi frekar bágborin, en með þeim samningum þurftu flug- freyjur t.d. ekki lengur að segja upp starfinu þegar þær áttu von á barni. Hún var aftur formaður fé- lagsins árið 1995, þegar aðrir tímamótasamningar voru gerðir, sem fjölluðu m.a. um eftirlauna- sjóð og eftirlaunaaldur flugfreyja. Hún var skarpgreind og fljót að hugsa. Í einni samningaviðræðu- lotunni fluttum við nánast inn í húsnæði sáttasemjara og dvöld- um þar löngum stundum, oft margar andvökunætur. Þá var eins og hún þyrfti minna að sofa en við hin, hún fór bara í stutta íhugun og slökun og kom til baka skarpari en áður, oft með nýja sýn á málinu. Erlu Hatlemark verður því ekki síst minnst sem verka- lýðsleiðtoga, svona baráttu- og hugsjónafólk fyrir bættum kjör- um er ekki auðfundið. Flugfreyju- stéttin á henni mikið að þakka, án hennar frábæra starfs fyrir Flug- freyjufélag Íslands er ólíklegt að flugfreyjustarfið hefði orðið að ævistarfi svo margra. Það var gríðarlega mikil sorg og missir þegar Erla veiktist, ör- lög hennar virtust svo grimm, hún varð ekki fær um að upplifa gleði og sorgir fjölskyldunnar. Það var sárt þegar hún hvarf okkur smám saman, svo ósanngjarnt að við fengum ekki notið krafta hennar og gáfna lengur en raun varð á. Ég minnist Erlu Hatlemark bæði með sorg og gleði í hjarta og er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og lært svo margt af henni. Minning hennar mun lifa um ókomin ár. Sonum hennar, barna- börnum, öðrum aðstandendum og vinum votta ég samúð mína. Anna Bjarna. Kveðja frá Flugfreyju- félagi Íslands Með Erlu Hatlemark, flug- freyju og fyrrverandi formanni Flugfreyjufélags Íslands, er gengin merk kona. Hún var flug- gáfuð, framsýnn foringi og mikill jafnréttissinni. Þegar Erla hóf störf hjá Loft- leiðum 1966 var ýmsu verulega ábótavant í réttindamálum flug- freyja og flugþjóna á Íslandi. Miklir fordómar ríktu gagnvart stéttinni. Giftar konur höfðu ekki verið ráðnar til flugfreyjustarfa og flugfreyja sem var orðin 35 ára var ekki hæf til starfa. Flugfreyj- ur þurftu að deila herbergi í dvöl- um erlendis og launin voru léleg. Erla leit hinsvegar svo á að flug- freyjur og flugþjónar ættu að njóta sömu réttinda og aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Þá lagði hún ríka áherslu á að starf flugfreyju væri fyrst og fremst ábyrgð á ör- yggi farþeganna. Árið 1972 var Erla kosin for- maður Flugfreyjufélags Íslands og gegndi því til ársins 1977. Þá var hún einnig formaður frá 1993 til 1998. Ennfremur gegndi hún formennsku í mörgum samninga- nefndum félagsins. Erla var rök- föst og með ríka réttlætiskennd. Hún bar virðingu fyrir viðsemj- endum sínum og var sú virðing gagnkvæm. Í kjarasamningum varð henni ekki svo auðveldlega snúið enda taldi hún ekkert sjálf- sagðara en að íslenskar flugfreyj- ur nytu sömu kjara og aðrir sem störfuðu um borð í íslenskum far- þegavélum. Undir hennar sterku forystu voru gerðir tímamóta- samningar og var hún brautryðj- andi í mörgum málum. Samning- arnir 1973 eru hinir árangursríkustu sem Flugfreyju- félagið hefur gert. Í þeim samn- ingum var félagið fyrst allra stétt- arfélaga til að semja um launað fæðingarorlof. Árið 1995 var aftur brotið blað í sögu félagsins er það undirritaði samninga um greiðslur vinnuveitanda í sér- eignalífeyrissjóði, fyrst allra. Hún lét almenningsálitið ekki hafa áhrif á sig, sem sýndi sig best í hinum svokölluðu sokkabuxna- samningum árið 1989. Erla var skemmtilegur vinnu- félagi og sanngjörn. Hún sá spaugilegu hliðarnar á flestöllu og kæmu upp vandamál voru þau leyst farsællega. Hún var glæsi- leg kona. Það gustaði af Erlu hvar sem hún var og áhugi hennar á öllu sem viðkom félagsmálum og jafnrétti var afar smitandi. Síðustu starfsárin hennar sem flugfreyja fóru veikindi að gera vart við sig sem síðar greindust sem Alzheimers-sjúkdómurinn. Nafn Erlu verður ævinlega tengt mestu og stærstu áfanga- sigrum í kjara- og réttindabar- áttu Flugfreyjufélags Íslands. Við kveðjum hana með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir flugfreyjustéttina. Sonum Erlu, tengdadætrum og barnabörnum vottum við okk- ar dýpstu samúð. F.h. Flugfreyjufélags Íslands, Sigríður Ása, Sturla og Þóra. Erla Kr. Hatlemark HINSTA KVEÐJA Táp var þitt eðli, trúr til góðs þinn vilji, stofnsettur varst þú á sterkri rót. Um þig og að þér öfl og straumar sóttu, sem brotsjór félli fjalls við rót. Orka þér entist, aldur tveggja manna, að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. (Einar Benediktsson) Elsku Erla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Sigríður Ásta Árna- dóttir og Bergþóra Kristín Grétarsdóttir. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú, kæra vinkona, sért farin frá okkur. Á stundu sem þessari hugsar maður til baka um allar yndislegu minningarnar sem koma upp í hugann. Frá 5 ára aldri var ég hálfgerður heimaln- ingur hjá Vallý og Gauja og alltaf voru vinir barna þeirra velkomin hjá þeim og skipti engu máli hvort það var bara til að hanga heima, vera í mat eða gista. Ég man vel eftir því þegar ég og Rakel löbb- uðum heim til þeirra hjóna eftir skóla alla leið út í Setberg og lagði maður það á sig, því að við vissum að alltaf var til eitthvað gott að borða þegar við kæmum þangað. Og það brást aldrei. Vallý var allt- af að baka, nýbúin að gera rækju- ✝ ValgerðurInga Hauks- dóttir (Vallý) fædd- ist í Reykjavík 27. febrúar 1951. Hún lést á Landspít- alanum, deild 11E, 5. júlí 2013. Útför Vallýjar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 12. júlí 2013. salat eða eitthvað annað gott. Svo var sest niður við eldhús- borðið og málin rædd á meðan Vallý lagði kapal og hlustaði á okkur rausa um hvernig dagurinn hefði verið. Aldrei dæmdi hún einn né neinn, hún gaf okkur góð ráð en skammaði okkur smá þegar við vorum eitthvað að prakkarast. Mikið þótti okkur gott að koma heim í Setbergið og þar var alltaf einhver til að taka á móti okkur. Þegar við stelpurnar stækkuðum lágu leiðir okkar enn meira sam- an, í gegnum sameiginlegt áhuga- mál okkar, hundana. Það var Val- lýju minni hjartans mál að aðeins það allra allra besta var valið handa hundunum hennar. Oft hugsaði ég hvað þeir væri heppnir að vera hjá henni því að þar var hugsað um þá eins og kóngadýr. Við áttum ófá símtölin um hundana okkar, ræktun og hunda- sýningarnar. Og hvað maður dáð- ist að Gauja að stússast með henni í þessu öllu þar sem hún vissi upp á hár hvernig hún vildi hafa hlut- ina í kringum þá, ekkert var of gott fyrir hundana hennar. Alltaf var hægt að hringja í Vallý og ræða um allt milli himins og jarðar. Þótti mér alveg sérstak- lega vænt um það þegar hún sagði að við Vala værum eins og fóst- urdætur sínar, búnar að vera heimalningar hjá þeim hjónum frá unga aldri og voru það mikil for- réttindi að fá að vera hluti af lífi hennar. Við vitum að þú ert núna komin á betri stað þar sem engar þján- ingar eru, og gömlu hundarnir þínir hafa tekið vel á móti þér og fá nú að kúra í fangi þínu á ný. Elsku Gauji, Rúnar, Rósa og Rakel mín, missirinn er mikill og votta ég ykkur mína dýpstu sam- úð, sem og allri fjölskyldunni. Minning um sterka og yndislega góða konu lifir. Sólveig Þórarinsdóttir. Það er mjög sárt að hafa Vallý systur ekki lengur til að heim- sækja. Hún tók alltaf vel á móti mér, hvatti mig áfram og gaf ekki neitt eftir í því sem hún taldi vera rétt ef henni fannst ég vera að gera eitthvað rangt. Þegar ég var 17 ára bauð Vallý systir mér að koma á vertíð til Ólafsvíkur. Hún sagði mér að það væri miklu betra að koma vestur en að vera að þvælast á síðutogara í Reykjavík. Ég bjó þá vertíð hjá Vallý og Gauja og það var mjög góður tími því alltaf var Vallý systir búin að baka brúntertu fyrir mig sem hún vissi að mér þætti svo rosalega góð og alltaf var hún með góðan mat að borða í landlegum. Þegar ég flutti til Reykjavíkur frá Akranesi þá kom ég oft til Vallýjar og Gaua og alltaf var mikið fjör, Vallý með fullt hús af Maltese-hundunum sínum, sem hún var brautryðjandi í að rækta hér á Íslandi. Það var mjög skrýtið, alltaf þegar ég kom í heim- sókn til Vallýjar þá kvartaði hún aldrei vegna veikinda sinna. Fyrst þegar hún var að vinna á liðagigt- inni, sem henni tókst ótrúlega vel að höndla, er hún þakkaði inntöku á Aloe Vera-drykknum sínum, og eins þegar hún greindist með krabbameinið, var hún ótrúlega hörð af sér, hún ætlaði ekki að láta þennan fjanda sigra sig. Oftast þegar krabbinn kom til umræðu þá ræddi hún um að við yrðum að fara í krabbameinsrannsókn systkinin því þessi fjandi væri ættgengur og hún ítrekaði alltaf að ég og börnin mín yrðum að fara í rannsókn á þessu meini. En því miður náði hún ekki að sigra og að lokum hafði þessi fjandi betur. En hún Vallý gerði ótrúlegustu hluti til að reyna að sigra þennan sjúkdóm sem ég er viss um að enginn annar hefur gert í þessari stöðu. Bless elsku Vallý mín og takk fyrir samveruna í þessu lífi. Inni- legustu samúðarkveðjur til Gauja og barnanna. Pétur bróðir. Valgerður Inga Hauksdóttir Frábær vinnu- félagi og einstakur vinur er fallinn frá. Sakna hans mikið. Ekki langt síðan að við sátum saman alsælir og aldrei skorti Hjálmtýr Axel Guðmundsson ✝ Hjálmtýr AxelGuðmundsson fæddist í Reykjavík 27. janúar 1944. Hann lést á líkn- ardeild LSH 30. júní 2013. Útför Axels fór fram frá Dómkirkj- unni 11. júlí 2013. umræðuefni þar sem við vorum næstum jafnaldrar og margs að minn- ast. Drengurinn var ekki bara gleðigjafi heldur flinkur hand- verksmaður og mátti ekki sjá neitt í ólagi. Hann bara varð að gera við það, eða smíða nýtt. Skipti þá engu hvort hluturinn var tré eða járn. Hann auðgaði mína tilveru. Takk. Helgi Steingrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.